Morgunblaðið - 02.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.02.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 ■ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR BLAD KNATTSPYRNA Guðni lék með varaliði Tottenham Guðni Bergsson lék með varaliði Tottenham gegn Norwich í gærkvöldi á Carrow Road, þar sem Tottenham vann, 0:2, með mörkum Jason Dozzel og John Hendry. Hann mun leika með varaliðinu aftur um helgina. Að sögn enskra dagblaða í gær er Guðni til reynslu á hjá Tottenham í tíu daga. Garry Prancis, framkvæmdastjóri félagsins, hefur áhuga á að skoða Guðna í þessum leikjum og sjá hvort hann hafi not fyrir hann hjá félaginu. Guðni lék 89 leiki með aðalliði Tottenham frá 1989 til 1994 en þá snéri hann heim og lék með Val síðasta sumar. Tómas Ingl Tómasson. Tómas Ingi til Sogndal TÓMAS Ingi Tómasson, leikmað- ur úr KR, hefur fengið boð um að fara til Noregs í reynslu í tíu daga hjá norska 2. deildarliðinu Sogndal, sem féll úr 1. deild á síð- asta tímabili. „Ég fer út áttunda febrúar og verð í tíu daga og spila þrjá æfingaleiki. Það er í raun eina sem ég veit um þetta mál. Maður tapar ekkert á því að skoða þetta og það er aldrei að vita nema að þetta geti orðið spennandi. Annars er ég hjá góðu félagi og þarf því ekkert að ana að neinu,“ sagði Tómas Ingi. Norska deildarkeppnin hefst í apríl og ef Tómasi Inga líst á að- stæður mun hann fara til Noregs aftur um næstu mánaðarmót til að vera með í lokaundirbúningi liðsins fyrir tímabilið. Þingmenn vilja Cantona aftur í liðið ÞRÍR þingmenn Verkamanna- flokksins hafa lagt fram þings- ályktunartillögu í breska þinginu, þar sem þeir hvetja forráðamenn Manchester United til að endur- skoða þá ákvörðun að franski leik- maðurinn Eric Cantona leiki ekki meira í vetur. Þingmennirnir, sem allir eru úr kjördæmum i grennd við Old Trafford, leikvang United, segja félagið hafa verið undir áhrifum móðursýkislegar umfjöll- unar Ijölmiðla er ákvörðunin var tekin. Cantona réðst sem kunnugt er á áhorfanda, meðan á leik Un- ited og Crystal Palace stóð í síð- ustu viku; stökk upp i áhorfenda- stæðið og sparkaði í og barði áhanganda Palace, sem hafði hróp- að ókvæðisorð að Frakkanum, eft- ir að honum var vikið að velli. FRJALSIÞROTTIR íslensk slúlka slær í gegn í Svíþjóð Vala Flosadóttir á óopinbert Norðurlandamet ístangarstökki, 3,63 metra Mynd / Göran Hágerfjörd Vala Flosadóttir hefur stokklð hærra í stangarstökki en nokkur önnur kona á IMorðurlöndum. Þessl 16 ára gamla stúlka frá Bíldu- dal hefur vaklð mikla athygll í Svíþjóð. VALA Flosadóttir, 16 ára gömul frjálsíþróttakona sem býr í Sví- þjóð, hefur vakið mikla athygli þar í landi vegna frammistöðu sinnar í stangarstökki. Hún stökk 3,50 metra á móti í Malmö fyrir skömmu og bætti það síðan í 3,63 metra á dögunum og hefur engin önnur kona á IMorðurlöndum stokkið eins hátt svo vitað sé. Besti árangur kvenna sem vitað er um í heiminum er 4,13 metrar. Vala, sem er í menntaskólanámi í Lundi, er ekki aðeins góð í stangarstökki því hún hefur einnig verið að bæta stúlknamet Þórdísar Gísladóttur í hástökki innanhúss. Vala hefur tvíbætt metið á síðustu vikum; fyrst um einn sentímetra, 1,77 m, og síðan 1,78 metra. Hún er fjöl- hæf frjálsíþróttakona og til marks um það á hún stúlknamet í sjöþraut, þrí- stökki og hástökki innanhúss og utan. Vala bjó á Bíldudal áður en hún flutti til Svíþjóðar fyrir tveimur árum ásamt foreldrum sínum; Ragnhildi Jónasdóttur og Plosa Magnússyni, sem eru í framhaldsnámi í háskólan- um í Lundi. Vala æfði frjálsíþróttir á Bíldudal við frumstæðar aðstæður en hóf æfíngar fyrir alvöru er hún fluttist til Svíþjóðar. Hún byrjaði að æfa með IFK Lundi, en fyrir ári síð- an skipti hún yfír í MAI frá Malmö þar sem hún æfír nú við bestu hugs- anlegar aðstæður. Þjálfari hennar er Pólverjinn Stan- islaw Sczcyrba, sem hefur einnig séð um þjálfun sænska meistarans í stangarstökki karla. Sczcyrba fékk Völu til að prófa stangarstökkið og segir hana mikið efni og ef heldur áfram sem horfir segir hann að hún geti orðið á meðal tíu bestu stangar- stökkvara heims strax á næsta ári þegar stangarstökk kvenna verður gert að alþjóðlegri keppnisgrein. „Þjálfarinn ýtti mér út í stangar- stökkið og ég held að það eigi ve! við mig. A fyrsta mótinu stökk ég 2,50 metra en er nú komin í 3,63 metra. Þessi árangur minn hefur vakið mikla athygli hér í Sviþjóð, enda ekki margar stúlkur sem stunda stangarstökk. Svíar vilja helst að ég keppi fyrir þá, en ég er staðráðin í að keppa fyrir ísland. Á síðasta móti stökk ég jafn hátt og strákurinn sem sigraði i piltaflokknum. Þetta er búið að vera mjög gaman og hvet- ur mig enn frekar til dáða. Eg æfi einnig hástökk og aðrar greinar en ég held að mögleikarnir séu mestir í stangarstökkinu," sagði Vala. OLYMPIUSAMHJALPIN Ingi Valur varð að hafna styrknum Lyftingamaðurinn Ingi Valur Þorgeirsson úr UMSB sem Ólympíus- amhjálp Alþjóða ólympíunefndarinnar hafði samþykkt sem styrk- þega vegna svo nefnds Atlantaverkefnis, gat ekki þegið styrkinn vegna meiðsla og hefur Ólympíunefnd íslands tilkynnt Samhjálpinni það. Nái hann sér fljótlega er gert ráð fyrir að hann verði tekinn inn í verkefnið og njóti þá aðstoðar Samhjálparinnar vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Atlanta síðsumars 1996. Styrkurinn felur m.a. í sér ferðir í æfingabúðir erlendis, húsnæði, fæði, æfingaaðstöðu í viðurkenndri æfingamiðstöð, þjálfun og ein- hveija vasapeninga en Óí metur hvern styrk á milljón krónur á ári. KEILA: SKEMMTILEGUR LOKASPRETTUR Á NM í ÖSKJUHLÍÐ / 04

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.