Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ejí GRÓÐANN ÍAUSTKI Útflutningur íslendinga til Asíulanda hefur tvöfaldast á tveim- ur árum og var á síðasta ári meiri en til Bandaríkjanna. Hugi a * Olafsson kynnti sér markaðssókn Islendinga í þennan heims- hluta og tækifærin sem kunna að bíða í nýríkum ríkjum og efnahagsundrum morgundagsins. SÚ VAR tíðin að margir íslendingar og aðrir á Vesturlöndum litu í austurátt og töldu sig sjá þar morgunroða fram- tíðarlandsins. Sú von brást, en kannski hafa menn bara ekki litið nógu langt til austurs. I Austur-Asíu er að fínna efnahagsundur okkar tíma. Suður-Kórea var fátækari en mörg Afríkuríki fyrir hálfum mannsaldri, en er nú iðnaðarveldi með betri lífskjör en sum Evrópubandalagslönd. Tævan lúrir á mesta gjaldeyrisforða heims. Japanska undrið er til sýnis í stofum, bílskúrum og/eða ljósmynd- atöskum velflestra íslendinga. Og i Kína hefur kommúnistaflokkurinn komið á eins konar „villta-vesturs-kapítal- isma“ á afmörkuðum svæðum, sem sumir telja að geti leitt til mesta hagvaxtarundurs sögunnar og byggt upp risaveldi 21. aldarinn- ar - sem hefði tvöfalt fleiri þegna en nemur samanlagðri íbúatölu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Metútflutningur til Asíu íslendingar hafa eins og aðrir sótt á þenn- an vaxandi markað og eru reyndar ein af örfáum vestrænum þjóðum sem hafa hag- stæðan vöruskiptajöfnuð við Austur-Asíu. Árið 1994 fluttu íslendingar út vörur fyrir 17,7 milljarða króna til Austur-Asíuríkja og munar þar mest um mikla sölu á loðnu til Japans í fyrra. Útflutningur íslendinga til Asíu hefur aukist hröðum skrefum. Árið 1980 nam hann einungis 1,5% af heildarútflutningi, en það hlutfall var komið upp í 5,1% árið 1985. Árið 1990 var hlutfallið orðið rétt rúmlega 7% og 1993 tæp 12%. í fyrra var hlutfall Asíuríkja í útflutningsverslun íslendinga orð- ið um 15,6% samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Islands og hefur aldrei verið hærra. Verðmæti útflutnings til Austur-Asíu 1994 var í fyrsta sinn meira en til Bandaríkj- anna og reyndar munaði ekki miklu að Jap- an sigldi fram úr Bandaríkjunum sem annað helsta útflutningsland íslendinga. Og ef áfram er haldið að leika sér með tölur má nefna að við fluttum mun meira út til Jap- ans en Norðurlandanna og meira til Tævans en Rússlands að viðbættum öllum ríkjum Austur-Evrópu. Útflutningsráð kannar nýja markaði Japan er langstærsti útflutningsmarkaður Islendinga í Asíu, sem er ekki skrítið: það er ríkasta Iandið þar um slóðir og stærsti innflytjandi sjávarafurða í heimi. Þar hefur þó hægt mjög á hagvexti síðustu ár og vaxt- arbroddurinn er annars staðar. Þar skal fyrst nefna „tígrana" fjóra - Suður-Kóreu, Hong Kong, Singapúr og Tævan - en önnur fátæk- ari ríki hafa einnig á síðustu árum búið við öran hagvöxt, sem gæti fleytt þeim inn í úrvalsdeild Asíu. í þessum hópi eru meðal annars strandhéruð Kína, Tæland, Malasía og Indónesía og jafnvel Víetnam. Útflutningsráð íslands gaf á síðasta ári út skýrslu með markaðsathugun um Tævan og nú í febrúar er von á sams konar skýrslu um Suður-Kóreu. Síðar á árinu er von á rit- um um Víetnam og Kína. Þorgeir Pálsson er höfundur skýrslunnar um Suður-Kóreu og Vilhjálmur Guðmunds- son er höfundur skýrslanna um Tævan og Kína. í samtali við blaðamann sögðu þeir að tilgangur þessarar útgáfu væri að gera grein fyrir þjóðfélaginu, menningunni og við- skiptavenjum og afla upplýsinga um fyrir- tæki og stofnanir, ekki síst í sjávarútvegs- geiranum. Þeir segj'a að tækifæri íslendinga í Austur- Asíu byggist meðal annars á því að ríki eins og Tævan og Kórea hafa dregið úr veiðum sínum á undafömum árum, bæði á heimamið- um og úthafinu, á sama tíma og eftirspurri eftir sjávarfangi eykst. Þá munu innflutning- stollar á