Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjávarútvegsráðherra um forkaupsrétt sveitarfélaga á kvóta Tilbúinn að skoða breytingu á forkaupsréttarákvæðinu ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra seg- ist vera tilbúinn til að ræða um breytingar á 11. grein laga um stjóm fískveiða, en hún fjallar um forkaupsrétt sveitarfélaga að kvóta sem seldur er úr bæjarfélagi. Guðni Agústsson alþingismaður sagði á Alþingi í gær að dæmi væru um að fyrir- tæki reyndu að fara í kringum forkaupsréttar- ákvæðið. Nýlega stofnuðu fyrirtæki á Hvammstanga fyrirtæki í Vestmannaeyjum og keypti það skipið Sigurborgu og 600 tonna kvóta, sem því fylgir. Skipið verður gert út frá Hvammstanga, en vegna þess að það er skráð í Vestmannaeyjum getur Vestmannaeyjabær ekki nýtt sé forkaupsrétt. Guðni sagði að í þessu tilfelli væri verið að fara í kringum ákvæði laganna og sagði hugsanlegt að það hefði verið gert í fleiri tilvikum. Það hefði á sínum tíma verið vilji Alþingis að sveitarfélögin hefðu forkaupsrétt og þann rétt bæri að virða. Vestmannaeyjar hafa aukið aflahlutdeild sína Þorsteinn Pálsson sagði að hvergi í lögunum væri að finna ákvæði sem takmörkuðu viðskipti af þeim toga sem hér væri um að ræða. Hann sagðist hins vegar vera reiðubúinn til að skoða fordómalaust hvort rétt væri að setja inn i lög ákvæði sem takmörkuðu rétt manna til að stofna hlutafélög í þeim tilgangi að kaupa skip með þessum hætti. Þorsteinn vakti athygli á því að framsalsréttur á aflaheimildum hefði orðið til þess að Vestmannaeyjar hefðu aukið aflahlut- deild sína frá því kvótakerfíð var sett á stofn úr 8,5% í 10,7% eða um 20%. Margir þingmenn sem tóku þátt í umræðunni gagnrýndu Guðna fyrir að lýsa óánægju sinni með lög sem hann og aðrir framsóknarmenn hefðu samið og stutt í gegnum árin. Guðni mót- mælti því og sagðist einungis vilja að farið væri að lögum. Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði útilokað að banna fjárfestingar í sjávarútvegi á milli byggðarlaga. Eina leiðin til að koma á móts við sjónarmið þeirra sem vilja byggðakvóta væri að leyfa skráningu kvóta á fiskvinnsluhús. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Al- þýðubandalagsins, benti á að fyrirtækið sem Hvammstangamenn stofnuðu í Vestmannaeyjum gæti tekið þátt í að kaupa kvóta sem Vestmanna- eyjarbær nýtti sér forkaupsrétt á. í gegnum það gæti Hvammstangi eignast aukinn kvóta frá Eyjum. Þjóðverji hugðist ganga frá Kötlutanga að Melrakkasléttu Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kötlutangi Slökkt á neyðarsendinum BJÖRGUNARSVEITARMENN hafa fundið Björn Mayer við Rjúpna- fell. A myndinni er Meyer að ganga frá farangri sínum á sleða björg- unarsveitarmanna og slökkva á neyðarsendi sínum. Bæjarráð Akureyrar tók tilboð SH fram yfir tilboð ÍS Þriðjungur starfsemi SH flyzt norður í sumar Akureyri. Morgunblaðið. JÓN Ingvarsson, stjómarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að þriðjungur starfsemi SH, eða um 30 störf, verði fluttur til fHwgnitfelaMfe Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun veita lesendum sínum þá þjónustu fram til 10. febrúar, að taka á móti spurningum þeirra um skattamál. Embætti Ríkisskattstjóra hefur fallizt á að svara spurn- ingum lesenda. Nauðsynlegt er, að þær séu