Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 EGLA -röðogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 S>skt KYNNING Á NÝJUM BRUÐARKJOLUM í dag, miðvlkudaglim 1. febrúar, írá ld. 14-18. Heiðar Jónsson verður á staðnum. Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, sími 656680. Tækjasalur Ódýrt - frá 2.900 kr. pr. mán. Þjálfari á staðnum Hotel wi- •< * a Heilsurækt Stúdíóíbúðir — Mörkinni 8 — sími 568-3600. Rétt hjá Mc’Donalds. SLYS Á BÖRNUM FORVARNIR FYRSTA HJALP SNÚUM VÖRN i SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda nám- skeiði um algengustu slys á bömum, hvernig bregðast á við slysum og hvernig koma má í veg fyrir þau. í Námskeiðið fer fram að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík dagana 6. og 8. febrúar n.k. kl. 20 - 23. Skráning og nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu RKÍ í síma 562 6722 fyrir kl. 12 mánudaginn 6. febrúar. FRÆÐSLUMIÐSTOÐ RAUDA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími 562 6722 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Um SYRog þorramat MIG HEFUR oft langað til að láta í ljósi ánægju mína og þakklæti fyrir þá góðu þjónustu sem SVR veita okkur bæjarbúum. Bílstjóramir sýna oft mikla lipurð, ekki síst þegar fólk er að missa af vagninum. Það mætti sýna þeim meira þakklæti. Það er hægt að ferðast ótrúlega mikið fyrir lítinn pening þegar maður er orðinn elli- lífeyrisþegi. Fargjaldið er 25 krónur ef greitt er með strætisvagnamiðum. En svo ég vendi nú mínu kvæði í kross þá iangar mig til að lýsa óánægju minni með pistil Stein- gríms Sigurgeirssonar blaðamanns Morgunblaðs- ins í sunnudagsblaðinu þar sem hann fjallar um þorra- mat. Hann segist ekki neinn sérstakur aðdáandi þorra- matar en segir að þetta hafi verið maturinn sem hélt lífinu í þjóðinni á árum áður og honum eigi að sýna tilhlýðilega virðingu. Ellen Stefánsdóttir. Þrjár sólir á lofti MIG langar að gauka því að lesendum Morgunblaðs- ins vegna fréttar í sjón- varpsfréttum um þijár sól- ir á lofti í Mývatnssveit að það er ekki sama hvar þessar sólir sjást. Það sýn- ir eftirfarandi vísa: Þegar í austri sólir sjást seggi fæsta gleður en í vestri aldrei brást allra besta veður. Guðmundur Bergsson Ensk bók tapaðist BÓKIN „The Importance of being Earnest" eftir Oscar Wilde, í vasabroti, tapaðist í stigagangi Kringlunnar á 1. hæð, þeg- ar hún var lögð ofan á síma þar og gleymdist mánu- daginn 23. janúar sl. Hún var horfin þegar eigandinn leitaði hennar tíu mínútum síðar. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 884461. Gullhringur fannst Gullúr tapaðist STÚLKA hringdi í Velvak- anda og sagðist hafa tapað úrinu sínu sem hún fékk í afmælisgjöf fyrir hálfum mánúði. Um er að ræða gullúr með gullkeðju og líklega tapaði hún því á Djassbarnum eða í Tungl- inu. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 38628 og er fundar- launum heitið. GULLHRINGUR fannst sl. sunnudag með áletrun- inni „Þinn Björgvin" innan í. Upplýsingar í síma 74989 eftir kl. 17. Blokkflauta fannst BLOKKFLAUTA fannst í Drápuhlíð fýrir u.þ.b. viku. Upplýsingar í síma 18675. Jakki tapaðist LIÓSDRAPPAÐUR hálf- síður jakki tapaðist í Ömmu Lú föstudaginn 13. janúar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um jakkann eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 620118 eða skila honum í Ömmu Lú. Fundarlaun. Sjá stöðumynd Svartur er í úlfa- kreppu vegna leppunar svarta riddarans á f6 og Tivjakav fann fallega vinningsleið: 19. Rxg7! - Kxg7 20. Hgl - Rxe4 (Ör- vænting. Hvítur hótaði 21. g5 og 20. - Hg8 er einfald- lega svarað með 21. 