Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍSABET S VEINBJÖRNSDÓTTIR ■4- Elísabet Svein- ■ björnsdóttir fæddist 4. október 1917 á Uppsölum í Seyðisfirði við Isa- fjarðardjúp. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Rögnvaldsson, f. 15. september '1886, d. 28. mars 1975, bóndi á Upp- sölum og síðar verkamaður i Bol- ungarvík, og Kristín Hálfdán- ardóttir, f. 22. nóvember 1896, d. 2. janúar 1951, frá Hesti í Hestfirði. Elísabet var næstelst í röð 16 barna þeirra hjóna. Systkini hennar voru: 1) Ragn- ar, f. 25.6. 1916, kvæntur Elísu R. Jakobsdóttur, Akranesi. 2) Kristián, f. 23.9. 1918, d. 30.5. 1994, kvæntur Guðbjörgu G. Jakobsdóttur, Hafnarfirði. 3) Kristín Guðrún f. 5.1. 1920, gift Ingólfi H. Þorleifssyni, Bolungarvík. 4) Rögnvaldur, f. 22.2. 1921, d. 13.2. 1943. 5) Daðey, f. 31.3. 1922, gift Sig- urði Jóhannssyni, Hafnarfirði. 6) Hálfdán, f. 8.3. 1924, d. 2.3. 1954, kvæntur Sigrúnu Hall- dórsdóttur, sem nú býr á Akur- eyri með seinni manni sinum, Jónatan Ólafssyni. 7) Jónatan Helgi, f. 27.1. 1925, d. 28.1. 1925. 8) Halldóra Þórunn, f. 14.9. 1926, gift Hjalta Ólafi Jónssyni, Reykjavík. 9) Einar Jónatan, f. 17.2. 1928, kvæntur Margréti R. Halldórsdóttur, Bolungarvík. 10) Jónína Þuríð- ur, f. 19.3. 1930, gift Guðmundi H. Kristjánssyni, Bolungarvík. 11) Siguijón, f. 28.9. 1931, kvæntur Kristínu Magnúsdótt- ur, Bolungarvík. 12) Svein- björn Stefán, f. 17.9. 1932, kvæntur Stellu Finnbogadótt- ur, Bolungarvík. 13) Marta, f. 19.4. 1934, d. 2.9. 1934. 14) Marta Kristín, f. 27.8.1935, gift Kar- veli Pálmasyni, Bol- ungarvík. 14) Sveinbarn, andv.f. 26.12. 1936. 5. októ- ber 1943 giftist hún Einari Kristni Gíslasyni, f. 19.2. 1921, d. 1.10. 1979, sjómanni í Bolung- arvík. Foreldrar hans voru Gísli Salómon Sigurðs- son, f. 10.1. 1885, d. 31.12. 1951, og Sesselja Finnsína Einarsdóttir, f. 21.6. 1891, d. 9.9. 1949. Systur Einars voru þrjár. Guðfinna, gift Guðmundi Jakobssyni, þau eru bæði látin. Ásgerður, gift Sigurði Guð- mundssyni í Reykjavík. Petr- ína, gift Bjarna Egilssyni í Reykjavík. Börn Elísabetar og Einars eru: 1) Kristín Sesselja, fulltrúi, f. 28.11. 1943, gift Steingrími L. Bragasyni, kenn- ara á Akranesi. Börn þeirra eru: Elísabet, kennari í Reykja- vík, sambýlismaður Rúnar Sig- ríksson, íþróttakennari. Börn þeirra eru Helena og Nökkvi; Sigurbjörg, fulltrúi í Reykja- vik; Sigfús, afgreiðslumaður á Akranesi og Bragi, nemi. 2) Gísli Sveinbjörn, f. 12.12. 1945, alþingismaður á Akranesi, kvæntur Ólöfu Eddu Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru: Einar Kristinn, vélvirki á Akra- nesi, kvæntur Hugrúnu Sigurð- ardóttur. Dætur þeirra eru Nanna IMQöll, Edda Osk og Alda Björk; Ólafur Þór, vélvirki og verslunarmaður í Kópavogi, sambýliskona Guðborg Ömars- dóttir. Börn þeirra eru Berg- lind Þóra og Gísli Þór; Erla Björk, nemi. 3) Rögnvaldur, f. 27.2. 1947, kennari og sjómað- ur á Akranesi, kvæntur Ragn- heiði Hjálmarsdóttur, kennara. Börn þeirra eru: Sólveig, af- greiðslustúlka á Akranesi, gift Snæbirni Erlendssyni, trésmið. Dóttir hennar er Rut Hall- grímsdóttir; Sveinbjörn, fisk- eldisfræðingur í Reykjavík, sambýliskona Sylvía Kristins- dóttir; Hjálmar, vélvirki á Akranesi, sambýliskona Guð- rún Einarsdóttir. Synir þeirra eru Ástþór Helgi og Arnór Kristinn. 4) Sveinbarn, and- vana f. 12.8. 1950. 5) Elísabet Halldóra, f. 15.9. 1951, banka- starfsmaður í Reykjavík, gift Reyni Elíeserssyni, tæknifræð- ingi. Börn þeirra eru: Brynjar, háskólanemi, sonur hans er Tryggvi Rúnar; ívar, háskóla- nemi; Ragnheiður, nemandi í Verslunarskólanum. 