Morgunblaðið - 02.02.1995, Side 12

Morgunblaðið - 02.02.1995, Side 12
12 C FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VAN DAMME ER FJÓRÐA MESTA HASARMYNDAHETJA HEIMS „Nowhere to Run“ 19 9 3 '^Háurd Tarfiet" 19 9 3 Hvorki vísindaundur né steratröll Slyttumákar og föl- leitir kvikmynda- gagnrýnendur hafa gert þvl skóna aö líkami Van Dammes sé dæmi um sigur læknavísindanna, en hann neitar því afdráttarlaust að hann sé eitthvað hormónaskrímsli; allt snúist þetta um æfingar. „Kickboxeru 19 8 9 „Double Impact" 19 9 1 „Universal Soldier“ 19 9 2 VAN Damme „splittfræðingnr". „Myndavélin gælir við mig“. Eftir Árna Matthíasson ÞAÐ er ævinlega sérstök mann- gerð sem velst í hlutverk has- armyndahetju á hvíta tjaldinu og flestar slíkar hetjur eiga það helst samnefnt að geta ekki leikið. Flest- ar eru að auki málhaltar eða tala svo bjagaða ensku að þær gætu eins verið málhaltar. Þannig talar Amold Schwarzenegger, sem er tvímælalaust fremsta vöðvaíjall kvikmyndasögunnar að Johnny Weissmuller gengnum, eins konar blöndu af ensku og þýsku, eins og illmennin í stríðsmyndum fimmta áratugarins, sem hétu öll Hans. Schwarzenegger hefur það sér til afsökunar að vera þýskumælandi, en Sylvester Stallone getur aftur á móti ekki skýrt fábreyttar stunur sínar og uml með því að hann sé útlendingur. Nýjasta hasarmynda- hetjan er svo aftur Jean-Claude Van Damme, sem er löglega afsakaður með sinn franska hreim, því hann er frá Belgíu. Jean-Claude Van Damme er enn eitt dæmið um það að leikhæfíleikar skipta ekki öllu máli til að ná langt í Hollywood; stæltur líkami og lip- urð hefur gert hann að stórstjömu; fjórðu vinsælustu hasarmyndahetju heims á eftir S-unum þrem, Schwartzenegger, Stallone og Seagal. Van Damme hefur það fram yfír þessa keppinauta sína að hann en yngri, 34 ára eða svo, og myndarlegri. Ekki skemmir svo að hann er næst hávaxnastur þeirra þriggja, á eftir Schwartzen- egger, Seagal kemur næstur, en Stallone er stúfur. Væskill sem barn Að sögn Van Dammes var hann væskill í bamæsku og foreldrar höfðu áhyggjur af því hve seinn hann var til máls. Hann varð sífellt fyrir barðinu á hrekkjusvínunum í skóla, þar til hann lagði stund á karate og gat barið frá sér. Eftir það lagði Van Darame stund á lík- amsrækt af kappi og ýmsar bar- dagalistir, meðal annars tælenska hnefa- og fótaleika og ballett, en þess má geta að hann varð Belgíu- meistari í vaxtarrækt og setti í kjöl- farið upp vaxtarræktarstöð. Eins og svo gjaman vill vera hafa slyttu- mákar og fölleitir kvikmyndagagn- rýnendur gert því skóna að líkami Van Dammes sé dæmi um sigur læknavísindanna, en hann neitar því afdráttarlaust að hann sé eitthvað hormóna- skrímsli; allt snúist þetta um æfingar og reyndar sé eina gagnrýn- in sem hafí sært hann, og oft hefur hann fengið ómjúka með- ferð, hafí verið þegar gagnrýnandi sakaði hann um að vera steratröll. Van Damme þreyttist snemma á að þjálfa landa sína og hann lagði land undir fót til að komast í kvikmyndavinnu; reyndi fyrst fyrir sér í Hong Kong með litl- um árangri og hélt þaðan til Los Angeles að bíða eftir stóra tækifærinu. í Los Angeles ætlar annar hver þjónn að verða frægur leikari og Van Damme þjón- aði smáköllunum til borðs með bros á vör og beið eftir að sá rétti kæmi inn að fá sér að borða. Tæki- færið gafst loks þegar Menahem Golan, forstjóri Cannon-kvikmynda- versins, kom til að fá sér að borða að Van Damme sýndi honum listir sínar í þéttsetnu veitingahúsinu og Golan réð hann á staðnum. Fyrstu myndimar þykja ekki merkilegar, en fengu prýðilega aðsókn og fram- tíð Vans Dammes var ráðin. Slagsmálaformúlur Samkvæmt breska blaðinu Emp- ire byggjast allar myndir Vans Dammes á sömu formúlunni: 1) Mikil slagsmál eiga sér stað fyrstu fímm mínútumar og bróðir/besti vinur Vans Dammes er barinn í buff af illúðlegum bergþursa. 2) Van Damme stundar bar- dagalist og andlega iðkan, lega í Austurlöndum ijær með góðlegan gamlan Kín- veija/Japana sem lærimeistara. 3) Handritsflétta til að skýra uppruna og einkennilegan fram- burð söguhetjunnar. 4) Jean-Claude sýnir á sér rassinn. 5) Jean- Claude fer í splitt. 6) Ragnarök óþokkanna með ægilegu ati þar sem Jean-Claude ræður niðurlögum yf- irbeljakans, þrátt fyr- ir fólskuleg belli- brögð. Van Damme er frægur kvennabósi og hefur meðal ann- ars verið giftur ijór- um sinnum, sem þyk- ir víst ekki mikið í Hollywood, og er mjög fyrir að vera með glæsikvendi upp á arminn. Konur kunna og einn- ig vel að meta hann á hvíta tjald- inu, en samkynhneigðir hafa einnig haft á Van Damme dálæti fyrir vörpulegan vöxtinn og sagan herm- ir að fyrstu myndir hans hafí gert nokkuð út á að sýna hann fáklædd- an í eggjandi stellingum og meðleik- arar hans voru helst ungir hálfberir drengir. Það er allt að baki; nú höfðar Van Damme leynt og ljóst til ungra kvenna, sem eru að verða traustasti áhorfendahópur hans, ekki síður en ungmennin sem gera litlar kröfur til leikhæfíleika og túlk- unar, því það eina sem skiptir máli í fari hasarmyndahetju er hve slags- málin eru stórfengleg og tæknin yfirþyrmandi og þar bregst Van Damme ekki. Van Damme 11 ára. „Eg var alger spói“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.