Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 21 LISTIR Verkmennt -ht-s---------1m. | # I__________________________1 _ IRÉNE Jensen opnar sína fyrstu einkasýningu á Kaffi Krók á laugardag. Iréne sýnir á Kaffi Krók IRÉNE Jensen opnar sína fyrstu einkasýningu í Kaffi Krók á Sauð- árkróki laugardaginn 4. febrúar kl. 15. Iréne stundaði myndlistarnám í Stokkhólmi 1976-77 og í Myndlista og handíðaskóla íslands 1990- 1994, útskrifaðist úr grafíkdeild. Hún tók þátt í alþjóðlegu grafík- verkefni á vegum Boston University 1993. Iréne _er meðlimur myndlistar- hópsins Áfram veginn, sem rekur grafíkverkstæði í Þingholtsstræti 5 í Reykjavík. Myndirnar á sýningunni eru kop- arætingar, mezzotinta og þurrnál, þrykktar í lit. Sýningin er opin til 1. mars, mánudaga til föstudaga kl. 20-23.30 og föstudaga til sunnu- daga kl. 15-3. UST OG HÖNNUN M i ð I u n HUGUROGHÖND, TÍMARIT VERKMENNT á undir högg að sækja hér á landi og tími er löngu kominn til að snúa vörn í sókn. í mesta skólalandi heims, sem er auðvitað Þýskaland, er sagt að verkmennt sé allt að 70% mennta- kerfísins, en hér á landi mun þessu þveröfugu farið og gott betur. Þurfum við þó þjóða mest á æðri menntun handanna að halda er svo er komið. Hin mikla ást okkar á bóklærdómi og stúdentsprófi hlýt- ur að vera rykfallinn og óhollur arfur fortíðarinnar, og eins konar dýrkun útkjálkabúans og sveita- mannsins á embættismannakerf- inu. Við byggjum glæsilega menntaskóla eða réttara sagt fjöl- brautaskóla um land allt, en jafn- vel innan þeirra er verkmennt, list- mennt og sjónmennt fótum troðin miðað við bóklegu fögin. Jafnvel myndlistardeildir aðal listaskóla landsins þurfa að hírast í risav- öxnu óinnréttuðu sláturhúsi, þar sem hússótt heijar á suma, enn aðrir eru illa haldnir af hinum þungu og óheilnæmu loftgufum og kennara grípur svefnhöfgi. Það er sem betur fer til hópur manna sem skilur og skynjar þörf þjóðarinnar fyrir verkmennt og mikilvægi þess að tengja hana við eldri handíðir, það efni sem við höfum á milli handanna í ljósi at- vinnuhátta og þá fyrst og fremst fiskveiðar og landbúnað. Þannig er fiskurinn vannýtt hráefni, nema helst sá hluti hans sem fer undir tönn og möguleikinn á arðbærri vinnslu ullarinnar hefur verið illa nýttur. í báðum tilvikum hefur menntun og listrænt handbragð ekki átt upp á pallborðið, en helst hugað að hagnaði með hraði sem oftar en ekki hefur orðið að tapi í hvelli. Við lifum þó á tímum allt ann- arra viðhorfa í heiminum og nú eru langtímaáætlanir og að fjár- festa til framtíðar það sem gildir og hér verðum við að vera sam- stiga ef ekki á enn að síga á ógæfuhliðina. Má fullyrða að öðru- vísi væri umhorfs ef hlustað hefði verið á vinsamlegar ábendingar áratugum fyrr. Og það er öðru fremur dugnaði og hugviti einstakra að þakka að við eigum enn möguleika á að rétta hér við og að ekki er allt glatað af þeim ríkidómi sem fortíð- in lagði okkur í hendur. Hver væri okkar hlutur ef brot af þeim milljörðum sem eytt var í loðdýra- rækt og fískeldi hefðu farið í að rannsaka gjörnýtingu hráefna sem við lifum með? í stað þess að sóa þeim eins og afglapar á meðan þjóðir sem státa ekki af slíkum hráefnaauði hafa gjörnýtt hugvitið og hendumar og eru mun betur settar en við í dag? Sagt er að Svisslendingar haldi því fram að íslendingar hafi