Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 B 7 Ekki bara fiskur Mokkaskinn til Kóreu - rækjuvélar til Tælands Milljónir króna Viðskipti íslands og Japan »1986-1994 A 9 15.000 10.000 5.000 Útllutningur til Japan Innllutningur frá Japan 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Útflutningur til Tævan og S-Kóreu 1986-1994 ^Tævan /V Til P ■ít*—i*——r- 1 S-Kóreu r 1 1 1 1986 ‘87 '88 ‘89 1990 '91 ‘92 '93 1994 „Lofts- lagið í Kóreu og nágranna- löndunum er kjörið fyrir mokkaflí- kur - þarna er kalt á vetrum og LANGSTÆRSTUR hluti útflutn- ings íslands til Asíulanda - eins og annarra heimshluta - eru sjávarafurðir. Það er þó engin regla að ekki sé hægt að selja fleiri vörur þangað en fisk. Skinnaiðnaður hf. á Akureyri hefur selt mokkaskinn til Asíu síðan 1990, aðallega til Suður- Kóreu, en nú nýlega var hafið að senda skinn til Hong Kong og Kína. Salan til Asíu nemur sem svarar um 55-70 milljón ís- lenskum krónum á ári, sem er um 10% af veltu fyrirtækisins, að sögn Bjarna Jónassonar, framkvæmdastjóra. Upphaflega byrjuðu Kóreu- menn að kaupa mokkaskinn fyr- ir saumastofur þar í landi, en flíkurnar voru síðan aftur flutt- ar út frá Kóreu. Með vaxandi kaupmætti Kóreubúa óx heima- markaðurinn fyrir flíkurnar og þær komust í tísku. „Loftslagið í Kóreu og nágrannalöndunum er kjörið fyrir mokkaflíkur - þarna er kalt á vetrum og þurrt,“ segir Bjarni. En með hækkandi launum í Kóreu hafa þarlendir framleið- endur hugsað sér til hreyfings með að flylja saumaskapinn til Kína eða annarra landa með ódýrt vinnuafl. Bjarni segir að sú hugmynd hafi komið upp að athuga möguleika á samstarfi Skinnaiðnaðar við kinverska að- ila, en hún sé á algjöru frum- stigi og enginn hafi farið þangað ennþá að athuga aðstæður. Pjárfest í markaðsþekkingu Marel hf. hefur umboðsmann í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul. Hann hefur haft milligöngu um sölu á flokkunarbúnaði fyrir kjúklingaiðnað og einbeitir sér að tælyum fyrir kjötvinnslu. Annar umboðsmaður er í hafn- arborginni Pusan og sérhæfir sig í sjávarútveginum. Fiskiðnaður- inn í Suður-Kóreu er hins vegar frekar íhaldssamur, að sögn Lár- usar Ásgeirssonar, markaðs- sljóra Marels, og hefur enn sem komið er sýnt búnaði Marels lít- inn áhuga. Þótt undarlegt megi virðast eru helstu viðskiptavinir fulltrúans ekki Kóreumenn held- ur Rússar sem gera út frá Asíu- höfnum eins og Vladivostok. „As- íuhluti gömlu Sovétríkjanna var lengi hornsteinninn í útflutningi Marels,“ segir Lárus. Marel hefur líka umboðsmann fyrir Singapúr og Tæland og hefur selt rækjuflokkunarvél til síðarnefnda landsins. Búnaður- inn var Tælendingum framandi og nauðsynlegt reyndist að skrifa skýrar leiðbeiningar um notkun hans á tungu innfæddra. Það kostaði hins vegar töluverða fyrirhöfn, því mikil stéttskipting er í málinu og ekki sama hvernig hlutirnir eru orðaðir eftir því hvaða fólk á í hlut. Enn sem komið er er lítill hluti af sölu Marels í Asíu utan Rúss- lands, en Lárus telur hann vera mjög vænlegan. „Það er bara spurning um tíma hvenær Suð- austur-Asía og Klna taka við sér. Við erum að vakta markaðinn og fjárfesta í markaðsþekkingu." ViðskiptasAGA Starfsfólk Hótel Sögu leggur metnað í að bjóða viðskiptafólki og ráðstefnugestum fyrsta flokks þjónustu á besta stað í bænum. Öll tæknileg skilyrði eru eins og best verður á kosið auk frábærrar aðstöðu til afþreyingar og afslöppunar fyrir hótelgesti. Einnig er fyrir hendi sérfræðikunnátta í framkvæmd ráðstefna af öllum stærðum og gerðum. A Hótel Sögu geturðu bókað farsæla viðskiptaferð jafnt sem vel heppnaða ráðstefnu. Upplýsingar í síma: 91-29900. - þin saga!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.