Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ -f Dýraglens Tommi og Jenni Ef þú ert veltijurt, Geturðu oltið Gætirðu gert það sýndu þá að þú velt- afturábak? á skautum? ir... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Islenska útvarps- félagið braut samkeppníslög Frá Andrési Indriðasyni í frétt í Morgunblaðinu 25. jan- úar sl. er ijallað um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. janúar, en með honum var staðfest að ég væri höfundur að persónunum Glámi og Skrámi og ennfremur að út- varpsþættir eftir Þórhall Sigurðs- son og Bjöm G. Bjömsson sem fluttir voru á Bylgjunni í desember 1993 með þessum persónum hafi brotið í bága við 20. grein sam- keppnislaga. Því miður var þessi frétt í Morg- unblaðinu með þeim hætti að hún gaf afar villandi mynd af mála- vöxtum og niðurstöðu dómsins og sé ég því ástæðu til að leiðrétta missagnir og bæta í það sem vant- aði. Fénýting á hugmyndum annarra refsiverð Þess var ekki getið í fréttinni að með birtingu þáttanna á Bylgj- unni var íslenska útvarpsfélagið dæmt brotlegt gagnvart 20. grein samkeppnislaga frá 1993, en sam- kvæmt henni er sérhver fénýting á hugmyndum annarra refsiverð og bótaskyld. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að með því að nota nöfnin Glámur og Skrámur í þáttunum og flytja efnið með sömu röddum og notaðar voru í Stundinni okkar hafi stefnda mátt vera ljóst að verulegar líkur væru á því að menn tengdu þættina á Bylgjunni framangreindum verk- um stefnanda sem fyrr höfðu ver- ið flutt í Ríkissjónvarpinu og teldu þá hans höfundarverk. „Með hliðsjón af þessu þykir flutningur stefndu á umræddum þáttum á Bylgjunni í desember 1993 í því formi sem þeir voru andstæðir góðum viðskiptaháttum og bijóta gegn 20. gr. laga nr. 8/1993,“ segir í dóminum. Þættirnir fluttir á árunum 1971-1980 Þá gætir víða ónákvæmni í fréttafrásögninni. Komist er svo að orði að dómurinn hafi viður- kennt höfundarrétt minn að „per- sónunum Glámi ,og Skrámi sem birtar hafí verið í Ríkissjónvarpinu árið 1971“ og má skilja þetta svo að þessar persónur mínar hafi aðeins birst þetta eina ár. Því skal upplýst að ég skrifaði tugi hand- rita að leikþáttum með Glámi og Skrámi sem fluttir voru í Stund- inni okkar í Sjónvarpinu á árunum 1971 til 1980. í lok fréttarinnar eru tilgreind tvö atriði úr málsvöm Haraldar og Þórhalls Sigurðssona og gætu þau í því samhengi sem þau eru verið hluti af dómsniðurstöðunni, en því fer víðs fjarri að svo hafí verið. í hinu fyrra segir: „íslenska útvarpsfélagið taldi Halla og Ladda hafa eignast venjuhelgaðan ' höfundarrétt að Glámi og Skrámi enda hafí þeir alla tíð ljáð þeim raddir sínar og látbragð og sé óhugsandi að telja verk tengd Glámi og Skrámi sjálfstæð án radda þeirra bræðra.“ Þessi skilningur íslenska út- varpsfélagsins á höfundarrétti var vitaskuld ekki tekinn til greina, enda er ekkert til í lögum um það að leiktúlkendur geti eignast venjuhelgaðan höfundarrétt. í þessu sambandi má benda á að þrír leikarar áttu þátt í að túlka leikbrúðupersónu Guðrúnar Helgadóttur, Pál Vilhjálmsson, hver á eftir öðrum, en þessi per- sóna, Palli, var mjög vinsæl í Stundinni okkar í Sjónvarpinu á árum áður. Seinna atriðið í málsvörn bræðr- anna sem nefnt var í lok greinar- innar í framhaldi af frásögn af því að dómur hefði fallið var þetta: „í málsvöm Halla og Ladda var því meðal annars mótmælt að Andrés væri einn höfundur per- sónanna Gláms og Skráms og nafna þeirra, heldur væra fígúr- urnar byggðar á erlendum fram- hugmyndum og væru þær afrakst- ur fímm starfsmanna sjónvarps- insj'. I dómsniðurstöðu segir aftur á móti: Starfi brúðugerðarmanns og rithöfundar ruglað saman „Hvorki gögn málsins né fram- burður aðila og vitna fyrir dómi sannar eða gerir sennilega þá stað- hæfingu að einhver annar en stefnandi, upphaflegur höfundur handrits að þáttunum, hafí gefið þessum umræddu persónum nafn.“ Ég vek athygli á því að í máls- vörninni er talað urn fígúrar en ekki persónur og er þá átt við brúðurnar, en samkvæmt fram- burði hönnuðar þeirra, Gunnars Baldurssonar, fyrir dómi, var tæknileg útfærsla þeirra byggð á erlendri fyrirmynd. Hér er þess vegna raglað saman starfí rithöf- undarins og brúðugerðarmanns- ins. Ég átti engan þátt í brúðu- gerðinni. Ég átti aftur á móti hina upphaflegu hugmynd að leikper- sónunum Glámi og Skrámi og þar var engin fyrirmynd, ég gaf þeim heiti, og ég skrifaði handritin. Þetta kom allt fyrst. Síðan urðu brúðumar til. Ég bið Morgunblaðið vinsam- legast að birta þessa athugasemd mína svo að öllu sé rétt til skila haldið í máli þessu. ANDRÉS INDRIÐASON, Kambaseli 62, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. « € « « € € e « « í « i « i « i í i í í -4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.