físk, sem eru um 10-20% í þessum ríkjum, falla niður, meðal annars að kröfu íslendinga, í GATT-samningunum. Kaupmáttur fer vaxandi á svæðinu og þar er komin veruleg millistétt. „Þarna er heil kynslóð sem hefur ekki kynnst öðru en mik- illi vinnu og bullandi hagvexti. Nú vill fólk fá að njóta ávaxta erfiðis síns,“ segir Þorgeir. Ljótir fiskar - góðir fiskar En hvaða vörur henta helst á þessa mark- aði? Stundum borga Asíulönd einfaldlega meira fyrir vöru en aðrir markaðir, eins og raunin hefur verið á með grálúðu, en Þor- geir og Vilhjálmur segja að mestur áhugi sé á því að selja vörur sem séu illa nýttar hér eða seljist lítt á öðrum mörkuðum. Besta dæmið um það er líklega sala á frystri loðnu og loðnuhrognum til Japans, sem er auðvitað mun verðmætari vara en loðnumjöl. En það er einnig hugsanlegt að selja þurrkaða loðnu til Asíu, sem er vinsælt „snakk“ þar, svo og annar hertur fiskur (sem er samt mýkri en okkar harðfiskur og oft sætur). Margir sjaldgæfir og vannýttir stofn- ar kynnu einnig að eiga greiðan aðgang að bragðlaukum Asíubúa, sem öfugt við Islend- inga telja ljóta físka vera góða fiska. Þá má nefna að Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins er nú að kanna möguleika á að selja grásleppu, sem nú er hent í stórum stíl eftir að hirt eru úr henni hrognin, til Kína sem eins konar matarlím. En tækifærin liggja ekki bara í vöruút- flutningi. Erlendir fjárfestar hafa flykkst til Kína og annarra ríkja. Þorgeir og Vilhjálmur segja að fiskvinnsla og útgerð í Asíu séu víðast lítið tæknivædd og skip illa búin, sem opnar möguleika á tækjasölu og ráðgjafar- þjónustu. Þeir benda á að yfirleitt hafí það gerst að fjárfesting fylgdi í kjölfar vöruút- flutnings, en nú væri því oft öfugt farið: menn fjárfestu fyrst í ákveðnu landi og hæfu síðan útflutning þangað. í Suður-Kóreu er mikill áhugi á samstarfí við aðrar þjóðir í sjávarútvegi og ríkisstjórn- in þar gengst fyrir áætlun 1995-2000 um að styrkja fiskvinnslu og útgerð og reyna að draga úr mengun sjávar. í Tævan hafa menn hins vegar minni áhuga á að tæknivæð- ast til að bregðast við hækkandi launakostn- aði en að flytja útgerð til ódýrari landa í Asíu. Lítill flutningskostnaður Flutningskostnaðurinn er, þótt undarlegt megi virðast, ekki helsti þröskuldurinn í vegi fyrir auknum viðskiptum íslands við Austur- Asíu. „Það er ódýrara að flytja fisk til Jap- ans en til Spánar eða Ítalíu,“ segir Ævar Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Seifi hf. Fyrirtækið hóf sölu til Japans árið 1984 og nokkrum árum síðar til Tævans og Suður- Kóreu. Nú eru um 40-45% af sölu fyrirtækis- ins til Austurlanda, en það selur karfa, grá- lúðu og rækju til Japans, Tævan og Kóreu. Ævar segir að Japanir og Asíubúar séu kröfuharðir og fari varlega í viðskiptum og það þurfi að skapa persónuleg tengsl og sannfæra þá um að boðið sé upp á góða og jafna vöru. Þegar traust hafi skapast séu hins vegar engir kaupendur eins áreiðanleg- ir; þeir borgi vel og fljótar en Evrópubúar. Siðvenjur og sönglist Það sem stendur mönnum kannski meira fyrir þrifum en landfræðilegar fjarlægðir er skortur á þekkingu á venjum og menningu þjóða sem við þekkjum síður en nágranna okkar í Evrópu og Norður-Ameríku. Þorgeir Pálsson segir að þekking á siðum og menningu geti opnað mörg hlið og forð- að vandræðum. Þegar hann var á ferð í Suður-Kóreu varð hann var við að sumir neituðu í fyrstu að veita honum áheyrn þar sem hann var einn á ferð, en menn þar eru vanir fjölmennum sendinefndum. Yfir mat er til siðs að láta glös ganga hringinn. Þeir sem eru kvefhræddir eða illa við að dreypa á sama glasi og aðrir geta bjargað sér út úr málunum með því að afsaka sig kurteis- lega og bjóðast til að taka lagið - sá sem syngur er talinn glaður maður og vænlegur til