Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 27
26 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 27 + Jltotgtsnftljifeffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKYRSLA SAM- KEPPNISRÁÐS SKÝRSLA Samkeppnisráðs um stjórnar- og eignartengsl í íslensku atvinnulífi liggur nú fyrir. í skýrslunni er m.a. bent á að eitt til fjögur fyrirtæki séu iðulega leiðandi í atvinnu- lífinu og merki séu um að í atvinnulífinu myndist fyrirtækja- blokkir, þar sem fyrirtæki tengjast eigna- eða stjórnunarlega. Veltir Samkeppnisráð upp þeirri spurningu hvort hér á landi sé að finna alvarleg einkenni hringamyndunar, óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun, sem geti takmarkað samkeppni eða hindrað frjálsa þróun viðskipta. Flestar þær upplýsingar, sem fram koma í skýrslunni, eru ekki nýjar af nálinni. Morgunblaðið hefur á undanförnum árum ítrekað vakið athygli á þeim vísi að fákeppni og hringamyndun sem er að finna í íslensku viðskiptalífi og varað við þessari þróun. Þá hefur blaðið hvatt til þess að sett verði löggjöf, sem marki viðskiptalífinu ákveðinn ramma í þessum efnum. Nýsett lög um hlutafélög koma að hluta til á móts við þess- ar kröfur en þar er kveðið á um sanngjarnari aðferðir við stjórn- arkjör í fyrirtækjum er eiga m.a. að tryggja hag smærri hlut- hafa betur en áður. Hins vegar skortir enn sárlega reglur sem tryggja rétt minni- hluta hluthafa þegar einn aðili kaupir ráðandi meirihluta í fyrir- tæki. í sumum nágrannaríkjum okkar eru í gildi reglur, sem skylda menn til að gera tilboð í öll hlutabréf fyrirtækisins á sama verði við slíkar aðstæður. Þar með er tryggt að réttur minnihlutans er ekki fyrir borð borinn. Þessi sjónarmið hafa ítrekað komið upp hér á landi, nú síð- ast vegna umræðu um sölu Akureyrarbæjar á ráðandi hlut í Útgerðarfélagi Akureyrar. Skýrsla Samkeppnisráðs varpar vissulega ekki neinu nýju ljósi á þennan vanda íslensks viðskiptalífs. Hún er aftur á móti verðmæt samantekt á tengslum fyrirtækja og valdasam- þjöppun á íslandi. SENDIRÁÐIÐ í LONDON RÍKISENDURSKOÐUN hefur tekið saman ítarlega skýrslu um bókhald og fjárreiður sendiráðs íslands í Lundúnum, og þá sérstaklega þá þætti, sem snúa að starfi menningarfull- trúa sendiráðsins. Þá ályktun má draga af niðurstöðum Ríkis- endurskoðunar, að sendiráðið í London sé svo lítil starfseining, að hún hafi ekki haft bolmagn til þess að halda utan um þau stórauknu umsvif, sem fylgdu starfi menningarfulltrúans. Starf- andi sendiherra á hverjum tíma er ábyrgðarmaður viðkomandi sendiráðs eins og Ríkisendurskoðun bendir á og því augljóst, að hann ber ábyrgð á því, sem miður fer, ekkert síður en því, sem vel er gert. Umsvif menningarfulltrúans hafa bersýnilega verið mikil. En frágangur hans á fylgiskjölum hefur ekki verið sem skyldi og nákvæmni í meðferð rekstrarfjár mátt vera meiri. Á hinn bóginn er eyðsla umfram heimildir sennilega ekki meiri en sem nemur um tveimur milljónum króna, miðað við þær upplýs- ingar, sem fram koma í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það er að sjálfsögðu ekki viðunandi en síður en svo einsdæmi í ís- lenzka stjórnkerfinu. Jafnframt er ljóst, að kynning á íslenzkri menningu og verk- um íslenzkra listamanna hefur líklega aldrei verið meiri í