Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðmundur Jó- hannesson var fæddur í Reykjavík 10. janúar 1931. Hann lést í Mos- fellsbæ 26. janúar 1995. Foreldrar hans voru Úlfhild- ur Guðmundsdótt- ir, f. 13. nóvember 1904, og Jóhannes Grímsson, f. 17. janúar 1890, d. 2. júní 1945. Guð- mundur átti tvær systur samfeðra, Guðrúnu Jóhannes- dóttur, f. 15. ágúst 1920, og Huldu Fuller, f. 29. september 1924. Hinn 12. febrúar .1955 kvæntist Guðmundur Onnu Jónu Ragnarsdóttur, f. 18. jan- úar 1937, og eignuðust þau fjðgur börn. Þau eru 1) Úlfhild- ur, f. 24. júní 1955, gift Sveini ELSKU pabbi minn er dáinn. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þú varst góður og traustur faðir. Það var alltaf gott að leita til þín, hvort sem ég þurfti á hlýjum faðmi þínum að halda eða hjálp við að gera við bflinn og allt þar á milli. Þegar ég hugsa aftur koma upp margar góð- ar minningar. Mér eru ofarlega í huga stundimar þegar við vorum að grúska saman í bflskúmum. Eg veit að þú varst stoltur af því lífsstarfi sem ég valdi og þú hefur alltaf styrkt mig í náminu, síðast kvöldið sem þú yfirgafst þennan heim. Þú gekkst með alvarlegan sjúk- dóm, sem gat hvenær sem var knú- ið dyra. Þú leist aldrei á þig sem sjúkling, enda yfirgafst þú þennan heim sæll og glaður. Elsku pabbi minn, ég mun ávallt geyma þig i hjarta mínu og segja bömunum mínum frá þér, þó að það komi aldrei í staðinn fyrir hlýja faðminn þinn. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom gætir þú líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þinn sonur, Ólafur. ★ || GífÍP plasthúðun • Fjölbreytt vandað úrval af efnum • Fullkomnar plasthúðunarvélar • Fyrirtaks verð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 624699 Val Sigvaldasyni, f. 7. september 1953, og eiga þau þijár dætur: Önnu Yri, Ingveldi og Karit- as. 2) Sigrún, f. 12 maí 1958, gift Pétri U. Fenger, f. 3. jan- úar 1956, og eiga þau þrjú börn: Úlf- hildi, Geir Torfa og Kristjönu. 3) Jó- hannes, f. 1. mars 1967, og 4) Ólafur, f. 1. maí 1969, kvæntur Önnu Björk Jónsdóttur, f. 25. febrúar 1969. Guðmundur útskrifaðist frá Vélskóla íslands 1955 og vann síðan sem vélfræðingur, fyrstu árin að mestu á sjó, en frá nóvember 1958 hjá Hitaveitu Reykjavíkur og til æviloka. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Með fáum orðum viljum við kveðja elskulegan tengdaföður okkar, sem tók okkur öllum svo opnum örmum og bauð okkur svo hjartanlega vel- komin i fjölskyldu sína. Samveru- stundimar eru okkur öllum ógleym- anlegar, því þau hjónin, Anna Jóna og Guðmundur, höfðu saman ein- stakt lag á því að skapa notalegt andrúmsloft í kringum sig. Sam- heldni þeirra og hlýja var einstök og geislaði í allar áttir. Enda þótt fjölskyldan stækkaði með árunum var alltaf nóg pláss fyrir alla, jafnt stóra sem smáa. Það skipti ekki máli hvort komið var í heimsókn í Lágholtið eða í perlu íjölskyldunnar í Mosum, alltaf var pláss og alltaf var tími og allir fengu notið sín. Guðmundur var alltaf að sýsla eitt- hvað og oftar en ekki við eitthvað smálegt fyrir bömin sín eða okkur tengdabömin. Samverstundimar með fjölskyldunni vom honum einkar hug- leiknar og mikið tilhlökkunareöú og vom oftast undirbúnar af mikilli kost- gæfni. Reyndar kvartaði hann iðulega ef honum fannst of langt um liðið að öll fjölskyldan hittist og gerði þá eitthvað í málunum. Nú er það undir okkur öllum kom- ið að viðhalda samheldni fjölskyld- unnar, sem hann nú kveður. Elsku