Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 10
▼ =j 10 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KRÖFUR ASÍ GAGNVART STJÓRIMVÖLDUM Tillögfur ASÍ um greiðsluvanda heimila Bankalán lengd í 20 ár og hús- bréfalán í 40 ár ^ Morgunblaðið/Sverrir FORYSTUMENN ASI hitta þingflokka á Alþingi til að kynna þeim kröfugerðina. Benedikt Davíðs- son forseti ASÍ sést hér á fundi í gær hjá þingflokki sjálfstæðismanna. Honum við hlið eru Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Guðjón Guðmundsson alþingismaður. Forsætisráðherra eftir að hafa fengið tiilögur ASÍ Bendir til að undirbúning- ur samninga sé á lokastigi MEÐAL tillagna formanna lands- og svæðasambanda ASÍ gagnvart stjórnvöldum um húsnæðismál og greiðsluerfiðleika íbúðareigenda er tillaga um að allir aðilar sem veitt hafa lán til heimilanna endurskoði lánskjör sín og lengi lán. „Til að hjálpa fólki úr greiðsluerfiðleikum verður að lengja lán, s.s að banka- lán verði til 20 ára, lífeyrissjóðalán til 25 ára og húsbréfalán til 40 ára,“ segir í tillögngerðinni. Formennimir vilja m.a. að könn- uð verði samsetning skulda, greiðslukjör og greiðslubyrði heim- ildanna og veittar verði upplýsingar um aldur viðkomandi, tekjur og eignir í því sambandi. Lagt er til að íjölskyldum og ein- staklingum verði veitt ráðgjöf og aðstoð við að greiða úr greiðsluerf- iðleikum sínum og allar lánastofn- anir verði að gera greiðslumat á lántakendum með svipuðum hætti og Húsnæðisstofnun geri. Þrengri reglur um hámark greiðslubyrði Formennimir vilja að lánastofn- anir hafi frumkvæði að því að bjóða fólki sem hefur meiri greiðsluþunga en 20% af brúttólaunum aðstoð og settar verði reglur um frumkvæði lánastofnana um ráðgjöf og aðstoð vegna vanskila eða greiðsluerfið- leika. Fólk á í greiðsluerfiðleikum sem er með 6 mánaða vanskil eða meira að mati formannanna og eiga lánastofnanir að gera því tilboð um aðstoð án tafar. Einnig vilja þeir að lánastofnanir geri fólki sem er í 3-6 mánaða vanskilum tilboð um aðstoð á næstunni. Núverandi regl- um og samkomulagi lánastofnana verði breytt til samræmis við þrengri vinnureglur um hámark greiðslubyrði. Þá vilja þeir að ef þessar ráðstaf- anir nægja ekki geti viðkomandi fengið aðstoð frá lánastofnunum, sveitarfélögum, ríki og fleiri aðilum til að skuldbreyta og fella niður lán að hluta. Tryggt verði fjármagn til þessa. Þá er þess krafist að 4,9% vextir í félagslega kerfinu verði lækkaðir í 1% þegar laun viðkomandi fara niður fyrir viðmiðunarmörk og af- skriftir í félagslega kerfinu verði minnkaðar. Vaxtabætur verði greiddar út mánaðarlega eða árs- fjórðungslega og vaxtabætur komi beint til frádráttar á greiðslum til Húsnæðisstofnunar. Formennimir vilja að framlag til félagslegra íbúða verði aukið á þessu ári, heimilaður verði sami fjöldi nýrra félagslegra íbúða í ár og á seinasta ári og sérstakt átak verði gert til fjölgunar félagslegra leiguíbúða. Þá vilja þeir að opnaðir verði möguleikar til lækkunar vaxta á húsbréfum. FORYSTA Alþýðusambands íslands gekk á fund Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra í gær