Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT mmw stutt Haavisto segir af sér HEIKKI Haavisto, utanríkisráð- herra Finnlands skýrði frá því í gær að hann hygðist segja af sér. Haavisto er 59 ára gamall og var skorinn vegna heilablæð- ingar fyrr í mánuðinum. Sögðu læknar hans að aðgerðin hefði tekist vel. Haavisto er félagi í Miðflokki Eskos Ahos forsætis- ráðherra og varð utanríkisráð- herra árið 1993 en var áður formaður hinna voldugu sam- taka framleiðenda í landbúnaði. Vilja stríðs- glæpamenn fyrir rétt BANDARIKIN, sem hafa að undanfömu reynt að bæta tengslin við serbnesku leiðtog- ana Slobod- an Mi- losevic og Radovan Karadzic, segja að þeir sem sekir séu um stríðs- glæpi í Bos- níu og Rú- anda megi ekki kom- ast undan Karadzic réttvísinni. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu utanríkisráðuneytisins í Was- hington. Segja Rabin bundinn í báða skó SYRLENSKUR ráðherra, Mo- hammad Salman, sagði í gær að Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísra- els, væri nú svo hrædd- ur um póli- tíska fram- tíð sína að hann gæti engar ákvarðanir tekið um friðarsamn- inga við Sýrland. Rabin Kannanir sýna að stjórnarand- staðan í ísrael hefur mjög sótt í sig veðrið að undanfömu. Draga úr kostnaði NORÐMENN hyggjast með ýmsum aðgerðum minnka kostnað við olíuvinnslu um 40-50% á næstu þrem árum til að auka hagnað, samkvæmt skýrslu sem gefin hefur verið út um framtíð atvinnuvegarins. Talið er að Noregur verði á þessu ári næststærsti olíuútflytj- andi í heimi á eftir Saudi-Arabíu. Banna mót- mæli YFIRVÖLD í Dresden ætla að banna mótmælafundi hægri- öfgamanna 13. febrúar er minnst verður loftárása banda- manna í stríðinu en miðborgin var þá lögð í rúst. Öfgamenn segja að mannfallið hafí verið 135.000 en ekki 35.000 eins og talið hefur verið. Hertoginn af Kent verður fulltrúi Breta við athöfnina og þar verður einnig sendinefnd frá Coventry sem varð fyrir miklu tjóni í árásum Þjóðveija. Uppnám í Evrópu vegna aðstoðar við Mexíkó Clinton tvöfaldaði evrópsku aðstoðina New York. The Daily Telegraph. MIKIÐ uppnám varð í evrópskum fjármálaheimi á þriðjudag þegar Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfír, að Evrópuríkin ætluðu að leggja fram 10 milljarða dollara af tæplega 48 milljarða dollara að- stoð við Mexikó. Ástæðan er sú, að Evrópuríkin hafa aðeins lofað fimm milljörðum dollara, helmingi lægri upphæð en Clinton nefndi. Gengi hlutabréfa í Evrópu og Bandaríkjadollara hækkaði í gær í kjölfar yfirlýsingar Clintons um aðstoð við Mexikó. Haft er eftir háttsettum embætt- ismönnum í Evrópu, að aldrei hafi verið Iofað nema fímm milljörðum dollara og óvíst hvort unnt reynist að koma aðstoðinni við Mexikó í 10 milljarða eins og Clinton nefndi. Viðræður um þessi mál hófust í gær hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Sviss, sem mun sjá um að samræma evrópsku aðstoðina, og á föstudag verður síðan skyndifundur um Mex- ikó með fulltrúum sjö helstu iðnríkj- anna í Toronto í Kanada. Bretar tregir til issjóðurinn að leggja fram 17,8 milljarða dollara. Óvenjulega mikil aðstoð Búist er við, að Bretar verði treg- ir í taumi á Torontofundinum þar sem þeir telja, að