Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________VIÐSKIPTI __________________________________ Helstu tískuframleiðendur heims keppast þessa dagana við að kynna línuna fyrir næsta vetur. Margir eru sjóaðir í bransanum, en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref Morgunblaðið/Hanna Katrín „Debuterað í París U Það skiptir öllu máli að vel takist til þegar nýtt merki er kynnt í tísku- heiminum. Hanna Katrín ______Fríðriksen var í háborg tískunnar, París, þegar Hugo Boss sýndi fatnað frá dótturfyrirtækinu Hugo í fyrsta skipti. Stund á milli stríða hjá Christoph Rosenauer. Baksviðs voru fyrirsætumar myndaðar í bak og fyrir - bæði fyrir og eftir sjálfa sýninguna. Stór hópur fólks beið þess fyrir utan dymar að allt yrði gert klárt fyrir sýninguna. HUGO var stofnað formlega sem sérstakt fyrirtæki innan Hugo Boss í mars 1993. Haust og vetrar- línan fyrir 1995/1996 er fjórða fata- línan sem fyrirtækið setur á markað, en Hugo hefur ekki verið með sér- staka tískusýningu í París fyrr en nú í lok janúar. Með sýningunni er stig- ið mikilvægt skref í þeirri viðleitni að skapa Hugo sjálfstæða ímynd sem tískufataframleiðanda. Sýning Hugo Hugo Boss var hald- in á L’Espace Blancs Manteaux, 48 Rue Vieux du Temple. Þangað var boðið fjölmiðlafólki viðsvegar að úr heiminum, um 400 talsins, og um 200 stórum viðskiptavinum Hugo Boss. Sævar Karl Ólason, sem selur fatnað frá Hugo Boss á íslandi, var á sýningunni, en hann var til skamms tíma stærsti einstaki viðskiptavinur fyrirtækisins á Norðurlöndum. Sonur Sævars, Atli, var þar líka, en hann starfar hjá Hugo í Þýskalandi. Komum á óvart Á meðan leigubíllinn ók með okk- ur þrjú að gamla vöruhúsinu þar sem sýningin fór fram sagði Atli að Hugo hefði komið nokkuð á óvart. „Þegar fréttin barst út um stofnun Hugo héldu menn að þama væri Hugo- Boss að setja á markað ódýra línu og þar með að skipta framleiðslunni í þrennt eftir verði, þ.e. Baldisserini, Boss og Hugo. Það vakti því tals- verða undrun þegar það kom í ljós að við ætluðum ekki þessa leið,“ sagði Atli. Það var ótrúlegt andrúmsloftið sem ríkti á L’Espace Blancs Mante- aux klukkutímana áður en sýningin átti að hefjast. Allt var á tjá og tundri og erfitt að gera sér í hugarlund að eftir stuttan tíma væri ætlunin að sýna þama tískufatnað fyrir fullu húsi viðskiptavina og fjölmiðlafólks. Húsnæðið er eftirsótt undir tísku- sýningar á þessum árstíma og losn- aði ekki fyrir Hugo fyrr en kl. 5 um morguninn fyrir sýninguna. Þá mætti hópur fólks á staðinn, en sýn- ingin sjálf hófst kl. 11.15, þremur kortemm eftir auglýstan tíma. „Eltu mig“ Maðurinn sem bar ábyrgð á skipu- lagi sýningarinnar er Christoph Rosenauer. „Hann er á hlaupum hér um salinn, a.m.k. með eina logandi sígarettu í hendinni og lítur út eins og vitfirringur," var leiðbeiningin sem ég fékk þegar ég spurði eftir Christoph, en Sævar Karl hafði látið manninn vita af því að von væri á blaðamanni frá íslandi. Lýsingin dugði mér fyllilega. „Ég er með hugmynd," sagði Chri- stoph eftir að ég hafði kynnt mig fyrir honum. „Þú eltir mig bara og spyrð ef það er eitthvað sem þú vilt vita.“ Ég tók manninn á orðinu og hljóp á eftir honum út um allt hús. En eftir að hafa misst af honum í ófá skipti þegar ég stoppaði andartak til að punkta eitthvað niður hjá mér gafst ég upp. Fyrr um morguninn hafði ég orðið mér úti um sérstakan gassa sem veitti aðgang baksviðs. Ég ákvað að nota hann og gefa Christoph frí á meðan. Burtséð frá því að þeir sem dvöldu baksviðs væru líkt og aðrir í bygging- unni að reyna að reykja sem mest á sem skemmstum tíma var þar ekki sama stressið og frammi í salnum. Hálftími var í að sýningin átti að hefjast og á meðan allt var á fullu frammi við að raða stólum og merkja þá, koma fyrir veitingum, taka plast- ið af gólfinu, koma fyrir upptökuvél- um, stilla ljós og prufukeyra tónlist- ina o.s.frv., o.s.frv., sátu menn hinir rólegustu baksviðs og spjölluðu sam- an. Það eina sem rauf kyrrðina var sífellt ónæði af fjölmiðlafólki. 