Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 33 KARL ÞORLEIFUR KRISTJÁNSSON ■4- Karl Þorleifur Kristjáns- * son fæddist á Hjarðarbóli í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu 29. ágúst 1907. Hann lést á Borgarspítalanum 13. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 20. janúar. ÖRFÁUM orðum viljum við af- komendur Mettu Bergsdóttur og Björgvins Friðrikssonar ásamt tengdabörnum minnast og þakka af alhug þeim hjónum, Karli Þ. Kristjánssyni og Svövu Lárusdótt- ur, alla velvild þeirra og hjálp við þau Mettu og Björgvin þegar þau bjuggu undir sama þaki að Hrefnugötu 7 hér í bæ. Þetta vilj- um við gjöra nú er Karl er kvadd- ur hinztu kveðju. Þegar Metta og Björgvin fluttu að Hrefnugötu 7 voru Karl og Svava fyrir í húsinu. Urðu þau brátt góðir vinir þeirra, svo og okkar afkomenda þeirra Mettu og Björgvins og venzlamanna. Kom þar til hið hlýja og glaða viðmót þeirra Karls og Svövu og svo það að þeim hefur eflaust fundist Metta og Björgvin sýna hið sama. En það er ekki ávallt gefið að gott sé milli íbúa eins húss, en svo var það á Hrefnugötu 7, og ætlum við að það mætti vel hafa samband þessara tveggja hæða og íbúa þeirra að fagurri fyrirmynd og mörgum öðrum til eftirbreytni. Þau Metta og Björgvin voru nokkuð hnigin á efri aldur er þau fluttu á Hrefnugötu 7 og það var kannski einmitt vegna þess hve það kom enn betur í ljós hve hjálp- leg Svava og Karl voru þeim, er eitthvað reyndi á, og þau reyndust Mettu og Björgvin alla tíð hinir allra beztu grannar. Við munum hve oft við vorum uggandi um þau gömlu hjónin, er þau eltust og áttu erfitt með eitt og annað, en við að sjálfsögðu ekki ávallt viðlátin að rétta þá hjálparhönd er við vildum, en þá var það ætíð svo, að við vorum öruggari með að vita þau Svövu og Karl á næstu hæð. Það kom líka í ljós að Svava og Karl réttu þeim Mettu og Björgvin hjálpar- hönd, ef eitthvað bjátaði á, og það var ef til vill mest þegar Metta var fallin frá og Björgvin var einn eftir og var mjög farinn að heilsu, hve Svava og Karl voru ávallt boðin og búin til þess að rétta hjálparhönd og við munum ávallt minnast þess með hjartans þakk- læti. Nú þegar sá góði drengur, Karl Kristjánsson, er genginn, viljum við þakka honum af alhug alla hans velvild við gömlu hjónin, alla hans hjálp ef eitthvað var að. Það er einkum gott að minnast þessa nú, er svo margir eiga um sárt að binda og margar hjálpandi og líknandi hendur koma til að lina þjáningar, en þannig var Karl. Hann var æ boðinn og búinn til hjálpar. Veri minning Karls Þ. Kristjáns- sonar lofi betri. Niðjar Mettu Bergsdóttur og Björgvins Friðrikssonar. WIAWÞAUGL YSINGAR Atvinna óskast 23 ára stúlka óskar eftir góðu framtíðar- starfi. Ýmislegt kemur til greina. Góð meðmæli. Nánari upplýsingar í síma 588-4556. Aukatekjur 20.000 til 100.000 krónur Tilbreyting ískammdeginu ★ Ert þú tilbúinn til að fórna 4 til 10 tímum á viku í skemmtilegt verkefni, sem gefur þér, án mikillar fyrirhafnar, 20.000 til 100.000 krónur á mánuði? ★ Þátttaka í virkum og skemmtilegum hóp, sem kemur saman af og til og ber saman bækur sínar. Allar upplýsingar í síma 588-6869. Skútuvogi 11, 104 Reykjavík, sími 588-6869. Ertu til í breytingar? Ég er með lítið fyrirtæki, með góðar vörur og gott orðspor, í innflutningi fyrir bygginga- iðnaðinn. Ég er að leita eftir samstarfi eða samruna við svipað (svipuð) fyrirtæki. Er í góðu eigin húsnæði með nóg af plássi og útstillingarglugga. Til greina kæmu kaup á fyrirtæki með innflutning eða snyrtilega fram- leiðslu. Er tilbúinn að skoða alla möguleika, jafnvel sölu. Áhugasamirsendi nafn fyrirtæk- is eða nafn sitt ásamt upplýsingum um teg- und reksturs. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál. Öllum verður svarað. Svar sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „F -1954“. Til leigu við Faxafen 200 fm gott verslunarhúsnæði. Rýminu fylg- ir réttur á auglýsingaskilti á áberandi stað við Miklubraut og Faxafen. Sanngjörn leiga. Laust strax. Upplýsingar í síma 587 8830. Skrifstofuhúsnæði - lager Nýjar víddir og íslenska menntanetið vilja taka á leigu 200-300 fm skrifstofuhúsnæði og u.