Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR HREFNA BJORG HAFSTEINSDOTTIR KRISTJÁN NÚMIHAFSTEINSSON AÐALSTEINN RAFN HAFSTEINSSON + Hrefna Björg Hafsteinsdótt- ir fæddist 10. ágúst 1987, Kristján Númi Hafsteinsson fæddist 7. október 1990 og Aðal- steinn Rafn Hafsteinsson fædd- ist 29. september 1992, börn hjónanna Berglindar Maríu Kristjánsdóttur, f. 12.2.1963, og Hafsteins Númasonar, f. 22.3. 1951. Systkinin létust í snjóflóð- * inuíSúðavíkl6.janúarsíðastlið- inn og fór útför þeirra fram frá Dómkirkjunni 25. janúar. OKKUR langar að kveðja litlu „frænku" okkar Hrefnu Björgu Haf- steinsdóttur og bræður hennar Krist- Ingveldur Guðnadóttir fæddist á Stokkseyri 31. október 1919. Hún lést á Land- spítalanum 17. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Láttu nú ljósið mitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Hallgrímur Pétursson) Þegar ég lít til baka kemur mér í hug bænin sem Inga bað með böm- um sínum litlum. Þessa bæn átum —jjið sameiginlega, ég kenndi bömun- um okkar Jóns Bjama hana líka. Og nú fylgir henni kveðja mín, til tengdamóður minnar, með þökk fyr- ir samfylgdina. Bömum og fjölskyld- um þeirra bið ég allrar blessunar. ján Núma og Aðalstein Rafn. Þegar við fréttum að snjóflóð hefði fallið í Súðavík að morgni 16. janúar gerðum við okkur engan veginn grein fyrir þeim mikla skaða sem það hafði valdið og öllum þeim mannslífum sem það átti eftir að taka. Þegar svona gerist þá gerir maður sér grein fyrir hversu máttarvana við mannfólkið emm gagnvart nátt- úrunni. Alltaf er sárt þegar skyldfólk eða vinir eru kallaðir burt, en þegar um böm er að ræða spyr maður hver tilgangurinn sé. Oft er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Þegar við bjuggum í Súðavík voru dætur okkar Eva og Remy í leik- Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er,. og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Unnur. Vegna mistaka við birtingu þessarar minningargreinar á blaðsíðu 26 í sunnudagsblaðinu er hún endurbirt hér. í minningargrein Sigríðar Gunnlaugsdóttur um Ingveldi Guðnadóttur varð meinleg prent- villa. Rétt er málsgreinin, sem fyrir hnjaskinu varð, svona: „En lífið beið og rómantíkin var skammt undan. Þau Bjarni hittust og eftir það var lífsleiðin vörðuð.“ skóla með Hrefnu Björgu. Hrefna Björg var yndislegt barn, glaðvær og kát en jafnframt einstaklega kurt- eis og skýr. Dætur okkar og Hrefna Björg voru mjög góðar vinkonur og léku sér nær daglega saman. Þá voru þær gjaman í þykjustuleik að passa Kristján Núma en litli bróðir- inn var þá ófæddur. Stundum fékk Hrefna Björg að koma með okkur í bíltúr á sunnudög- um, en þá gleymdi hún aldrei að láta mömmu fyrst vita og fá leyfi. Þegar við svo fluttum frá Súðavík í ársbyij- un 1992 voru dætur okkar ekki sátt- ar við að fara því þá myndu þær missa leikfélaga sinn hana Hrefnu Björgu. Ailtaf þegar við heimsóttum Súðavík bytjuðu þær á því að fara og heimsækja hana. Það er erfítt að vera sjö og átta ára og reyna að skilja að vinkona manns sé farin til Guðs. Og eflaust verður það ekki raunverulegt fyrr en þær koma næst til Súðavíkur. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja Hrefnu Björgu, Kristján Núma og Aðalstein Rafn. Megi Guð geyma ykkur. Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum fátækum, smáum líkn í lífsstríði alda. Elsku Linda og Haddi, orð fá ekki lýst sorg okkar. Góður Guð gefi ykk- ur styrk til að halda áfram og láta ekki hugfallast. Sóley, Kristinn, Eva og Remy. + Hreinn Gunnarsson bóndi á Halldórsstöðum í Eyjafirði var fæddur 28. febrúar 1932 á bænum Tjörnum í Eyjafirði. Hann lést 27. desember síðastlið- inn. Útför Hreins fór fram frá Akureyrarkirkju 6. janúar sl. NOKKUR minningarorð um ná- granna minn, Hrein Gunnarsson, bónda á Halldórsstöðum í Eyjafjarð- arsveit sem nú er látinn. Hreinn var tryggur átthögum sín- um og þegar hann hafði ungur að árum komið sér upp nokkrum fjár- stofni kaupir hann landspildu úr Tjamarlandi (norðan Tjamarhóla) og hugðist byggja fjárhús á tóftum gam- als býlis er Stigagerði nefndist. Þá hafði hann nokur ár haft fjárhús heima á Tjömum. Um þetta leyti fara Halldórsstaðir í eyði, sem hafa aðliggjandi land að spildu Hreins. Sá hann sér nú leik á borði og kaupir Halldórsstaði og sam- einar sínú landi. Þama fékk hann hús fyrir fjárstofn sinn, sem hann hafði þama á beitarhúsum næstu árin. Árið 1968 varð ár mikilla umþreyt- inga á högum Hreins, þá hafði hann fest ráð sitt, konu sína, Sólveigu Sig- valdadóttur, sótti hann að Stafni í Svartárdal. Þau vom bæði alin upp við líkar aðstæður, á jaðri sveita með óbyggðina á aðra hönd. „Þar sem fjallablærinn ftjáls og hreinn, friðar svalar vöngum mínum,“ eins og skáldið sagði. » Á þessum árum ríkti bjartsýni í íslenskum Iandbúnaði. Hreinn og Sól- veig hrifust af þessari bjartsýni og völdu sér nýtt bæjarstæði á Langholt- inu nálægt miðri landspildunni þar sem landamerkin höfðu áður verið. Þama reis snoturt íbúðarhús, ásamt fjárhúsum og hlöðu sem Iokið var við 1970, þetta var hið vænleg- asta býli - Halldórsstaðir komnir aft- ur í byggð. Búskapurinn sniðinn fyrir sauðfá og hross í samræmi við áhugamál þeirra beggja og hefðir frá æskuheim- ilinu. Það segir ekki mikið frá atvikum í önn hversdagslífsins, enda er það þá farsælast. En skjótt skipast veður Kæri skólabróðir, Hafsteinn. I bernskum huga eru fjöllin sam- ofin leikjum okkar og draumum, í vöku og svefni. Augu fjallanna vöktu yfir okkur og sterkir armar þeirra lokkuðu. Djúp, ókönnuð.gil, bumirót og bláklukka á klettasyllum, tindar sem gáfu fögur fyrirheit um ævin- týralönd, þó ekki væri nema Græn- land. Nóttin gaf okkur vængi til þess að kanna víðáttur ijallskollanna sem smáa fætur þraut kraftur til og láta okkur berast áfram inní ævintýrin. Veturinn var þá ekki ógn, heldur fjöl- breytilegir leikir. Vökul augu fjall- anna bægðu vá frá. Bæði voram við komin yfir fjallið, til borgarinnar eða suður, þegar gilið á milli húsanna okkar fylltist hættu og hrifsaði líf nágranna og vina. Þú snerir aftur í faðm vestfirskra fjalla fyrir mörgum áram, sáttur við sjálfan þig, við lífið og ástin fylgdi þér. Ástin sem marg- faldaðist uns þijú sólskinsbros litu dagsins Ijós til viðbótar stóra dætram þínum tveimur. Á ný varstu kominn til lítillar eyrar þar sem húsin kúra þétt saman, aftur mættirðu augliti fjallanna, stórum hrammi þeirra sem hvorttveggja í senn skýldi eða ógn- aði. Enn á ný trítluðu smáir bams- fætur í beijamó inn til dala, renndu sér á sleða í hlíðum, óðu í fjöra, biðu á bryggju. Stór augu tindraðu þegar pabbi sagði sögur frá uppvaxtarárum sínum í skjóli samskonar blárra fjalla. Og enn á ný ævintýraferðir um hugarborgir í vöku og svefni. Með bæn og bros á brá og tilhlökkun að fá pabba heim liðu ljúflingamir þínir inn í draumalönd 16. janúar sl. Úti geisaði miskunnarlaus orrusta veðurguða og óveðrið var slíkt að engu eirði en æddi hömlulaust áfram með hvítar öldur og tortímingu. Fyr- irvaralaust var ævintýrið eyðilagt, lagt í rúst og eftir, í tóminu hyl- djúpa, stendur minning ein úr ótelj- andi myndum sem sefa og ylja en rífa líka og slíta; buga og gefa styrk til þess að halda áfram að lifa. í lofti. 