Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk I DON'T KNOW WHV, dOT I THOL/öHT I MISHT 6ET A LOVE LETTER TOPAV.. Ég veit ekki hvers vegna, en ég hélt að ég kynni að fá ástarbréf í dag. 50METIMES A LOVE LETTER WILL 6ET PROPPED IN THE 5N0U), AND VOU OON'T FIND IT UNTIL 5PRIN6.. Stundum detta ástarbréf niður í Það sama kemur fyrir íshokkí- snjóinn, og finnast ekki fyrr en plötu. með vorinu. !5 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Beinagrind Egils Skallagrímssonar Frá Þorsteini Guðjónssyni: Beinaleifar Egils, sem ætla má að liggi í Mofellskirkjugarði, eru áhugavert viðfangsefni, og hefur bandarískur sagn- og málfræðing- ur, Jesse Byock, lýst áhuga sínum á að þær verði grafnar upp. íslensk- ur læknir, Þórður Harðarson, hafði borið fram beinafræðileg og sjúk- dómsfræðileg rök, sem styðja sann- gildi Egilssögu, hvað þessi bein varðar. Telja má víst að Snorri Sturluson, sern dómbærustu menn hafa ætlað vera höfund Egilssögu, hafr haft góðar heimildir fyrir flutningi kirkju- garðsins að Mosfelli (um 1130-40?) og af rannsókn Skapta prests á hauskúpunni einkennilegu, sem upp kom þá úr eldri garði. Nú hefur Jesse Byock fengið birta í Scientific American sjö síðna grein um þetta, og um hugsanlegan eða líklegan sjúkdóm Egils, sem beina- leifar mundu skera úr um. Að hún er birt í því riti, þýðir, að mikill hluti hinna virtustu fræðimanna, um alla jörð, veit af málinu. Það gæti haft mikla þýðingu fyrir íslenska sagnfræði, ef beinin fynd- ust, eins og rökin sýna, að líklegt er, og mætti því ætla, að þeir sem hlynntir eru aukinni þekkingu, styðji þetta mál. Þetta greinarkorn hef ég reyndar dregið að senda frá mér í meira en hálfan mánuð. En nú hefur það gerst, að Einar Pálsson, fv. skóla- stjóri og rithöfundur, ritar heillar síðu grein í Morgunblaðinu á móti uppgreftri, og nefnir 2-3 aðra, sem hann segir líka vera á móti. Þessi tilraun, að grafa upp bein Egils, ætti þó ekki að vera neinum sönnum fræðimanni hættuleg. Hafí menn rétta kenningu um eitthvert efni, stenst hún nýja, vandaða rannsókn á skyldu efni. Ég vona að hvorki Einar né aðrir sem kunnu að hafa látið í ljós andstöðu við uppgröft, séu um kenningar, sem þeir telja sig þurfa að vernda fyrir rannsóknum. Ennfremur munu fáir búast við því að íslendingum, að vera svo óvís- indalegir að láta friðhelgi kirkju- garða — sem sjálfsagt er að virða — standa á móti merkri og fróðlegri rannsókn. Jarðrask, náttúrlegt og af mannavöldum, hefur umbylt kirkjugörðum hér á landi í senn þúsund ár, og sennilega engar sálir beðið tjón af því. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Upplýsingar um Intemettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varðandi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftirfar- andi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heima- síðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina: http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s net- föng starfsmanna, upplýsingar um hvemig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Ánnars vegar með því að tengj- ast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina: h ttp://www.strengur.is eða með því að tengjast heimas- íðu blaðsins og velja Morgun- blaðið þaðan. Þessi þjónusta er endur- gjaldslaus til 1. febrúar nk. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbí@centrum.is Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heimas- íðu blaðsins. Mismunandi tengingar viA Internet Þeir sem hafa Netscape/ Mosaic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netsc- ape/Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher-forritinu. Slóðin er ein- faldlega slegin inn eftir að for- ritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyr- ir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkasta- minni mótöld með Gopher-for- ritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.