Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 12
VmSHPn/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 * Iskaffi opnar níu útsölustaði sína undir nafninu Bakarinn á hominu Fólk Áhersla á ganúar bakstursaðferðir Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg BAKARINN á horninu mun m.a. bjóða brauð samkvæmt gömlum evrópskum uppskriftum sem er mun bragðmeira en það sem ís- lendingar eiga að venjast. Feðgarnir Jón Albert Kristinsson, bak- arameistari og Steinþór Jónsson sjást hér með þessi nýju brauð. ÍSKAFFI hf., dótturfyrirtæki Myll- unnar, sem keypti níu útsölustaði af Sveini bakara í desember, er þessa dagana að kynna þá undir nýju merki og ímynd, Bakarinn á horninu. Út- sölustaðimir eru á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, Hamraborg í Kópavogi, Alfabakka, Hraunbæ, Grensásvegi 48, Glæsibæ, Laugarásvegi 1, Lauga- vegi 118 og Laugavegi 20. Á þremur þessara útsölustaða er jafnframt veit- ingaaðstaða. Framkvæmdastjóri Bakarans á hominu er Jón Albert Kristinsson, bakarameistari, sem áður var fram- leiðslustjóri hjá Myllunni. Framleiðsl- an fer fram á Álfabakka 12 þaðan sem brauðvörunum er dreift á útsölu- staðina. Um 60 starfsmenn eru hjá fyrirtækinu en stór hluti þeirra starf- aði áður hjá Sveini bakara. „Bakarinn á hominu mun sérhæfa sig í sínum eigin framleiðsluvörum en ekki fylla búðimar af öðrum vörum eins og mörg bakarí hafa gert,“ segir Jón Albert. „Við munum leggja áherslu á gamlar og rótgrónar bakst- “'"ursaðferðir sem enn eru notaðar víða erlendis. Það er mjög lítil hefð fyrir bakstri brauða hér á landi borið sam- an við þá löngu hefð sem er í Evr- ópu. Ég hef kynnt mér töluvert hvem- ig bakstur fór fram hér áður fyrr á meginlandi Evrópu og nota uppskrift- ir þaðan. Núna erum við að setja í gang bakstur á langhefuðum brauðum sem eru 12-18 klukkustundir í hef- ingu. Þessi aðferð gerir það að verkum að brauðin fá góða skorpu og verða bragðmikil. Við erum setja tvær gerð- ir af skorpubrauðum á markaðinn sem við köllum París og Nice. Einnig emm við að hefja sölu á nýjung sem kallast bakarahom og líkist íslensku bakara- kringlunni. Með þeim verður hægt að kaupa salöt í skömmtum þannig að úr verður tilvalinn skyndibiti í hádeg- inu eða með kaffinu." Á öðrum markaði en Myllan Jón Albert leggur áherslu á að Bakarinn á hominu muni veita per- sónulega þjónustu. „Verslun með brauð hefur mikið færst inn í stór- markaðina. Bakarinn á horninu mun skapa sér sérstöðu á markaðnum og veita bæði stórmörkuðum og öðrum bakaríum verðuga samkeppni. Ég held að fólk hafi áhuga fyrir því að kaupa brauð sem framleidd eru með þessari gömlu aðferð," segir Jón Al- bert. Sú spuming vaknar hvort Myllan hf. sem framleiðir brauð fyrir stór- markaði sé ekki komin í samkeppni við sjálfa sig með þessu móti. „Myll- an hefur rekið bakarísbúðir í stór- mörkuðum með góðum árangri. Við teljum hins vegar að Bakarinn á hom- inu sé á öðmm markaði." Nýr framkvæmdasljóri Skagstrendings hf. Skagaströnd - Óskar Þórðar- son, viðskipta- fræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Skag- strendings hf. til eins árs meðan Sveinn Ingólfs- son, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri frá upphafi er í árs- leyfi. Óskar er öllum hnútum kunnugur hjá fyrirtækinu því hann hefur unnið þar í tæp fjög- ur ár og nú síðast sem fjármála- stjóri. í stuttu spjalli við Morgun- blaðið sagðist Óskar búast við tölu- verðum breytingum við stjórn Skagstrendings enda komi alltaf nýir siðir með nýjum herrum. Óskar sagði að nýlega hefði ver- ið gengið frá ráðningu út- gerðarstjóra til fyrirtækisins. Hann heitir Jóel Kristjánsson, stýrimaður og sjávarútvegs- fræðingur, menntaður í Nor- egi þar sem hann starfar nú sem gæða- og fram- leiðslustjóri hjá stóru fyrirtæki í Lofoten. Mun Jóel hefja störf hjá Skagstrengingi nú á næstu vikum. í apríl ætlar fyrirtækið að sækja um gæðavottun samkvæmt staðli ISO 9002 og ef vottun fæst mun það festa góða ímynd framleiðslu Skagstrendings enn betur í sessi. Morgunblaðið/Óskar Bemódusson ÓSKAR Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings Nýr deildar- sijóri hugbún- aðardeildar Tæknivals MBJARNIK. Þorvarðarson hefur tekið við starfi deildarstjóra hug- búnaðardeildar Tæknivals hf. Deildin hannar og framleiðir marg- víslegan gæðastjómunar- og bók- haldshugbúnað fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi og sveitafélög. Vax- andi þáttur í rekstri hennar felst einnig í sölu og forritun á viðskipta- hugbúnaðinum