Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 13 Dalvíkingar taka upp holræsagjald Dalvík. Morgunblaðið. - Fjár- hagsáætlun Dalvíkurbæjar fyrir árið 1995 hefur verið samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjar- stjórnar en fulltrúar minnihluta sátu hjá við afgreiðsluna. Áætlunin gerir ráð fyrir nokkurri hækkun tekna en meginástæðan er að ákveðið hefur verið að leggja á holræsagjald sem gefur 8 milljóna króna tekjur en sá skattur hefur ekki fyrr verið nýttur á Dalvík. Jafnframt verður útsvarsálagning 9,2% en hún var á síðasta ári 9%. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 164,7 milljónir króna en ráðgert er að um 75% tekna renni til rekstrar. Stærstu útgjaldalið- irnir eru fræðslumál en í þau fara tæpar 24,6 milljónir króna og til félagsþjónustu 24,5 milljónir króna. Athygli vekur hve lítil lækkun verður á félagsmálum milli ára þrátt fyrir að ekki er lagt á framlag í atvinnuleysistrygginga- sjóðs eins og gert var á síðasta ári en þá féllu 3,6 milljónir á Dal- víkurbæ. Engar lántökur Gert er ráð fyrir að veija 35 milljónum króna til íjárfestinga af hálfu bæjarsjóðs á árinu og engar nýjar lántökur eru áætlaðar en þess í stað stefnt að því að marki að greiða niður skuldir. Stærsta fram- kvæmdin á vegum bæjarsjóðs lýtur að lagfæringu á útrásum holræsa og er ráðgert að verja 5 milljónum króna til þess verkefnis. Við síðari umræðu um fjárhags- áætlunina lagði minnihluti sjálf- stæðismanna og óháðra fram breyt- ingatillögu þess efnis að skorið yrði niður í rekstri um 4 milljónir króna og því fé yrði varið til atvinnumála en að þeirra mati lækkaði framlag til þess þáttar frá fyrra ári. Ekki kom til afgreiðslu þeirrar tillögu þar sem borin var upp frávísunartil- laga og var hún samþykkt með atkvæðum minnihlutans. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gert við skemmdir á Margréti EA STARFSMENN Slippstöðvar- innar-Odda hófust handa fyrir helgi við viðgerðir á brú Mar- grétar EA, togara Samherja hf. sem fékk á sig brot í óveðr- inu á Vestfjörðum á dögunum. Miklar skemmdir urðu í brúnni, en m.a. þarf að endurnýja framhlið þilfarshússins, inn- réttingar í brúnni, leggja raf- lagnir og setja upp ný tæki. Brynjólfur Tryggvason yfir- verkstjóri stöðvarinnar sagði verkið þó umtalsvert miklu minna en var fyrir tveimur árum þegar skipið fékk á sig brot út fyrir Grímsey með þeim afleiðingum að brúin gjöreyði- lagðist. Þá var skipt um hús og smíðuð ein hæð undir brúnni. Fólk og vél- ar í 60 ár FÓLK og vélar í 60 ár er heiti sýningar sem opnuð verður í Félagsborg, gamla samkomu- sal sambandsverksmiðjanna á Gleráreyrum næstkomandi laugardag, 4. febrúar kl. 14.00. Á sýningunni er mikið safn mynda af' starfsfólki Sam- bandsverksmiðjanna í leik og starfi í 60 ár og er vonast til þess að sem flestir komi sem þekkja til svo hægt verði að nafngreina fólkið á myndunum og fræðast um vélarnar og framleiðsluna. Þessi sýning er einnig þáttur í starfi Jóns Arnþórssonar að undanförnu við að halda til haga ýmsum tækjum úr verk- smiðjunni frá eldri tíð, sem gætu orðið vísir að verksmiðju- safni. Þau má finna á sýning- unni sem og eru allar upplýs- ingar eldri starfsmanna þar um vel þegnar. Deiglan Fyrirlestur um klípusögur