Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Mikill samdrátt- urísölu nýrra bíla í janúar voru nýskráðir hér á landi 275 fólksbílar og er þar um umtalsverða fækkun að ræða frá janúar á síðasta ári. Þá voru 354 fólksbílar nýskráðir og nemur fækkunin milli ára 22%. Á síðasta ári varð töluverð- ur kippur í bílasölu síðustu mánuðina og vóg það upp samdrátt fyrri hluta ársins. Alls varð um 1,7% samdrátt að ræða í sölu nýrra fólksbíla milli áranna 1993 og 1994. í janúar sl. voru nýskráðir 50 Hyundai bílar og 49 af Toyota gerð. Nýskráðir Niss- an bílar voru 37, Volkswagen 36 og Opel 27. Hlutdeild ann- arra bílategunda var mun minni. Alls voru fyrrnefndar fimm bílategundir með 72% af heildarsölu í janúarmánuði. Skuldabréf borgarinnar á Verð- bréfaþing ÖLL skuldabréf í útboði Reykjavíkurborgar sem hófst í október sl. hafa nú selst og hafa bréfin verið skráð á Verðbréfaþingi Islands. Bréf- in sem voru að fjárhæð 950 milljónir króna eru til 10 ára og voru seld með ávöxtun- arkröfu sem er 3 punktum yfír ofan ávöxtunarkröfu húsbréfa. Tvö verðbréfafyrirtæki, Skandia og Handsal, munu sjá um að vera viðskiptavakar skuldabréfanna á Verðbréfa- þingi og tryggja þannig að öflugur eftirmarkaður verði fyrir bréfín. B&L komin með 20% markaðshlut- deild MARKAÐSHLUTDEILD Bifreiða & landbúnaðarvéla hf. (B&L) eykst um nálægt 5% við yfírtöku fyrirtækisins á umboðum fyrir Renault og BMW af Bílaumboðinu hf. Miðað við sölu síðasta árs er hlutdeild fyrirtækisins orðin um 20% af fólksbílamarkaðn- um. Er fyrirtækið meðal fjög- urra bílainnflytjenda sem hafa yfír 80% af heildarinn- flutningi. Renault og BMW eru með- al stærstu bílaframleiðenda í Evrópu. I frétt frá B&L segir að Renault bílar þyki vera þeir nútímalegustu sem völ sé á í Evrópu. Þá hafí BMW aukið umsvif sín með kaupum á Rover á síðasta ári. Söludeildir Renault og BMW munu flytjast í Ármúla 13 strax en varahlutaverslun og viðgerðir verða reknar með óbreyttum hætti að Krókhálsi fyrst um sinn. FORSVARSMENN Ferðavakans - f.v. Hallgrímur Thorsteinsson, Jón Þór Þórhallsson, Ragnar Hall- dórsson, Björn Rúriksson og Þorsteinn Garðarsson. Hlutabréf Viðskipti í janúar 15- faldast VIÐSKIPTI með hlutabréf námu tæpum 355 milljónum króna í janúar- mánuði, sem er um fimmtánfalt meira en í sama mánuði í fyrra, þeg- ar keypt var fyrir tæpar 22 milljónir. Það skekkir þessa mynd nokkuð að inni í janúartölunum nú er síðara útboðið á hlut ríkisins í Lyfjaverslun íslands, að upphæð 201 milljón króna. En aukningin er mikil jafnvel þó að bréf Lyfjaverslunar séu ekki tekin með, eða um 569%. Bjami Ármannsson, forstöðumaður hjá Kaupþingi hf., sagði ástæðumar væru meðal annars að mikið hefði verið verslað með bréf í Olíufélaginu og menn sæju fram á betri afkomu fyrirtækja árið 1995. Gengi hlutabréfa í Eimskip hækk- aði í 4,93 í gær úr 4,80 við síðustu skráningu. Bjami sagði að gengið væri líklega hærra nú en um