Bret- landi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar á að leiða til þess, að bók- hald sendiráðsins komizt í betra horf og að menningarfulltrú- inn gæti þess í störfum sínum að hlíta settum starfsreglum. Reynslan af störfum hans á sviði menningarmála er hins vegar vísbending um, að kynning á íslenzkri menningu eigi að verða ríkari þáttur í starfi íslenzkra sendiráða í framtíðinni. REYKJALUNDUR 50ÁRA EIN AF MERKARI heilbrigðisstofnunum landsins, Reykja- lundur, fagnaði fimmtíu ára starfsafmæli 1. febrúar sl. Framan af var starfsemin á Reykjalundi heiguð baráttunni gegn berklum. í dag er er hún tvíþætt. í fyrsta lagi endurhæf- ing sjúklinga, einkum á hjarta-, lungna-, miðtaugakerfis-, gigt- ar-, geð-, verkja-, hæfingar- og næringarsviðum. í annan stað umfangsmikill iðnrekstur til að mæta vinnuþörf fólks sem ekki á greiða leið inn á almennan vinnumarkað. Reykjalundur er í eigu Sambands íslenzkra berklasjúklinga. Þar er rekin gagnmerk og þörf starfsemi, sem skilað hefur þúsundum endurhæfðra einstaklinga út í samfélagið í tímans rás og aðlagað sig nýjum þörfum með lofsverðum hætti. Stofn- un af þessu tagi á skilinn velvilja almennings og stuðning samfé- lagsins. TILVISANAKERFIÐ S' igfús Jónsson greindi frá því að samkvæmt fjárlögum 1995 nemi kostnaður við heil- brigðiskerfíð án trygginga- kerfisins um 30 milljörðum króna. Þetta jafngildi 112 þúsund krónum á hvem íslending á ári, eða 448 þúsund krónum á ári á fjögurra manna fjöl- skyldu. Ekki sé undarlegt að stjóm- völd vilji bæði hafa tögl og hagldir hvemig þessum fjármunum sé varið, til að tryggja að það nýtist sem best. Hann vitnaði í kanadíska bók sem kom út seinasta sumar og segir að heildarkostnaður við kerfí þar sem læknum sé greitt fyrir hvert einasta læknisverk, eins og algengt sé á ís- landi, sé að öllu jöfnu 20-40% hærri en væri það ekki við lýði. í Winnipeg hafi heimilislæknum fjölgað um 66% á milli áranna 1971 og 1981, en mann- fjöldinn aðeins fjölgað um 10% á sama tíma. Tekjur heimilislækna þar hafi hins vegar hvorki minnkað né komum til þeirra fækkað. „Á meðan þjóðfélagið er með lækna á afkastahvetjandi launakerfí, að- gangur almennings að þessu kerfí er nánast ótakmarkaður og læknar hafa ótakmarkaðan aðgang að því að vísa á dýra kostnaðarliði eins og lyf og röntgenrannsóknir o.fl., verður þetta kerfí jafn hrikalega dýrt og raun ber vitni,“ sagði Sigfús. Hann kvaðst telja það óheppilegt kerfí að maður sem vinni verkið, meti sjálfur umfang þess og tók skólatann- lækningar sem dæmi. Skólatannlæknar rannsaki tennur bama og ákveði upp á eigin spýtur hvemig staðið skuli að viðgerðum á þeim. „Enda er það ekki skrýtið að skólatannlækningar séu gríðarlega dýrar, þótt búið sé að taka aðeins á þeim, og lendir kostnaður á endandum á okkur sem skattgreiðend- um. Það þarf ekki að ræða það hver afkoma þeirra er sem stunda lyfsölu, hún er með þvílíkum endemum að það eí ekki hægt að sætta sig við það,“ sagði hann. Grunnlaun of lág Sigfús kvaðst telja gmnnlaun heilsugæslulækna tiltölulega lág, en síðan fái þeir vissa upphæð fyrir hveija heimsókn, sem þýði mjög afkasta- hvetjandi launakerfi. í gangi séu við- ræður um að auka vægi fastra launa, sem væri breyting til batnaðar ef hún yrði að veruleika. Ákveðið vandamál hér á landi sé að