25 valdir af 500 25 fyrirsætur, karlkyns að sjálf- sögðu, höfðu verið valdir úr hópi 500 fyrir sýninguna. Það eitt var tveggja daga vinna. Fyrirsætumar voru flest- ar komnar baksviðs þegar þama var komið sögu, búnar að láta farða sig og greiða. Nokkrir voru þó ókomnir vegna anna á öðrum sýningum. Þegar nær dró sýningunni stakk stressið sér niður baksviðs sem ann- ars staðar. Módelin fóru að koma sér í fyrstu búningana og fengu til þess hjálp ungra stúlkna sem höfðu til hliðsjónar númeraðar myndir af köppunum í réttum fatnaði. Einn eða tveir þeir síðustu stungu sér lafmóð- ir inn um dyrnar - voru að koma af annarri sýningu. Þeim var ýtt í flýti upp á efri hæð í förðun. „Hæ, má ég senda kveðju til sér- stakrar manneskju,“ sagði ein fyrir- sætan við einn af sjónvarpstöku- mönnunum sem röltu um og mynd- uðu fyrirsætumar. Stuttu síðar var öllu fjölmiðlafólki sópað fram í sal þar sem það fór til sæta sinna. Sýn- ingin var að byrja. Að byggja upp spennu Á leið í sætið mitt kíkti ég fram í anddyri og sá að mannþröng var komin fyrir utan dymar. Frammi rakst ég á Christoph á hlaupum. „Jú, við erum orðin sein fyrir, en það getur verið sniðugt að byggja þannig upp spennu hjá fólki. Það er þó tak- markað hvað við getum leyft okkur að vera sein fyrir enda er önnur sýn- ing hér á eftir,“ sagði hann. Við mæltum okkur mót daginn eftir fyr- ir stutt spjall. Sævar Karl veifaði til mín innan úr salnum þar sem fólk var farið að koma sér fyrir í sætunum. Það var ekki seinna vænna en að fara að koma sér fyrir. Búið var að opna fram og salurinn bókstaflega orðinn troðfullur af fólki. Það stóð á endum, ég var rétt búin að fínna sætið mitt þegar ljósin voru slökkt, seiðandi tónlist fór af stað og fyrirsætumar birtust hver af annarri í bjarma myndavélanna. Sýningin tók hálftíma og af við- brögðum gestanna mátti ráða að vel hefði tekist til. „Þá er þetta búið í bili. Eftir viku verður sýning í Köln á svipuðum nótum og eftir hana fara hönnuðimir okkar að spá í sumarið 1996. Við í markaðs- og söludeildun- um tökum við þessu, þ.e. fatalínunni fyrir veturinn 1995/96,“ sagði Atli Sævarsson og var greinilega ánægð- ur með sýninguna eins og annað Hugo-fólk á staðnum. Til marks um ánægju manna með sýninguna sagðist Atli hafa verið búinn að eltast nokkuð lengi við stór- an viðskiptavin sem hefði verið erfitt að ná í. Eftir sýninguna hefði hann hins vegar komið til sín og sagt: „Við þurfum að fara að hittast!" Aiiægðir með sýninguna Strax eftir tískusýninguna lá leið þeirra Hugo-manna í nokkurs konar sýningarherbergi sem Hugo er með á Ieigu í miðborg Parísar. Þangað koma viðskiptamenn þeirra til þess að skoða nýju sýnishomin og panta. „Það getur tekið allt að fjóra tíma að afgreiða hvem viðskiptavin og menn þurfa líka að læra inn á að þarfímar eru mjög mismunandi frá einum viðskiptavini til annars," sagði Atli. Daginn eftir hitti ég Christoph aftur eins og við höfðum ráðgert. Fundurinn átti sér stað í risastórri sýningarhöll þar sem allir helstu fataframleiðendur heims voru með bása undir fatnað sinn - vetrarlínuna 1995/96. „Tvímælalaust," svaraði Christoph þegar ég spurði hvort hann væri ánægður með gærdaginn. Sýn- ing Hugo í París var opinber frum- raun eða „debut“ fyrirtæksins á þessu sviði. „Við fáum alls staðar jákvæða gagnrýni,“ sagði Christoph, „og nokkarar sjónvarpsstöðvar