Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landssambönd innan ASI og vinnuveitendur ákveða sameiginlega fundi um gerð aðalkjarasamninga Ekkert Olís sækir um fjórar lóðir Viðræður byrja í dag í húsnæði sáttasemjara gefíð eftir í bikar- baráttunni SAMEIGINLEGAR viðræður nokk- urra aðildarsambanda og stærri verkalýðsfélaga innan ASI og sam- taka vinnuveitenda um gerð að- allqarasamninga hefjast í dag í húsnæði ríkissáttasemjara, þegar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Landssamband verslunarmanna, Iðja, félag verksmiðjufólks, og Samiðn munu hitta viðsemjendur sína kl. 14, skv. upplýsingum Morg- unblaðsins. Á laugardag mun svo Rafiðnaðarsambandið koma að við- ræðunum. Samningsaðilar hafa ekki vísað málinu til meðferðar ríkissáttasemj- ara en samkvæmt upplýsingum blaðsins var ákveðið í gær að fá aðstöðu hjá ríkissáttasemjara og hefja viðræður um aðalmál kjara- samninga, og er stefnt að gerð samninga til lengri tíma. Er reiknað með að fundir verði haldnir yfir helgina. Meiri óvissa er hins vegar um aðild Verkamannasambandsins (VMSÍ) og Dagsbrúnar, Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (Flóabandalagsins) að þessum viðræðum, en vinnuveitend- ur munu eiga fund fyrir hádegi í dag með forystu VMSÍ. Samhliða þessu halda svo viðræður um sér- mál einstakra félaga og sambanda áfram. Fj ármálaráðherra segir tillögur ASI kosta 4 milljarða Að mati Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra myndu tillögur lands- og svæðasambanda ASI á hendur stjómvöldum, sem forsætis- ráðherra voru afhentar í fyrradag, kosta ríkissjóð a.m.k. 4 milljarða kr. Friðrik sagði tillögumar vinna gegn yfirlýstri stefnu ASÍ um vaxtalækkun. Formenn Dagsbrúnar, Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (Flóabandalagsins) af- hentu Davíð Oddssyni forsætisráð- herra kröfur félaganna á hendur stjórnvöldum í gær. Tillögur þeirra em að ýmsu leyti frábmgðnar til- lögum lands- og svæðasambanda ASÍ. Verkalýðsfélögin þrjú eiga aðild að VMSI en Verkamannasamband- ið stendur að tillögugerð lands- og svæðasambanda ASI. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, sagði í gær að það hefði orðið niðurstaðan á fundi formanna landssambanda á þriðjudag. Formaður og varafor- maður VMSÍ fóm yfir stöðu kjara- mála með formönnum Flóabanda- lagsins í gær og sagði Björn Grétar að full samstaða væri með VMSÍ og verkalýðsfélögunum þremur. ■ Kosta ríkissjóð/4 ■ Lánskjaravísitala felld/31 FYRIRLIÐAR liðanna sem leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í handknattleik, Guðný Gunnsteinsdóttir lyá Stjörn- unni og Zelka Tosic hjá Fram, sýndu í gær svo ekki verður um villst hvað bíður áhorfenda í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í gær vegna leiksins, brugðu þær á leik og börðust um bikarinn góða þannig að eitthvað varð eftir að gefa. Það varð að lok- um bikarinn sjálfur sem gaf sig þegar annað eyrað brotnaði af. Undrunarsvipur Guðnýjar, til vinstri, leynir sér ekki — enda er engu líkara en fyrir- liði Fram sé að náaf henni bikarnum! ■ Bestu lið landsins/C3 OLÍUVERSLUN íslands hf„ Olís, hefur sótt um fjórar lóðir undir bensínstöðvar til borgarstjórnar Reylqavíkur. Þar af eiga tvær eða þijár að vera undir litlar stöðvar sem bjóða lægra verð og takmark- aða þjónustu. Málið var tekið upp á fundi borgarráðs á þriðjudag og vísað til skipulagsnefndar og skrif- stofustjóra borgarverkfræðings. í bréfí til borgarstjórans í Reykjavík er sótt um lóðir fyrir litl- ar stöðvar við gatnamót Miklu- brautar og Háaleitisbrautar og við gatnamót Höfðabakka og Vestur- hóla eða gatnamót Norðurfells og Vesturbergs. Einnig er sótt um lóð- ir undir hefðbundnar stöðvar með fullri þjónustu og lítilli verslun í Borgarholti í Grafarvogi og við gatnamót Bústaðavegar og Reykja- nesvegar. Sagt er að til greina komi að nýta síðarnefndu lóðina undir þjónustustöð með lægra verði og takmarkaðri þjónustu og einnig segir að Olís kunni síðar að hafa áhuga á úthlutun þjónustulóðar við Hlíðarfót í Öskjuhlíð. Morgunblaðið/Þorkell Vestmannaeyjabær vill fá höfuðstöðvar Islenskra sjávarafurða Boðin aðstaða o g niðurfelling opinberra gjalda BÆJARSTJÓRN og hafnarstjórn Vestmannaeyjabæjar sendu í gær íslenskum sjávarafurðum boð um aðstöðu í Vestmannaeyjum fyrir höfuðstöðvar sínar og rekstur. