Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlutafélög stofnuð uin skipakaup til að sveitarfélög geti ekki nýtt forkaupsrétt Sigurborg til Hvammstanga MENN gefa orðið skít í löggjafann og labba bara út með forkaupsréttinn eins og ekkert sé, um hábjartan daginn... Þrjú systkini höfða mál á hendur föður sínum Krefjast bóta vegna ofbeldis og vanrækslu ÞRJÚ systkini, 14-20 ára, hafa höfð- að mál gegn föður sínum, Lambert G. Samson, 41 árs gömlum manni frá Filipseyjum. Krefst hvert um sig einnar milljónar króna í bætur. Þau hafi um langan tíma mátt búa við andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu föðurins auk þess sem hann hafí vanrækt með öllu uppeldis- og fram- færsluskyldur sínar gagnvart þeim og öðrum meðlimum fjölskyldunnar og þannig valdið þeim varanlegum andlegum skaða. Farinn úr landi Faðirinn var í nóvember 1993 dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa um árabil, í allt að 15 ár, misboðið konu sinni, sem lést árið 1992 eftir erfíð veikindi, og börnum með langvarandi misþyrmingum og andlegri kúgun og fyrir að brjóta gegn foreldraskyldum sínum og búa bömum sínum ekki þann aðbúnað sem bamavemdarlöggjöf býður. Hann er farinn úr landi, án þess að hafa tekið út refsinguna, og er talinn með óþekktan dvalarstað á Filipps- eyjum. Þess vegna er honum birt stefna í málinu í nýjasta tölublaði Lögbirtingablaðsins. Barsmíðar á hveijum deg-i í stefnunni er rakið að allt frá unga aldri og þar til maðurinn hvarf af heimilinu árið 1991 hafí bömin nánast á hveijum degi og ætíð af litlu sem engu tilefni mátt búa við líkamlegt harðræði, barsmíðar og spörk og andlega kúgun af grófasta tagi auk þess að horfa upp á alvarleg- ar andlegar og líkamlegar misþyrm- ingar föður þeirra gagnvart eigin- konu sinni, móður barnanna. Fyrir hafí komið að maðurinn hélt vísvitandi mat frá fjölskyldu sinni og hafí í engu sinnt framfærsluskyld- um sínum gagnvart fjölskyldunni og hafí síðustu 1-2 árin enga fjármuni lagt til reksturs heimilisins. A stund- um hafí fjárhagur heimilisins verið svo bágborinn að móðir bamanna varð að hafa mat heim með sér af vinnustað sínum svo bömin fengju mat. Yfirfærði telqur til Filippseyja Á meðan á þessu gekk hafí mað- urinn hins vegar í heimildarleysi og án vitneskju eiginkonu sinnar yfír- fært megnið af tekjum sínum til Filippseyja, en þar hafí verið um verulegar fjárhæðir að ræða. Þá er rakið að síðustu mánuðina fyrir andlát sitt hafí kona mannsins og móðir barnanna þurft að dveljast langdvölum á sjúkrahúsi og þá feng- ið systurdóttur sína til að halda heim- ili fyrir sig og börnin á sameiginlegu heimili fjölskyldunnar í Reykjavík. Þessi frænka bamanna hafi auk þess haldið bömunum heimili á sama stað eftir andlát móður þeirra og hafí fjölskylda móðurinnar kostað framfærslu þeirra meðan móðirin var veik og eftir andlát hennar en maður- inn hafi látið sig framfærslu og vel- ferð bamanna engu skipta eins og hafí verið staðfest í dómsmáli þar sem leyfí hans til setu í óskiptu búi eftir konuna var fellt niður. Krafðist útburðar Skömmu eftir andlát konunnar hafí maðurinn hins vegar krafíst þess að frænka barnanna yrði borin út úr húsinu og að hann fengi sjálf- ur umráð þess. Þetta hafí jafngilt kröfu um að börnin yrðu sjálf borin út og svipt heimili sínu enda hafi bamavemdamefnd á þessum tíma falið frænkunni umsjá bamanna þar sem það gæti beinlínis verið bömun- um skaðlegt að lúta forsjá föður síns og búa hjá