1. febrúar 1985 dundi á mikið reiðarslag, Sólveig varð fýrir slysi, sem hún hlaut bana af. Hreinn stóð eftir með dótturina Rósu Steinunni á unglingsaldri og hafði hún ekki lokið námi. Með hjálp góðra manna og kvenna tókst Hreini að halda bú- skapnum áfram og dóttirin lauk því námi sem hún hafði valið sér. Nú hefur hún Rósa stofnað sitt heimili á Akureyri með manni sínum, G iðbimi Elfarssyni, og eiga þau litla íal’.ega dóttur. Þetta hefur án efa verið Hreini mikil uppfylling og gleði- gjafi. Nú sl. tvö ár hefur hann að mestu verið einn á Halldórsstöðum, á vissan hátt bundinn þeim aðstæðum sem skapast, eða menn skapa sér sjálfir, við getum ýmist kallað það átthagatryggð eða átthagafjötra. Þá er ekki heldur auðvelt að hlaupa frá jörð og búi og ekki á vísan að róa með atvinnu. Það sannast oft hið fomkveðna að „enginnn ræður sínum næturstað" og röð atburðanna fellur oft undarlega saman. Á annan daga jóla 1972 hafði Gunnar á Tjömum, faðir Hreins sinnt gegningum og kenndi þá einhverra ónota og fór því inn í bæ til að jafna sig, ekki hafði hann setið langa stund uns hann hnígur fram á borð og er þegar allur. Nú 22 áram síðar má segja að örlögin spinni sama þráð, aftur á annan dag jóla. Hreinn er á sínum daglega vettvangi að sinna skepnum sínum, þegar hann kennir sér meins. Til allrar hamingju tókst honum þó að komast í síma og gera viðvart - því fátt segir af einum. Þó vildi hann í fyrstu ekki gera mikið úr lasleika sínum. Samt var hart bragði við og honum komið strax undir læknishendur, en það varð ekki aftur snúið. Hann lést tæpum sólar- hring eftir að hann fyrst fann aðkenn- ingu banameinsins. Hreinn var vörpulegur maður og viðræðugóður, einkum og eðlilega um þau málefni sem hann hafði áhuga á. Að ýmsu leyti líktist hann föður sínum, bæði að útliti og gerð, einnig með sum áhugamál, þá var eins og örlög þeirra féllu í líkan farveg. Þjóðlegur fróðleikur var Hreini hugleikinn og geymdi hann í huga Elsku Hafsteinn. Á þig og fjöl- skyldu þína er lagt svo óumræðilegt snjófarg sem aldrei leysir alveg. Á tindum, í klettaskoram mun snjó ekki taka upp, þvalt og kalt myrkur dalalæðunnar voma lengi, hvítur stormurinn fylla hugann ótta og beyg. Nú minnir þú á vestfirsku klettana sem við klifruðum sem börn. Hið ytra berðu höfuð hátt, býður forlögum birginn með æðraleysi og rósemi, innra kraumar bergkvikan og hjartað slær heitt. Ætíð ert þú fyrstur að rétta hjálpfúsa hönd og ekkert er svo lítið að þú gefir því ekki gaum. Leyfðu nú vinum þínum að bjóða þér og Lindu þinni hönd, að fylgjast með ykkur er þið leiðið hvort annað og styðjið í gegnum sorgina í sólskini minninganna. Eins og allir aðrir er ég orðvana og vanmáttug, til þess að tjá samúð mína, hvesu mikið ég reyni að gæða svarta stafí lífí, fylla orð hluttekn- ingu, minni og okkar allra sem standa svo smá, svo fjarska