6) Drop- laug, f. 1.10. 1954, banka- starfsmaður á Akranesi, gift Gústav A. Karlssyni, vélvirkja og rennismið. Synir þeirra eru Sigurkarl, Guðfinnur og Andri. 7) Rósa, f. 22.5. 1956, kennari á Akranesi, fyrrv. eig- inmaður Auðunn Pálsson, bóndi og trésmiður. Dætur þeirra eru Alma og Anna Björg. Elísabet lauk ljós- mæðraprófi frá LMSÍ 30.9. 1940 og var ljósmóðir í Eyrar- sókn í Súðavíkurumdæmi 1.11. 1940 til 30.6. 1942. Hún bjó þá í foreldrahúsum að Uppsölum. Hún var ljósmóðir í Bolungar- vík 1.7.1942 til 30.9.1943. Hún gegndi síðan ljósmóðurstörf- um í afleysingum við Sjúkra- hús Akraness á árunum frá 1952 til 1970. Elísabet og Einar bjuggu fyrsta veturinn i Bol- ungarvík, síðan um tíma á Uppsölum, en fluttu til Súða- víkur 1945 þar sem þau eign- uðust fljótlega húsið Blómstur- velli og áttu þar heima þar til þau fluttu til Akraness snemma árs 1951. Þar bjuggu þau lengst af á Heiðarbraut 55 í húsi sem þau byggðu og fluttu inn í haustið 1955. Útför Elísabetar fer fram frá Akraneskirkju í dag. í DAG verður jarðsungin frá Akra- neskirkju Elísabet Sveinbjöms- dóttir en hún andaðist á Sjúkra- húsi Akraness hinn 24. janúar sl. eftir stutta legu. Elísabet átti við ernðan sjúkdóm að stríða síðustu árin, Parkinsonsveiki, sem gekk nærri henni og eyddi líkamlegu þreki hennar. Því má segja að dauðinn hafi orðið henni líkn í þraut en samt er það svo að við sem næst henni stóðum eigum erf- itt með að sætta okkur við fráfall hennar. Erfidrykkjur Glæsileg kafifi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 fLUGLEIÐIR - IIÚTEL LOFTLEIIIR Elísabet var önnur í röð 16 bama Sveinbjamar Rögnvaldssonar og Kristínar Hálfdánardóttur á Upp- sölum í Seyðisfirði og ólst því upp í fjölmennum systkinahópi. Auk hjónanna vom á heimilinu foreldr- ar Sveinbjarnar, Rögnvaldur Guð- mundsson og Kristín Guðmunds- dóttir, sem áður höfðu staðið þar fyrir búi. Rögnvaldur var sjálf- menntaður kennari af guðs náð og hann kenndi börnunum að lesa og skrifa. Með afkomendum Svein- bjarnar og Kristínar er það enn haft að gamanmálum að eitt sinn, er presturinn kom að húsvitja á Uppsölum, hafi hann spurt: „Hvemig er það, Sveinbjörn? Fæð- ast þau læs, börnin þín?“ Kransar. krossar, kistu- skreytingar Opið öll kvöld til kl. 22. omagarourinn Suðurlandsbraut 48, í bláu húsunum við Faxafen, s. 684340. Handrit afmæiis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveid- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Okkur sem nú lifum hættir til að ímynda okkur, þegar við heyr- um um slíkan barnafjölda í einni fjölskyldu, að lífið hljóti að hafa verið eintómt strit og basl á slíkum heimilum. Um Uppsalaheimilið er slík hugmynd fjarri sanni. Víst hefur lífsbaráttan stundum verið hörð en börn Sveinbjamar og Krist- ínar komust öll til fullorðinsára utan tvö sem dóu í frumbemsku og eitt sem fæddist andvana. Og minningar systkinanna frá Uppsöl- um era bjartar. Því höfum við feng- ið að kynnast á ættarmótunum sem haldin hafa verið frá 1978 og þá fyrst inni í Seyðisfirði. Það var góður bókakostur til á Uppsölum og mikið lesið, kveðið og sungið. Sveinbjörn lék á hnappaharmon- ikku og synir hans, Hálfdán og Jónatan, lærðu einnig á það hljóð- færi. Einnig var leikið á stofuorgel á heimilinu. Það gefur augaleið að í svo stór- um systkinahópi hafa ekki verið miklir möguleikar á löngu skóla- námi. Elísabet komst þó í Ljós- mæðraskólann og lauk þaðan prófi. Eftir það varð hún ljósmóðir í Eyr- arsókn í Súðavíkurumdæmi en þá var hún enn í foreldrahúsum. Síðan var hún ljósmóðir