tengdamamma, megi góður guð gefa þér þann styrk sem þarf til að sigrast á sorginni og að við getum öll í sameiningu séð Ijósið og haldið á loft minningunni um ástrikan fjölskylduföður. Anna Björk, Pétur og Sveinn. Okkur langar að þakka elsku besta afa fyrir stóra, hlýja faðminn sinn og góðu stundimar, sem eiga eftir að lifa í minningunni í sex litlum hjörtum um ókomin ár. Elsku amma, guð styrki þig í þín- um mikla missi og sorg, og huggi okkur öll með minningunni um góðan vin. Við kveðjum þig elsku afí með sálminum sem þú söngst svo oft fyrir mæður okkar í æsku. Ó, Jesú, bróðir bezti, og bamavinur mest æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Mér gott bam gef að vera og góðan ávðxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson) Anna Ýr, Úlfhildur, Ingveldur, Geir Torfi, Karitas og Kristjana. Kær vinur og félagi Guðmundur Jóhannesson er látinn. Andlátið bar brátt að fimmtudaginn 26. janúar sl. þar sem Guðmundur var staddur í góðra vina hópi á Lionsfundi f Mosfellsbæ. Guðmundur hafði lengi átt við vanheilsu að stríða en átti góð tímabil á milli og gat stundað sína vinnu. Guðmundur bar sig allt- af vel og vildi sem minnst um veik- indi sín tala en hann stóð ekki einn, því að við hlið hans í öllum erfíðleik- unum var hans góða kona og sam- heldin íjölskylda. Föður sinn missti Guðmundur árið sem hann fermdist. Hann ólst upp hjá móður sinni á Bergþórugöt- unni í Reykjavík. Guðmundur dvaldi eitt ár í Ólafsvík hjá móðurbróður sínum sr. Magnúsi Guðmundssyni. Hann sótti mikið til sr. Magnúsar og hélt góðu sambandi við allt sitt móðurfólk. í sérstöku uppáhaldi var Ólafur Guðmundsson móðurbróðir hans sem reyndist þeim Úlfhildi vel og var stoð og stytta Guðmundar í uppvextinum. Guðmundur lauk prófi frá Vél- skóla íslands 1954 og frá rafmagns- deildinni ári síðar. Vorið 1955 hóf hann störf sem vélstjóri á ms. Kötlu, skipi Eimskipafélags Reykjavíkur, þá um vorið. í nóvember 1958 var Guðmundur ráðinn til HR sem vél- fræðingur við dælustöðina að Reykj- um í Mosfellsbæ. Þréttán árum síð- ar var hann ráðinn vélfræðingur við stjómstöð HR við Grensásstöð. Þar starfaði hann til æviloka. Fyrir réttum fjörutíu árum giftist Guðmundur æskuvinkonu minni Önnu Jónu Ragnarsdóttur. Sem betur fer urðu eiginmenn okkar Önnu góðir vinir og frá fyrstu tíð hafa leiðir okkar legið saman. Minn- ingamar koma fram í hugann hver af annarri. Ég gleymi því aldrei þegar Anna vinkona mín birtist með herrann, sem hún bauð á árshátíðina í Kvennaskólanum í Reykjavík vet- urinn 1954. Þannig kom Guðmund- ur Jóhannesson inn í hennar líf og framtíð þeirra var ráðin. Ég man hve sæl þau vora með fyrsta heimil- ið í litlu kjallaraíbúðinni á Bergþóru- götu 7 eða þegar fyrsti bíllinn var keyptur og þau komu vestur í bæ til að sýna okkur Stefáni bílinn. Svona mætti lengi telja. Á Berg- þóragötunni bjuggu þau þegar dæt- umar Úlfhildur og Sigrún fæddust, en synimir Jóhannes og Ólafur bættust í hópinn eftir að þau fluttu í dælustöðina í Mosfellsbæ. Lengst hefur samt heimili þeirra staðið í Lágholti 11. Guðmundur og Anna vora samrýnd hjón og fögnuðu af hjartans einlægni hveijum áfanga sem náðist í lífsbaráttunni bæði hjá þeim sjálfum og öðram. Þau vora alltaf til staðar á hátíðarstundum í fjölskyldu okkar, svo sem afmælum, fermingum bamanna og giftingum. Þau fylgdust náið með öllum fjöl- skyidumeðlimum bæði eldri sem yngri. Ljúft er að minnast hve mik- il hlýja var í ávarpi Guðmundar til Stefáns á afmælisdegi hans í haust. Nú söknum við Stefán sárt okkar besta vinar. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Guðmund fyrir vin, þakklát fyrir hugulsemi hans og væntumþykju. Við munum varð- veita í huga okkar minninguna um ljúflinginn Guðmund og allar góðu samverastundirnar sem við höfum átt með þeim Önnu í gegnum árin á heimilum okkar, í sumarbústöðum á hinum ýmsu stöðum, t.d. á Mosum á Síðu við Villingavatn og víðar, á ferðalögum erlendis og hér heima. Fastur liður í tilverunni voru veiði- ferðir þeirra Stefáns og era ekki nema tvær til þijár vikur síðan þeir vinimir sátu saman og gerðu áætl- anir um veiðidaga sumarsins. Margt fer öðravísi en ætlað er. Stórt skarð er nú höggvið í vina- hópinn. Saumaklúbburinn, skóla- systur úr Kvennaskólanum í Reykja- vík 1950-1954, sem jafnframt er orðinn ferðaklúbbur með þátttöku eiginmanna okkar, sér nú á bak traustum félaga, fyrsta vininum í ferðahópnum sem kveður þettajarð- líf. í klúbbnum er samstilltur hópur sem ferðast hefur saman bæði inn- anlands og utan. Fyrsta ferðin var farin í Þórsmörk árið 1964. í kjölfar- ið komu nokkrar ógleymanlegar ó- byggðaferðir. Myndir frá þessum fyrstu ferðum vekja ævinlega upp ljúfar minningar. Einnig era öðra hvora dregnar fram ljósmyndir frá veiðiferðum herranna í hópnum öll- um til mikillar ánægju. Á seinni árum hefur klúbburinn ferðast meira erlendis, en í vor sem leið héldum við norður á land og var ein vinkonan heimsótt á Sauðárkrók. Ætlunin var að sigla út í Drangey en veðurguðirnir vora okkur ekki hliðhollir svo ekki varð af því. Engu að síður áttum við yndislega helgi í góðra vina hópi, granlaus um að þetta væri í síðasta sinn sem við hefðum Guðmund Jóhannesson með í för. Elsku Anna mín, þinn missir er sár og ótímabær. Megi minningin um góðan mann ylja þér á erfíðum tímum. Á kveðjustund eram við í huganum hjá þér og íjölskyldu þinni, vinkonur þínar í saumaklúbb og eiginmenn. Við Stefán kveðjum góðan vin með söknuði. Anna mín, við vottum þér, bömum þínum, tengdabömum og bamabörnum svo og móður Guð- mundar, Úlfhildi, okkar dýpstu sam- úð. Far þú í ffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gyða Guðbjörnsdóttir. Það vora venju fremur hljóðir vinnufélagar, sem mættu til vinnu hjá Hitaveitu Reykjavíkur að morgni föstudags 27. janúar sl. Ástæðan var sú, að síðla kvölds daginn áður hafði einn úr hópnum, Guðmundur Jóhannesson, orðið bráðkvaddur. Guðmundur hafði átt við langvar- andi veikindi að stríða, en miðviku- daginn 18. janúar sl. kom hann í heimsókn á vinnustað sinn, þá ný- kominn af sjúkrahúsi. Hann var hress og bjartsýnn um, að hann mundi nú fljótt koma til starfa á ný. Það fór á annan veg, eins og frain er komið. Það er dapurlegt að missa kæran vin og vinnufélaga, ekki síst þegar hann er á góðum aídri. Að loknu námi í Ingimarsskóla árið 1947 hóf Guðmundur nám í vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Héðni og lauk því með sveinsréttindum 1951. Sama vor útskrifaðist hann úr Iðnskólanum í Reykjavík. Um haustið innritaðist hann í Vélstjóra- skóla íslands og útskrifaðist úr raf- mangsdeild skólans á vordögum 1955. Á námsárum sínum sem og að námi loknu var Guðmundur til sjós á skipum Eimskipafélags Reykjavíkur, ms. Kötlu og Óskju. Á þeim árum var sá, er þessar línur setur á blað, samskipa Guðmundi og var okkur vel til vina. Guðmund- ur var góður vélfræðingur og bar mikla virðingu fyrir starfí sínu. Þá var hann einstakt snyrtimenni í allri umgengni. 