smá, utan alls. Engin orð munu nokkurn tíma sefa þessa stóra, að því er virð- ist, óyfirstíganlegu sorg ykkar, ein- ungis draga úr sárasta sviðanum, um stund. Megi hlý orð og faðmlög, heitar bænir og hugsanir varða ykk- ur leið, skref fyrir skref, úr dalnum <íjúpa og dimma. Megi ástin umvefja ykkur og sameina í því allra dýrmæt- asta sem þið eigið: Minningunni um elsku bömin ykkar, Hrefnu Björgu, Kristján Núma og Aðalstein Rafn. Sá er eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Megi góðar vættir vemda ykkur öll. Hallfríður Ingimundardóttir (Día) sínum ýmislegt úr sagnasjóði föður síns, en Gunnar var sagnaþulur um fortíð og samtíð, stálminni og frásag- nagleði var arfgengi, en nú hefur of seint verið bragðið við til að bjarga ýmsum fróðleik. Þá var í þessum ættgarði gestrisni og greiðvikni eðlislæg. Einnig bjó Hreinn yfír sterkri glöggskyggni á skepnur, svipmót þeirra, útlit, kosti og galla. Líka var mikið yndi af sér- stæðum litum eða ferhymdum kind- um sem nú gerast sjaldséðar. Þá var eitt aðaláhugamál Hreins, hrossarækt og ættir hrossa, sem gagnast best þeim sem hafa gott minni. Hann aflaði sér bóka og ann- arra heimilda um þetta efni og hafði góð sambönd við hrossaræktarmenn víða um land. Um nokurra ára skeið fór Hreinn ásamt öðrum í fjárleitir á Laugarfellsöræfí, meðan Eyfírðingar smöluðu það svæði ásamt Skagfirð- ingum. Vora þar ætið vinafundir en gist var jafnantvær nætur í fjallakof- anum Grána. Þama var Hreinn arf- taki föður síns, en Gunnar á Tjömum hafði áður rækt þessar fjárleitir um áratuga skeið. Þá má líka geta þess, hversu Hreinn var ötull að bjarga fé til byggða eftir að lögboðnum leitum var lokið. Fór hann ófáar ferðir á hveiju hausti einn eða með öðrum um allflesta dali í Saurbæjarhreppi og oftar en ekki var einhveiju fé bjargað til byggða. Á þessu má sjá að kunnugleiki Hreins á flestum af- réttardölum sveitarinnar var góður, þegar við bætist að hann var grenja- skyþta um langt árabil og fór þá oft vítt'og breitt um þessar slóðir og var öragglega manna kunnugastur um grenisstæði á þessum slóðum. Nú er hætt við að margur grenismunninn sé týndur. Oft var Hreinn búinn að vaka með vomóttinni við grenjavnn- slu og njóta fegurðar rísandi sólar sem og færði yl eftir hroll næturinnar. Megirðu félagi ganga mót rísandi sól inn í eilífðalandið. Hafðu þökk fyrir samfylgdina í byggð og á ör- æfum. Rósa min, við hjónin sendum þér og fjölskyldu þinni svo og öðram ættingjum okkar einlægustu sam- úðarkveðjur. Signrður Jósefsson. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU HJALTADÓTTUR, Hamragerði 27, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks hand- laekningadeildar FSA. Sverrir Valdimarsson, Inga Þóra Sverrisdóttir, Gauti Friðbjörnsson, Ellen Sverrisdóttir, Antonio Mendes, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ÁRSÓLAR SVÖFU SIGURÐARDÓTTUR frá Eystra Þorlaugargerði, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til laekna og starfsfólks á Hrafnistu og Norðurbrún 1. Ingibjörg Jónsdóttír. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS TÓMASAR JÓNSSONAR. Signý Hermannsdóttir, Hermann Gunnarsson, Kristín Sverrisdóttir, Una Björg Gunnarsdóttir, Benjamín Magnússon, Sigrún Gunnarsdóttir og barnabörn. INGVELDUR GUÐNADÓTTIR HREINN GUNNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.