DR. Kristján Kristjánsson flytur fyr- irlestur í Deiglunni í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 2. febrúar kl. 20.30, en hann tengist „heitum fimmtudögum í Deiglunni". Fyrirlesturinn nefnist „Af tvennu illu; um klípusögur, nytjastefnu og dygðafræði". Hann fjallar um þær kringumstæður sem flestir kannast við af eigin reynslu, að standa við siðferðilega ákvörðun frammi fyrir tveimur kostum og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Heimspek- ingar hafa samið ýmsar hugvitssam- legar dæmisögur, eða svokallaðar „klípusögur" um slíkar aðstæður. Kristján rekur nokkrar slíkar og spyr í framhaldinu hvaða burði tvær þekktustu siðferðikenningar nútím- ans, dygðafræði og nytjastefna, hafi til að leysa úr slíkum klípum, þ.e. ráða okkur heilt um rétta breytni við slíkar aðstæður. Kristján er doktor í siðfræði frá Háskólanum í St. Andrew og lektor við Háskólann á Akureyri. Hann hefur skrifað bókina Þroskakosti og ýmsar ritgerðir um siðferði og menntamál í innlend og erlend rit. Áhugahópur um heimspeki á Ak- ureyri gengst fyrir þessum fyrir- lestri. LAIMDIÐ__________ Mikið fannfergi á Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson SNJÓTROÐARI er notaður til að safna saman rusli á Skagaströnd vegna mikils fannfergis. Skagaströnd - Gríðarlega mikill snjór er nú á Skagaströnd. Er hann sumsstaðar svo mikill að ekki er hægt að koma honum burtu nema aka honum á bílum. Þar sem slíkt er mjög dýrt hefur verið gripið til þess ráðs að moka bara aðalgötunar í þorpinu en láta snjótroðara jafna slóð yfir skaflana í íbúðar- götum. Hefur þetta gefist vel því fljótlega þjappaðist slóðin vel og meðan ekki hlánar því meira aka menn upp og niður skaflana á flestum fólksbílum. Þykir sumum undarlegt að leggja bílnum sínum í sömu hæð og þakskeggið á húsinu og sjá uppundir heimilisbílinn þegar komið er út á morgnana. Ekki þýðir þó að fara á skaf- lana á þungum vörubílum og því kemst ruslabíllinn ekki leiðar sinnar. Var því enn gripið til snjótroðarans og nú dregur hann pall af ruslabíl yfir holt og hæð- ir sryóskaflanna og ruslinu er safnað í pallinn. Síðan er pallur- inn hífður upp á bíl sem fer með ruslið sína venjulegu leið. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞÁTTTAKENDUR í skógargöngu á Egilsstöðum. Skógarganga á Egilsstöðum Þorri herðir klærnar Borg í __ Eyja- og Miklaholts- hreppi - Á þriðjudag var hér ágæt- asta veður, hiti fyrir ofan frost- mark en það stóð ekki lengi. Seinni partinn brast hér á vonskuveður. Mikill lausasnjór var og var því fljótlega stórhríð og mikill stormur fylgdi og 7 stiga frost. Hefur þetta veður staðið yfir í alla nótt og ennþá eru hvöss él og skafrenning- ur. Fólk sem var á ferð eftir að veðurofsinn skall á lenti í vand- ræðum og nokkrir urðu að yfir- gefa bíla sína og komust heim á bæi sem næst stóðu veg. Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna fjallvegi meðan veður skánar ekki meir. Egilsstaðir - Nítján þátttakendur skráðu sig til og luku keppni í skíða- göngu á útivistarsvæði Egilsstaða, Selskógi, nú um helgina. . Gangan er árlegur viðburður og er sú níunda í röðinni. Að þessu sinni voru heimamenn eingöngu þátttakendur en utanaðkomandi þátttakendur komust ekki að þessu sinni. Ganga þessi er hlekkur í keðjumóti sem haldið er víða um land. Hjálmar Jóelsson er frumkvöðull að göngunni á Egilsstöðum og seg- ir hann markmiðið vera meira að taka þátt og hreyfa sig heldur en að keppa. Hann segir svæði þarna í skóginum einstakt, alltaf skjól af tijánum og þarna eru troðnar göngubrautir. Hann hvetur heima- menn til að koma og nýta sér að- stöðuna og sagði þátttakendur skógargöngunnar hafi ákveðið að hittast á sunnudögum í vetur og ganga saman þar sem allir eru vel- komnir. Verslun Einars Olafssonar á Akranesi 60 ára Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Á myndinni ei-u f.v.: Einar Einarsson, Guðni Einarsson, Erna Guðna- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Einar J. Ólafsson, kaupmaður. Akranesi - í lok síðasta árs voru liðin 60 ár frá því verslun Einars Ólafssonar á Akranesi hóf starf- semi sína. Allan þann tíma hefur hún gegnt lykilhlutverki í sögu verslunar á Ákranesi og er í dag elsta starfandi verslun á staðnum. Einar Ólafsson flutti til Akra- ness 1934 og setti þá á fót litla verslun í húsinu Ásbyrgi þar sem síðar varð húsnæði Sparisjóðsins og flutti síðan á Kirkjubraut 1, þar sem verslunin var til húsa til 1946. Haustið 1945 hóf Einar ásamt konu sinni, Guðrúnu Ás- mundsdóttur, að byggja nýtt hús- næði á Skagabraut 9 sem ætlað var bæði sem verslun og íbúðarhús og fluttu þau starfsemi sína þang- að 1946. Á þeim tíma hafði enginn árætt að hefja verslunarrekstur svo ofarlega á Skaganum en þegar hugsað var til framtíðarinnar var hér stigið gæfuspor, því byggðar- lagið átti eftir að þenjast út á næstu árum og áratugum. Þarna hefur verslunin verið síðan og hef- ur hún verið stækkuð svo um munar og er í dag mjög glæsileg og nýtískuleg stórverslun. Þau hjón voru mjög samhent í starfi og stunduðu verslun sína af mikilli natni, atorku og ná- kvæmni, gagnvart þeim er kusu að sækja til þeirra með viðskipti. Einar lést árið 1957. Guðrún hélt merki manns síns á Iofti eftir lát lians, ásamt syni þeirra hjóna, Einari J. Ólafssyni, sem veitt hefur verslunini forstöðu um árabil ásamt konu sinni Ernu Guðnadótt- ur. Verslunin hefur vaxið og dafn- að með árunum og aðstaða öll batnað til rnuna. Verslunin hefur vakið athygli fyrir lágt vöruverð og þjónustulund eigenda og starfs- fólks. Fólkið alltaf jafn elskulegt Guðrún Ásmundsdóttir býr nú í hárri elli á heimili sínu en hún varð 90 ára 1. nóvember sl. Því má segja að árið 1994 hafi verið viðburðaríkt í lífi hennar. Guðrún man tímana tvenna í verslunar- rekstrinum, aðspurð um gamla og nýja tímann segir hún að ólíku sé saman að jafna. Mestu breyt- ingarnar liggja í allri þeirri tölvu- tækni sem fylgir rekstrinum í dag svo og húsnæðinu. En fólkið hefur ekki breyst, það er alltaf jafn elskulegt og gott, segir Guðrún. Að sögn Einars J. Ólafssonar, kaupmanns, hefur það allt frá upphafi verið gæfa fjölskyldunnar að eiga trausta viðskiptavini. Traust þeirra hefur verið okkur hvatning til að gera betur. „Við höfum lagt okkur fram um að hafa á boðstólum fjölbreytt vöruv- al á hagstæðu verði, jafnframt því að fylgja vel eftir nýjungum í verslunarrekstri og við munum halda áfram á þeirri braut,“ sagði Einar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.