viðskipta. Ágætt getur verið að gefa gjafir á fundum - slíkt sé talið vináttuvottur en ekki mútur - og almennt séð sakar auðvitað aldrei að sýna viðsemjendum að maður hafi eitthvað á sig lagt til að kynnast siðum þeirra og menningu. Kína: vonin mikla Islendingar fluttu á síðasta ári meira út til Tævans - öðru nafni lýðveldisins Kína - en Svíþjóðar. Handan Formósu-sundsins er alþýðulýðveldið Kína, þar sem býr sextíufalt fleira fólk en í Taívan, sem talar sömu tungu og býr við svipaða menningu. Hvaða tæki- færa gætu beðið íslendinga þar ef kaupmátt- ur fólks á meginlandinu yrði sá sami og Tævan-búa? Það hefur mikið verið rætt og ritað um breytingarnar í þessu fjölmennasta ríki heims eftir að Kommúnistaflokkurinn hóf tilraunir með markaðsbúskap árið 1978. Sumir sjá fyrir sér að Kína sigli fram úr Bandaríkjunum á næstu öld sem voldugasta ríki heims, aðrir telja hættu á að upplausn skapist í landinu eftir fráfall Deng Xiao- Pings og landið liðist jafnvel í sundur í bar- áttu þjóðabrota og stríðsherra. Breytingarnar eru að sönnu ótrúlegar: hið „sérstaka efnahagssvæði“ Shenzen var sveit fyrir 15 árum, nú er það 3 milljón manna borg. Öfugt við hin „kapítalísku“ efnahag- sundur Asíu þar sem hagvöxtur hefur leitt til aukins jafnaðar í tekjuskiptingu (sem hefur hvergi annars staðar gerst í heimin- um), hefur bilið milli ríkra og fátækra snar- breikkað í Kína og um 800 ólögleg verka- lýðsfélög hafa skotið upp kollinum í borg- inni Guangdong til að beijast gegn vondum aðstæðum í nýjum verksmiðjum þar sem framleiðslugeta skiptir meira máli en öryggi. Hver sem þróunin verður er ljóst að Is- lendingar hafa allt að vinna og engu að tapa á Kínamarkaði. Árið 1994 fluttu Islend- ingar út fyrir 28 milljónir króna til Kína, álíka mikið og til Tælands eða Chile (það er hins vegar rétt að geta þess að hluti af útflutningi íslands sem samkvæmt skýrslum fer til Japans og annarra Asíuríkja kann að vera fluttur áfram til Kína, samkvæmt upp- lýsingum frá Útflutningsráði). íslenskir ráð- gjafar hafa unnið að uppsetningu hitaveitu í borginni Tanggu, en annars hefur verið lítið um íslenska fjárfestingu í kínverska uppganginum. Einn milljarður efnafólks Það er líka liklegt að viðskipti íslands við Asíuríki í heild aukist í framtíðinni frek- ar en hitt. Að vísu er allt eins víst að út- flutningur minnki á þessu ári miðað við 1994, nema loðnuveiðin verði góð og mark- aðurinn fyrir frystu loðnuna haldist jafn góður í Japan og í fyrra. En það breytir því ekki að þungamiðja heimsviðskiptanna er að færast í austurátt. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn áætlar að helm- ingur alls hagvaxtar í heiminum á þessum áratug verði í Austur-Asíu og að helmingur aukningar í heimsverslun næstu fimm árin verði í Asíu. Árið 2000 áætlar breska tíma- rítið The Economist að yfir einn milljarður Asíubúa muni búa við þokkaleg efni, þann- ig að þeir hafi efni á hlutum eins og litasjón- varpi, ísskáp og vélhjóli. Asía skipar líka stóran sess í sjávarút- vegi heimsins, sem er að verða æ alþjóð- legri. Lárus Ásgeirsson, markaðsstjóri Mar- els, nefnir sem dæmi að Alaskaufsi er að stórum hluta veiddur við Alaska, unninn í Kína og fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann þekkir líka dæmi um aðila sem leigja rússnesk skip, kaupa veiðileyfi í nýsjá- lenskri lögsögu, vinni aflann þaðan í Taí- landi og selji hann Long John Silver-keðj- unni í Bandaríkjunum. „í Asíu er þörf fyrir þekkingu og fjárfest- ingu og einhver verður að fullnægja henni," segir Þorgeir Pálsson hjá Útflutningsráði. „Ef ekki við þá einhverjir aðrir. Þjóð sem telur sig vera forystuþjóð í sjávarútvegi hefur ekki efni á því að líta fram hjá þess- um breytingum sem þarna eru að verða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.