föst laun lækna, hvort sem um er að ræða heilsugæslu- lækna eða sjúkrahúslækna, séu al- mennt mjög lág. Kerfið ætli þeim að hækka laun sín með læknisverkum. Hann telji að við stjórnvöld fyrri ára sé að sakast, fyrir að hafa ekki skoð- að þessi mál í samhengi. Miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okk- ar séu laun lækna hérlendis smámunir einir. „Þegar heimurinn er allur að opnast og alþjóðlegur samanburður að verða meiri, er það nokkurt vanda- mál að ein starfsstétt skuli vera há- launastétt á íslandi, en láglaunastétt í alþjóðlegum samanburði. Þetta getur þýtt að erfitt sé fyrir okkur að halda færu fólki í þessari stétt hér á íslandi." Dæmi um misnotkun Fyrirfram úrelt eða leið til að draga úr misnotkun? Bandalag starfsmanna ríkis og bæja efndu til opins fundar ——— ^ um tilvísanakerfið á mánudag, þar sem Halldóra Olafsdótt- ir, geðlæknir, Katrín Fjeldsted, heilsugæslulæknir, Sigfús Jónsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, og Sverrir _ — - Bergmann, formaður Læknafélags Islands, ræddu kosti kerfisins og galla. Hann sagði dæmi um það hjá Tryggingastofnun að einstaklingur, sem býr við alvarlegan geðsjúkdóm, hafi farið í 100 viðtalstíma á ári hjá geðlækni. Hann sem skattgreiðandi sé ekki tilbúinn að greiða geðlækni fyrir slíkt. „Geðlæknirinn er að mis- nota aðstöðu sína með því að skammta sér fé úr opinberum sjóðum. Það hlýt- ur að vera hægt að ná jafngóðum árangri með ódýrari hætti.“ Hann kvaðst einnig þekkja þess dæmi að sérfræðingar sem starfi á sjúkrahúsum reki einkastofur, meðhöndli sjúkling á fyrrnefnda staðnum og vísi honum síðan á stofu sína, í stað þess að láta hann sækja göngudeild. „Á meðan sjúklingurinn kemur á göngudeild er læknirinn þar að vinna fyrir fastakaupi sínu, en ef hann vís- ar honum á stofu, getur hann sent reikning á Tryggingastofnun ríkisins. Á síðastliðnu ári var stofnað einkafyr- irtæki í röntgenmyndatöku í Domus Medica sem heitir Læknisfræðileg myndgreining hf.. Læknar eiga hlut í þessu fyrirtæki. Kostnaður við rönt- genmyndir jókst um 100 milijónir króna á seinasta ári. Það þarf enginn að segja mér að sá kostnaður sé til kominn vegna svo mikilla nýrra þarfa á röntgenmyndum. Þarna er um við- skipti að ræða og þarna verðum við að grípa inn í,“ sagði Sigfús. Hann kvað tihnsanakerfíð hugsað fyrst og fremst til að draga úr heim- sóknum til sérfræðinga og koma í veg fýrir að sérfræðingar á sjúkrahúsum geti vísað fólki til sín á stofu út í bæ. Með því að draga úr komum til sér- fræðinga, sé einnig dregið úr lyfjagjöf- um, röntgenmyndatöku o.fl. Sigfús kvaðst jafnfram telja að herða þurfi viðurlög hjá TR við misnotkun á kerf- inu og sagðist í raun telja að „ef vel ætti að vera, „Tilvísanakerfi til Þyrft’ að vera einhvers afí Hracra íír hpim- konar -.kvótakerfí“ við ao araga ur neim ]ýði Kerfinu mynd] ]{ða SÓknum tll serfræð- ágætlega ef þeir sem inga og koma í veg hafa stofurekstUr gerðu fyrir misnotkun“ ekkert annað og væru ekki með hagsmuni ann- ars staðar, t.d. á sjúkra- húsum,“ sagði hann. Ekki til hagsbóta Halldóra Ólafsdóttir, geðlæknir, sagði að með tilvísanakerfinu væri t.d. geðlæknum skylt að sendá heimilis- læknum trúnaðarupplýsingar um við- komandi sjúklinga sína, sjúkdóms- greiningu og meðferð. Furðu algengt sé að