Mexikó sé fyrst og fremst á ábyrgð Bandaríkja- stjórnar. Hún heldur því aftur fram, að efnahagshrun í Mexikó myndi hafa alvarleg áhrif um allan heim og þess vegna sé ábyrgðin allra. Clinton stefndi upphaflega að þvf, að Bandaríkin styddu Mexikó með 40 milljörðum dollara en þegar ljóst varð, að það myndi mæta and- stöðu á þingi, ákvað hann að helm- inga aðstoðina og sækja hana í sjóði, sem hann ræður sjálfur yfír. Hann hækkaði hins vegar aðstoð Evrópuríkjanna úr fimm milljörðum dollara í 10 eins og fyrr er getið en auk þess ætlar Alþjóðagjaldeyr- Þessi mikla aðstoð Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er sögð einsdæmi og hefur vakið furðu. Munu 7,8 millj- arðar dollara koma úr hans eigin sjóðum en vonast er til, að ríkis- stjómir og seðlabankar leggi síðar til 10 milljarða. Mexikóstjóm hefur neyðst til að fresta útboði á „Tesobonos", skammtímadollaraskuldunum, sem em undirrót kreppunnar í fjármál- um ríkisins, og þykir það sýna vel hve alvarleg staðan er. Talið er, að gjaldeyrisvarasjóður Mexikó sé að- eins tveir milljarðar dollara og stjórnin hefur því neyðst til að not- færa sér 18 milljarða dollara láns- heimild, sem Bandaríkjastjóm veitti henni skömmu fyrir áramót. Reuter SLÖKKVILIÐSMENN í Culemborg I Hollandi styrkja varnargarða í Gelderland með sandpokum. Særðir og sjúkir fluttir frá Gorazde Zagreb, Sarajevo. Reuter. KRÓATÍU-Serbar hafa undan- farnar vikur og mánuði aukið hemað sinn við Bihac í Bosníu með kerfisbundnum hætti, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þrátt fyrir ítrek- uð fyrirheit um að draga sveitir sínar þaðan. Gæsluliðar SÞ luku í gær brottflutningi sjúkra og særðra frá Gorazde í austurhluta Bosn- íu. Náðst hafði samkomulag um þessa flutninga er samið var um vopnahlé í landinu frá ára- mótum. Bosníu-Serbar hafa setið um borgina undanfarna mánuði. Fulltrúar SÞ létu í gær í ljós óánægju með þá ákvörðun Bos- níu-Serba að draga til baka fyrri loforð um að opna vegi í og við Sarajevo. Rússar gagnrýna Carter Ónefndur háttsettur rúss- neskur embættismaður gagn- rýndi friðarför Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til Bosníu fyrir jól og sagði hann frekar hafa spillt fyrir möguleikum á að ná varanleg- um friðarsamningum. „Aðgerðir Bandaríkjamanna, einkum Carters, hafa leitt til þess að bæði Bosníu-Serbar og múslimar hafa forherst í af- stöðu sinni. Eftir ferð Carters er eins og Karadzic hafí gengið af göflum. Hann hlustar ekki lengur á nein rök og telur að málstaður hans sé sá eini rétti,“ sagði embættismaðurinn. Þjóðveijar veita fólki lán á lágum vöxtum og Frakkar hyggjast styrkja árbakka Amsterdam, Bonn, Paris, Ochten, London. Reuter. The Daily Telelgraph. UM 10.000 manns sem búsettir eru á svæðum austur af Rotterdam í Hollandi var í gær fyrirskipað að yfírgefa heimili sín og eru nú um 250.000 manns heimilislaus. Hol- Iendingar óttast mjög að varnar- garðar í austur og suð-austurhlut- anum láti-undan en þess eru nokk- ur dæmi nú þegar. Nokkuð hefur sjatnað í ám í Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi og hafa stjórnvöld í þessum löndum lýst sig reiðubúin að veita þeim sem misst hafa allt sitt, fjárhagssaðstoð, auk