Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 2
A.Tflt 2 C FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR VIKUNNAR Sjónvarpið FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR K| 99 n>i ►Eitur á M. U.IIU (Dandelion fíflana Dead) Bresk sjónvarpsmynd byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í sveita- þorpi við landamæri Englands og Wales árið 1921. LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR M9i in^Eitur á .£1.1 U (Dandelion fíflana Dead) Bresk sjónvarpsmynd byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í sveita- þorpi við landamæri Englands og Wales árið 1921. (2:2) VI QQ DD ►Kappar í kúlnahrið nl. £0.UU (Pat Garrett and Billy the Kid) Bandarísk bíómynd frá 1973 um fyrrum útlagann Pat Garrett, sem gengið hefur í lið með lögreglunni, og eltingarleik hans við hinn alræmda Billy the Kid. SUNNUDAGUR S. FEBRÚAR Kl. 22.551 ► Pétain Frönsk bíó- mynd frá 1992 um Pétain hershöfðingja og afskipti hans af frönskum þjóðmálum. FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR VI 91 1 (I ►^i® ve9*nn (Ved vej- 1*1. 4 I • IU ‘ en) Dönsk bíómynd byggð á sögu eftir Herman Bang um ástir giftrar konu og aðkomumanns í dönsku sveitaþorpi um aldamótin. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR VI Q4 QC ►Glugginn á bakhlið- nl. L I.Ow inni (Rear Window) Myndin fjallar um fréttaljósmyndar- ann LB Jeffries sem situr heima fót- brotinn og njósnar svolítið um ná- grannana sér til dægrastyttingar. VI QQ QC ►Hetjur háloftanna lll. £0.£u (IntotheSun) Spenn- andi mynd um tvo gerólíka náunga sem þola ekki hvor annan en verða að snúa bökum saman á ögurstund. Bönnuð börnum. VI <\ DR ►Rándýrið II (Predat- 1*1. I.Uu or II) Rándýrið leikur nú lausum hala í Los Angeles en Am- old Schwarzenegger er fjarri góðu gamni. Að þessu sinni er það Danny Glover í hlutverki lögreglumanns sem býður skrímslinu birginn. Stranglega bönnuð bömum. Stöð tvö MQ CD ►Vafasöm viðskipti • 4.ÖU (Dirty Work) Vinimir Tom og Eddie stofna saman smáfyrir- tæki eftir að þeir hætta í lögreglunni. Þeir em gjörólíkir en á milli þeirra virðist ríkja algjör trúnaður. Brátt kemur þó í ijós að Eddie fer á bak við Tom, flækist í vafasöm viðskipti og kallar hefnd mafíunnar yfir þá. LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR VI Q1 «D ►Læknirinn (The M. L I.4U Doctor) Jack MacKee er snjall skurðlæknir sem á góða fjöl- skyldu og nýtur alls þess sem lífið hefur að bjóða. Það verður ekki fund- ið að neinu í fari hans nema ef vera skyldi að hann mætti hafa örlítið meiri samúð með sjúklingum sínum. Það á þó eftir að breytast þegar hann fær sjálfur lífshættulegan sjúkdóm. W9Q «D ►Bamfóstran (The ■ 40.4U Hand that Rocks the Cradle) Peyton Flanders kemur vel fyrir og virðist í fljótu bragði vera til fýrirmyndar. Hún ræður sig sem hús- hjálp hjá Claire og Michael Bartel og verður strax trúnaðarvinur allra á heimilinu. Öllum líkar vel við þessa geðþekku og hjálpsömu konu. En Solomon, sem hefur verið ráðinn til að dytta að hinu og þessu á heimilinu, skynjar að Peyton er ekki það gull af manni sem allir telja hana vera. Stranglega bönnuð börnum. ICC ►( kúlnahríð (Rapid •UU Fjre) Hasarmynd af bestu gerð með Brandon Lee í aðal- hlutverkinu. Hann fetar í fótspor föður síns, karatekeppans Bruce Lee, og fer hratt yfir í mögnuðum bardagaatrið- um. SUNIMUDAGUR 5. FEBRÚAR VI Qfl CD ►Barnsránið (There Al. 4U.