sjúklingar vilji ekki að heimilis- læknar hafí aðgang að þessum upplýs- ingum, og neiti því að þær séu sendar. Sjúklingur sé þá hugsanlega skil- greindur geðveikur án frekari skýr- inga í skrám heilsugæslustöðvarinnar og jafnvel vandræðagripur fyrir að neita. Þetta sé hvorki til hagsbóta fyrir sjúklinga né samskipti lækna. Halldóra segist sjálf ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í til- vísanakerfí, það hafí eingöngu meiri skriffinnsku í för með sér. Tilvísana- kerfið sé hins vegar skref aftur á bak sjúklinganna vegna, og skerði aðgang þeirra að hentugri læknisþjónustu. Sjúklingar þeir sem við hana hafi rætt, séu verulega áhyggjufullir vegna tilvísanakerfísins og þyki þung spor að ganga fyrst til heimilislæknis sem þeir þekki kannski lítið og endurtaka sömu sögu og þeir hafi áður rakið. Áformaðar undantekningar á tilvís- anakerfinu fyrir t.d. augnlækna taldi Halldóra óeðlilegar, og varpaði fram þeirri spurningu hvort að sömu undan- tekningar ættu ekki t.d. að gilda fyrir kvensjúkdómalækna, eyðnilækna o.fl. sérfræðinga. Karp eykur ekki traust Katrín Fjeldsted, heimilislæknir, kvaðst telja karp lækna í fjölmiðlum ekki til þess fallið að auka traust al- mennings á þeim. Hún minnti á að sérfræðingar í heimilislækiiingum séu velflestir með 12 ára nám í lækn- isfræði að baki, og því skjóti skökku við að stilla sérfræðingum og heimil- islæknum upp sem andstæðum. Katrín sagði að auk hefðbundinna verkefna leiðbeini heimilislæknar sjúklingum sínum um myrkviði heil- brigðiskerfisins og í mjög mörgum til- vikum sé ekki vanþörf á. Hún sagði að sjúklingi sé það ekki alltaf að skapi að vera sendur áfram til sérfræðings, og sumir líti á það sem svik og spyrja hvort heimilislæknirinn geti ekki ann- ast meðferðina alfarið sjálfur. Vert sé að hafa í huga að biðtími á stofu hjá sérfræðingi geti numið 1-3 mánuðum. Fé sem sparast nýtt í annað Katrín kvaðst sátt við íslenska heil- brigðiskerfið, en hún vildi þó gjarnan að hægt væri að lækka kostnað því samfara ef þjónusta væri óbreytt. Úm 27% af heildarútgjöldum _______ ríkisins renni til heil- brigðisþjónustu, sem hækki upp í um 40% ef tryggingamálum er bætt við, eða alls 8,6% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall af lands- framleiðslu sé mun minna í mörgum sam- bærilegum löndum. Hún telji að spara megi á þessu sviði. „Ég er ekki endilega að segja að þessir íjármunir eigi að fara út úr heilbrigðiskerfinu, það má líka hugsa um þá forgangsröð sem við viljum hafa. Getum við nýtt þessa fjármuni betur, t.d. til að stytta biðlista eftir gerviliðaaðgerðum, auka slysa- og for- varnarstarf eða bæta tækjabúnað á sjúkrahúsum, svo fátt eitt sé nefnt. Þó heildarsparnaður næmi ekki meiru en 2,5%, myndi það þýða 750 milljóna króna sparnað á ári,“ sagði Katrín. Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands, greindi frá því að íslenskir læknar eru 1.400 talsins. Þar af eru 400 læknar erlendis; 100 þeirra til frambúðar, 200 í námi og 100 sem eru tilbúnir að koma heim en standi ekki örugglega verk til boða. Um 1.000 læknar starfí hérlendis, þar af um 150 aðstoðarlæknar sem teljist enn vera í námi. Af 850 læknum sem þá standa eftir, séu nálægt 150 heimil- islæknar og 700 sérfræðingar. Óverulegur sparnaður Sverrir kvaðst telja að helsti ágrein- ingurinn um tilvísanakerfið snúist um hvort breytingin hafi í för með sér betra og faglegra kerfí en verið hefur til þessa. Læknar verði að treysta stjórnvöldum varlega, enda vaki ekki fyrir þeim að búa til faglegra kerfí, aðeins að spara peninga. Hann minnti á að í fjárlögum ársins 1995 sé ákveð- ið að spara 100 milljónir króna í sér- fræðilæknisþjónustu með tilkomu til- vísanakerfís, sem feli í sér umtalsverða breytingu á skipulagi heilbrigðisþjón- ustu. Óvenjulegt megi teljast að slíkt sé gert með ákvörðunum í fjárlögum en ekki að undangenginni athugun á þáttum málsins, umræðu um þá og kynningu. „Við skulum fyrst líta á ijárhags- hliðarnar og horfa til ársins 1993, en þaðan höfum við lokatölur. Þá fóru 1.400 milljónir króna til sérfræðiverka utan stofnana, 400 milljónir af þessari upphæð runnu til heimilislækna og vart mun sú upphæð lækka með þeim auknu umsvifum þeirra sem leiða munu af tilvísanakerfinu. 400 af þess- um milljónum fóru til rannsókna. Þessi upphæð lækkar því aðeins að dregið verði úr því að senda fólk til nauðsyn- legra rannsókna og það er mjög ósann- gjarnt að ætla heimilislæknum slíkt hlutskipti; hámenntaðri stétt sem hlýt- ur að vinna á faglegum forsendum. Til augnlækna fóru 120 af þessum milljónum og breytist lítið, því að til augnlækna þarf ekki tilvísanir. Eftir standa 480 milljónir og af þeirri upp- hæð á að spara 100 milljónir, eða nálægt 20%. Það verður hver að svara fyrir sig hvort líklegt sé að slíkur árangur náist,“ sagði Sverrir. „Tilvísanakerfið sparar ekkert nema að heimilislæknar vísi fólki ekki áfram um kerfið eða sendi það ekki í rann- sóknir. Hvorugt mun gerast í nokkrum þeim mæli sem máli skiptir. Niðurstað- an er sú að tilvísanakerfíð er ekki leið til sparnaðar, að minnsta kosti ekki hér á landi. Það mun ekki breyta heild- arlaunagreiðslum til lækna, nema þá til aukningar, en það mun breyta launadreifíngunni milli lækna innbyrð- is, milli einstakra sérgreina og kannski milli sérfræðinga og heimilislækna." Útgjöld vegna sérfræðinga lækkað Sverrir gagnrýndi síðan málflutning þeirra sem segja íslenskt heilbrigði- skerfi eins og „opinn krana“, þar sem sérfræðingar komi frá námi, hefji rekstur og skrifí reikninga á kostnað Tryggingastofnunar ríkisins. Sann- leikurinn sé sá að útgjöld vegna sér- fræðilæknisþjónustu síðastliðin þijú ár hafi ekki aukist heldur minnkað. Komum til sérfræðinga hafi ekki íjölg- að þrátt fyrir aukningu í stéttinni, heldur fækkað. Gjald fyrir hveija heimsókn til sérfræðings hafí lðekkað. „Hver sjúklingur kemur innan við tvisvar á ári til sérfræð- ings að meðaltali vegna sama sjúkdóms. Frá- sagnir af frávikum eru ekki annað en dæmalaus málflutningur sem hefur ekkert með heildar- myndina að gera. Hið rétta er auðvitað að markaðurinn, sem mér þykir leitt að nefna svo „Tilvísanakerfið er ekki leið til sparn- aðar, að minnsta kosti ekki hér á íslandi“ í þessu samhengi, er mettaður og fyr- ir löngu komið á jafnvægi." Sverrir minnti á að sérfræðilækn- isþjónusta kostar 1,6% af heildarút- gjöldum til heilbrigðisþjónustunnar á ári. Líklegur sparnaður væri því stærri þáttum þjónustunnar. Sverrir sagði að tilvísanakerfíð væri úrelt kerfi, því að fólki væri trey- standi til að velja sér rétta leið um heilbrigðiskerfið og liðin tíð væri að læknar „ættu“ sjúklinga sína. Afkoma ríkissjóðs á árinu 1994 liggur fyrir Halli 2,2 milljörðum minni en í fjárlögiim Afkoma ríkissjóðs varð betri á síðasta ári en RIKISFJARMAL 1986-95 áætlanir fjárlaga gerðu ráð fyrir. Astæðan er sú að tekjur ríkissjóðs jukust talsvert umfram útgjöldin og munar þar rúmum 2,2 milljörð- um króna. 