nokk- urra ára skeið. Mikil fylgni væri yfir- leitt á milli gengi Eimskips og hluta- bréfavísitölu Verðbréfaþings og því mætti ef til vill búast við hækkun á markaðnum nú. FYRIRTÆKI TENGI Heildsala á ostum og smjöri Velta 1993:3.000 m.kr. Slátrun og kjötvinnsla Velta 1993:10.000 m.kr. Sláturf. Suðurlands Kjötumboðið hf. — Kaupf. Borgfirðinga - Höfn Þríhyrningur hf. 8%/ ' Kaupf. Eyfirðinga 5% Söluf. A-Húnv. 4% síld og fiskur Kaupf. Þingeyinga Önnur fyrirtæki Heildsala mjólkurafurða Velta 1993:9.300 m.kr. -Mjólkurs. í Reykjavík _ Mjólkurb. Flóamanna -Mjólkursaml. KEA Mjólkursaml. KB . 4% Mjólkursaml. KS \ 7% Mjólkursaml. KÞ Önnur fyrirtæki Matvöruverslun Velta 1993:30.000 m.kr. Hagkaup hf. Bónus sf. - Nóatún hf. — Kaupf. Eyfirðinga 4% Fjarðarkaup hf. 4% Kaupfélag Suðurnesja Önnur fyrirtæki Skýrrtek- urvið Ferða- vakanum SKÝRSLUVÉLAR ríkisins og Reykjavíkurborgar, Skýrr, hafa samið við hugbúnaðarfyrirtækið Fjarhönnun hf. um að Skýrr taki við rekstri Ferðavakans, upplýs- ingakerfinu sem Fjarhönnun hefur þróað á innanlandsmarkaði og hafið útflutning á. Fyrirtækin sömdu einnig um að standa sam- eiginlega að frekari þróun kerfis- ins fyrir alþjóðamarkað undir nýju nafni. Innanlands verður upplýsinga- kerfíð útfært undir heitinu „ASK- UR - Spurðu ASK ’, en erlendis heitir það einfaldlega ASK, sem stendur fyrir Automatic Service Kiosk. í frétt frá fyrirtækjunum segir að kerfið byggi á litríku myndrænu viðmóti á fimm tungu- málum og snertiskjá og að ASK- heitið vísi til veraldartrésins í nor- rænni goðafræði, sem sé endur- speglað í merki kerfisins. Upplýsingakerfi ASKS verður víkkað talsvert út frá því sem var í Ferðavakanum. Til viðbótar hefð- bundnum upplýsingum til ferða- manna um gistingu, ferðir, veit- ingastaði og þess háttar verður bætt við upplýsingum frá opinber- um aðilum, stofnunum ríkis og borgar og jafnframt býðst fyrir- tækjum að kynna vöru sína og auglýsa í ASKI. HM ’95 á ASK Forráðamenn HM í handbolta ákváðu fyrir skömmu að nýta kerf- ið á þennan hátt og vera upplýs- ingar um keppnina settar upp á sérstaka HM ’95 útgáfu á ASKI í maíbyijun í vor og 25 snertiskj- ástöndum komið upp fyrir móts- gesti. Aðilum sem birta upplýs- ingar í ASKI verður gefínn kostur á að gefa sama efni út á Internet- inu. Framkvæmdastjóri ASKS hjá Skýrr hefur verið ráðinn Hallgrím- ur Thorsteinsson. Hækkun Landsbankans á kjörvaxtaálagi afurðalána gengur til baka Lækkar vaxta- kostnað um 50 milljónir kr. Aðstæður hafa breyst og hefur fjöldi stærri aðila boðið út skuldabréf MEÐ vaxtalækkun Landsbankans á gengisbundnum afurðalánum til sjávarútvegsfyrirtækja sem tók gildi í gær er að hluta til að ganga til baka töluverð hækkun á kjör- vaxtaálagi þessara viðskiptavina bankans í júní á sl. ári. Þá hækk- aði álag á kjörvexti allra útlána um 0,4-1,25%. Bankinn raðar við- skiptavinum .sínum almennt í 9 kjörvaxtaflokka eftir lánstrausti viðkomandi aðila og var hækkunin í júní mest hjá meðalstórum fyrir- tækjum sem eru í 5.-7. flokki, eða á bilinu 1-1,25%. Breytingin í gær felur í sér að kjörvaxtaflokkum afurðalána til sjávarútvegsfyrir- tækja er fækkað í fjóra og kjör- vaxtaálag lækkað um 0,75-3%. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri, telur að hækkun kjör- vaxtaálags í júní hafí reynt tölu- vert á þolrifín í sumum viðskipta- vina bankans. „Það stóð ekki til að halda þeirri stefnu til frambúð- ar. Aðstæður hafa einnig verið að breytast á markaðnum og sem dæmi má nefna að fjöldi stærri aðila hafa boðið út skuldabréf og fengið þannig aðra viðmiðun.“ Landsbankinn missti afurðalán Síldarvinnslunnar Meðal sjávarútvegsfyrirtækja hefur vaxtalækkun Landsbankans verið sett í samhengi við útboð Síldarvinnslunnar á sínum afurðal- ánaviðskiptum fyrir skemmstu. Niðurstað þess varð sú að fyrir- tækið ákvað að flytja þessi við- skigti sín frá Landsbankanum yfir til Islandsbanka. Síldarvinnslunni bárust tilboð í þessi lánaviðskipti frá 5 aðilum, meðal annars eitt erlent fyrir milligöngu innlends aðila. Fyrirtækið hafði frá upphafi tekið afurðalán hjá Landsbanka íslands, en árleg afurðalán fyrir- tækisins nema 200 til 250 milíjón- um króna. Önnur bankaviðskipti fyrirtækisins verða áfram við Landsbankann. Brynjólfur segir hins vegar að bankinn sé ekkert sérstaklega að bregðast við þessu útboði heldur sé lækkunin ákveðin með tilliti til aðstæðna á markaðnum í heild og viðskiptavina bankans. Fleiri fyrirtæki sem hafa verið í viðskiptum við Landsbankann hafa verið að velta fyrir sér endur- skoðun á sínum afurðalánavið- skiptum. Þar á meðal er Útgerðar- félag Akureyringa sem raunar hefur haft öll sín lánamál til endur- skoðunar undanfarið. Þar á bæ telja menn hins vegar að staðan hafi breyst verulega til batnaðar eftir vaxtalækkun Landsbankans. Hér er um verulegt hagsmuna- mál að tefla fyrir UA því verð- mæti birgða getur verið allt að 800 milljónir króna. Að meðaltali eru útistandandi afurðalán að fjár- hæð 200 milljónir þannig að um er að ræða a.m.k. 3 milljóna lækk- un á vaxtakostnaði á ári en líklega er lækkunin töluvert hærri. 3,5 milljarðar útistandandi Auk_ vaxtakostnaðarins hefur þeim ÚA-mönnum orðið starsýnt á annan kostnað sem fylgir af- urðalánasamningum því þá þarf að endumýja með vissu millibili. Hefur verið til skoðunar að taka fremur langtímalán til átta ára í stað afurðalána. Líklegt er þó að samanburðurinn sé afurðalánum í hag eftir vaxtalækkun Lands- bankans nú um mánaðamótin. Meðalstaða afurðalána hjá Landsbankanum er áætluð nálægt 3,5 milljörðum þannig að 1,5 pró- sentustiga vaxtalækkun þýðir að vaxtakostnaður viðskiptavina bankans lækkar um nálægt 50 milljónum. Þetta þarf þó ekki að þýða samsvarandi tekjulækkun fyrir bankann þar sem lækkunin gæti skilað aukinni veltu í þessum viðskiptum og þar með auknum tekjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.