skýrt orðaðar og nafn og heimilisfang fylgi. Lesendur geta hringt til rit- stjómar Morgunblaðsins milli kl. 10 og 11 árdegis frá mánu- degi til föstudags. Akureyrar í sumar, á tímabilinu júní til ágúst. Önnur starfsemi sem fyrir- tækið lofaði 1 tilboði sínu um eflingu atvinnulífs á Akureyri verður sett á laggirnar á næstu mánuðum. Bæjarráð Akureyrar ákvað í gær- morgun að taka tilboði SH um at- vinnuuppbyggingu á Akureyri gegn því að fyrirtækið fari áfram með sölu á afurðum Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Meirihluti Framsóknar- flokks og Alþýðufiokks náði saman um málið í fyrrinótt eftir að fram- sóknarmenn ákváðu að gefa eftir, en þeir voru hlynntir því að íslenzkar sjávarafurðir yrðu fyrir valinu sem sölufyrirtæki ÚA og höfuðstöðvar þeirra flyttust til Akureyrar. Alþýðu- flokkurinn stóð hins végar fast á því að SH ætti áfram að fara með söluna. Nýr meirihluti gat myndazt Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins könnuðu framsóknarmenn þann möguleika í fyrrakvöld að ná saman við Alþýðubandalagið um að greiða atkvæði með SH. Þar fengu þeir hins vegar afsvar og við blasti að nýr meirihluti gæti myndazt í bæjarstjóm. Jakob Bjömsson, bæj- arstjóri og oddviti framsóknar- manna, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ljóst hefði verið að meirihluti var ekki fyrir ÍS í bæjar- stjóminni og hefðu framsóknarmenn þá frekar tekið þann kost að gefa eftir en að sitja eftir valdalausir, enda hefði verið ljóst að SH yrði hvort sem var fyrir valinu. Viðræður munu nú hefjast milli Akureyrarbæjar og SH um tilhögun flutnings starfsemi til bæjarins. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags lagði til á bæjarráðs- fundinum að fulltrúar allra flokka tækju þátt í þeim viðræðum, en meirihlutinn telur ekki ástæðu til þess. Sölu frestað, en ekkert útilokað Bæjarráð ákvað jafnframt að fresta ákvörðun um sölu á hlutabréf- um bæjarins í ÚA, að hluta eða í heild. í samtölum Morgunblaðsins við bæjarfulltrúa kom þó fram að enginn þeirra útilokar að ráðizt verði í sölu á hlutabréfum er fram líða stundir. ■ Völdum SH/12 Varðfrá að hverfa eftir 30 kílómetra Fagradal. Morgunblaðiö. BJÖRGUNARSVEITARMENN úr Víkveija í Vík í Mýrdal og Lífs- björg úr Álftaveri voru sendar af stað til leitar í gærmorgun vegna kalls sem borist hafði úr neyðarsendi. Barst merkið um níuleytið í gærmorgun en ekki var vitað hvaðan sendingin kom. Þó var talið líklegt að hún kæmi frá þýsk- um ferðamanni, Birni Mayer, sem lagt hafði af stað frá Kötlutanga á miðvikudagsmorgun. Þegar búið var að miða send- inguna út voru sendir af stað 20 manns með vélsleða og snjóbíl en ekki kom til langrar leitar því maðurinn fannst fljótlega heill á húfi eftir að hafa skotið upp neyð- arblysi sem björgunarsveit- armenn sáu. Hafði Mayer ætlað sér að ganga þvert yfir landið og enda við Rifs- tanga á Melrakkasléttu. Hann hafði þó ekki komist lengra en að Rjúpnafelli rétt ofan við Haf- ursey rúmlega 30 km göngu þar sem hann lenti í slæmu veðri að- faranótt fimmtudags. Að sögn Mayers hafði hann ætlað að grafa sig í fönn en hvergi fundið nógu djúpan snjó, því snjór er mjög Htill á þessu svæði, ca hálfur metri þar sem hann er dýpstur. Tók hann þá til bragðs a ð tjalda en tjaldið fauk ofan af honum í gærmorgun. Varð