Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 B 5 VIÐSKIPTI Verkfræði Samstarf Rafteikningar við erlenda aðila í burðarliðnum LANDSVIRKJUN hefur falið verkfræðistofunni Rafteikningu hf. að gera áætlun um endurnýjun á rafbúnaði og stjórnbúnaði Sogs- virkjana, en áætlað er að fram- kvæmdir muni standa yfir næstu árin. Af verkefnum Rafteikningar á erlendum vettvangi má nefna hönnun á rafbúnaði í iyfjaverk- smiðju í Litháen og samstarf við þýsk og dönsk ráðgjafarfyrirtæki varðandi jarðhita- og vatnsafls- virkjanir. „Við erum að byrja að skoða þetta mál,“ sagði sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, framkvæínda- stjóri Rafteikningar, í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður um gang mála í Sogs- virkjunum. „Þessar virkjanir eru orðnar gamlar og ef menn vilja nota þær áfram þarf ákveðna endurnýjun." Rafbúnaðinn fyrir lyfjaverk- smiðjuna í Litháen hannaði Raf- teikning fyrir íslenska aðalverk- taka sem byggja verksmiðjuna. Samstarfið við þýsku og dönsku ráðgjafarfyrirtækin varðandi jarð- hita- og vatnsaflsvirkjanir er hins vegar enn í burðarliðnum að sögn Gunnars Inga og ekki hægt að segja um málið að svo stöddu. Gæðamál Rafteikning hf. hefur undanfar- ið lagt mikla áherslu á uppbygg- ingu gæðakerfis. Starfsemin er rekin skv. gæðakerfi sem byggist á alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001. Nú er verið að vinnas að útgáfu nýrrar og endurbættrar gæðahandbókar, en fyrsta hand- bókin var gefin út í apríl á síðasta ári. Að sögn Gunnars Inga hefur árangurinn í stórum dráttum verið sá að starfsmenn eru meðvitaðri en áður um gæði þess sem fyrir- tækið lætur frá sér og tryggir ákveðin skilgreind gæði. „í hugum margra eiga gæða- kerfi helst við í hefðbundnum framleiðslugreinum,“ sagði Gunn- ar Ingi. „Gæðakerfi eiga hins veg- ar ekki síður við í starfsemi á borð við þá sem er rekin hér í Rafteikningu. Til dæmis má nefna að flest stóru raforkufyrirtækin hafa hafið átak í gæðamálum og það má búast við því að au muni í framtíðinni gera kröfur um að ráðgjafar þeirra og hönnuðir starfi skv. gæðæakerfi.“ Gunnar Ingi sagði ennfremur að ekki hefði enn verið ákveðið hvort leitað yrði eftir því að fá gæðakerfið vottað, en þeim mögu- leika væri haldið opnum. Helstu verkefni Meðal helstu verkefna sem Raf- teikning hefur unnið að undanfar- in ár má nefna Blönduvirkjun og Nesjavallavirkjun. „Á undanförn- um árum hafa allar virkjanir RA- RIK verið skoðaðar og ástand þeirra metið með tilliti til þarfa á endurnýjun,“ sagði Gunnar Ingi. „Þá má nefna stórhýsi sem eru búin nýjustu tækni eins og Borgar- leikhús, Perluna 'og hús Hæsta- réttar." Rafteikning vann einnig á sín- um tíma við hönnun Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga, Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi og Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki. Þá hafa verið gerð- ar hagkvæmnisathuganir fyrir mörg smá og stór verkefni. Af verkum sem nú eru í vinnslu má nefna endurnýjun á rafbúnaði og stjórnbúnaði Skeiðsfossvirkjunar, sem er í eigu RARIK. Einnig stendur yfír vinna fyrir Varnarlið- ið, þar sem Rafteikning annast alla ráðgjöf og hönnun á sviði raf- magns næstu tvö árin, en undan eru skildar sérstakar stórfram- kvæmdir sem verða boðnar sér- staklega út. 30 ára Rafteikning hf. var stofnað 2. febrúar 1965 og er því 30 ára gamalt. Stofnendur fyrirtækisins voru Guðmundur Jónsson, sem nú er látinn, og Egill Skúli Ingibergs- son, sem enn starfar við fyrirtæk- ið. Stjórnarformaður er Friðrik Alexandersson. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. D LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Gríptu Visa og Eurocard raögreiöslur Fjöldi fylgihluta fáanlegur. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta. 14. sm,- 69.980f“ stgr. PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 63 66 80 Söludeild Kringlunni, sími 63 66 90 Söludeild Kirkjustræti, sími 63 66 70 og á póst- og símstöðvum um land allt. MOTOROLA 7200 Viðurkennd Motorola gæði. Lítill og léttur GSM farsími. Sendistyrkurinn er 2 Wött. Flipi er á símanum sem lokar takkaborðinu. 100 númera skammvalsminni. Símanum fylqir fullkomið hleðslutæki og tvær rafhíöður. ERICSSON ERICSSON POCKET GH 337 Léttur og handhægur GSM farsími sem vegur aðeins um 197 gr og er með 2 Watta sendistyrk. Minni fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir fyrir rafhlöður fylgir. st9r’ Beocom BEOCOM 9500 Beocom frá Bang & Olufsen. Úrvals hönnun og gæði. Beocom vegur aðeins um 197 gr og hentar því einstaklega vel í vasa og veski. Sendistyrkurinn er 2 wött. Síminn er einfalaur í notkun með minni fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir fyrir rafhlöður fylgi ■j|f stgr. M Ef þú kaupir Motorola síma hjá Pósti og síma nýtur þú hraðskiptaþjónustu Motorola um allan heim vegna mögu- legra bilana á ábyrgðartlma. MOTOHOLA MOTOROLA 8200 Nýjasti og léttasti GSM síminn frá Motorola vegur aðeins 149 gr með minnstu gerð rafhlöðu. Sendistyrkurinn er 2 Wött. Flipi er á sírhanum sem lokar takkaborðinu. Hægt er að stilla á titrara í stað hrinqingar. Símanum fylgir fullkomið hleðslutæki og tvær rafhlöður. stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.