og afhenti hon- um sameiginlegar kröfur formanna lands- og svæðasambanda innan ASÍ gagnvart stjórnvöldum í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. Til- lögumar snúast um aðgerðir í skattamálum, húsnæðismálum og um breytingu á lánskjaravísitölunni og eru í 11 liðum. ASÍ telur að kostn- aðurinn við að hrinda tillögunum í framkvæmd yrði líklega á bilinu 2,5-3 milljarðar kr. Davíð sagði að tillögurnar væru umfangsmeiri en hann hefði átt von á og ljóst væri að þær myndu kosta ríkissjóð háar fjárhæðir ef að þeim yrði gengið. Þá væri gert ráð fyrir breytingu á lánskjaravísitölunni og sagði forsætisráðherra að það væri mjög vandmeðfarið og varhugavert að hringla með breytingar á vísi- tölunni. Ekki skoðað ef gera á skammtímasamning „Ég lét það koma fram í viðræðum mínum við þessa forráðamenn Al- þýðusambandsins að ef menn væru að velta fyrir sér gerð skammtíma- samnings, þá gæfi augaleið að það væru ekki efni til þess að ríkisvaldið legði í það vinnu að fara yfír þennan pakka, sem hér var lagður fram. Þá yrði meðhöndlun á slíkum pakka að bíða þess að komin væri ný ríkis- stjórn með nýtt umboð. Ef menn væru hins vegar að skoða samninga til lengri tíma, þá teldi ég skylt að ríkisvaldið færi mjög nákvæmlega ofan í þessi atriði og svaraði þeim lið fyrir lið og gerði Alþýðusamband- inu ljóst, þegar það óskaði eftir því, hvað ríkið teldi að það hefði svigrúm til að gera,“ sagði Davíð. „Þeir segja að vinnan miði enn að því að ná samningum til lengri tíma,“ sagði Davíð ennfremur og kvaðst hann líta svo á að fyrst for- ysta Alþýðusambandsins hefði ákveðið að knýja dyra í Stjórnarráð- inu benti það til þess að þeir teldu að undirbúningsvinna að gerð kjara- samninga væri á lokastigi. Fyrirhugaður er annar fundur með forystumönnum ASI í næstu viku en kl. 10 í dag mun forsætisráð- herra eiga fund með forystumönnum Flóabandalagsins svokallaða. Undirtektir ráða miklu lim hvort samningar nást Bendikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði að full samstaða hefði verið með formönnum lands- og svæða- sambandanna um þessar tillögur sem samþykktar voru sl. þriðjudag. Hann sagði að tillögunum væri ekki raðað upp í forgangsröð en það skipti miklu máli hvort þær fengju jákvæð- ar undirtektir hjá stjómvöldum um það hvort tækist að gera nýja kjara- samninga. „Það er mjög þýðingar- mikið ef hægt er að færa kjarabæt- ur til fólks í gegnum svona aðgerðir sem ekki em verðbólguskapandi, því kjarabætur sem færðar eru í gegn- um beinar launahækkanir hafa þá eiginleika að vera fremur verðbólgu- skapandi," sagði hann. Benedikt sagðist vonast til að við- ræður um þessi mál fæm fram sam- hliða samningaviðræðunum út á al- menna vinnumarkaðinum. Aðspurð- ur hvort hugmyndir væm uppi um gerð skammtímasamnings sagði Benedikt að þessi vinna byggðist á því að gerður yrði samningur til lengri tíma. Framfærsluvísitala komi í stað lánskj aravísitölu HÉR birtist í heild kröfugerð formanna lands- og svæðasambanda ASÍ um aðgerðir ríkisvaldsins vegna komandi kjarasamn- inga, sem kynnt var stjórnvöldum í gær: • 1. Lánskjaravísitala: Samsetningu lán- skjaravísitölunnar verði breytt með nýrri reglugerð. Markmiðið er að draga úr sjálf- virkum áhrifum launabreytinga á vísi- töluna. Framvegis verði framfærsluvisital- an látin gilda sem grunnur fyrir lánskjara- vísitölunni, enda byggir þessi vísitala alfar- ið á beinum verðkönnunum á markaðinum. Með því móti verður tryggð meiri sátt um grundvöllinn að verðtryggingu langtíma fjárskuldbindinga. Huga verði að breytingu á lögum/reglum um skilyrði fyrir verð- tryggingu lánsfjár, t.d. með því að lengja lánstímann úr þremur í fjögur til fimm ár að lágmarki. (Þessari aðgerð fylgir enginn kostnaður fyrir ríkissjóð.) • 2. Breyting á lögum um tekjuskatt: a. Hækkun skattleysismarka með afnámi tvísköttunar Iífeyrisgreiðslna: í stað þess að hækka persónuafslátt eða lækka tekju- skattsprósentuna verði launafólki heimilt að draga 4% framlag í lífeyrissjóð frá tekj- um við álagningu skatta, þannig að þetta taki gpldi í tveimur áföngum. Við þetta myndu skattleysismörk hækka í um 59.500 kr. á þessu ári og í 60.700 kr. á næsta ári. (Aætlaður kostnaður á þessu ári er 1.000 millj. kr.) b. Aðstoð við foreldra 16-19 ára ungl- inga í framhaldsnámi: Barnabætur og barnabótaauki verði framlengdur til allt að 19 ára aldurs ef viðkomandi unglingur er í fullu námi. Aðstoðin reiknist hlutfalls- lega m.v. námsframvindu eða námssókn. (M.v. fjölda unglinga í námi og meðaltekjur foreldra þeirra má ætla að þetta kosti ríkis- sjóð um 500 millj. kr. á ári.) c. Almenn hækkun á barnabótum og barnabótaauka: Grunnfjárhæðir barnabóta hækki um 5% og barnabótaauka um 10% frá því sem nú er. (Þetta kostar ríkissjóð um 400 mill. kr. á árí.) d. Full nýting persónuafsláttar maka: Heimiiað verði að miliifæra ónýttan per- sónuafslátt maka að fullu. (Þetta kostar ríkissjóð um 600 mill. kr. á árí.) e. Hert skattaeftirlit: Haustið 1993 skil- aði nefnd um leiðir til að draga úr skattsvik- um áliti þar sem bent var á ýmsar leiðir til þess að ná þessu markmiði. Samkvæmt mati nefndarinnar er talið að skattsvik nemi 11-15 milljörðum króna árlega. Því má með stórauknu eftirliti og hertum viður- lögum auka skattinnheimtu um a.m.k. 10%, eða sem nemur 1-1,5 milljörðum króna þegar á fyrsta ári og jafnvel enn meira á öðru ári. Eftir það má reikna með að dragi úr viðbótarárangri. f. Skattlagning aksturs til og frá vinnu: Gerð verði breyting á lögum um tekju- og eignaskatt þannig að fallið verði frá skatt- lagningu aksturs til og frá vinnu. Ljóst er að breytt túlkun ríkisskattstjóra á skatt- mati hamlar verulega hagræði af stækkun atvinnusvæða og sameiningu fyrirtækja. (Kostnaður ríkissjóðs af þessu er óveruleg- ur.) g. Skattaleg meðferð ferðadagpeninga (30 daga regla): Gera verður breytingu á mati skattstjóra á kostnaði vegna ferða og heimila að fullu frádrátt vegna þeirra ferða sem farnar eru á vegum atvinnurekenda, án tillits til fjölda ferða á ári. (Kostnaður ríkissjóðs af þessu er óverulegur.) • 3. Jöfnun húshitunar- og heilbrigðis- kostnaðar og vöruverðs: Aukið verði við niðurgreiðslu ríkissjóðs á húshitunarkostn- aði. Utfært með svipuðum hætti og áður hefur verið gert. Endurskoðuð verði reglu- gerð um endurgreiðslur á kostnaði vegna ferða- og dvalarkostnaðar vegna sérfræði- heimsókna og innlagna á sjúkrahús. Leitað verði leiða til að lækka vöruverð á lands- byggðinni. (Óljóst hver kostnaður ríkissjóðs yrði.) • 4. Boðið verði upp á nýjar verk- og starfsmenntabrautir á framhaldsskólastigi þegar næsta haust og fjármagn tryggt til reksturs þessara brauta: A sama tíma og almennt er viðurkennt að leggja beri stór- aukna áherslu á menntun, einkum starfs- og tæknimenntun, er nemendum vísað frá verkmenntaskólum vegna fjárskorts. Þá á vaxandi hópur þeirra sem hefja nám í vanda við að ljúka því vegna aðstöðuleysis. (Óljóst er hver kostnaður ríkissjóðs yrði.) • 5. Húsnæðismál: Fjölmargir íbúðareig- endur hafa lent í umtalsverðum greiðslu- erfiðleikum að undanförnu vegna tekjus- amdráttar og atvinnuleysis. Brýnt er að stjómvöld komi til móts við þarfir þessa fólks og hefur starfshópur á vegum ASÍ unnið að tillögum um húsnæðismál og greiðsluerfiðleika sem fylgja i sérstakri greinargerð. • 6. Hækkun elli- og örorkulífeyris og/eða frítekjumark vegna greiðslu úr lífeyrissjóð- um: í stað 15% frádráttar á greiðslum úr lífeyrissjóðum sem heimilaður var um sl. áramót verði fjárhæð sem nemur 300 mill. kr. á ári varið til hækkunar grunnlífeyris og/eða frítekjumarks. (Þessi fjárhæð er nú þegar á fjárlögum.) • 7. Virkar vinnumarkaðsaðgerðir með framboði á menntun fyrir launafólk: Unnið verði að róttækum úrbótum á málum fólks í atvinnuleit með virkum aðgerðum á sviði verkmenntunar og starfsþjálfunar. Þá verði sköpuð skilyrði til að auka réttindi og möguleika fólks með litla formlega menntun til starfsmenntunar í atvinnulífinu og treysta með þeim hætti stöðu þess á vinnumarkaðinum. Auka verður fjármagn til þessarar starfsemi og það notað með markvissarí hættí. • 8. Málefni atvinnuleysistryggingasjóðs: Endurskoða verður áform um fækkun út- hlutunarnefnda með tillití til staðhátta og lækkun greiðslu kostnaðar vegna vinnu stéttarfélaga við útreikning og úthlutun bóta. Felldur verði niður 16 vikna biðtími í atvinnuleysi. • 9. Gerviverktakastarfsemi: Takmarka verður gerviverktöku svo sem kostur er með lagasetningu, m.a. með hliðsjón af reglum um stofnun fyrirtækja, kröfur um vinnu- og heilsuvernd svo og öryggismál. • 10. Tekjustofnar Vinnueftírlits ríkisins verði tryggðir: Fallið verði frá því að skerða tekjustofna Vinnueftirlits ríkisins, enda mörg brýn verkefni á sviði vinnuum- hverfis- og öryggismála sem biða úrlausn- ar. • 11. Launajöfnun: ítrekaðar kannanir sýna að bilið milli launa karla og kvenna er óásættanlegt, bil sem í mörgum tilfellum verður aðeins skýrt með kynferði. í ljósi þessa er brýnt að unnið verði markvisst að þvi að jafna launabilið milli karla og kvenna í nánu samstarfi jafnréttisyfirvalda og aðila vinnumarkaðarins. ASÍ krefst þess að stjórnvöld tryggi framhald á því fjár- magni sem runnið hefur til jafnlaunaverk- efnisins þannig að fyrrgreindir aðilar geti unnið sameiginlega að útfærslu raunhæfra tillagna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.