Concorde. Bjami hefur verið sölustjóri hjá Tölvusamskipt- um hf. síðastliðin 2 ár og var áður ráðgjafi hjá IBM á íslandi. Hann lauk B.Sc. prófi í raf- magnsverkfræði_ frá Háskóla fs-, lands 1989 og M.Sc. prófi frá The University of Wisconsin Madison árið 1990. Bjami hefur einnig MBA gráðu frá Institut Superieur de Gestion sem er franskur viðskiptaháskóli með aðsetur í París, New York og Tokyo. Bjami er kvæntur Katrínu Helgadóttur og á með henni eina dóttur. Þorvarðarson fyrir ARSHATIÐINA? Hjó RV færð þú öll óhöld til veislunnar s.s. diska, diskamottur, glös, glasamottur, hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl. Líttu við og skoðaðu úrvalið! Með allt á hreinu ! ^ REKSTRARVÖRUR Rj RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 Torgið Markvissari kostun Ýmis konar fjárhagslegur stuðn- ingur við íþróttafélög, íþróttavið- burði, menningarlega viðburði, út- sendingarfjölmiðla, eða félagslega starfsemi af öðrum toga er orðinn órjúfanlegur hluti af markaðssetn- ingu stærri fyrirtækja í landinu. Þetta gerir þeim aðilum sem þiggja slíkan stuðning kleift að ráðast í verkefni sem þeir réðu annars ekki við. Fyrirtækin sækjast eftir því að styrkja ímynd sína eða kynna með áberandi hætti vörumerki sín eða starfsemi. Þau reyna gjarnan að koma þeim skilaboðum á framfæri að þau vilji stuðla að umhverfis- vernd eða séu góðviljuð íþróttum. Oftar en ekki reyna fyrirtækin með þessu móti að ná til mark- hópa sem erfitt getur verið að nálgast gegnum auglýsingar t.d. barna eða unglinga. Það er af nægu að taka í þessu efni því mörg hundruð beiðnum rignir yfir stærri fyrirtæki landsins á hverju ári frá aðilum sem stundum telja nánast sjálfgefið að hljóta styrk. Styrkveitingar og markaðssetning af þessu tagi sem stundum eru nefnd kostun var til umræðu á hádegisverðarfundi ímarks í vik- unni. Fjölmiðlar gagnrýndir Á fundinum komu fram athyglis- verð upplýsingar um viðhorf tveggja stórra fyrirtækja Visa ís- lands og Eimskips sem hafa lagt ýmsum málum lið í því skyni að styrkja ímynd sína. Andri Hrólfs- son, markaðsstjóri Visa íslands, gagnrýndi hlut fjölmiðla í þessu efni og sagði að almennt væru styrktaraðilar nefndir í umfjöllun um íþróttaviðburði á Stöð 2 en Ríkisútvarpið hefði „reynt að kom- ast fram hjá því að nefna hlutina réttum nöfnum." RÚV hefði reynd- ar sett nýjar reglur um að leyfilegt væri að kalla atburð réttu nafni ef hann héti eitthvað í minnst þrjú ár. Morgunblaðið gengi ennþá lengra og nefndi atburði upp á nýtt þannig þeir hétu hinum ein- kennilegustu nöfnum á síðum blaðsins. Fullyrti Andri að til að kostun gæti orðið verulega fýsileg- ur valkostur þyrfti að ná vinsam- legu samkomulagi við þessa tvo fjölmiðla. Þá leggur Visa ísland áherslu á að kanna afrakstur af því fjármagni sem varið er til kostunar. ( máli Andra kom fram að Hagvangur var fenginn til að kanna hversu margir vissu hverjir hefðu kostað íslands- mótið í körfuknattleik. í Ijós kom að 17% þátttakenda vissi að Visa hefði kostað mótið en 10% svör- uðu því til að Visa hefði stutt ýmsa aðra viðburði. Eimskip hefur lagt töluverða áherslu á styrkveitingar við ýmis félög og viðburði í því skyni að styrkja ímynd sína. Fram kom í máli Kristjáns Jóhannssonar, kynn- ingarstjóra Eimskips, að félagið fékk á árinu 1994 20-30 stærri beiðnir um kostun samtals að fjár- hæð 30-35 milljónir og 600 minni beiðnir sem samtals hljóðuðu upp á 35-40 miiljónir. Félagið ákvað að leggja 10 milljónir til stærri verk- efna og 5 milljónir til smærri aðila. Þannig styrkti félagið um 60 íþróttafélög á sl. ári svo eitthvað sé nefnt. Það er greinilegt að mjög mark- viss vinnubrögð eru að ryðja sér til rúms í vali fyrirtækja á þeim aðilum sem þau kjósa að styðja með kostun. Mikiil fjöldi styrk- beiðni veldur því að stærri fyrir- tæki verða að marka sér ákveðna stefnu í þessu efni. Fyrirtækin eru undir miklum þrýstingi um að þau láti gott af sér leiða á hinum ýmsu sviðum en vilja að sama skapi sjá afrakstur af því fjármagni sem var- ið í þennan málaflokk, t.d. með aukinni kynningu í fjölmiðlum. Rök fjölmiðla fyrir að hafna slíkum ókeypis kynningum eru augljós, þ.e. að ekki beri að blanda saman auglýsingaefni og ritstjórnarefni. í þessu máli eins og svo mörgum öðrum er hinn gullni meðalvegur fyrirtækjanna því vandrataður. Raunar lýsa orð Gunnars Steins Pálssonar, almannatengils á fund- inum þessu ágætlega en hann sagði að fyrirtæki þyrftu að sýna vissa fágun gagnvart kostun. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.