Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1
Regnboginn FLESTIR krakkar vita svarið við gátunni, sem er svo skemmtilega sett frám í þessari vísu: Hver er sá veggur, víður og hár, veglega settur röndum, gulur, rauður, grænn og blár gerður af meistara höndum? Hér er að sjálfsögðu vísað til lita regnbogans. Vísan á vel við þessa teikningu af regnboganum. Á mynd- inni sjást líka þrumur og blossar af eldingu. Eftirfarandi bréf fylgdi með teikningunni: Kæra Barnablað Moggans; ég heiti Berglind Ásta Olafsdóttir, er 10 ára og á heima að Heiðar- gerði 45. Ég málaði þessa mynd og ætla að verða myndlistarkona þegar ég verð stór. MUNIÐ ALDURINIM! |AKKA ' ar og ykkur fyrir, krakkar, hvað þið eruð dugleg að senda inn skemmtilegar teikning- sögur. En sum ykkar gleyma að senda upplýsingar. Allir krakkar, sem senda inn til Barnablaðsins, verða að láta fylgja með: Nafn og heimilisfang og gleymið ekki að segja hvað þið eruð gömul, krakkar. GOÐIR VINIR HÆ, hæ, Myndasögur Mogg- ans. Ég heiti Brynja Eyþórsdóttir og bý í Grindavík. Ég er fimm ára. Besti vinur minn heitir Óskar Geir. Hann er líka fimm ára. Við höfum þekkst frá fæðingu, því að mömmur okkar eru vinkonur. Þær kynntust þegar þær voru fjögurra ára og hafa verið vinkon- ur síðan. Við Óskar erum saman á leikjanámskeiði. Svo förum við oft í skjaldbökuleik. Mamma segir að við séum eilífðar skjaldböku- aðdáendur! Við eigum bæði kettl- inga sem heita Loppa og Doppa. Svo eigum við líka litla bræður. Bróðir minn er sex mánaða, en bróðir Óskars er tíu mánaða. Þeir eru líka vinir. Ég sendi ykkur mynd af okkur öllum. Bryi\ja, Oskar, Sigurbjörn og Eyþór, Selsvöllum 15, 240 Grindavík. § < (/> 3 O :0 (/> (3 O EINU sinni var prins, sem þótti svo gaman að ganga um í skóginui rétt hjá höllinni þar sem hann bjó. Dýrin í skóginum voru góðir vinir hans. Prinsinn átti þann draum að verða einn af þeim, því að honum leiddist svo að vera prins. Einn daginn, þegar hann var á rölti, settist hann hjá tjöm í skóginum. Hann hugsaði með sér, hve gaman væri að vera froskur. Allt í einu stóð álfadrottning fyr- ir framan hann. Prinsinn spurði, hvort hún gæti látið óskir sínar rætast. Þá rétti álfa- drottningin honum grænan froskaís og sagði: „Ef þú borðar þenn- an ís, rætist ósk þín.“ Þetta gerði prinsinn og nú er hann hamingjusamur froskur með kórónu. Vigdís Marianne Glad, 7 ára, Malarási 3, 110 Reykjavík, skrifar þessa ágætu sögu. Kæra Brynja. Þakka þér fyrir ágætt bréf. Við biðjumst velvirðingar á, hve lengi hefur dregist að birta það. Bræður ykkar Óskars eru trúlega báðir orðnir eins árs. Gaman væri að heyra meira um skjaldbökuleikinn. Kær kveðja frá Barnablaðinu. KÁTUR FROSKUR OFT er gaman að sjá froska að leik, þegar þeir hoppa á milli steina í tjörnum og lækjum. Margir krakkar leika sér að því að veiða þá í krukk- ur, skoða þá, en sleppa þeim síðan aftur. Þessa ágætu mynd af hopp- andi kátum froski sendir Sigurður Kjart- an Kristinsson, Frosta- skjóli 115,107 Reykja- vík. Prinsinn sem breyttist í f rosk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.