29% af VLF TEKJUR ríkissjóðs á síðasta ári urðu tæplega 5,5 millj- örðum króna hærri en áætlanir íjárlaga gerðu ráð fyrir og útgöldin urðu einnig hærri eða sem nemur rúmlega 3,2 milljörðum króna. Halli ríkissjóðs á árinu 1994 var því minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum eða 7,4 milljarðar króna samanborið við 9,6 milljarða króna í fjárlögum, en það er í fyrsta skipti frá árinu 1984 sem hallinn er minni en reiknað er með á fjárlögum. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs og tengdra aðila varð einnig minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og munar þar um fímm millj- örðum króna. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem Friðrik Soph- usson, fjármálaráðherra, efndi til í gær um afkomu ríkissjóðs í fyrra. Friðrik sagði að þessi niðurstaða væri mjög ánægjuleg, ekki síst þar sem hún væri mun betri en menn hefðu gert sér vonir um. „Auðvitað ber að þakka það fyrst og fremst auknum tekjum vegna þess að af- koma þjóðarbúsins batnaði á síðast- liðnu ári, en jafnframt er ástæðan sú að okkur hefur tekist að draga markvisst úr útgjöldum," sagði Friðrik. Hann benti einnig á að umsvif ríkisins og tengdra aðila á lánamarkaði hefðu dregist verulega saman og hefðu verið fimm milljörð- um króna minni á síðasta ári en áætlað hefði verið. Heildartekjur 109,6 milljarðar Innheimtar tekjur ríkissjóðs á árinu 1994 voru 109,6 milljarðar króna, en í fjárlögum var gert ráð fyrir að tekjurnar yrðu 104,1 millj- arður. Munurinn miðað við fjárlög eru tæpir 5,5 milljarðar króna og tekjurnar eru tæpum 6,4 milljörðum króna hærri en á árinu 1993. Megin- skýringin á þessari tekjuaukningu er betri afkoma þjóðarbúsins á síð- asta ári en áætlanir gerðu ráð fyr- ir. Þannig jókst kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilanna um tæpt 1% í stað þess að dragast saman um 3% eins og spáð hafði verið. Þetta leiddi til þess að einkaneysla jókst um 2% á síðasta ári í stað þess að dragast saman um 1,5% eins og gert var ráð fyrir í forsendum fjár- laga. Þetta leiddi til þess að skatttekjur jukust frá því sem ráð var fyrir gert bæði frá áætlun fjárlaga og frá árinu 1993. Tekju- og eignaskattar urðu rúmum 1.800 milljónum króna hærri en reiknað var með í fjárlög- um og 2,8 milljörðum hærri en á árinu 1993. Þá voru tekju- og eigna- skattar 20,3 milljarðar króna, en í fyrra voru þeir tæpir 23,2 milljarðar króna. Tekjur af óbeinum sköttum urðu einnig verulega hærri en áætl- anir gerður ráð fyrir. Samtals var áætlað að þeir skiluðu tæpum 75,4 milljörðum króna í fyrra en niður- staðan varð 78,5 milljarðar og mun- ar rúmlega 3,1 milljarði króna. 