Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breytingar vegna inngöngu Svía og Finna í ESB Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins fjallar um öryggi við heita potta Allir öryggislokar verða teknir út RANNSÓKNASTOFNUN bygg- ingariðnaðarins, RB, ætlar að gera úttekt á öllum þeim öryggislokum sem til eru á markaðnum og notað- ir við heita potta. Að sögn Óla Hilmars Jónssonar, deildarstjóra hjá RB, verða gæði allra loka könnuð og upplýsingar um þá síð- an gefnar út. íslenskir rofar uppfylla kröfur Óli Hilmar segir að til séu rof- ar, sem séu í lagi, það þurfi bara að þrengja hringinn um þá og fullvissa sig um gæði þeirra. Þá segir hann að íslenskir uppfmn- ingamenn hafi haft samband við RB og ýmis teikn séu á lofti um að íslensk framleiðsla uppfylli kröfur sem gera þurfi og sé bæði hagkvæm og örugg. Hann segir að slysið á Flúðum um sl. helgi, þegar tæplega tveggja ára stúlka féll ofan í heitan pott með um 70 gráða heitu vatni í, ýti undir að verkið verði klárað og segir stefnt að því að upplýsingarnar liggi fyr- ir í mars eða apríl. Umgengni og frágangur skiptir miklu máli Óli Hilmar segir að við flesta heita potta sé tvöfalt öryggiskerfí en til að þau virki þurfi þau að vera rétt tengd og rétt frá þeim gengið. Öil kerfí geti bilað ef ekki er rétt frá þeim gengið, sama hversu góð þau séu. Þá segir hann að ekki sé mein- ingin að skella einhverri skuld á einn eða neinn með þessari vinnu, markmiðið með henni sé einfald- lega að reyna eins og hægt sé að minnka hættuna sem getur stafað af heitum pottum. Þá segir hann að reynt verið að hafa samvinnu við pottaframleiðendur. ÖRYGGISLOKINN sem var á potti þeim er tæplega tveggja ára stúlka féll ofan í við Asabyggð á Flúðum um síðustu helgi. Nýbúið að breyta byggingarreglugerð Skipulag ríkisins semur bygg- ingarreglugerðir, Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins segir að á miðju síðasta ári hafi ákvæðum byggingarreglugerðar um heita potta verið breytt. Þar komi fram að sækja þurfi um leyfi byggingar- nefndar til að útbúa eða byggja sundlaugar, heita potta eða laug- ar. Síðan segi að heitir pottar á lóðum íbúðarhúsa og sumarbú- staða skuli annaðhvort útbúnir læsanlegu loki til að hylja þá þeg- ar þeir séu ekki í notkun eða afg- irtir með 0,9 metra hárri girðingu sem lítil börn komist ekki í gegn- um og sjálflokandi hliði sem lítil börn geti ekki opnað. í reglugerðinni sé ekkert um blöndunartæki eða tæknilegan út- búnað á pottunum. Hins vegar geti byggingamefnd viðkomandi svæðis sett frekari reglur um ör- yggisráðstafanir, telji hún öryggi bama eðá" annarra ekki tryggt. „Það má segja að þetta ákvæði hafi verið sett inn að fenginni reynslu og það er tiltölulega nýtil- komið,“ sagði Stefán. Aðspurður um hvort til greina kæmi að byggingarreglugerð yrði hert eða gerð afturvirk, þ.e. að eigendum eldri potta yrði gert að bæta úr öryggisatriðum, sagði Stefán að starfandi væri sérstök nefnd, sem Skipulag ríkisins, Slysavarnafélag íslands og fleiri ættu fulltrúa í, sem fjallaði um öryggi barna í umhverfinu og hvort og þá hvernig skuli tekið á því sérstaklega í byggingarreglu- gerð. Erfítt væri að gera reglur afturvirkar og yrði það að vera í formi tilmæla til eigenda heitra potta. Lokinn rannsakaður hjá RB Eftir að ungur maður lést af brunasárum, sem hann hlaut í heitum potti á Flúðum í maí á síð- asta ári, fór rannsóknardeild Iög- reglunnar á Selfossi fram á það við Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins að hún skoðaði sjálf- virkan stjórnloka á heitu vatni, sem rann inn á pottinn. Við um- rætt sumarhús á Flúðum var einn stjórnloki á vatni, sem rann að fjölda setkera. Um stjórnlokann átti ekki að fara heitara vatn en 45 gráður en að honum rann vatn allt að 94 gráður. Við pottinn var annar minni loki sem skynjaði hitastig frá kerinu. í skýrslu RB kom fram að þeg- ar stóri stjórnlokinn var tekinn í sundur reyndist pakkning í honum laus. Við prófun var hann stilltur á 45°C, en hleypti miklu heitara vatni í gegnum sig, þó hann hefði átt að loka fyrir rennslið. Þegar nýr hitastillir, eða heili, var settur í stjórnlokann virkaði hann sem skyldi. Átak Félags stjórnmálafræðinema Yiljum að það komist í tísku að hafa skoðanir Einar Skúlason FÉLAG stjórnmála- fræðinema hefur tekið höndum sam- an við alla stjórnmála- flokka landsins og kennara sína um átak til að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Einar Skúlason, for- maður Félags stjórnmáia- fræðinema, svaraði spum- ingum blaðamanns um átakið. - Hvers vegna þarf að auka kosningaþátttöku ungs fólks umfram aðra hópa? „Staðreyndin