allt sem ein þjóð getur óskað sér af orku og hráefnum, en séu átakan- lega fátækir af hugviti til að nýta FRÁ sýningu Leirlistarfélags- ins á bollum í kaffistofu Hafn- arborgar á sl. sumri. það sem þeir hafa í beinu sjón- máli. Og nefna skal að þrátt fyrir að við höfum nýtt jarðvarmann og orkuna, er gjörsamlega útilok- að að koma Dönum í skilning um að rafmagn og hiti sé mun dýrari á íslandi en í Danmörku. Hér er og tilefni til að minna enn einu sinni á, að Danir flytja út sérhönn- uð húsgögn fyrir 120 milljarða á ári og eru með áætlanir um að auka til muna þennan útflutning! Ekki þó eingöngu með auknu magni, öllu frekar meira hugviti. Þetta og margt fleira datt mér í hug við skoðun tímarits Heimilis- iðnaðar íslands „Hugur og hönd“, sem kemur út einu sinni á ári og er eintak ársins 1944 nýkomið út. Þar er meðal annars sagt frá möguleikum þeim sem felast í sútuðu steinbítsroði, auk margra annarra þátta handverks og list- hönnunar. Menn líti sér nær. Bragi Ásgeirsson. Grafíkverk Gunnars Asgeirs Hjaltasonar SÝNING á grafíkverkum Gunn- ars Ásgeirs Hjaltasonar verður opnuð í Sverrissal í Hafnarborg föstudaginn 3. febrúar kl. 17, en Gunnar hefur gefið til safns Hafnarborgar á níunda tug grafíkverka. Gunnar er fæddur 1920 að Ytri-Bakka við Eyjafjörð. Gunn- ar lærði gullsmíði hjá Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kaldal á ár- unum frá 1943-1947, en áður hafði hann stundað nám við teikniskóla Bjöms Bjömssonar og Marteins Guðmundssonar frá árinu 1933. Hann hefur unnið fjölda málmgripa sem þekktir eru, svo sem líkan af Menntaskólanum á Akureyri og ýmsa muni sem opinberir aðilar hafa fært er- lendum þjóðhöfðingjum að gjöf. Hann hefur haldið margar sýn- ingar víða um land og hefur einnig sýnt í Danmörku og Þýskalandi. Gunnar er landslagsmálari umfram annað og í grafíkmynd- um hans er landslagið og um- hverfíð líka megintemað. Meðan á sýningunni í Sverris- sal stendur heldur Gunnar jafn- framt sölusýningu á verkum unnum með blandaðri tækni í Kaffistofu Hafnarborgar. Sýningarsalir eru opnir frá kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. „Rolddð, það eruni við ... er haft eftiryfirtöffara allra tíma, Mick Jagger. Þau orð standa enn! Samvinnuferðir - Landsýn efna til ferðar á tónleika mestu rokksveitar allra tíma, Rolling Stones, á Idrædtsparken í Kaupmannahöfn hinn 11. júní. Haldið er utan 10. júní og komið heim þann 12. STAÐGREIÐSLUVERÐ 39.930 kr. Innifalið í verði er flug, gisting á 3 stjömu hóteli, Osterport, sem er í göngufæri frá leikvanginuni, morgunmatur, fararstjóm, akstur til og frá flugvelli erlendis og miði á tónleikana. Sami/iiiiiiifei'úip-Laiidsýn Rayklavik: AusturstrsU 12-S. 91 - 691010 - Innanlandsterðir S. 91 - 6910 70 • Símbrét 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hðtel Sðflu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Hatnarfjðrður Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Slmbréf 91 - 655355 Kellavfk: Hatnargötu 35 • S. 92 • 13 400 • Simbrét 92 -13 490 Akranea: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Simbrél 93 -111 95 Murayrl: Réðhustorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96 -1 10 35 VnbMuiMylar Vestmannabraut 38 • S 98 - 1 12 71 • Slmbréf 98 -1 27 92 QATLASi*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.