Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 17 ERLEIMT Flóðin í Hollandi 1953 rifjuð upp Hafrót sprengdi stíflugarða HOLLENDINGUM eru ofarlega í huga flóðin í febrúar árið 1953 er 1835 manns drukknuðu. Flóðin fóru yfir Um einn sjötta hluta landinss og ollu gífurlegu tjóni. Fjárhagur Hollands var hjarna við í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síð- ari og óttuðust menn mjög að hann myndi nú hrynja. Svo fór þó ekki enda barst mikil hjálp til Hollendinga hvaðanæva að. Hófst m.a. fjársöfnun hérlendis og voru seld yfirstimpluð frímerki til styrktar Hollendingum. Aðfaranótt 1. febrúar 1953 brustu varnargarðar í Zeeland, sem er í vesturhluta landsins. Mikið fárviðri geisaði þá í norð- vesturhluta Evrópu og æddu geysilegar flóðbylgjur á land í Hollandi og Bretlandi, þar sem einnig varð mikið manntjón. Minna tjón varð í Belgíu og Frakklandi. í fréttum Morgunblaðsins af þessum atburðum segir að hafrót- ið hafi sprengt stíflugarðana á íjölmörgum stöðum og sjórinn flætt óhindrað yfir stór land- svæði. Eyjar undan Hollands- ströndum hurfu með öllu í flóðun- um og varð mest manntjón þar og í sveitum. Fleira fólki tókst að bjarga lífi sínu í borgum og bæjum. Fólk klifraði upp á þök húsa eða upp í tré en fjölmargir létu síðar lífið er brimið gróf und- an húsum og felldi trén áður en tókst að koma öllum til bjargar. Þá fórust ijölmörg skip, aðallega bresk og hollensk. Blaðamaður Morgunblaðsins, Sverrir Þórðarson, fór á flóða- svæðin ásamt Guðna Þórðarsyni, 16 síður iOiV0vmíblaíii!í> 27. il.1 ' l>. iAJuilnRUr 3. fcbri'iHr Iftúlt Prmtnllb Utr|nnblillilai Hundruð manna haía farizt í flóðun- um í Vestur-Evrópu r heyrzt tsB 200 brezk ‘togara, semvoru á veið- Eisenhower kallar 7. floí- ann bandaríska írá Formésu|Ekkeat hefur hevrzt ti! 200 brezkra yJ V n/. V | 4f. 4’f*n|ur lb( - bii*J«MlA|W’ 14 í.ti.Á.f »*iJL PinIhnIIIi MnrtunHnMnt Fréttamaður Morgunblaðsins segfr irá: Heimsókn á „daiiðaeyjuna“ Qverflakkee Ostaðíestar fregnir iim 3 landgöngu þjóðemissmnft eviiuuhdð Kína blaðamanni á Tímanum, og er- lendum blaðamönnum og lýsti hann aðkomunni á „dauðaeyj- unni“ Overflakkee í þriggja síðna grein sem birtist daginn eftir heimkomu hans. Sverrir segir að um dagsferð hafi verið að ræða og að enginn tími hafi gefist til að liggja yfir frásögninni, svo mikið lá á að birta hana. „Aðkom- an var auðvitað skelfileg og ég hafði aldrei séð neitt slíkt fyrr, ungur maðurinn. Ég man það snart mig djúpt að sjá hversu hrikalegar slíkar náttúruhamfarir geta orðið og eyðileggingin og dauðinn sem þeim fylgja,“ segir Sverrir. í greininni segir m.a.: „Fyrir neðan okkur lá þessi litli bær, og yfir honum hvíldi óhugnanleg kyrrð, sem þó var öðru hvoru rof- in af tifi í vélbátum og bílum.... Hvarvetna var hvers konar rekald og í sumum húsanna gat maður séð út um hvaða glugga fólkinu hafði verið bjargað, er þeim barst hjálpin, því gluggarnir stóðu opn- ir og gluggatjöldin flöksuðust út um þá.