3,5% af VLF 3,0 Halli ríkissjóðs 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 10% af VLF Lánsfjárþörf ríkissjóðs 6 4 2 0 Sjóðir og stofnanir Ríkissj. og byggingarsj. Il I ill 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Mestu skiptir að tekjur af virðisauk- skatti dragast ekki saman um 1.600 milljónir í fyrra vegna lækkunar virðisaukaskatts af matvælum eins og fjárlög gerðu ráð fyrir. í staðinn aukast tekjurnar um rúmar 400 milljónir frá árinu 1993 og eru 40,9 milljarðar í fyrra í stað 40,5 millj- arða 1993. Aðrir skattar og gjöld gefa af sér um einn milljarð króna umfram áætlanir fjárlaga. Þá skil- uðu vaxtatekjur um 700 milljónum króna umfram áætlanir fjárlaga. Hlutfall skatttekna af vergri lands- framleiðslu er 23,6% en var 23,4% á árinu 1993. Gjöldin 117 milljarðar Heildarútgjöld ríkissjóðs í fyrra eru 117 milljarðar króna, en í fjárlögum var gert ráð fyrir að þau yrðu 113,8 milljarðar króna. Fram kemur að útgjöldin hafi lækkað um 5,5 millj- arða króna að raungildi frá árinu 1991. Gjöld sem hlutfall af Iands- framleiðslu voru 27,2% í fyrra en hlutfallið 1991 var 28,4%. Almenn rekstrargjöld á síðasta ári voru 45,4 milljarðar og er það tæplega tveim- ur milljörðum meira en ráð var fyr- ir gert í fjárlögum. Um 500 milljóna króna kostnaðarauki er vegna ýmissa kjarasamninga, úrskurða og fleira á árinu og hins vegar voru framlög til sjúkrahúsa aukin um 700 milljónir vegna uppsafnaðs rekstrarhalla fyrri ára og til þess að stuðla að sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík. Rekstrartilfærslur námu 45,1 milljarði sem er einum milljarði króna umfram fjárlög. Skýrist það einkum af viðbótargreiðslum til líf- eyris- og sjúkratrygginga upp á 1.300 milljónir, en fyrirhugaður sparnaður í sjúkratryggingum gekk ekki eftir auk þess sem ákvörðun um eingreiðslur lífeyristrygginga hækkaði útgjöldin um 3-400 milljónir. Á móti kemur að greiðslur tjl Atvinnuleysistryggingasjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa urðu minni en áætlað var. 7,5 milljarðar til Byggingarsjóðs ríkisins Ennfremur kom fram að hrein lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs nam 14,8 milljörðum króna á síðasta ári sem er um þremur milljörðum króna meira en ráð var fyrir gert. Það skýrist af því að ríkissjóður útveg- aði Byggingarsjóð ríkisins að veru- legu leyti lánsfjármagn á síðasta ári eða sem nemur samtals um 7,5 milljörðum króna. Að því undan- skildu var lánsfjárþörf ríkissjóðs þremur milljörðum króna minni en áætlað var. Hrein lánsfjárþörf ríkis- sjóðs og tengdra aðila var 18 millj- arðar króna og er það fímm milljörð- um króna minna en áætlað var. Lánsfjárþörfin var 4% af landsfram- leiðslu í fyrra og samkvæmt því sem kom fram á fundinum þarf að fara aftur til ársins 1986 til að finna jafn lágt hlutfall. Erlend lántaka nettó var 6,5 milljörðum meiri er ráð var fyrir gert og innlend lántaka 3,6 miilljörðum minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Ég tel að það skipti miklu máli á næstu árum að halda áfram á þessari braut að nýta auknar tekjur til að draga úr halla ríkissjóðs. Ég held að það hljóti að gerast því það er almennur og vaxandi skilningur á því að það er ekki hægt að reka ríkissjóð endalaust með halla. Þess vegna ber okkur skylda til að nýta efnahagsbatann til þess að eyða hallanum og síðan að greiða niður skuldir ríkisins. Ef við gerum það ekki leiðir það óhjákvæmilega til skattahækkana í framtíðinni,“ sagði Friðrik Sophusson ennfrem- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.