0-0-0 sem endumýjar hótunina) fyrstu úrslitaskákina af landa sínum Evgení Barejev og hinum þremur lauk með jafntefli. SKÁK Umsjón Margeir I’étursson ÞESSI staða kom upp í við- ureign tveggja ungra stór- meistara í opna flokkn- um í Wijk aan Zee mót- inu sem lauk um helgina. Rússinn Sergei Tivj- akov (2.625) hafði hvítt , og átti leik, en Ungveij- inn Zoltan Almasi * (2.590) var með svart. , 21. Bxd8 - Bxf2+ 22. Ke2 - Bxgl, 23. fxe4 - Bxh2 24. Bxc7 og svartur gaf ör- fáum leikjum síðar. Með þessum sigri náði Tivjakov efsta sætinu af Almasi og hann sigraði í opna flokkn- um. A útsláttarmótinu varð Rússinn Aleksei Drejev hlut- skarpastur. Hann vann Farsi „ \fi<5 ciyum batáx, /my/ydoht&r' Víkveiji skrifar... Heldur þótti Vikverja lítið til skýringa verslunarstjóra Vera Moda kopma hér í blaðinu í síðustu viku, um það hvers vegna verslunin er með erlendar auglýs- ingar í gluggum sínum, þar sem vetrarútsölurnar eru auglýstar. Sigurrós Hrólfsdóttir, verslunar- stjóri Vera Moda, sagði verslanirn- ar hér á landi vera hluta af danskri verslunarkeðju og kæmu gluggaa- uglýsingar og innkaupapokar sem væru notaðir hér frá höfuðstöðvun- um í Danmörku. Texti auglýsing- anna er síðan á ensku! Sigurrós sagðist ekki hafa orðið vör við óánægju viðskiptavina verslunar- innar, með dönsku auglýsingarnar. xxx Satt best að segja telur Víkveiji það ekkert atriði í þessu máli að viðskiptavinir Vera Moda hafa ekki lýst óánægju sinni með ensku- skotinn augiýsingamáta verslunar- innar. Það sem er aftur á móti, mikilvægt atriði í þessum efnum og sannarlega áhyggjuefni, þeim sem vilja standa vörð um íslenska tungu, og vernda eftir megni, fyrir erlendum áhrifum, er metnaðar- leysi þeirra sem stjóma verslunum eins og Vera Moda og Jack & Jo- nes. Það er hróplegur undirlægju- háttur, fyrir íslenskan verslana- rekstur, að treysta sér ekki til þess að auglýsa þá vöru, sem á boðstól- um er á íslensku. Sömuleiðis sýnir það ekki mikinn metnað að geta ekki boðið upp á íslenska plast- poka, með íslenskum auglýsinga- texta, þeim sem á annað borð versla í þessum, að því er virðist, hálfer- lendu verslunum. Era þeir kaup- menn sem reka umræddar verslan- ir ekki í þeim hópi kaupmanna, sem hefur í vaxandi rnæli áhyggjur af því, að verslun íslendinga sé, í æ ríkara mæli, að flytjast úr landi? Varla getur það talist svar kaup- manna við þeirri þróun, að verða að flytja inn til landsins útlend auglýsingaskilti og plastpoka með auglýsingum á ensku. xxx Yíkveiji hefur átt í erfiðleikum með að átta sig á gagnrýni þeirra Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LÍÚ, og Þorsteins Pálsson- ar, sjávarútvegsráðherra, á tillögur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum um nýtt fiskveiði- stjórnunarkerfi, sem birtar voru í heild hér í blaðinu sl. laugardag. Auðvitað er það svo, þegar lagðar eru fram tillögur í jafnstóru hags- munamáli þjóðarinnar, að fyrstu tillögur, hversu ígrundaðar sem þær eru, geta aldrei talist fullmót- aðar og útfærðar hugmyndir á nýju kerfi. En Víkveija hefur virst að grundvallarhugsun Vestfirðing- anna væri sú, að aðlaga stærð fiski- skipaflotans að afrakstursgetu fiskimiðanna og draga þannig markvisst úr of stórri flotastærð, minnka offjárfestinguna í íslensk- um fiskiskipastól og stýra þeim samdrætti, þar til flotastærðin er í samræmi við þann afrakstur sem íslensk fiskimið geta boðið þjóðinni upp á. xxx Siamkvæmt skilningi Víkverja hefur kvótakerfið gjörsamlega brugðist að þessu leytinu, því þrátt fyrir sett markmið um að minnka flotann, hefur hann í tíð kvótakerf- isins, undanfarin 11 ár og raunar lengur, ekki gert neitt annað en að stækka, bæði að rúmlesta- og hestaflatölu og fiskiskipum hefur fjölgað óheyrilega. Þeir formaður LÍU og sjávarútvegsráðherra hafa, að mati Víkvetja, ekki rætt efnis- lega þann vanda sem fólginn er í allt of stóram skipastól, heldur lát- ið sér nægja að gera lítið úr tillög- um Vestfirðinganna, svo lítið, að ef marka má þeirra orð, virðast þær varla vera umræðunnar virði. Er ekki tími til kominn, að menn fari að ræða kjarna málsins í þessu hagsmunamáli allrar þjóðarinnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.