Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 23 LISTIR Gallerí Sævars Karls Erlingur Páll sýnir ERLINGUR Páll Ingvarsson myndlistarmaður mun opna sýn- ingu á málverkum í Gallerí Sæv- ars Karls, föstudaginn 3. febrúar og mun sýningin standa til 23. þessa mánaðar. Erlingur lauk námi úr Nýlista- deild MHÍ árið 1978 en stundaði síðan framhaldsnám í Hollandi og Þýskalandi. Þessi sýning er 6. einkasýning listamannsins. List Erlings tengdist lengi svo- kallaðri „concept-list“ og sýningar hafa samanstaðið af ljósmynda- verkum, innsetningum fyrir rými, gerningum og texta, en einnig málverkum eins og á þessari sýn- ingu í Gallerí Sævars Karls. ♦ ♦ ♦ Málverkasýning í Café Læk NÚ STENDUR yfir málverkasýn- ing Gunnars I. Gunnarssonar á Café Læk, Lækjargötu 4. Á sýningunni eru 16 myndir, landslagsmyndir unnar í olíu á striga. Gunnar er fæddur 1941. Hann hélt til náms í teikningu og málaralist í Escuela Marssana á Spáni 1971 og hélt sýningu á Kjarvalsstöðum 1974. Síðan hefur hann haldið margar sýningar Sýningin er opin virka daga frá kl. 8-19 og frá kl. 10-19 um helg- ar. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Anddyri Háskólabíós „Ljósmyndun í ísrael“ í ANDDYRI Háskólabíós verð- ur opnuð sýningin „Ljósmynd- un í Israel“ sunnudaginn 5. febrúar kl. 14 og mun dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi ráð- herra opna sýninguna. Fyrir henni standa ísraelska utanríkisráðuneytið — menn- ingar- og vísindadeild, í sam- vinnu við sendiráð Israels í Osló og aðalræðismann Israels á Islandi. Á sýningunni verða listræn verk níu ísraelskra ljós- myndara og koma þau frá stofnuninni The Israel Museum í Jerúsalem. Hér er um farand- sýningu að ræða og hefur hún verið í Osló nú í janúar og mun fara til Kaupmannahafnar eftir að henni lýkur hér. Sýningin verður opin til 25. febrúar nk. og er öllum opin á virkum dögum frá kl. 8-16 án aðgangseyris, á þeim tíma sem kennsla er í sölum bíósins á vegum Háskólans. Jafnframt er sýningin opin öllum bíógest- um þegar bíósýningar eða tón- leikar eru. ., . i, 4*9»-' 'ss . , / ■,i;,!U|W* ,■ *• ■ - ■—■■ ■■ — EIN myndanna á sýningunni. HVERS VEQIiÍA VEIJA FYRIRTÆXITUUP TÖLVUR FftÁ NÝHEIiA ? PCI í öllum Tulip tölvum frá SX/33 til Pentium 90 er PCI móðurborð. PCI Local Bus skjátengi er 60% hraðvirkara en VESA Local Bus skjátengi. lí ECP hliðtengi ECP hliðtengið í Tulip er 20 sinnum hraðvirkara en venjulegt hliðtengi. íí Ethernet tengi Ýmsar gerðir Tulip tölva bjóðast með Ethernet tengi á móðurborði. u Auksð IDE Aukið IDE („Enhanced IDE") gefur rúmlega tvöfalt meiri flutningshraða en venjulegt IDE. s Orkusparnaðarkerfi Orkusparnaðarkerfi dregur úr orkunotkun tölvunnar um allt að 60%. 8 Pentium örgjörvar Nýherji býður breiða línu Tulip tölva með Pentium örgjörva. I Gerðarsafni ÞESSI mynd Jóns Óskars er með- al málverka á sýningu sem nú stendur yfir í Gerðarsafni í Kópa- vogi. Þar sýna sex málarar verk sín til 12. febrúar, en þessi mynd er birt aftur í blaðinu vegna þess að fyrir mistök sneri hún ekki rétt við fyrri birtingu. Beðist er velvirð- ingar á því. ... einfaldlega vegna þess að í tölvunum frá Tulip býðst allt þetta. Að ógleymdu því að Tulip tölvurnar eru fýrsta flokks Evrópsk framleiðsla og eru til í fjölmörgum gerðum, á verði sem stenst allan samanburð. Þess vegna velja fyrirtæki Tulip tölvur frá Nýherja ! VERI 5DÆMI Q Tulip Pentium 60 frákr. 189.900 'ERÐDÆMI Tulip 66 RHz frá kr. 129.900 k ISO 9001 vottun TulSp computers Gœðamerkið frá Hollandi . VIRÐDÆMI Q Tulip Pentium 90 frá kr. 228.900 NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SÍMI 69 77 00 Alltaf skrefi á itndan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.