Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Litið á OS/2 Warp Tölvur Hefur IBM með OS/2 Warp loksins heppnast að veita Microsoft verðuga samkeppni, spyr Marinó G. Njálsson, eftir að hafa skoðað stýrikerfíð. BréfíLotus hækka en tekjur minnka Cambridge, Massachusetts. Reuter. TEKJUR hugbúnaðarfyrirtækisins Lotus Development drógust veru- lega saman 1994, en hlutabréf í því hækkuðu um rúmlega 10% vegna nýs orðróms um að reynt verði að sameina það öðru fyrirtæki. Afkoman á síðasta ársfjórðungi var verri en búizt var við í Wall Street. Hagnaðurinn allt árið minnkaði um 30% í 52.8 milljónir dollara, eða 1.08 dollara á hluta- bréf, úr 75.4 milljónum dollara, eða 1.69 dollurum á hlutabréf 1993. Að meðtöldum kaupum á hug- búnaði og endurskipulagningu um- svifa í Evrópu var Lotus rekið með 20.9 milljóna dollara tapi 1994 mið- að við 55.5 milljóna dollara nettó- hagnað, eða 1.24 dollara á hluta- bréf, 1993. Þó snarhækkuðu hlutabréf í Lot- us vegna umtals um sameiningu, einkum vegna fréttar NBC um sögusagnir þess efnis að fyrirtækin AT&T eða Oracle kunni að kaupa Lotus. Hlutabréfin í Lotus hækkuðu í 45.25 dollara, en við lokun var hækkunin 2.9375 dollarar og verðið 43.5625 dollarar. Oracle neitar Oracle harðneitaði því að það fyrirtæki mundi bjóða í Lotus, en Lotus og AT&T vildu ekkert segja. Bollalagt hefur verið um samein- ingu í marga mánuði og sérfræðing- ar telja hugsanlegt að nokkur tilboð verði gerð. „AT&T gæti tekið við fjarskiptamálum Lotus og annað fyrirtæki við öðrum málum þess,“ sagði bandarískur sérfræðingur. Kunnugir benda á góða sölu Lot- us Notes, aðalvöru fyrirtækisins, og fjölgun notenda hennar er aðal- takmark Lotus að sögn fjármálastj- óta fyrirtækisins, Ed Gillis. Notend- um Lotus Notes fjölgaði í 1.35 millj- ónir úr um 600,000 1993 að sögn fyrirtækisins. - kjarni málsins! OS/2 WARP heitir útgáfa 3 af OS/2. Líkt og þegar útgáfa 2.0 kom út er IBM vel á undan Microsoft. Meðan Windows 95 er í betaprófun, er OS/2 Warp komið í hillumar. Það fór svo sem ekki gæfulega af stað. Fyrstu pakkarnir voru innkailaðir vegna vandræða með uppsetningu á tölvum frá vissum framleiðend- um, en fall virðist ætla að verða fararheill. IBM hefur unnið að þróun OS/2 meira og minna í hart nær áratug. Fyrst í samvinnu við Microsoft og síðan eitt eftir að það slettist upp á vinskapinn. Fyrir þá sem þekkja OS/2 er munurinn bæði mikill og lítill. Að ytra byrði hefur notenda- viðmótinu verið breytt. Notendur hafa beinan aðgang að fleiri tækj- um og tólum en áður. Undir húdd- inu er komin mun hraðvirkari vinnsla og fjölbreyttari. Nýjungar Ég hef lítillega kynnst fyrri út- gáfu af OS/2 og er óhætt að segja að með Warpinum hefur ýmislegt breyst. Vinnuskelin (Workplace Shell) er orðin mun meira aðlað- andi en áður. í skelina er búið að bæta „skotpalli" (LaunchPad), þar sem notandinn getur dregið inn táknmyndir af forritum sem breyt- ast í flýtihnappa. Næst þegar þarf að nota forritið er óþarfi að eyða tíma í að finna þá möppu sem for- ritið er geymt í heldur er smellt á hnapp á skotpallinum. Þessi leið til að ræsa upp forrit hefur verið að ryðja sér til rúms eftir að Apple bauð upp á hana í kerfunum sínum. Warpinn býður upp á hana og Windows 95 einnig. Sé unnið með OS/2-forrit getur maður dregið hluti inn í forritin og opnast þeir þá eins og um venju- legt skjal sé að ræða. A sama hátt dregur maður skjal, sem á að prenta, yfir táknmyndina fyrir prentara og er það þá sent á prent- arann. Skemmtileg nýjung er hvernig OS/2 Warp meðhöndlar kerfisupp- setningar. Þeir sem hafa sett upp nýjan