“ Echtcld í Hollandi. Reuter. Flóðin virðast í nokkurri rénun og frekari úrkomu ekki spáð næstu daga Hætta ekki liðin hjá í Hollandi HÆTTAN á frekari flóðum í Hol- landi er ekki liðin hjá þó að svo virðist sem flóðin í suður- og aust- urhlutanum séu í rénun, rétt eins og nágrannalöndunum, Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi. Enn liggair þó mikið vatn að varnar- görðunum og því hætta á að þeir láti undan. Hluti þeirra sem yfir- gefa þurftu heimili sín fyrr í vik- unni, fékk að snúa til síns heima í gær og margir reyndu að kom- ast inn á þau svæði sem enn eru lokuð allri umferð. Hundruð hermanna og sjálf- boðaliða hafa unnið við að styrkja varnargarðana og svo virðist sem það hafí tekist að mestu. Talsmað- ur innanríkisráðuneytisins varaði þó í gær við því að of snemmt væri að segja að hættan væri liðin hjá. Sólskin var í gær í Hollandi og belgískar og franskar veður- stofur spáðu því að veður héldist þurrt á næstunni. íbúar í Limburg fengu í gær að snúa aftur en mun fleiri reyndu að komast til síns heima á flóða- svæðunum til að bjarga verðmæt- um, gefa skepnum o.þ.h. Eldri maður sagðist vilja komast heim þar sem hann hefði gleymt um 40.000 gyllinum þar, sem svarar til 1,2 milljóna króna. Þung umferð var á leiðinni til hættusvæðanna og umferðaröng- þveiti er reynt var að hamla för fólksins. Ekki gróðurhúsaáhrif Ótti manna við að flóðin séu til marks um aukin gróðurhúsaáhrif er ekki á rökum reistur, að mati breskra og svissneskra sérfræð- inga. Andrew Goudie, landfræð- ingur við Oxford-háskóla, efast um að kenna megi gróðurhúsa- áhrifunum um flóðin. Ofgar í veð- urfari séu vel þekkt fyrirbæri langt aftur í tímann, t.d. hafi orðið geysileg flóð á síðustu öld. Menn leiti nú að sökudólgi. Ef mikið eld- gos hefði til dæmis orðið nokkrum mánuðum fyrir flóðin hefði því án efa verið kennt um. Þingmaður myrtur í Rússlandi RÚSSNESKI þingmaðurinn Sergej Skorotsjkín fannst látinn í gær eftir að honum hafði verið rænt seint í fyrrakvöld þegar hann kom út af kaffihúsi í heimabæ sínum Zarajsk skammt frá Moskvu. Hann komst í frétt- ir í fyrra þegar hann skaut glæpaforingja frá Georgíu, sem haft hafði í hótunum við hann, og særði saklausan vegfarenda til ólífis í fyrravor. Lögregla úr- skurðaði að valdbeitingin hefði verið réttlætanleg. Lögreglan fann lík Skorotsjkín, sem hafði verið skotinn í höfuðið. Pleasance látinn BRESKI leikarinn Donald Pleas- ance lést í fyrrakvöld á heimili sínu í St. Paul de Vence í Frakk- landi á 76. ald- ursári. Hann þótti trúverð- ugur í hlut- verki geðsjúkl- inga og glæpamanna í fjölda Hollywood- mynda. Hóta Noregi viðskipta- þvingunum ÍRANIR hótuðu í gær að beita Norðmenn viðskiptaþvingunum létu þeir ekki af fjandskap sínum 5 garð íslams, að sögn útvarpsins í Teheran. Éru þetta viðbrögð við þeirri ákvörðun Norðmanna að kalla sendiherra sinn í Teher- an heim til frambúðar. Ríkið styrkir reykinga- mennina 300 BRESKIR reykingamenn hafa fengið loforð um að ríkið greiði að hluta lögfræðikostn- aðinn vegna málshöfðunar þeirra gegn fimm tóbaksfyrirtækjum. Reykingamennirnir eru haldnir sjúkdómum, sem taldir eru stafa af reykingum, og þeir byggja málshöfðunina á því að tóbaks- fýrirtækin hafi ekki varað við hættunni sem stafar af reyking- um. m uteiri ÍRIM VERO mODA Laugavegi 95, Kringlunni, Akureyri, s. 21444. s. 686244. s. 27708.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.