þess sem rætt er til hvaða að- gerða hægt sé að grípa til að koma í veg fyrir að afleiðingar flóða verði svo miklar. Yfir tveir þriðju Hollendinga búa á svæðum sem eru undir sjávar- máli og hefur verið reist umfangs- mikið net vamargarða meðfram ám og við ströndina. Líkja Hollendingar varnargörðunum við sandkastala, þeim stafí mest hætta af því vatni sem flýtur að. Því lengur sem vatn liggur að varnargörðunum, því lík- legra er að þeir láti undan. Ein þyrlusveita breska hersins er nú í viðbragðsstöðu, óski hollensk stjórnvöld eftir aðstoð. Varnargarðar við þorpið Ochten sem stendur við ána Waal, eru byrj- Hollendingar óttast að varnar- garðar gefi sig* aðir að láta undan og vera kann að flytja verði um 40.000 manns til viðbótar á brott. Rjúfi vatnið varnargarða á stóru svæði verður um fjögurra metra djúpt vatn yfir landsvæðum sem þeir veija innan 2-3 stunda. Annemarie Jouritsma, sam- gönguráðherra Hollands, kenndi í gær meðal annars framkvæmdum í Þýskalandi um flóðin í Rín. Far- vegi árinnar hafi verið breytt og hann styttur vegna byggingafram- kvæmda. Sagði hún nauðsynlegt að þau lönd sem Rín rennur um, ræði hvað aðgerða skuli gripið til. Stakk hún upp á því að farvegur árinnar verði breikkaður og dýpkað- ur. Ekki rigndi á flóðasvæðunum í Þýskalandi í gær og hefur sjatnað lítillega í Rín, Mósel og Main. Þá eru flóð í rénun í Belgíu og Frakk- landi en yfírvöld í löndunum segja of snemmt að fagna þar sem spáð sé úrkomu á næstu dögum. Þýska stjórnin býður lán Þýska stjórnin sagðist í gær myndu bjóða fórnarlömbum flóð- anna lán fyrir sem svarar 1,3 millj- örðum ísl. kr., á lágum vöxtum. Gunther Rexrodt fjármálaráðherra ætlar að ræða frekari fjárhagsað- stoð við yfírvöld í þýsku samband- slöndunum. í viðtali við Bild sem birtist í dag leggur Bernhard Jagoda, formaður þýsku vinnumálaskrifstofunnar, til að 3,5 milljónir atvinnulausra Þjóð- veija verði settar í að aðstoða við viðgerðir og hreinsunarstarf er vatn hefur sjatnað á flóðasvæðunum. Michel Barnier, umhverfismála- ráðherra Frakklands, sagði í gær að ríkisstjórnin hygðist herða reglur um byggingar nærri ám, bæta veð- urspár og styrkja árbakka. „Engin ríkisstjórn getur lofað því að ekki verði fleiri flóð eða aðrar náttúru- hamfarir. En í framtíðinni getum við dregið úr afleiðingunum," sagði Barnier. Leyfi til að reisa hús nærri ám verða háð mun strangari reglum í Frakklandi. Til að bæta veðurspár verða settar upp fimm ratsjár á þeim svæðum sem yerst hafa orðið úti í flóðunum. Árbakkar verða styrktir með því að gróðursetja tré og runna, auk þess sem vatni verð- ur veitt á mýrlendi sem þurrkuð hafa verið upp. „EI Nino-áhrifin“ © « i Úrhellið í norðanverðri Evrópu síðustu vikur á líklega rót sína að rekja sunnanverðs Kyrrahafs. Skömmu fyrir jól tóku athugunar- stöðvar Sameinuðu þjóðanna eftir svokölluðum „E1 Nino-áhrifum“, sem kennd eru við Jesúbamið. Þau valda því að úthafið hitnar en það hefur áhrif á úrkomu og hita um allan heim og þar af leiðandi þurrka, flóð og fárviðri. Þetta gerist á 3-7 ára fresti og segja vísindamenn að „E1 Nino-áhrifin“ séu í hámarki nú. i < I I < 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.