Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Áburðarverksmiðj an Landsbréf taka við rekstri lífeyrissjóðsins LANDSBRÉF og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins undirrituðu í gær samning um að Landsbréf tækju við öllum rekstri sjóðsins öðrum en greiðslu lífeyris. Sjóðurinn hefur hingað til verið í höndum Áburðarverksmiðj- unnar. Heildareignir hans eru alls um 460 milljónir króna. Fram kemur í frétt frá Landsbréf- um að með auknu úrvali verðbréfa og hraðari breytingum á fjármagns- markaði svo og opnun markaðarins gagnvart erlendum fjárfestingum megi búast við að lífeyrissjóðir leiti í auknum mæli til verðbréfafyrir- tækja um að taka að sér heildarum- sjón með rekstri. Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar er fjórði líf- eyrissjóðurinn sem Landsbréf hafa umsjón með. Auk þeirra annast Landsbréf fjárfestingar og umsýslu fyrir nokkra aðra sjóði. Þá segir að með því að nýta kosti samreksturs og stærðarhagkvæmni geti Lands- bréf veitt þjónustu á góðum kjörum sem geri sjóðunum kleift að spara verulega í rekstri sínum auk þess sem þeir njóti aðgangs að sérfræði- þekkingu sérhæfðra sjóðsstjóra við ávöxtun eigna. Að sögn Steingríms V. Haralds- sonar, formanns stjómar lífeyris- sjóðsins, er ljóst að glæfralegar fjár- festingar fýrrverandi starfsmanns sjóðsins muni valda tugmilljóna tjóni. Þetta hefði starfsmaðurinn gert án heimildar og vitundar stjómar. Það mál hefur verið í höndum rannsókn- arlögreglu ríkisins sem hefur sent málið til saksóknara§mbættisins. Vextir hækkaðir í Bandaríkjunum Washinglon. Reuter. BANDARÍSKI seðlabankinn hækk- aði vexti í gær í sjöunda sinn á einu ári til þess að hægja á vexti og Jtoma í veg fyrir verðbólgu. Ákvörðunin varð til þess að bank- ar hækkuðu lánsvexti um hálft pró- sent í 9 og nokkrir þingmenn og kauypsýslumenn töldu hækkunina of harkalega. Hún muni bitna á lántakendum, allt frá notendum bankakorta til lítilla fyrirtækja. Bankinn ákvað að hækka for- vexti í 5 1/4% úr 4 3/4% og milli- bankavextir verða einnig hækkaðir um hálft stig í 6% Þeir vextir hafa ekki verið hærri í tæp 4 ár og em tvöfalt hærri en fyrir ári, þegar vaxtahækkanirnar hófust. Hækkun í London í London voru vextir hækkaðir um hálft stig í 6.75 tii þess að halda verðbólgu í skefjum. Búizt hafði verið við ákvörðun- inni, sem var tekin á mánaðarlegum fundi Kenneths Clarkes fjármála- ráðherra og Eddie George, banka- stjóra Englandsbanka. 1889. FÆÐING HITLERS NOSTRADAMUS FYRIRTÆKI TENGD BYGGINGARIÐNAÐI Markaðshlutdeild 1993 skv. skýrslu Samkeppnisráðs Byggingavöru- verslun_______ ^lúsasmiðjan hf. H , BYKO hf. Onnur fyrirtæki Steypuframleiðsla Sements- á höfuðborgarsvæði framleiðsla B.M. Vallá hf. Sleypu- stöðin hf. Rekstrarfél. Hraun hf. Málningarframleiðsla Efnaverksmiðjan Sjöfn hf. Málning hf. Slippfélagið í Reykjavíkhf. Harpa hf. Gleriðnaður Glerborg hf. Samverk hf. íspan hf. Önnur fyrirtæki °) !a « SSs' 0)0)0) -V: C: ,co ,*s *2 9* H to j.. . .. 5§ j nýútkominni skýrslu Samkeppisráðs um stjórnunar- og eigna- tengsl í atvinnulífinu er að finna ýmsar upplýsingar um markaðs- hlutdeild fyrirtaekja í byggingariðnaði og tengdri starfsemi. Þar kemur fram að á árinu 1993 voru 115 fyrirtæki í byggingarvöru- verslun en tvö þeirra eru langstærst, þ.e. Byko og Húsasmiðjan, með um helminginn af markaðnum. Málningarframleiðsla skiptist aftur á móti nokkuð jafnt á fjórar verksmiðjur sem aftur eiga í samkeppni við innflutning. Nam innflutningur um 300 milljónum árið 1993. í gleriðnaði voru 16 fyrirtæki árið 1993 en þrjú þau stærstu voru í samsetningu einangrunarglers. í steypusölu voru þrjú fyrirtæki árið 1993 en Rekstrarfélagið Hraun er nú horfið af markaðnum. Sementsframleiðslan er öll í höndum ríkisins, hjá Sementsverksmiðjunni hf. Bankar Gjaldeyris- þóknanir al- menntfelld- ar niður ÍSLANDSBANKI ákvað strax í hádeginu í gær að fella niður sér- stakar þóknanir af seldum gjald- eyri með sama hætti og Lands- bankinn. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur ríkt nokkuð misræmi í innheimtu á gjaldeyris- þóknun milli viðskiptavina bank- anna. Mörg stærri fyrirtæki höfðu fengið hana fellda niður eða lækk- aða meðan smærri fyrirtæki og einstaklingar þurftu að greiða hana að fullu. Búnaðarbankinn næstur Landsbankinn ákvað að eyða þessu misræmi og felldi þóknun- ina niður í gær. Áður hafði fjár- málaráðuneytið úrskurðað að bönkunum væri í sjálfsvald sett hvort og hvenær þeir innheimtu þóknunina. Búnaðarbankinn mun einnig fella niður gjaldeyrisþóknanir en þar verður þó ekki gengið jafn langt og hjá Landsbankanum, samkvæmt upplýsingum bankans. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. hyggst endurnýja rækjuvinnslu sína Fyrirhugað að auka hlutafé um 50 milljónir FISKIÐJU S AMLAG Húsavíkur hf. hefur um skeið haft í undirbún- ingi að auka hlutafé sitt um a.m.k. 50 milljónir króna til að fjármagna endurnýjun á rækjuvinnslu félags- ins. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þegar hefði verið leitað til afmarkaðs hóps hluthafa í fé- laginu. Þá hefðu farið fram við- ræður við Kaupþing Norðurlands hf. um sölu á hlutafé til nýrra aðila. Hjá Fiskiðjusamlaginu er í und- irbúningi að flytja rækjuvinnsluna í hús félagsins við höfnina sem áður var nýtt undir saltfiskvinnslu. Sú vinnsla hefur verið aflögð vegna samdráttar í kvóta. „Þetta hús hentar mjög vel fyrir þessa starfsemi. Um leið og við flytjum ætlum við að endurnýja tæki og búnað að hluta til. Jafnframt þurf- um við að byggja nýja frysti- geymslu því við erum orðnir tölu- vert aðkrepptir með frystirými. Það hefur orðið sú breyting að frystigeymslur eru orðnar fullar af frosnu hráefni, bæði iðnaðar- rækju og þorski,“ sagði Tryggvi. Áætlað er að rækjuvinnslan verði flutt í nýju húsakynnin í ágúst. Um leið mun verksmiðjan yfirtaka tilraunastarfsemi ís- lenskra sjávarafurða í að pakka rækju í neytendaumbúðir. Bati í afkomu í fyrra SklÐAÚTSALAÍSfe1 ELDRI ARGERÐIR AF SKIÐUM OG SKÍÐAVÖRUM Á FRÁBÆRU VERÐI Ódýrir skíðapakkar, barna, unglinga og fullorðinna Skíði barna verð frá kr. 4.900 Skíði unglinga verð frá kr. 6.900 Skíði fullorðinna verð frá kr. 8.900 Skíðaskór barna verð frá kr. 3.300 Skíðaskópokar verð frá kr. 1.190 Leðurskíðahanskar verð kr. 970 Skíðahúfur verð frá kr. 350 Skíðapokar verð frá kr. 1.900 Skíðasokkar verð frá kr. 690 Bakpokarverð frá kr. 1.290 ittistöskur verð frá kr. 590 kíðalúffur verð frá kr. 49Ö yo/y Big Foot tilboð kr. 6.900. Verð áður 12.500. Símar: 35320 & 688860, Ármúla 40,108 R.vík. Odýrir, vandaðir DYNASTAR skíðagallar: Barnastærðir 6-16 ára, litir; blár, lilla og svartur. Verð kr. 5.200. Stgr. 4.940. Dömustærðir, litir; grænn, burgundy og blár. Herrastærðir, litir; dökkblár, svartur og burgundy. Verð 7.300. Stgr. 6.935. M Æ . l/erslunm Talsverður bati varð á afkomu Fiskiðjusamlags Húsavíkur fyrstu átta mánuði sl. árs frá árinu 1993 vegna mikillar lækkunar fjár- magnsgjalda. Nam hagnaður tímabilsins 30 milljónum saman- borið við tæplega 12 milljóna tap allt árið 1993. Eigið fé félagsins var í lok ágúst orðið jákvætt um 37,5 milljónir þannig að eiginijár- hlutfall var 6,45%. Reikningsári félagsins hefur verið breytt frá því að vera almanaksárið og í það að spanna kvótaárið. Auk endurnýjunar rækjuvinnslu hefur verið ákveðið að sameina Fiskiðjusamlagið, íshaf og Höfða þann 1. september 1996. Fram að þeim tíma verður unnið að því að styrkja eiginfjárstöðu Fiskiðju- samlagsins, lengja eldri lán og skuldbreyta til að bæta lausafjár- stöðu fyrirtækisins. Húsavíkurbær á um 54% hlutafjár í Fiskiðjusam- laginu. Hins vegar eiga Húsavík- urbær og Fiskiðjusamlagið sam- eiginlega 65,7%% hlut í Ishafi og 87,5% hlut í Höfða. Sjábu hlutina í víðara samhengi! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.