er sú að fólk undir þrítugu virðist ekki sjá hag sinn í því að mæta á kjörstað og hafa rannsóknir sýnt að hlut- fallslega færri undir þrít- ugu mæta á kjörstað held- ur en fólk eidra en sjötíu ára. Einnig er stór hluti ungs fólks sem mætir ekki búinn að ákveða sig áður en á kjörstað er komið og kýs því án mikillar athugunar." - Hver er tilgangurinn með átakinu? „Hann er sá að fá ungt fólk til að íhuga betur um hvað kosningar snúast og að það tengi saman kosn- ingar og velferð sína í þjóðfélaginu. Við ætlum að sýna fram á að mikil- vægt er að ungt fólk láti í sér heyra og kjósi menn inn á þing sem sinn málsvara og beijist fyrir hag þeirra. Aldursskipting þingmanna endur- speglar engan veginn aldursskipt- ingu kjósenda. Yngsti þingmaður- inn er 34 ára og sex þingmenn eru yngri en fertugir. Hins vegar er helmingur kjósenda yngri en fjöru- tíu ára. Stjómmálamenn hafa líka í gegnum tíðina verið hræddir við að skerða kjör þeirra sem eldri eru vegna þeirra ítaka sem þeir hafa í þjóðfélaginu. Það hefur bitnað á kjörum yngra fólks og ekki hefur náðst samstaða meðal þess um að beijast gegn þessu.“ - En hvereru helstu hagsmuna- mál ungs fólks? Einar sagði erfitt að fara út í fjalla mikið um þau án þess að gerast pólitískur um of en nefndi húsnæðiskerfið og lánamál sem dæmi. „Það er erfiðara fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði en var áður. Með námslán á bakinu að loknu námi er t.d, erfítt að safna sér því ijármagni sem þarf til að hella sér út í húsnæðiskaup. Frá 1980 hafa kjör ungs fólks farið versnandi miðað við aðra ald- urshópa. Á þessum tíma hafa bamabætur og vaxtabætur verið skertar, námslán gerð óaðgengilegri o.fl.“ - En afhverju stend- ur ungt fólk ekki sam- an? „Það er eins og margt ungt fólk geri sér ekki grein fyrir því sem er að gerast og stjómmál eru á bannlista hjá mörgum. Svo er'u þeir sem hafa ákveðnar skoðanir í stjórnmálum ekki vinsælir. Fyrirmyndir ungs fólks hafa gjaman verið skoðana- lausar um önnur mál en tísku og klæðaburð. Þessu viljum við breyta, við viljum að það komist í tísku að hafa skoðanir." - Hvernig ætlið þið að fara að því að breyta þessu? „Við ætlum að gefa út upplýs- ingarit sem hjálpar fólki að móta sér skoðanir. Eftir lestur þess á að fást betri skilningur á kerfínu. Menn hafa ekki gert mikið af því að útskýra það, ekki nema stjórn- málaflokkamir sem hafa þá gert ► EINAR Skúlason fæddist í Kaupmannahöfn 22. september 1971. Hann Iauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vik árið 1991 og hefur stundað nám í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands frá 1993 og er formaður Félags sljórnmála- fræðinema. Sambýliskona Ein- ars er Heiður Reynisdóttir. það í þeim tilgangi að veita upplýs- ingar í eigin þágu. Það hefur vant- að hlutlausa kynningu. Ritið kemur út í lok febrúar í 35 þúsund eintök- um og því verður dreift til allra landsmanna á aldrinum 18 til 25 ára. í blaðinu verða stutt yfírlit yfír stefnumál hvers flokks, yfír- heyrsla yfír formönnum/forystu- mönnum flokkanna, grein um helstu atriðin í stjómskipun ís- lands, grein um hvemig landið skiptist í kjördæmi og hvemig kosningakerfíð virkar, grein um flokkakerfíð á íslandi, leiðbeiningar um útfýllingu á kjörseðli, auk ann- ars efnis. Við vinnslu blaðsins hefúr það verið haft í huga að flestir í les- endahópnum hafa takmarkaðan áhuga á stjómmálum og því verð- ur reynt að hafa framsetningu aðgengilega og aðiaðandi, texta stutta og ekki farið út i flóknar umræður um illskiljanlega hluti." - Hvernig verður ritinu fylgt eftir? „Við ætlum að halda opinn kosningafund í Háskólabíói 11. mars. Þar munu formenn og for- ystumenn allra flokka koma fram, halda stutta tölu og svara fyrir- spurnum. Við viljum líka koma á stuttum fram- boðsfundum í fram- haldsskólum og á vinnu- stöðum. Einnig ætlum við að fylgja málinu eft- ir með greinaskrifum á opinberum vettvangi. Þá höfum við áhuga á að opna upplýsingaskrifstofu eftir að blaðið kemur út þar sem fólk getur nálgast stefnuskrár flokk- anna og ýmsar aðrar upplýsingar því við höldum að fólk veigri sér við að labba inn á kosningaskrif- stofur flokkanna og teljum að full þörf sé á slíkri skrifstofu. Með því móti erum við einnig að markaðs- setja okkur sjálf sem stjórnmála- fræðinga og sýna fram á hvaða gagn við getum gert með því að miðla upplýsingum til fólks.“ Einar segir að um 25 stjórn- málafræðinemar taki þátt í átak- inu með fulltingi kennara sinna og fá þeir vinnu sína metna til eininga í náminu. Upplýsingariti dreift til allra 18 til 25 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.