hafa falast eftir myndbandinu sem við tókum á sýningunni." Ná til þeirra sem Boss nær ekki Fyrir um fjórum árum urðu eig- endaskipti hjá Hugo Boss þar sem Marzotto varð aðalhluthafi fyrirtæk- isins. Hugmyndin að sköpun Hugo kom hins vegar frá Dr. Peter Litt- mann sem er nýr forstjóri Hugo Boss. „Hjá Hugo Boss er ákveðinn hattur yfir allri starfseminni þar sem eru stjómendur, fjármálafólk og markaðsfólk,” sagði Christoph. þeg- ar við höfðum komið okkur fyrir úti í horni með kaffíbolla. „Síðan bygg- ist starfsemin upp á fólki sem vinnur eingöngu fyrir eitthvað af þeim þremur fatamerkjum sem Hugo Boss er með; Baldisserini, Boss eða Hugo. Hugo er þannig eins og fyrirtæki inni í öðm fyrirtæki." „Hugmyndin með Hugo er að reyna að ná til viðskiptavina sem Boss nær ekki til. Boss er íhaldssam- ari, en við emm þó ekki endilega að höfða til yngri manna. Kannski yngri í anda. Við sjáum viðskiptavini okkar fyrir okkur í öðm umhverfi en Boss, þ.e. ekki sem lögfræðinga eða banka- menn. Við teljum okkur höfða meira til manna í skapandi störfum sem njóta meira fijálsræðis." Christoph sagði að þegar sú hug- mynd hefði komið upp hjá Hugo Boss að skapa nýtt merki hefði verið ákveðið að fara ekki þá leið sem svo mörg fyrirtæki fara við sömu að- stæður, þ.e. að setja á mark'að merki sem er ódýrara en það sem fyrirtæk- ið er með fyrir. „Álmennt má segja að það séu að eiga sér stað ákveðnar breytingar í tískuheiminum. Áður var bara um tvennt að ræða, annars vegar að vera formlega klæddur eða þá að vera í gallabuxum. Nú er kom- ið þama millistig þar sem við ætlum að hasla okkur völl. Við bjóðum mönnum upp á óformlegan en vand- aðan fatnað og Hugo er því í svipuð- um verðflokki og Boss.“ Stefnt að 1,8 milljarða veltu Níu manns vinna eingöngu hjá Hugo innan Hugo Boss í Þýska- landi. „Þetta er lítill hópur sem notar hraða, kraft og ákveðni til þess að vinna að framgangi fyrirtækisins," sagði Christoph. Aðspurður um framtíðaráformin sagði hann að auð- vitað vonuðust menn til að Hugo ætti eftir að slá í gegn. „Markmiðið er að ná 40 milljón þýskra marka veltu á þessu ári,“ sagði Christoph, en þar er um að ræða 1,8 milljarða íslenskra króna. „Við erum þama að setja markið töluvert hátt, en vonandi náum við því.“ Miklar væntingar í Asíu Er ekki óhætt að segja að þið hagnist á tengslunum við Hugo Boss? „í upphafí var fólk almennt á þeirri skoðun að Hugo Boss, sem er þekkt fyrir íhaldssemi, gæti ekki farið þessa leið. Annað kom á daginn og við höfum fengið jákvæðar undir- tektir alveg frá byijun. Við erum að bijótast undan stóra bróður, m.a. hvað þetta varðar, en auðvitað hafa tengslin að mörgu leyti hjálpað okk- ur. Þar má t.d. nefna þá athygli sem „debutið" okkar hér í París hefur fengið. Það getum við þakkað tengsl- unum við Boss,“ sagði Christoph. Christoph sagði að hjá Hugo renndu menn hýru auga til markaða í Norður-Ameríku og Asíu. Sérstakar væntingar væm bundar við Asíulönd. Þar væm til nægir peningar til og menn horfðu á merkin. „Þar gera tengslin við Hugo Boss allt markaðs- starf miklu auðveldara," sagði hann, en Hugo hefur þegar opnað eina versl- un í Singapore og mun á árinu opna tvær í Hong Kong og eina í Tævan. Hvað með aðrar áherslur í mark- aðssetningunni? „Burtséð frá tískusýningum eins og hér í París leggjum við mikla áherslu á ýmsar uppákomur eins og þegar Sævar Karl opnaði Oliver í Reykjavík. Þannig viljum við kynna okkur fyrir viðskiptavinunum. Þá emm við með kvikmyndastjömur og aðra þekkta einstaklinga sem em eingöngu í fötum frá okkur, t.d. við vinnu í ákveðinni kvikmynd. Þetta spyrst út og hefur margföldunar- áhrif.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.