Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fast- ■ . * eigna sölui n AgnarGústafsson 11 Ás 6 Ásbyrgi 26 Berg 28 Borgareign 16 Borgir 25 Eignaborg 21 Eignamiðlunin 7-9 Fasteignamark. 9-12 Fasteignamiðstöðin 24 Fasteignamiðlun 22 Fjárfesting 11 Fold 5 Framtíðin 4 Garður 21 Gimli 8-9 Hátún 20 Hóll 14-5 Hraunhamar 13 Húsakaup 6 Húsiö 27 Húsvangur 3 Laufás 4 Lyngvík 16 Óðal 19 SEFhf. 25 Séreign 20 Skeifan 17 Stakfell 16 Valhús 18 Þingholt 10 Vlir 1.300 fermetra iönaóarhús lil sölu í Mosfellsbæ HÚSIÐ stendur við Álfhólsveg 56 í Kópavogi í fallegum garði á um 900 fermetra lóð sem snýr til suðurs. Iburóarmikió hns meó slórri lóó EINBÝLISHÚS í austurbæ Kópa- vogs, íburðarmikið og glæsilegt, eins og Franz Jezorski, fasteigna- sali hjá Hóli orðar það, er nú til sölu og segir hann að þetta sé með vandaðri einbýlishúsum sem hann hafi fengið í sölu í seinni tíð. