Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Spanskar appelsínur Tilboösvero: 69 kr. kílóiö Ferskar kjötvörur, nautahakk Tilboösverð: 469 kr. kílóið Hagkaups diet cola, 2 Itr. Tilboðsverð: kr. flaskan Tilda hrísgrjón í suöupoka, 250 g Tilboðsverð: 49, Maarud tortilla flögur 200 g Tilboösverð: 119 kr. pokinn AKUREYRI Embætti veiðistjóra tekur til starfa á Akureyri eftir flutning frá Reykjavík Stóraukið vægi minkarannsókna EMBÆTTI veiðistjóra tók til starfa á Akureyri í gær í nýju húsnæði í Hafnarstræti 97. Ás- björn Dagbjartsson líffræðing- ur varð veiðistjóri frá sama tíma. Gert er ráð fyrir að starfs- menn embættisins verði 3-4. Hundabú embættisins verður áfram staðsett í Helgadal í Mosfellsbæ. Ossur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra afhenti Ás- birni lyklavöld að húsnæði emb- ættisins og sagði við það tæki- færi að flutningur embættisins væri í þeim anda ríkissljórnar- innar að flytja ríkisstofnanir út á land, en vissulega hefði þessi flutningur kostað amstur og erfiði. „Ég vænti mér góðs af þessum flutningi,“ sagði Öss- ur. Veiðistjóraembættið tók fyrst til starfa 1. janúar 1958, áður hafa gegnt embætti veiði- stjóra þeir Sveinn Einarsson, Þorvaldur Björnsson og Páll Hersteinsson. Það heyrði undir landbúnaðarráðuneytið þar til umhverfisráðuneytið var stofn- að árið 1990. Starfsemi þess fólst fyrst og fremst í eyðingu refa og minka ásamt ýmissi starfsemi sem því tengdist. Á liðnu ári var því einnig falin umsjón og sljórn á opinberum aðgerðum sem ætl- að er að hafa áhrif á stofnstærð og útbreiðslu villtra dýra eða tjón af þeirra völdum og þar með voru talin hreindýr. í sömu lögum er kveðið á um að embættið skuli stunda hag- nýtar rannsóknir á villtum dýr- um í samráði við Náttúrufræði- stofnun íslands, leiðbeina um veiðar þeirra og sjá um útgáfu veiðikorta. Enginn flutti norður með embættinu Rannsóknir embættisins hafa að undanförnu einkum beinst að áætlun stofnstærða refa, Morgunblaðið/Rúnar Þór ÖSSUR Skarphéðinsson, umhverfisráðherra afhendir Ásbirni Dag- bjartssyni nýjum veiðistjóra lyklana að húsakynnum embættisins. hreindýra og sílamáfa og þeim þáttum sem áhrif hafa á við- komu og vanhöldum þeirra. Össur gat þess að áherslubreyt- ingar yrðu á við það að embætt- ið flytti um set, rannsóknir á refum færðust í auknum mæli til Háskóla íslands, en vægi rannsókna á minkum og hvern- ig draga megi úr skaða af hans völdum yrði stóraukið hjá emb- ætti veiðistjóra. Enginn starfsmanna emb- ættisins fluttist með því norður. Gert er ráð fyrir að starfsmenn þess verði 3-4 en embættið gæti stækkað ykjust tekjur þess t.d. með útgáfu veiðikorta. Bæði fisksölufyrirtækin gera athugasemdir við samanburð á afurðaverði SH segir ÚA hefðu tapað 55 milljómun á að skipta við IS A IS segja mismunandi vörur bornar saman ANDRI Teitsson, ráðgjafi hjá Kaupþingi Norðurlands hf., segir í skýrslu, sem hann vann fyrir bæjarstjórn Akureyrar um áhrif þess fyrir Utgerðarfélag Akur- eyringa að færa afurðasölu sína frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna til íslenzkra sjávarafurða, að svo virðist „sem verð hjá SH sé ívið hærra en hjá ÍS í þorski og karfa en svipað í ýsu, ufsa og grálúðu“. Athugasemdir við verðsamanburð Bæði fisksölufyrirtækin gera athugasemdir við verðsamanburð- inn og telur ÍS verðmuninn minni, en SH segir hann að meðaltali um 5% og hefði ÚA því getað tapað 55 milljónum króna á því að selja í gegnum ÍS á síðasta ári. í þeim kafla skýrslunnar, sem fjallar um afurðaverðj tekur Andri fram að erfítt sé að gera óyggj- andi samanburð á verðmun milli sölufyrirtækjanna. Ýmislegt geti skekkt samanburðinn, t.d. munur á stærð, gæðum og skurði fisks- ins. Sá, sem sé að selja á lægra verði geti verið að losa birgðir vegna framleiðsluaukningar og vinni það e.t.v. upp með hærra verði á öðrum afurðum eða að hann geti hagnazt meira en hinn vegna þess að vinnslan henti við- komandi frystihúsi betur en öðru. Þá geti umboðslaun og ýmis