í Bolungarvík og eftir að hún flutti til Akraness gegndi hún lengi ljósmóðurstörfum í afleysingum við Sjúkrahús Akra- ness. Hún hafði yndi af starfinu og var farsæl og sængurkonumar hennar eru enn að segja okkur í fjölskyldunni frá því hvað gott var að hafa hana hjá sér. Maður Elísabetar var Einar Kristinn Gíslason sjómaður frá Bolungarvík og bjuggu þau fyrsta veturinn í Bolungarvík. Síðan voru þau um tíma á Uppsölum en fluttu til Súðavíkur 1945. Þar eignuðust þau sitt eigið hús, Blómsturvelli, áttu kú og nokkrar kindur. Einar stundaði sjóinn og fór gjarnan suð- ur á verðtíð. Það kom því í hlut Elísabetar að sjá um skepnumar auk heimilisins. Geta má nærri um að það hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Fyrstu árin eftir stríð voru erfiðir tímar í Súðavík og víð- ar á Vestfjörðum. Þau Einar og Elísabet brugðu á það ráð að flytja til Akraness árið 1951. Þau byggðu sér hús að Heiðarbraut 55, fluttu inn_ 1955 og áttu þar heima síðan. Ég kynntist Elísabetu fyrst um jólaleytið 1966. Við Sesselja vorum þá í tilhugalífi og hún bauð mér heim til þess að kynna mig fyrir foreldrum sínum. Mér var tekið með hlýju á Heiðarbrautinni og þar var eins og annað heimili mitt síð- an. Margar gleðistundir áttum við þar við leik og söng. Systkinin, Gísli og Elísabet, léku á harmon- ikku og gítar og það gerði konan mín einnig. Má því segja að þar hafi andinn frá Uppsölum lifað áfram. Eftir að við fluttumst til Akra- ness jukust samskiptin. Þau Einar og Elísabet skutu skjólshúsi yfír okkur fyrstu mánuðina þar sem húsnæðisvandræði voru mikil á Skaganum og skólayfirvöld töldu sér ekki skylt að útvega nýjum kennurum húsnæði. Bömin okkar Sillu áttu hlýtt og gott athvarf hjá afa og ömmu eins og önnur barna- börn þeirra. Elísabet var góð móðir og amma og kenndi börnunum og barnabörnunum margt gott. Hún var og góð kona manni sínum og leyndi sér ekki að hjónaband þeirra var ástríkt og gott. Mér er í minni tíminn þegar ég var með Einari á trillunni Fortúnu. Við stunduðum grásleppuveiðar á vorin og bragð- um okkur stundumn á skak. Oft komum við seint í land en alltaf var Elísabet komin á fætur og bar mat á borð fyrir okkur. Það var Elísabetu þungt áfall þegar Einar féll frá langt fyrir ald- ur fram haustið 1979. Það varð að ráði að við hjónin fluttum inn til hennar með börn okkar stuttu eftir næstu áramót. Yngri sonur okkar, Bragi, fæddist stuttu síðar og var Elísabet viðstödd fæðinguna. Hún tók miklu ástfóstri við hann og varð samband þeirra afar náið. Þessi sambúð á Heiðarbrautinni varaði í sex ár og er mér ljúft að geta þess að þar bar enga skugga á. Elísabet var ljúf í viðmóti og tillitssöm og bömum mínum reynd- ist hún góð amma. Eftir að við fluttum af Heiðarbrautinni bjó hún þar áfram í nokkur ár og bjuggu nokkur barnabarnanna hjá henni um tíma. Þá fór hún alvarlega að kenna þess sjúkdóms sem hún hef- ur nú lotið í lægra haldi fyrir. Það varð að ráði að hun seldi húsið og flutti á dvalarheimilið Höfða, og bjó hún þar upp frá því. Alltaf hélt hún þó nánu sambandi við böm sín og var hjá þeim á hátíðum og gleðistundum fjölskyldnanna. Með Elísabetu er gengin góð kona og gegn. Hún reyndist mörg- um vel í lífi og starfi. Við kveðjum hana með trega og þökkum henni fyrir allt sem hún var okkur. Bless- uð veri minning hennar. Steingrímur Bragason. Lífið er saga sem við semjum sjálf. Elsku amma, þín saga er falleg saga, því þú varst alltaf söm og jöfn, hlý og góð við okkur öll ömmu- og langömmubörnin þín. Ég skil það núna að ekkert var- ir alla tíð en mér fannst