ÖU Was a Little Boy) Ahrifarík og áleitin mynd um hjónin Julie og Greg Warner sem urðu fyrir því hræðilega áfalli að kornungum syni þeirra var rænt fyrir fímmtán árum. Hjónin eru ennþá að kljást við tilfinningalega kreppu vegna atburð- arins og sektarkenndin skýtur upp kollinum á ný þegar Julie verður ófrísk. Kl. 23.10 ►Alvara lífsins (Vital Signs) Hér er sögð saga nokkurra einstaklinga sem stunda nám á þriðja- ári í læknaskóla. Framundan er alvara lífsins þar sem reynir á vináttuböndin í harðri sam- keppni um fjármagn og frama. MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR |f| QQ <|D ►Skollaleikiir (Class IM. 40.IU Act) Gamanmynd um gáfnaljósið Duncan og gleðimanninn Blade sem sjá sér báðir hag í að láta sem ekkert hafí ískorist þegar náms- ferilsskrám þeirra er ruglað saman við upphaf skólaárs. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR t Kl 99 9*1 ►^' 1 buskann III. 40.4U (Leaving Normal) Marianne Johnson er tvígift og nýlega fráskilin. Þegar hún er að yfírgefa smábæinn Normal í Wyoming rekst hún á gengilbeinuna Darly Peters sem er hálfrótlaus og framúrskarandi kald- hæðin. Eftir stutt kynni ákveða þær stöllur að halda saman til Alaska og freista gæfunnar þar. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR VI 99 1 C ►Leigumorðinginn Hl. 40. IU (Double Edge) Hörkuspennandi hasarmynd um alrík- islögreglukonuna Maggie sem einsetur sér að koma tálkvendinu Carmen á bak við lás og slá en sú síðarnefnda er skæður leigumorðingi. FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR VI QQ nn ►Bak v'ð luktar dyr nl. 44.UU (Behind Closed Doors) Jean Donovan bíður bana þeg- ar henni er hrint niður stiga á heimili sínu en á meðan situr eiginmaður hennar glæsilegt kvöldverðarboð úti í bæ. Jean skilur eftir sig umtalsverðar eignir sem renna til stjúpdóttur henn- ar og ekkilsins. Fljótlega kemur á daginn að þau hafa átt í sjóðheitu ástarsambandi og lagt á ráðin um morðið á Jean. En þessi ástríðuglæpur á eftir að draga dilk á eftir sér og ekki er fyllilega ljóst hver hefur svikið hvem. Bönnuð börnum. W9Q QD ►Tango og Cash . 4U.UU Gamansöm og þræl- spennandi kvikmynd um rannsóknar- löggurnar Ray Tango og Gabe Cash. Það, sem þeir eiga sameiginlegt, er að telja sig bestu löggur sem völ er á og helsti óvinur þeirra er eiturlyfjabar- óninn Yves Perret sem er valdur að því að þeir eru í fangelsi. Til að sleppa lifandi frá fangelsisvistinni bijótast þeir út til að hreinsa mannorð sitt og það gengur á ýmsu. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Leort ** Ábuðamikil mynd úr furðuveröld Bess- ons. Góð átakaatriði í bland við ómerkilegan efnisþráð og persónu- sköpun. Fríða og dýrið? Varla. Viðtal við vampíruna *** Neil Jordan hefur gert býsna góða vampírumynd sem lítur alltaf frábær- lega út og tekur með nýjum hætti á gamalli ófreskju kvikmyndanna. Brad Pitt stelur senunni. Banvænn fallhraði *!4 Ekki beinlínis leiðinleg en afar ómerki- leg formúlumynd sem dandalast á mörkum gamans og alvöru. Mynd- bandaafþreying. Konungur Ijónanna *** Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfínnanlegri íslenskri tal- setningu. BÍÓHÖLLIIM Timecop ttnh Tímaflakkarar á ferð með misjafnt í huga. Útlitið er ágætt, spennan tals- verð, afþreyingin góð, innihaldið lýrt. Skársta mynd Van Damme þótt það segi ekki mikið. Leifturhraði ***'h Æsispennandi frá upphafi til enda, fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar- mynd eins og þær gerast bestar. „Junior“ *V2 Linnulausar tilraunir Scliwarzenegg- ers til gamanleiks bera hér vonandi endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins- brandara mynd og afleitlega leikin. Konungur Ijónanna (sjá Bíóborgina) Banvænn fallhraði (sjá Bíóborgina) HÁSKÓLABIÓ Skuggalendur ***V2 Gæðamynd byggð á einstöku sam- bandi bresks skálds og fyrirlesara og bandarísks rithöfundar um miðja öld- ina. Það geislar af Anthony Hopkins og Debru Winger í aðalhlutverkum. Aukaleikarar