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kveðst telja til- boðið afar sanngjarnt enda feli það í sér viðtæka möguleika. „Við erum að bjóða IS aðstöðu í Eyjum á lausu svæði á besta stað við norðanverða Friðarhöfn- ina, þar sem verið var að klára farmskipakantinn. Um er ræða bryggju sem er á annað hundrað metra löng. Hérna eru allir möguleikar; Eyjar eru stærsta verstöð lands- ins, síðasta höfn frá landi, í þjóð- braut sem markaðsland íslendinga og samgöngur þangað góðar. Við myndum koma vel til móts við ÍS í sambandi við ákveðinn kostnað sem fylgir því að byggja upp, svo sem aðstöðugjöld, byggingargjöld og fasteignagjöld. Um er að ræða ákveðnar niðurfellingar í nokkur ár og við bjóðum ÍS líka að taka þátt í að skipuleggja umrætt svæði, ef þeir vilja.“ Horft til Samskipa Hugsanlegur flutningur ÍS til Eyja myndi hafa í för með sér mikla aukningu á umsvifum á svæðinu að sögn Guðjóns. Hann kveðst líta svo á að fleiri möguleik- ar felist í tilboðinu, og þannig horfi menn til Samskipa sem spennandi valkosts til viðbótar, þar sem fyrirtækið rekur Flutningamiðstöð Vestmannaeyja ásamt Vinnslustöðinni. Þarna gæti orðið um samnýtingu að ræða. Vestmannaeyjabær á ekki hlut í þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem í bænum starfa. Tvö stærstu fyrirtækin eru Vinnslustöðin og ísfélag Vestmannaeyja. Fyrr- nefnda fyrirtækið flutti viðskipti sín nýlega til íslenskra sjávaraf- urða en Isfélag Vestmannaeyja er í viðskiptum við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Vatnsútflutningur Þórsbrunns til Bandaríkjanna Aukin vatnssala rædd í GÆRMORGUN héldu þrír fulltrúar frá stjórn Veitustofn- ana Reykjavíkurborgar til við- ræðna við Bandaríkjamenn, um að koma á samningum um sölu á vatni Þórsbrunns hf. í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Á fundi borgarstjómar í gær kom fram í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að í athugun væri að Þórsbrunnur hf. myndi reisa átöppunarverk- smiðju hér á landi á næstu árum, sem skapa myndi allt að 200 störf. Verksmiðja við Elliðavatn Alfreð Þorsteinsson for- maður stjórnar Veitustofnana Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að áform væru uppi um að auka hlut- deild Þórsbrunns hf. verulega á Bandaríkjamarkaði. Náist þetta markmið, yrði næsta skref að selja vatnið í New York. Núverandi átöppunar- aðstaða Þórsbrunnar hf„ í verksmiðju Vífilfells yrði þá ekki nægilega stór. Forsvars- menn Þórsbrunnar hafa leitað hófanna hjá Veitustofnun Reykjavíkur um að fá að reisa umrædda átöppunarverk- smiðju við Elliðavatn. Vatnsveita Reykjavíkur á 20% hlut í Þórsbrunni hf. á móti Hagkaup og Vífilfelli. Fyrirtækið hefur flutt út vatn til Bandaríkjanna síðastliðin þrjú ár. Fleiri skemmti- ferðaskip koma Farþegum fjölgar um 18% FJÖRUTÍU og sjö skemmti- ferðaskip frá ýmsum löndum hafa tilkynnt komu sína til Reykjavíkurhafnar næsta sumar. Munu þau flytja tutt- ugu og eitt þúsund farþega til landsins, sem er 18% aukn- ing frá fyrra ári. Kom þetta fram hjá Árna Þór Sigurðssyni, borgarfull- trúa R-listans og formanni hafnarstjórnar, á fundi borg- arstjórnar sem haldinn var í gærkvöldi og er frekari fjölg- un skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn sögð hugs- anleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.