12. febrúar 1955 kvænt- ist Guðmundur eftirlifandi eigin- konu sinn, Önnu Jónu Ragnarsdótt- ur. Alla tíð var mikið jafnræði og kærleikur með þeim hjónum og var IEtsíMcsœílm leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einanqrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. BYQQINQAVÖRUVERSLUN P. ÞORGRÍMSSON & GO AlKaf tli t lagmr Ármúla 29, sími 38640 GUÐMUNDUR JÓHANNESSON auðfundið, hve hlýjan hug hann bar til konu sinnar. Haustið 1958 réðst Guðmundur til starfa við dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur að Reykjum í Mosfells- sveit. Guðmundur bast sveitinni sterkum tryggðaböndum og kaus að búa þar áfram, þótt starfsvett- vangur hans flyttist til borgarinnar. Reistu þau hjón sér hús á Lágholti 11 og hafa búið þar síðan. Guð- mundur og Anna eignuðust fjögur böm: Úlfhildi, sem er gift Sveini Val Sigurðssyni, Sigrúnu, sem er gift Pétri U. Fenger, Jóhannes, sem er ókvæntur og Olaf, sem er kvænt- ur Önnu Björk Jónsdóttur. Barna- bömin eru orðin sex. Guðmundur var félagslyndur maður og átti gott með að blanda geði við fólk. Hann naut þess að vera í góðra vina hópi og tók virkan þátt í félagsstarfi í sveitinni. Árum saman söng hann með Karlakórn- um Stefni. Þá starfaði hann mikið fyrir Lions-hreyfínguna og var á fundi með félögum sínum þar, þeg- ar lát hans bar að. Það munaði alls staðar um Guðmund, þar sem hann kom. Hann var ólatur, hlífði sér hvergi og þoldi ekkert hálfkák. Hvert það starf, sem hann tók að sér, var með afbrigðum vel af hendi leyst. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við vinnufélagamir við Hitaveitu Reykjavíkur kæran vin. Eiginkonu, aldraðri móður, bömum, tengdabömum og bamabörnum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál, 77.) F.h. vélfræðinga hjá Hitaveitu Reykjavíkur, Sverrir Axelsson. Kveðja frá Karlakórnum Stefni Þegar góður félagi er hrifínn snögglega á brott, verður manni orða vant. Þá gerir maður sér grein fyrir því, hve orð eru dýr. Fyrstu viðbrögðin eru því að vitna í orð annarra: Upp skalt á kjöl klífa, köld er sjávardrífa, kostaðu hug þinn herða, hér muntu lifið verða. Skafl beygjattu, skalli þótt skúr á þig falli; Ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. (Sturlunga) Þessi andlátsvísa Þóris jökuls, er hann kvað eftir Örlygsstaðabar- daga, kemur ósjálfrátt upp í hug- ann. Það stríð, sem Guðmundur varð loks að játa sig sigraðan í, hófst í Noregi fyrir tæplega hálfum öðrum áratug, í söngferðalagi með Karlakómum Stefni. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, voru þeir Stefnir og Guðmundur óaðskiljanlegir fé- Iagar allt til enda. Guðmundur var einstakt ljúf- menni. Mér fannst sérstaklega eft- irtektarvert hvað hann tók vel á móti öllum nýliðum í kómum. Hann lagði sig eftir því að kynnast þeim, segja þeim til og leiða þá í allan sannleikann um hefðir og venjur í kórstarfmu. Ég var einn af þessum nýliðum, en mér er nær að halda, að ég hafí aldrei þakkað Guðmundi almennilega fyrir hinar hlýju mót- tökur. Þessi fátæklegu orð eru m.a. skrifuð til þess, þótt seint sé. Fyrir hönd Karlakórsins Stefnis vil ég færa Önnu Jónu og öðmm aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur og ennfremur kærar þakkir fyrir það að fá að njóta starfs- krafta Guðmundar til hinsta dags. Hjörtur Þráinsson, formaður. Það var fímmtudagskvöldið 26. janúar að Lionsklúbbur Mosfells- bæjar hélt sinn venjulega fund í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.