ekkert síðri og leikstjór- anum Attenborough tekst að segja hádramatíska sögu án þess að steyta nokkru sinni á óþarfa tilfinningasemi. Priscilla drottning eyðimerkur- innar *** Undarleg og öðruvísi áströlsk mynd sem kemur áhorfendum í gott skap. Það er ekki heiglum hent að vera kyn- eða klæðskiptingur uppi á öræf- um Ástralíu. Ógnarfljótið **!4 Spennumynd í góðu meðallagi með Meryl Streep í aðalhlutverki móður sem berst fyrir lífi fjölskyldunnar. Hún er reyndar það eina óvænta í venju- legri formúiuafþreyingu. Þrír litir: Rauður ***'h Þríleik pólska leikstjórans Kieslowskis lýkur með bestu myndinni þar sem leikstjórinn fléttar saman örlögum persónanna á snilldarlegan hátt. Glæstir tímar *** Sólargeisli í skammdeginu. Lostafull og elskuleg spænsk Óskarsverðlauna- mynd um ungan mann og fjórar syst- ur þegar fijálslyndið ríkti í stuttan tíma. Lassi ** Átakalítil, falleg barnamynd um vin- áttu manna og dýra. Forrest Gump ***!4 Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfeldning sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fýrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. LAUGARÁSBÍÓ Timecop **% Tímaflakkarar á ferð með misjafnt í huga. Útlitið er ágætt, spennan tals- verð, afþreyingin góð, innihaldið rýrt. Skársta mynd Van Damme þótt það segi ekki mikið. Skógarlíf **V2 Mógli bjargar málunum í áferðarfal- legri kvikmynd hins sígilda ævintýris Kiplings um frumskógardrenginn ramma. Góð bama- og fjölskyldu- mynd. Gríman **!4 Skertimtileg og fjörug mynd í hasar- blaðastíl um mannleysu sem verður ofurmenni þegar hann finnur dular- fulla grímu. Jim Carrey fer með titil- hlutverkið og er ekkert að spara sig. REGNBOGINN PCU 0 Makalaus endaleysa úr bandaríska háskólalifínu. Botninn á skemmtana- iðnaðinum í Hollywood. Hetjan hann pabbi ** Frönsk gamanmynd sem Hollywood endurgerði í einum grænum. Lítt merkilegur pappír en Gérard Depard- ieu er góður í hlutverki áhyggufulls föður, sem fer með táningsdóttur sína á sólarströnd. Stjörnuhliðið **Vi Ágætis afþreying sem byggir á því að guðirnir hafi í raun verið geimfar- ar. Fyllir upp í sáran skort á útgeims- myndum og er því kannski bitastæð- ari en ella. Bakkabræður í Paradís *!4 Þrír bræður ræna banka úti á Iands- byggðinni og sjá svo eftir öllu saman. Jólagamanmynd í ódýrari kantinum með nokkrum góðum sprettum en heildarmyndin er veik. Reyfari ***!4 Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. Lilli er týndur ** Brandaramynd um þrjá þjófa og raun- irnar sem þeir lenda í þegar þeir ræna níu mánaða milljónaerfingja. Virkar eins og leikin teiknimynd. SAGABÍÓ Ógnarfljótið **!4 Spennumynd í góðu meðallagi með Meryl Streep í aðalhlutverki móður sem berst fyrir lífi fjölskyldunnar. Hún er reyndar það eina óvænta í vénju- legri formúluafþreyingu. STJÖRNUBÍÓ Frankenstein ** Egóið í Kenneth Branagh fær að njóta sín til fulls en fátt annað í heldur misheppnaðri Frankenstein-mynd. Jafnvel kúrekastelpur verða ein- mana * Slæmt flassbakk frá hippaárunum. Mistök frá upphafí til enda en leikhóp- urinn er litskrúðugur. Aðeins þú ** Rómantísk gamanmynd um stúlku sem eltir draumaprinsinn til Ítalíu. Lítt merkileg mynd sem byggir á gömlum lummum ástarmyndanna. „Threesome" **!4 Rómantísk gamanmynd úr bandaríska háskólalífinu þar sem tveir strákar og ein stelpa mynda skondinn þríhyrning. Margt skemmtilegt og klúrt en mynd- in ristir grunnt. Bíódagar **!4 Friðriki Þór tekst frábærlega að end- urskapa horfinn tíma sjöunda áratug- arins í sveit og borg en myndin líður fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum. Góður leikur, sérstaklega þeirra í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.