Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA P^iwl>Wií> 1995 KNATTSPYRNA Tómas Ingi Tómasson. Tómas Ingi tilSogndal TÓMAS Ing-í Tómasson, ieikmað- ur úr KR, hefur fengið boð um að fara til Noregs í reynslu í tíu daga hjá norska 2. deildarliðinu Sogndal, sem féll úr 1. deild á síð- asta tímabili. „Ég fer út áttunda febrúar og verð í tíu daga og spila þrjá æfingaleiki. Það er í raun eina sem ég veit um þetta mál. Maður tapar ekkert á þvi að skoða þetta og það er aldrei að vita nema að þetta geti orðið spennandi. Annars er ég hjá góðu félagi og ' þarf því ekkert að ana að neinu," sagði Tómas Ingi. Norska deildarkeppnin hefst í apríl og ef Tómasi Inga líst á að- stæður mun hann fara til Noregs aftur um næstu mánaðarmót til að vera með í lokaundirbúningi liðsins fyrir tímabilið. Þingmenn vilja Cantona afturíliðið ÞRÍR þingmenn Verkamanna- flokksins hafa lagt fram þings- ályktunartillögu í breska þinginu, þar sem þeir h vetja forráðamenn Manchester United til að endur- skoða þá ákvörðun að franski leik- maðurinn Eric Cantona Ieiki ekki meira í vetur. Þingmennirnir, sem allir eru úr kjördæmum í grennd við Old Trafford, leikvang United, segja félagið hafa veríð undir áhrifum móðursýkislegar umfjöll- unar fjölmiðla er ákvörðunin var tekin. Cantona réðst sem kunnugt er á áhorfanda, meðan á leik Un- ited og Crystal Palace stóð í síð- ustu viku; stökk upp í áhorfenda- stæðið og sparkaði í og barði áhanganda Palace, sem hafði hróp- að ókvæðisorð að Frakkanum, eft- ir að honum var vikið að velli. FIMMTUDAGUR2. FEBRUAR FRJALSIÞROTTIR BLAÐ D KNATTSPYRNA TJ Guðni lék með varaliði Tottenham Guðni Bergsson lék með varaliði Tottenham gegn Norwieh í gærkvöldi á Carrow Road, þar sem Tottenham vann, 0:2, með mörkum Jason Dozzel og John Hendry. Hann mun leika með varaliðinu aftur um helgina. Að sögn enskra dagblaða í gær er Guðni til reynslu á hjá Tottenham í tíu daga. Garry Francis, framkvæmdastjóri féiagsins, hefur áhuga á að skoða Guðna I þessum leikjum og sjá hvort hann hafi not fyrir hann hjá félaginu. . Guðni lék 89 leiki með aðaliiði Tottenham frá 1989 tii 1994 en þá snéri hann heim og lék með Val síðasta sumar. íslensk stúlka slær í gegn í Svíþjóð Vala Flosadóttir á óopinbert Norðurlandamet ístangarstökki, 3,63 metra VALA Flosadóttir, 16 ára gömul frjálsíþróttakona sem býr í Sví- þjóð, hefur vakið mikla athygli þar í landi vegna frammistöðu sinnar í stangarstökki. Hún stökk 3,50 metra á móti í Malmö fyrir skömmu og bætti það síðan í 3,63 metra á dögunum og hefur engin önnur kona á Norðurlöndum stokkið eins hátt svo vitað sé. Besti árangur kvenna sem vitað er um í heiminum er 4,13 metrar. \ta\a, sem er í menntaskólanámi í um þjálfun sænska meistarans í Lundi, er ekki aðeins góð í stangarstökki því hún hefur einnig verið að bæta stúlknamet Þórdísar Gísladóttur í hástökki innanhúss. Vala hefur tvíbætt metið á síðustu vikum; fyrst um einn sentímetra, 1,77 m, og síðan 1,78 metra. Hún er fjöl- hæf frjálsíþróttakona og til marks um það á hún stúlknamet í sjöþraut, þrí- stökki og hástökki innanhúss og utan. Vala bjó á Bíldudal áður en hún flutti til Svíþjóðar fyrir tveimur árum ásamt foreldrum sínum; Ragnhildi Jónasdóttur og Flosa Magnússyni, sem eru í framhaldsnámi í háskóian- um í Lundi. Vala æfði frjálsíþróttir á Bíldudal við frumstæðar aðstæður en hóf æfíngar fyrir alvöru er hún fluttist til Svíþjóðar. Hún byrjaði að æfa með IFK Lundi, en fyrir ári síð- an skipti hún yfir í MAI frá Malmö þar sem hún æfir nú við bestu hugs- anlegar aðstæður. Þjálfari hennar er Pólveriinn Stan- islaw Sczcyrba, sem hefur einnig séð stangarstökki karla. Sczcyrba fékk Völu til að prófa stangarstökkið og segir hana mikið efni og ef heldur áfram sem horfir segir hann að hún geti orðið á meðal tíu bestu stangar- stökkvara heims strax á næsta ári þegar stangarstökk kvenna verður gert að alþjóðlegri keppnisgrein. „Þjálfarinn ýtti mér út í stangar-. stökkið og ég held að það eigi vel við mig. A fyrsta mótinu stökk ég 2,50 metra en er nú komin í 3,63 metra. Þessi árangur minn hefur vakið mikla athygli hér í Svíþjöð.í enda ekki margar stúlkur sem stunda. stangarstökk. Svíar vilja helst að ég keppi fyrir þá, en^ ég er staðráðin í að keppa fyrir ísland. Á síðasta móti stökk ég jafn hátt og strákurinn sem sigraði í piltaflokknum. Þetta er búið að vera mjög gaman og hvet- ur mig enn frekar til dáða. Eg æfi einnig hástökk og aðrar greinar en ég held að mögleikarnir séu mestir í stangarstökkinu," sagði Vala. Mynd / Göran Hágerfjörd Vala Flosadóttlr hefur stokkið hærra í stangarstökkl en nokkur önnur kona á Norðurlöndum. Þessl 16 ára gamla stúlka frá Bíldu- dal hefur vaklð mlkla athygll í Svíþjóð. OLYMPIUSAMHJALPIN Ingi Valur varð að hafna styrknum Lyftingamaðurinn Ingi Valur Þorgeirsson úr UMSB sem Ólympíus- amhjálp Alþjóða ólympíunefndarinnar hafði samþykkt sem styrk- þega vegna svo nefnds Atlantaverkefnis, gat ekki þegið styrkinn vegna meiðsla og hefur Ólympíunefnd íslands tilkynnt Samhjálpinni það. Nái hann sér fljótlega er gert ráð fyrir að hann verði tekinn inn í verkefnið og njóti þá aðstoðar Samhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Atlanta síðsumars 1996. Styrkurinn felur m.a. í sér ferðir í æfingabúðir erlendis, húsnæði, fæði, æfingaaðstöðu í yiðurkenndri æfingamiðstöð, þjálfun og ein- hverja vasapeninga en Óí métur hvern styrk á milljón krónur á ári. KEILA: SKEMMTILEGUR LOKASPRETTUR Á NM í ÖSKJUHLÍÐ / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.