ekki á afmælinu mínu 1. nóvember síðast- liðinn að það gæti verið að þú yrð- ir ekki í næsta afmæli mínu. Ég þakka þér allar góðu stund- irnar og samveruna sem var alltof stutt, en núna ert þú komin til afa sem ég þekkti bara af því sem ég hef heyrt um hann og ég veit að hann tekur vel á móti þér. Ég kveð þig með því að minnast allra ljóðanna og laganna sem við sungum saman og með því að þakka þér fyrir að hlusta á það sem ég var að æfa á píanóið. Mig langar að kveðja með þess- um tveimur af mörgum fallegum versum sem þú fórst með fyrir mig og okkur börnin. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H.P.) Þín, Erla Björk Gísladóttir. Mágkona mín elskuleg, Elísabet Sveinbjörnsdóttir, er látin. Dauðinn kom ekki óvænt. Beta mín, eins og hún var nefnd af vinum, var búin að vera lengi þjáð af Parkin- sonssjúkdómi og við vinir hennar vissum að stutt var til æviloka. Beta ólst upp í góðu ástríki í for- eldrahúsum á Uppsölum í Seyðis- fírði við ísafjarðardjúp. Hún lærði ljósmóðurfræði og var ljósmóðir í Bolungarvík, Súðavík og í afleys- ingum á Sjúkrahúsi Akraness. Hún og Einar eiginmaður hennar áttu sín fyrstu hjúskaparár í Bolungar- vík_og síðar í Súðavík. Árið 1951 fluttu þau til Akra- ness, en þá urðu kynni okkar náin. Á þeim tíma var mjög erfitt að fá húsnæði á Akranesi og andvirði litla hússins þeirra í Súðavík var léttvægt á við verð húsa hér fyrir sunnan, þá var bara að fá leigt og var það og er ekki besti kostur fyrir barnafjölskyldur. Ég gleymi aldrei að þegar ég fór að fala leigu- húsnæði fyrir þau og sagði að þau ættu þijú börn og það fjórða fædd- ist eftir fáa mánuði, svaraði eigand- inn Valgeir Runólfsson: „Við hér hræðumst ekki böm.“ Þetta voru gleðitíðindi sem ég flýtti mér að segja Betu og þetta var sambýli sem reyndist vel. Síðar byggðu þau sér hús á Heiðarbraut 55 á Akra- nesi og áttu þar yndislegt heimili þar sem ást, gleði og söngur réðu ríkjum. Börnum þeirra fjölgaði og eru öll mjög vel gefin, dugleg og yndislegar og góðar manneskjur. Þegar börnin stækkuðu lærðu þau meðal annars á hljóðfæri og var spilað á gítar og harmoniku og mikið sungið. Þangað var gott að koma og leið öllum vel í návist fjöl- skyldunnar á Heiðarbrautinni. Beta var mikill barnavinur og kom öllum börnum vel að sér. Hún hafði einn- ig yndi af að taka á móti ljósubörn- unum sínum og batt tryggð við þau ævilangt. Það má með sanni segja að Beta elskaði allt ungviði og ég man að um sauðburð á Akranesi var hún oft sótt til aðstoðar en þá áttu margir Akurnesingar kindur heima við hús sín. Beta mín var mjög vel gefín og hafði yndi af lestri góðra bóka. Hún var framúr- skarandi góð móðir eins og börnin hennar bera vitni um og geta þau örugglega tekið undir þessar ljóðl- ínur: Hún hlúði þér fyrst og ef mótlæti'og mein þér mætti, hún reyndi að vinna'á því bætur. Við vangann þig svæfði; hjá vöggunni ein hún vakti oft syfjuð um hrollkaldar nætur. Hún hrökk við af ótta ef hún heyrði'í þér vein; hún hafði á þér vakandi og sofandi gætur. Hún gekk með þér, tók burt'úr götu hvem stein, er gang reyndu fyrst þínir óstyrku fætur. (Þorst. Gíslason) Ég þakka Betu alla tryggð, vin- áttu og velvild sem hún ávallt sýndi minni fjölskyldu í sorg og gleði. Ég kveð hana með söknuði en sam- gleðst henni að vera laus úr viðjum sjúkdómsins. í bláma og birtu handan hafsins auða bíður hennar elskulegi eiginmaður með útbreidd- an faðminn og þá verða fagnaðar- fundir. Ég votta systkinum Betu inni- lega samúð og ykkur elsku frænd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.