Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 23 AÐSENPAR GREIIMAR Verslunarráð NOATUN á VÍllÍgÖtum ÓDÝR MATARKAUP ! Jón Steinar Gunnlaugsson FYRIR nokkrum dögum voru sagðar af því fréttir, að Versl- unarráð íslands hefði sent stjómarskrár- nefnd Alþingis um- sögn um fmmvarp þingflokksformanna um nýjan mannrétt- . indakafla í stjómar- skrána. í umsögninni væra gerðar alvarleg- ar athugasemdir við ákvæði 11. gr. fram- varpsins, þar sem fjall- að er um tjáningar- frelsi. Teldi Verslunar- ráðið að 3. mgr. 11. gr. fæli í sér slæma breytingu á stjómarskránni. Eða orðrétt: „Hér er um grandvallar- breytingu að ræða sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. Máls- greinin er í raun tilræði við grand- vallarmannréttindi í lýðræðisríki. Breyting þessi ein og sér er nægileg til þess að lýsa andstöðu við fram- varpið í heild." Það munar ekki um það. Stóra orðin era ekki til spörað. Svo er að sjá sem þingflokksformennirnir vilji gjörbreyta réttarástandi í land- inu tjáningarfrelsinu í óhag og taka hér á landi upp fyrirkomulag, sem sé frábragðið því sem gildir hjá öðram lýðræðisríkjum. Rétt er að líta á hvort eitthvað sé hæft í þessu. í 11. gr. frumvarpsins 2. og 3. mgr. segir svo: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Rit- skoðun og aðrar sambærilegar tál- manir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Framangreind ákvæði standa ekki í vegi því að með lögum má setja tjáningarfrelsi skorður í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæ.ði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra." Fyrri hluti ákvæðisins (2. mgr.) er sambærilegur við núgildandi kvæði stjómarskrárinnar um prent- frelsi, nema að því leyti, að tjáning- arfrelsið verður nú ekki lengur bundið við prent og auk ritskoðunar er nú talað um „aðrar sambærileg- ar tálmanir“. Báðar þessar breyt- ingar auka vernd tjáningarfrelsis. Það sem veldur hinum stóru orðum Verslunarráðs er síðari hlutinn (3. mgr.). Telur ráðið að þar sé verið að „opna fyrir ritskoðun bakdyra- megin“. Þetta er skrítin kenning sem fær engan veginn staðist, þar sem í fyrri hlutanum er lagt fortaks- laust bann við ritskoðun. Tekið skal fram að með banni við ritskoðun og öðram sambærilegum tálmunum á tjáningarfrelsi er átt við að ekki megi setja reglur um að maður þurfí að leita opinbers leyfís fyrir fram til að mega tjá sig. Þetta er hin viðtekna skýring á hugtakinu ritskoðun. Alveg er ljóst skv. fram- varpinu áð slíkar takmarkanir á tjáningarfrelsi verða bannaðar. Þrátt fyrir bann við ritskoðun hafa allar siðaðar þjóðir í gildi reglur sem takmarka tjáningarfrelsi á borð við það sem lagt er til í 3. mgr. 11. gr. frumvarpsins. Nefna má fjöl- mörg dæmi um þetta. Hér verða nokkur að duga: Menn verða að virða höfundarrétt annarra, mann- orð þeirra, æru og rétt til friðhelgi einkalífs eftir því sem lög ákveða. í lög eru líka sett ákvæði um bann við klámi, auglýsingum á tóbaki og áfengi o.fl. (hvað sem mönnum kann að fínnast um þessi bönn efnislega). Menn geta brotið gegn öryggishagsmunum ríkisins með því að birta opinberlega vitneskju sína um málefni sem þá varða. Margt fleira mætti nefna. Tilgangur tjáningarfrelsis er ekki sá að leyfa mönnum vítalaust að skerða hagsmuni, sem þannig njóta lögvemdar. Svona takmarkanir era alls staðar í gildi hjá þeim ríkjum sem veita tjáningar- frelsi stjórnskipulega vemd og eiga ekkert skylt við ritskoðun. í Mann- réttindasáttmála Evrópu eru sam- svarandi takmarkanir tíundaðar. Takmarkanimar þar era raunar víð- tækari en í frumvarpi formann- Tilgangur tj áningar- frelsis er ekki sá að leyfa mönnum vítalaust að skerða hagsmuni, sem þannig njóta lögvemdar, segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Svona takmarkanir eru alls staðar í gildi hjá þeim ríkjum sem veita tján- ingarfrelsi stjómskipu- lega vemd og eiga ekk- ert skylt við ritskoðun. anna. Og þær hafa_ auðvitað líka verið í gildi hér á íslandi, þó að ekki hafí verið kveðið á um efni þeirra í stjórnarskrá. Hér hafa t.d. gengið dómar sem leggja lögbann á opinbera birtingu efnis, sem skerðir rétt annarra, hvort sem til stóð að birta á prenti eða á annan hátt. Dómar ganga líka í meiðyrðamálum, svo sem öllum er kunnugt. Nú er lagt til að inn í stjómarskrána sé tekin upptalning á þeim atriðum sem geta heimilað slíkar takmarkanir. Engin slík upptalning hefur verið þar áður. Með þessu er verið að styrkja vemd tjáningarinnar. Það er meira en lítið undarlegt að sjá umsagnir á borð við þá sem Verslunarráð íslands lét frá sér fara um þetta. Þar er í versta falli um útúrsnúninga en í besta falli um vanþekkingu að ræða. Verslun- arráðið hefði getað sparað sér stóra orðin með því að lesa greinargerð- ina með framvarpinu, þar sem þetta er allt skýrt út. Að undanförnu hafa reyndar sést fleiri dæmi um hávaðasama gagnrýni á framvarp þingflokksformannanna, án þess að séð verði að hún hafí nægileg til- efni. Sýnist mér að efni, eða öllu heldur efnisleysi, gagnrýninnar sanni ágæti málstaðarins. Málið verður því vonandi drifið í gegn nú á vorþinginu. Höfuadur er hæstaréttar- lögm aður. MESTI SJÁANDI ALIRATÍMA. NOSTRADAMUS Lambalifur NU ODYRT SALTKJÖT 369.- 169c Lambahjörtu pr.kg. NÚ 349, pr.kg. 269: Bacon búðingur ÁQUB | NÚ pqvu" 499. 299.'- 433.- 369.- Lambanýru ÁÐUR I I NÚ 179.- 99 ■”* BACON SPARIPAKKNiNG mm — NÚ Dönsk lifrarkæfa :i4fitíSJCZ5ú~ J 949.- 799«. niöursneitt 399.. 1/2 Lambaskrokkar BESTU KAUPIN (Takmarkaö magn) Brir* *<*£?£* 2» 9<- 69 r 399: pr.kg. Mmidd Klippió topp og lcggiú o borð appefsmu drykhur Friskandi og svalaiuh 2 Itr. 89. 89:-" gróf MAIS KORH 1/2 dós 59.- KID'S bleiur mjúkar og rakadrægar 599.- pakkinn NOATUN NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 552 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.