Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ptagmifrlaMfr 1995 HNEFALEIKAR MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR BLAÐ c SUND Eydís setti íslandsmet Eydís Konráðsdóttir setti íslandsmet í 50 metra baksundi á fyrsta heimsbikarmóti ársins sem hófst f Espoo í Finnlandi í gær. Hún synti á 30,83 sekúndum og varð í níunda sæti af 11 keppendum. Sigurvegari í sundinu var þýska stúlkan Antje Buschschulte, sem synti á 28,52 sekúndum. Eydis keppti einnig í 200 m baksundi og synti á 2.23,66 mín. og varði í 9. sæti af 10 keppend- um. Elín Sigurðardóttir synti 50 m skriðsund á 27,51 sek. og varð í 16. sæti af 18 þátttakendum. Magnús Már Ólafsson hafnaði í 23. sæti af 26 í 100 metra skriðsundi, synti á 52,35 sek og Magn- ús Konráðsson varð í 15. sæti af 17 í 200 metra bringusundi, synti á 2.24,31 mín. Andrésætl- ar að reyna fyrirsérí Las Vegas KRAFTAK APPINN Andrés Guðmundsson æfir af kappi þessa dagana og undirbýr sig undir nýja þrekraun á sviði krafta og úthalds. Hann ætlar að prófa að keppa í stóru áhugamannamóti í hnefaleikum í Las Vegas í Bandaríkjunum í lok febrúar. Umboðs- fyrirtækið Ring Stars, sem er þekkt fyrirtæki íhnefaleikaheimin- um hef ur boðið honum að taka þátt í undankeppni fyrir óreynda áhugamenn ííþróttinni. Komist hann í úrslit keppir hann að nýju í lok maí og þá verða há peningaverðlaun í boði fyrir sigurveg- ara mótsins, sem kallast Toughman Contest. Bandaríkjamaðurinn John Black, umboðsmaður Ring Stars hreifst af kröftum Andrésar, þegar hann kom hingað til lands í heimsókn fyrir tveimur árum og vildi fá Andrés til liðs við sig. Andrés afþakkaði, en þekktist síðan boðið þegar John haf ði samband við hann að nýju í lok síð- asta árs. Síðan hefur hann æft af kappi fyrir hnefaleika. Til stóð að hann f æri að nokkrum mánuðum liðn- um utan, en um helgina kom kall þess eðlis að hann þyrfti að fara fyrr en til stóð. „Vissulega hefði ég viljað fá meiri undirbúningstíma, eins og til stóð. En það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Ég hef bar- dagaeðlið í mér og líst vel á að berja á mönnum í hringnum, þó ég sé prúð- ur að eðlisfari," sagði Andrés kank- víslega við Morgunblaðið. John hefur mikla trú á að náttúru- legur styrkur og stærð Andrésar geti fleytt honum langt, leggi hann hnefa- leika fyrir sig. „Hnefaleikar eru mjög ðlíkir þeim íþróttum sem ég hef stundað. Hinsvegar hjálpar það mik- ið, hve ég hef mikinn sprengikraft. Snerpa og úthald skiptir miklu máli. Síðustu vikur hef ég létst um sjö kíló og er mun léttari á mér, gæti líklega stokkið og troðið í körfu í núverandi ásigkomulagi," sagði Andrés. Hann hefur síðustu vikurnar notið leiðsagnar Guðmundar Arnarssonar, sem á árum áður var þekktur hnefalei- kakappi hériendis og varð m.a. ís- landsmeistari. Hann mun síðan fá reynda þjálfara, þegar hann kemur til Las Vegas í vikunni. „Þetta er spennandi tækifæri, hvað sem kemur út úr því. Ég legg mig allan í þetta og ef vel gengur, þá læt ég kraftamót- in bíða. Eg kvíði því ekki að mæta einhverjum í hringnum. Ég er stór og mikill og höggþungur á hægri. Ég nýt þess að hafa verið í blaki og kúlu- varpi, hef styrk í höndunum. Mig vant- ar enn betra úthald og á eftir að læra margt varðandi tækni, en vonast samt til að komast í úrslit í þessari frum- raun í Las Vegas," sagði Andrés. &3iZ>&ss. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson KRAFTAKAPPINN Andrés Guðmundsson ætlar að reyna fyrir sér í hnefalelkum í Las Vegas. Black hefur mikla trú á Andrési „ÉG hef mikla trú á Andrési, þó stuttur timi sé til stef nu. Hann er góður efniviður og hefur náttúru- legan styrk. Ef eðlisávísun og ósjálfráð viðbrögð hans í hringnum eru jaf n góð og kraftur hans, þá slær hann í gegn," sagði umboðs- maðurinn John Black í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur gert fjögurra ára samning við Andrés Guðmundsson og vill stef na á al- vinnumennsku í hnefaleikum. Samningurinn er þó bundinn þvi að Andrés getur hætt við, teh'i hann íþróttina ekki eiga við sig í byrjun. „Vissulega tek ég áhættu með því að Ieggja peninga og tima í Andr- és, en ég er viss um að hægt er að þjálfa hann upp í góðan þungavigt- armann. Ég hef verið þjálf ari og umboðsmaður í tuttugu og sex ár og hef leitað fanga víða. M ér leist strax vel á Andrés, þegar ég sá hann keppa í kraftakeppni á ís- landi. Hann hefur mikinn sprengi- kraft, nokkuð sem er mikilvægt. Það er samspil milli krafts og höggþunga, sem skiptir öllu." „ Andrés mun fyrst keppa í móti, þar sem óreyndir keppendur keppa í þrisvar sinnum þrjár mínútur. Það eru stuttir en mjög erfiðir bardagar. Atvinnumenn berjast fyrst í fjórum lotum í þrjár mínút- ur, en hámarkið i dag er tíu lotur, þrjár mínútur hver lota. Hnefaleik- ar reynir gífurlega á kraft og þol, þú verður að geta barist áfram, þó hugurinn segi þér að stoppa, hendur og fætur séu búnir. Sigur- vilji er það sem þarf, sama hvað það kost ar. Ég held að Andrés hafi þennan vhja og góðan styrk að auki. En hann þarfnastþjálfun- ar," sagði John Black. KEILA: NODURÐURLANDAMÓTIÐ HEFST í ÖSKJUHLÍÐ í DAG / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.