þ.b. 50 fm lagerhúsnæði í Reykjavík. Upplýsingar í síma 614300 á skrifstofutíma. Sólarkaffi Arnfirðinga Sólarkaffi Arnfirðinga verður haldið á Engja- teigi 11 (við hliðina á Listhúsinu) föstudaginn 3. febrúar og hefst það kl. 20.30. Miðar seldir á Engjateigi 11 sama dag frá kl. 16-18 og við innganginn. Góðar veitingar og skemmtiatriði. Mætum öll. Uppboð Framhald uppboös á eftirtöldum fasteignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Kirkjuvegur 16, miðhæð, Ólafsfirði, þinglýst eign Ríkharðs Sigurðs- sonar, eftir kröfum Járntækni hf., Byggingarsjóðs ríkisins, Vátrygg- ingafélags (slands hf. og Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þriðju- daginn 7. febrúar nk. kl. 10.00. Strandgata 5, neðri hæð, Ólafsfirði, þinglýst eign Þórleifs Gestsson- ar, eftir kröfum Péturs Bjarnasonar, Rafmagnsveitu Reykjavikur, is- landsbíla hf. og Lífeyrissjóðs sjómanna, þriðjudaginn 7. febrúar 1995 kl. 10.30. Ægisbyggð 4, Ólafsfirði, þinglýst eign Jóns Sæmundssonar, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins, Vátryggingafélags íslands og Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins, þriðjudaginn 7. febrúar 1995 kl. 11.00. Ólafsfirði, 31. janúar 1995. Sýsiumaðurinn í Ólafsfirði, Björn Rögnvaldsson. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði boðar til opins fundar um bæjarmálefni Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði boða til fundar um bæjarmálefnin í veitingahúsinu Gafl-lnn annað kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.00, Gert verður kaffihlé á fundinum. Allir velkomnir. Stjórn fulltrúaráðs. Ríkistollstjóraembættið auglýsir Ríkistollstjóraembættið stendur fyrir nám- skeiði um upprunareglur í vöruviðskiptum samkvæmt fríverslunarsamningum íslands. Fjallað verður um þau skjöl og yfirlýsingar, sem notuð eru við inn- og útflutning vöru. Einnig verður fjallað um helstu reglur, sem ákvarða upprunaland vöru. Námskeiðið fer fram 13. og 14. febrúar nk. í Tollskóla ríkisins, Tryggvagötu 19, 150 Reykjavík. Þátttaka tilkynnist fyrir 8. febrúar nk. til Ríkistollstjóraembættisins, þ.e. ritara á skiptiborði í síma 5600500, eða til forstöðu- manns Tollskóla ríkisins í sfma 5600447, sem veitir einnig nánari upplýsingar. Reykjavík, 30. janúar 1995. Ríkistollstjóri. auglýsingar I.O.O.F. 9 = 176217’A= Þb. I.O.O.F. 7 = 176 2I8V2 = □GIMLI 5995020119 II 6 □ GLITNIR 5995020119 III 1 Hvi'tasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Kl. 20.30; námskeiðið Kristið Iff og vitnisburöur. Þetta er annar hluti af fjórum en þó er hvert kvöld sjálfstætt. Kennari Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682S33 Helgarferð 4.-5. feb.: Vættaferð undir Eyjafjöllum Fjölbreytt ferð með skoðunar- og gönguferðum undir Eyjafjöll- um og í Mýrdal. Góð gisting í félagsheimilinu Heimalandi. Sameiginlegt þorrahlaðborð á laugardagskvöldinu. Brottför laugardag kl. 08.00. Farmiðar á skrifstofunni. Ferðaáætlun 1995 er komln út. Ferðafélag fslands. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ISLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Jónas Þórisson. Helga Magnús- dóttir syngur. Allir velkomnir. Hallveigarstíg 1 »sími 614330 Myndakvöld 2. febrúar Nk. fimmtudag sýnir Gunnar S. Guðmundsson myndir sínar frá ferð um „Laugaveginn" dagana 18.-21. júlí sl. og einnig nokkrar haustmyndir úr Básum og frá gönguferð yfir Fimmvörðuháls. Sýningin hefst kl. 20.30 í Fóst- bræðraheimilinu við Langholts- veg. Hlaðborð kaffinefndar inni- falið i aðgangseyri. Allir velkomnir. Helgarferð á gönguskíðum í Nesbúð 4.-5. febrúar Gengið af Hellisheiði og niður að Nesjavöllum, síðan út með Grafningi á sunnudag. Góð gisti- aðstaða og matur í Nesbúð. Brottför laugardagsmorgun. Fararstjóri er Reynir Sigurðsson. Miðasala og uppl. á skrifstofu Útivistar. Ferðaáætlun Útivistar 1995 er komin út. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.