hugbúnað kannast við það vandamál að tölvan vilji ekki ræsa sig rétt vegna villu í Config.sys. Warpinn leyfir okkur að hafa nokkrar config skrár í gangi. Ef við lendum í vanda í uppsetningu getum við svissað á milli þeirra í ræsingunni og hoppað á milli með „hotkey". Ef það er ekki nóg má nota ræsistjómun til að velja frá hvaða svæði á harða diskinum eigi að ræsa. Fjölverka stýrikerfi Fyrir gamlan Macintosh- og Windows-notanda eins og mig er erfiðast að venjast því að geta ver- ið með mörg verk í gangi í einu. Á einni stundu var ég að setja inn Quattro Pro og fikta í kerfisupplýs- ingum. Um leið var ég að keyra upp Visual Age. Ekkert hefði verið því til fyrir- stöðu að keyra DOS, Windows og OS/2-forrit samtímis. Þar sem ég var aðallega að skoða OS/2 lét ég Windows-þáttinn eiga sig. Af lestri erlendra tölvublaða má ráða að OS/2 meðhöndli 16 bita Windows- forrit sem sjálfstæð verk og lendi því ekki í vandræðum ef eitt 16 forrit „krassar". Þetta ætti að kosta eitthvað í yfirbyggingu og valda því að Windows 3.1-forrit keyra hægar á OS/2 en Windows 95. Hvort að það skipti máli á eftir að koma í ljós. Einföld og fijótleg uppsetning Ég prófaði að setja Warpinn upp á nýtt. Fyrst byijaði ég á því að hreinsa út þá uppsetningu sem fyrir var. Meðal annars eyddi ég út þeim „partitionum“ sem fyrir voru á harða diskinum. Síðan byrj- aði ballið. Ég setti diskling í A-drif og ræsti tölvuna. Boðið er upp á að nota hraðvirka uppsetningu, þar sem forrit ákveður hvað er sett inn og hvemig, eða að notandinn stjórni uppsetningunni sjálfur. Ég valdi síðari kostinn. í handbókinni með stýrikerfinu fylgdu einfaldar og skýrar leiðbeiningar og á nokkr- um mínútum var ég búinn að skipta diskinum upp. Ég bjó til þrjú svæði: ræsisvæði, DOS-svæði og OS/2-svæði. Að því loknu þurfti ég að ræsa tölvuna að nýju. Þá kom að því að setja Warpinn sjálf- an inn. Eftir að ég var búinn að velja þá hluta, sem setja átti inn á harða diskinn, ýtti ég á takka og allt fór í gang. Einhverra hluta vegna fraus tölvan og ég þurfti að ræsa hana upp á nýtt. Næst gekk allt eins og í sögu og um hálftíma eftir að ég eyddi út „part- itionunum" var Warpinn tilbúinn til notkunar. Með kerfinu fylgdi geisladiskur með fylgiforritum, svo kallaður BonusPak. Þar er að finna ýmis hjálparforrit og notendahugbúnað skrifuð sérstaklega fyrir Warp. Það þýðir 32 bita forrit. Meðal forrita í BonusPak eru IBM Works með töflureikni, ritvinnslu, dagbók og fleiru, faxhugbúnaði, hugbún- aði fyrir margmiðlun og síðast en ekki síst hugbúnaði til að tengjast Internetinu. Eitt forrit vil ég nefna í viðbót. Það er svo kallað „System Information Tool“. Þetta forrit safnar upplýsingum um vélbúnað og stýrikerfi og birtir notandanum á handhægan máta. Mjög þægilegt fyrir þann sem vill aðeins forvitn- ast um það sem liggur bakvið. Stór kostur við OS/2 er það sem heitir System Object Model eða SOM. SOM er nokkurs konar OLE fyrir OS/2 bara mun öflugra. Til að lýsa aðeins hvemig SOM virk- ar, þá er búið til skjal. Við það er hengd lifandi tenging við töflu- reikni. Niðurstöðumar frá töflu- reikninum er skellt saman við upp- lýsingar um viðskiptavin í heimilis- fangaskrá. Að lokum eru niður- stöðurnar faxaðar til viðtakanda með því að draga skjalið yfir fax- táknmyndina. Nær OS/2 Warp fótfestu? Menn hafa velt því fyrir sér undanfarin ár hvort IBM sé ekki búið að missa af lestinni. Windows 3.1 er með yfirburða markaðhlut- deild og útgefendur hugbúnaðar- pakka keppast við að koma með Windows-útgáfur en hafa haldið að sér höndum varðandi OS/2. Þegar er búið að selja rúmlega eina milljón pakka af OS/2 Warp, en þrátt fyrir það halda hugbúnað- arhúsin að sér höndunum. Lotus hefur að vísu gefið út nokkra pakka en Borland, Novell og Mic- rosoft hafa snúið sér að Windows 95. Flestir gagnrýnendur eru á því að OS/2 (bæði 2.x og Warp) hafi yfirburði á vissum sviðum umfram Windows-kerfin. Þannig er bent á að hönnun forrita í OS/2 sé mun einfaldari en fyrir Windows. Gall- inn er bara sá að fyrir hvert einn OS/2-pakka sem selst, seljast margfalt fleiri Windows-pakkar. Og er það ekki það sem skiptir máli? IBM veit af þessu og hefur því nýlega gert breytingar hjá sér til að efla hugbúnaðardeildina. John M. Thompson, sem áður stjórnaði AS/400-hluta fyrirtækisins og sneri honum til betri vegar, hefur verið settur yfir hugbúnaðarfram- leiðsluna. Þetta þykir styrkja þá trú manna að OS/2 verði ekki bara fyrir einmenningstölvur í framtíðinni heldur verði notað yfir alla línuna. Höfundur er tölvunarfræðingur. Til hamingju UMBúanMwsTöom hf með að vera komin í hóp fyrirtækja með vottað gœðakerfi. Fyrirtæki sem hafa byggt upp vottuð gæðakerfi með aðstoð Ráðgarðs hf.: Lýsi hf. ISO 9002 Bakkavör hf. ISO 9002 Borgarplast hf. ISO 9001 Osta- og smjörsalan sf. ISO 9002 íslenskar sjávarafurðir hf. ISO 9001 Össur hf. ISO 9001 Umbúðamiðstöðin hf. ISO 9002 RÁÐGARÐURhf. SIJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF SÍMI: 561 66 88 FAX: 562 36 88 Morgun- verðar- fundur hjá IKEA MIKEA á íslandi býður félags- mönnum Félags viðskiptafræð- inga og hagfræðinga (FVH) til morgunverðarfundar föstudag- inn 3. febrúar á veitingastað IKEA við Holtaveg frá kl. 8.00- 9.30. Gestur Hjaltason, verslun- arstjóri IKEA, og Ragnar Atli Guðmundsson, stjórnarmaður í IKEA og fjármálastjóri Hofs, munu taka á móti gestum og kynna starfsemi fyrirtækisins. Á fundinum verður m.a. fjallað um markaðssetningu IKEÁ hér á landi, samkeppni á húsgagna- og innréttingamarkaði og alþjóð- lega starfsemi IKEA. Félags- menn eru beðnir um að tilkynna þátttöku til FVH fyrir 2. febrúar í síma 5622370. VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF DAGBÓK Ráðstefna um fjarþjónustu MRAÐSTEFNA um fjarþjón- ustu verður haldin á Hótel Sögu mánudaginn 13. febrúar nk. frá kl. 8.30-17.00. Þar mun Ingi R. Ingason frá Útflutningsráði fjalla um þróun fjarþjónustu síðustu ára og mögu- leika Islendinga, Þorvarður Jónsson frá Pósti og síma um samband við umheiminn og önnur tæknimál, Sverrir Ólafsson fjall- ar um fjarþjónustu á Islandi. Þá mun Gylfi Aðalsteinsson hjá Fangi hf. ijalla um hugbún- (•) Ráðstefnuskrifstofa "ÍSLANDS SfMI 626070 - FAX 626073 aðargerð í alþjóðlegu umhverfí, Friðrik Sigurðsson hjá Samtök- um íslenskra hugbúnaðarhúsa fjallar um möguleika á erlendum útboðum og styrkjum til hugbún- aðargerðar, Friðrik Skúlason skoðar sölu forrita erlendis og Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR, fjallar um félagsstarf erlendis án ferðalaga. Þá mun Pétur Þorsteinsson væntanlega fjalla um íslenska menntanetið, Noel Hodson, SW-2000 um fjarþjónustu í ná- lægum löndum og ESB aðgerðir, Prof. Deirdra Hunt um rekstur fjarþjónustufyrirtækja á írlandi o g Katarina Almquist hjá sænsku byggðastofnuninni um fjarþjónustu í Svíþjóð. Sænski fyrirlesarinn mun ávarpa ráðstefnuna í gegnum tölvusíma frá Stokkhólmi þ.a. ráðstefnugestir geta séð fyrirles- arann og komið með fyrirspurnir beint til hans. Eins eru uppi hugmyndir um að Pétur Þorsteinsson frá Islenska menntanetinu ávarpi ráðstefnuna á sama hátt frá Akureyri. Að loknum fyrirlestrum verða panelumræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.