kostn- aður, t.d. vegna trygginga, flutn- inga, umbúða o.fl. skekkt saman- burðinn. Voðinn vís Skýrsluhöfundur óskaði eftir tölum um meðalverð frá sölufyrir- tækjunum. Frá ÍS komu upplýs- ingar um „skilaverð þegar búið er að draga frá allan kostnað og söluþóknun". Verð SH er „skila- verð reiknað út frá FOB verði í árslok 1994 og frá því dregin inn- lend sölulaun“. Ekki er tekið tillit til endurgreiðslu umboðslauna. IS gerðu verulegar athuga- semdir við þann verðsamanburð, sem kemur fram í töflunni í skýrslu Andra. Þar segir að bornir séu saman afurðaflokkar með mis- munandi skilgreiningu, og þegar það sé gert, sé „voðinn vís og stór hætta á ferðum“. Meðal annars kemur fram að ekki'sé gerður greinarmunur á land- og sjófryst: um þorsk-, ýsu- og ufsaflökum. í samanburðinum sé um að ræða mismunandi pakkningar, sem hafi áhrif á verðið. Nauðsynlegt að skoða betur Þá segir í athugasemdum ÍS að varðandi verulegan mun á verði sölusamtakanna á karfa og grá- lúðu, sé nauðsynlegt að kafa betur ofan í málið. „Vitað er að framleið- endur sölusamtakanna tveggja bera sig gjarnan saman og má heita útilokað að sá munur sem skýrslan gefur til kynna væri ekki löngu kominn fram í umræðu manna á meðal ef hann ætti við rök að styðjast," segir í athuga- semdunum, sem undirritaðar eru af Benedikt Sveinssyni fram- kvæmdastjóra ÍS. „Sú talan sem mesta athygli vekur er sérvinnsla grálúðu þar sem munar yfir 200 kr. á kíló, enda mun hér borið saman flök frá ÍS og rafabelti frá SH, sem er svona eins og að bera saman grásleppu og grásleppu- hrogn.“ Of lítið gert úr mun í athugasemdum Sölumiðstöðv- arinnar er aftur á móti gefíð í skyn að ekki sé nægilega mikið gert úr verðmuninum. „Sé verð- Samanburður ts SH á skilaverði kr/kg kr/kg Þorskur Flök m. beingarði 231 247 RL BL flök 342 356 Bitar RL BL 357 394 Sérvinnsla 80 413 Flakabitablokk 65 265 Formflök 282 Ýsa Flök m. beingarði 256 ekki frl. Flök RL BL 418 419 Sérvinnsla 513 ekki frl. Formflök 285 ekki frl. Flakabitablokk 236 243 Karfi Flök m. beingarði 223 238 Lausfr. fl. m. being. 220 263 Sérvinnsla 300 341 Ufsi Flök RL BL 160 167 Sérvinnsla 223 220 Ufsabitar RL BL 225 217 Flakabokk 120 133 Flakabitablokk 102 112 Grálúða Flök m. beingarði 376 368 Sérvinnsla 480 696 Flök lausfryst 362 369 Flök beinlaus 391 Heimild: Skýrsla Andra Teitssonar. munurinn margfaldaður með framleiddu magni ÚA í hverri teg- und sést að UA hefði tapað 55 milljónum króna á því að selja það í gegnum ÍS í stað SH á árinu 1994,“ segir í bréfí SH. „Þessi verðmunur nemur að meðaltali um 5% og nær samanburðurinn þó aðeins til u.þ.b. % hluta land- frystra afurða ÚA árið 1994 og ekkert af þeirri miklu sjófrystingu sem fram fer á vegum ÚA er inni í þessum samanburði. Þótt þessi samanburður sé þannig ekki tæm- andi og enn séu ýmsir fyrirvarar sem þarf að hafa í huga er ljóst að fullyrða má að hér sé um meiri mun að ræða en svo að rétt sé að tala aðeins um „ívið hærra verð“.“ Þarf endurskoðendur til Athugasemdum íslenzkra sjáv- arafurða fylgir verðsamanburður, sem ÍS telja gefa réttari mynd en samanburður Andra. í skýrslunni segist Andri hins vegar ekki geta tekið tölur ÍS til greina, þar sem vörunúmerin séu valin einhliða af ÍS. Hann bendir einnig á að skila- verð ÍS og greiðsluverð SH sé ekki sambærilegt og að frá greiðsluverði SH hafi verið dregin innlend umboðslaun. „Líklega er eina leiðin til að gera samanburð á verði sem ekki verður umdeildur að fá endurskoð- endur til að fara yfir öll viðskipti sölufyrirtækjanna á ákveðnu tíma- bili. Til þess vinnst þó ekki tími áður en gerð þessarar skýrslu lýk- ur,“ segir Andri. „Það er mat for- ráðamanna ÍS að félagið geti selt afurðir ÚA á sama verði og SH miðað við sambærilegar vinnsluað- ferðir en jafnframt að ÍS geti gef- ið ÚA möguleika á aukinni sér- vinnslu. Það er hins^ vegar mat forráðamanna SH að ÚA ætti ekki kost á jafnháu verði fyrir afurðir sínar hjá ÍS og félagið fær nú hjá SH.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.