honum. Maðurinn fé!I síð- an frá þeirri kröfu. Þá er rakið að lögregla hafi rann- sakað meðferð mannsins á fjölskyldu sinni og síðan hafi ríkissaksóknari ákært manninn og hann verið dæmd- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Upp- haf lögreglumálsins hafí verið bréf sem starfsfólk bama- og unglinga- geðdeildar Landspítala, þar sem dótt- ir mannsins var til meðferðar, sendi RLR sumarið 1992 með kæru á hend- ur manninum vegna alvarlegra mis- þyrminga og andlegrar kúgunar gagnvart bömum sínum. Braut disk á höfði dóttur sinnar Móðir bamanna var þá mjög hald- in af krabbameini. Tekin var lög- regluskýrsla af henni vegna málsins 10 dögum áður en hún lést og þar lýsti hún ofbeldi sem maðurinn hefði beitt hana og börn þeirra á um 15 ára tímabili, í eitt skipti m.a. slegið höfði hennar í gólf og stappað á bijósti hennar og höfði. Þá hafi hann frá bamsaldri lamið börnin með hnef- um, leðurbelti, brauðbretti, herðatré og eitt sinn brotið disk á höfði ann- arrar dóttur sinnar. Fjölskyldan hafi vegna blygðunar hvorki kært árás- irnar né leitað læknis þótt oft hefðu gefíst tilefni til þess vegna áverka. í dóminum kemur einnig fram að börnin hafí í mikilli geðshræringu lýst ofbeldisverkum föður síns fyrir dómi. Málin hafí aldrei verið rædd en alltaf beitt ofbeldi þegar hann taldi að einhver á heimilinu, kona eða böm, hefði gert eitthvað rangt. Maðurinn flutti út af heimili sínu árið 1991 en skömmu áður hafði hann í síðasta skipti ráðist að syni sínum sem hafði lagt stund á sjálf- svarnaríþróttir til að veijast föður sínum og gat með því að beita þeirri þjálfun varist honum. Þá var rakinn framburður sér- fræðinga, sem höfðu meðhöndlað það bamanna sem var til meðferðar á bama- og unglingageðdeild, að bam- ið væri illa farið tilfínningalega, þurfi stofnanavistunar við og eigi faðir hennar sök á mörgum þeim þáttum sem finnist í fari hennar. Eins og fyrr sagði var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi vegna málsins í Héraðsdómi en er farinn úr landi án þess að hafa afplánað dóminn og er talinn dveljast á Filippseyjum. Bótamál barnanna, sem nú hefur verið höfðað verður tekið fyrir í Héraðsdómi í mars. Sérfræðingur í barnagjörgæslu Erfitt að ákveða hversu langt á að ganga ÞÓRÐUR Þórkels- son hefur verið í framhaldsnámi í gjörgæslulækningum bama í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár og í Kanada síðastliðið ár. Starfar hann á The Hospital for Sick Children í Toronto en þar var gerð aðgerð 24. janúar síðast- liðinn þar sem pakistansk- ir síamstvíburar, sam- vaxnir á höfðinu, voru aðskildir. Heita stúlkum- ar Nida og Hira Jamal. - Tókst þú þátt í að- gerðinni? Nei, ég er gjörgæslu- læknir og einn af þeim sem tóku við telpunum að henni lokinni. Aðgerðin sjálf tók um 17 klukku- stundir og það vora 30 læknar og hjúkrunarfræðingar sem framkvæmdu hana. Þær lifðu hana báðar en mesta hættan var sú að þær myndu ekki lifa hana af. Þótt slíkar aðgerðir hafi verið gerðar áður deyja sjúklingarnir í um % tilfella." - Hvað er hættulegast? „Það er aðallega blæðing sem getur valdið dauða. Blóðmissir var mikill í aðgerðinni en reiknað hafði verið með átta einingum af blóði í stað 30 sem nota þurfti. Hver eining er um 450 millilítr- ar. Þær voru fastar saman á höfðinu og vandasamast að skilja sundur æðarnar. Nokkrum vik- um fyrir aðgerðina var reynt að loka æðunum til að minnka blæð- ingarhættu en það var gert með því að setja efni inn í þær sem stíflar. Það gekk að hluta til en farið var inn í æðar í náranum og þrætt upp í heila. Þar sem blóðrás þeirra var samtengd hef- ur hluti heila annarrar stúlkunn- ar, sem heitir Nida, verið nærður af æðum frá systur hennar, Hiru. Sem þýðir að þegar æðunum var lokað varð hluti heila hennar fyr- ir súrefnisskorti. Á þessu stigi er ekki hægt að segja fyrir um afleiðingarnar en óttast er að hún verði eitthvað skert.