hann fljótt blautur og hrakinn og kveikti á neyðarsendi. Farið var með manninn til Vík- ur og hlúð að honum. Var hann við góða heilsu en mjög þreyttur og hræddur. Hafði Björn hugsað sér að vera mánuð í leiðangrinum og hafði tryggt sig sérstaklega kæmu upp þær aðstæður sem raun varð á. A síðasta ári dvaldi hann í þrjár vikur við svipaðar æfingar í Nor- egi en að sögn Björns voru að- stæðurnar mjög ólíkar hvað veð- urfar snerti. Hér væri miklu harð- ara veður. Hann hyggst þó ekki leggja í aðra göngu að svo stöddu og eftir að búið verður að taka af honum skýrslu hjá lögreglunni í Vík í dag fer hann til Reykjavík- ur. Brotist inn í Bústaðakirkju Aðkoman ömurleg BROTIST var inn í safnaðarheim- ili Bústaðakirkju í fyrrinótt og segir séra Pálmi Matthíasson sóknarprestur að allt hafí verið á rúi og stúi í kirkjunni þegar starfs- menn komu til vinnu í gærmorg- un. Segir hann einnig að margir hafí klökknað við aðkomuna því fólki þyki vænt um kirkjuna sína. „Aðkoman var vægast sagt ömurleg. Hurðir höfðu verið spenntar upp, skápar brotnir og sturtað úr öllum hillum. Þetta lá allt í einni kös á gólfinu," segir séra Pálmi. „Menn hafa greinilega verið að leita að einhveiju, en fjármunir eru aldrei geymdir í kirkjunni, frekar en öðrum." Að Pálma sögn var stolið hljómflutningstæki, gít- ar og þráðlausum símum, svo dæmi séu tekin en ávísanir látnar eiga, sig. „Eg geri mér enga grein fyrir því hversu mikið tjónið er fjár- hagslega en það þarf að skipta um tíu hurðir og hurðarkarma og fjölda húsgagna, meðal annars þrjú skrifborð sem eru alveg ónýt.“ Að Pálma sögn stóð til að setja öfluga þjófavöm í kirkjuna áður en innbrotið varð og búið að ganga frá samningum þar að lútandi. Var farið í það að setja það upp strax í gærmorgun. ÁrniSigfússon Lækkunin sýndar- mennska ÁRNI Sigfússon, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjóm, kall- aði 5% lækkun þóknunar til borg- arfulltrúa sýndarmennsku á fundi borgarstjómar í gær. Benti Ámi á að nefndum á vegum borgarinn- ar hefði fjölgað vemlega á kjör- tímabilinu og að þóknun fyrir hvem fund væri 5.340 krónur. Sem dæmi nefndi Ámi spamað- amefnd, sem ætlað er að fínna leiðirtil hagraeðingar í borgarkerf- inu. Sé henni ætlað að skila tillög- um fyrir 1. maí og því megi gera ráð fyrir mörgum fundum. Lækk- un þóknunar til borgarfulltrúa nemur 2.650 krónum á mánuði og segir Ámi að ekki þurfí að sitja nema hálfan fund til þess að vinna gegn lækkuninni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagðist í svari sínu ekki hafa gert sér grein fyrir því að svo mikið væri greitt fyrir nefndarsetu og að full ástæða væri til að athuga hvort ekki ætti að setja á fót þóknunamefnd til að fara yfír slík mál hjá borginni. Þá yrði jafnframt kannað hvort ekki væri hægt að sameina nefnd- ir með því markmiði að fækka þeim. Enn hættu- ástand á ísafirði ALMANNAVARNANEFND á Isafírði hefur enn ekki aflétt hættuástandi vegna snjóflóða- hættu á ísafírði og í Hnífsdal. Þeir íbúar sem þurftu að yfírgefa hús sín á þessum stöðum á mánu- daginn hafa því enn ekki fengið að fara heim til sín. Hættuástandi var aflýst í gær á Flateyri og í Mosvallahreppi, og einnig hefur hættuástandi verið aflýst í Súðavík og á Siglufírði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.