“ - Hvernig heilsast þeim að svo stöddu? „Þær era báðar úr lífshættu. Hira var tekin úr öndunarvél fyr- ir nokkram dögum og virðist vera alveg eðlileg að því undanskildu að vera máttlítil í vinstri hand- legg, sem orsakast af smávægilegri blæð- ingu sem varð í heilan- um. Nida er enn með- vitundarlaus en opnar augun öðra hveiju. Við vonum það besta og þetta skýrist á næstu dögum.“ - Hvemig var aðskilnaðurinn framkvæmdur? „Eg var ekki viðstaddur en framkvæmdin er þannig að höf- uðkúpan er söguð í sundur. Fyrst er byijað á því að rista höfuðleðr- ið, það voru lýtalæknar sem tóku þátt í því, og síðan var reynt að skipta þessum sameiginlega heila milli þeirra tveggja. Það vanda- samasta var að loka æðunum án þess að yrði stórfelld blæðing. Eftir aðgerðina þurfti að setja beinflísar til þess að mynda nýja höfuðkúpu úr þeirri sem fyrir var en það sem þurfti líka að gera var að fá húðina til að hylja allt höfuðið á eftir. Settir voru sílí- kon-púðar undir húðina og í Þórður Þórkelsson ► ÞÓRÐUR Þórkelsson fædd- ist á Selfossi 3. nóvember 1954. Að loknu læknisnámi fór hann til Bandaríkjanna árið 1986 ásamt fjölskyldu. Hann er kvæntur Lilju Hjartardóttur stjórnmálafræðingi sem einnig hefur stundað framhaldsnám ytra. Þau eiga tvö börn, Eddu Björk og Þórkel. Enginn sér- fræðingur í barnagjör- gæslu hér nokkrar vikur var sprautað vökva í púðana til þess að teygja á húðinni. Annað vandamál, sem leyst var í nóvember síðastliðn- um, var það að Hira var með tvö nýru og Nida nýrnalaus. Ekki var hægt að aðskilja þær fyrr en búið var að sjá Nidu fyrir nýra. Lengi vel áttum við í vandræðum með að fá það í gang en það starfar eðlilega nú.“ - Hvað veldur því að þú ert á leiðinni heim? „Mér hefur boðist staða á Landspítalanum og því mjög heppilegt fyrir mig að fara heim núna. Að vísu hef ég fengið at- vinnutilboð en stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég ætti að vera hér til frambúðar eða ekki. Ég ákvað að taka tillit til fjöl- skyldunnar." - Sérðu fram á að nýta námið hérna heima? „Það er enginn sérfræðingur í bamagjörgæslu á íslandi en ég held að það sé mjög mikill skiln- ingur fyrir því að veita þurfi börn- um frekari möguleika á gjörgæslu." - Eru gjörgæslu- sjúklingar ekki mikið veikari nú en áður? „Jú, það er alveg ' rétt. Það skýrir aukn- ingu í heilbrigðiskostnaði því margir þeirra sjúklinga sem við náum að bjarga í dag og náum að halda á lífi hefðu dáið fyrir tíu áram. Þeir eru miklu veikari en sem betur fer hefur tækninni fleygt það mikið fram að hægt er að gera mikið meira. Sem ger- ir erfíðara að ákveða hversu Iangt við eigum að ganga.“ - Kemur þú ti7 með að sinna svipuðum tilfellum hér heima og þú hefur gert þarna? „Margar hátækniaðgerðir sem gerðar eru hér koma ekki til með að verða gerðar heima en það breytir því ekki að oft og tíðum eru mjög veik börn á spítulunum þótt aðgerðirnar séu öðruvísi. Aðgerð á borð við þessa sem gerð var á síamstvíburanum heyrir til algerra undantekninga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.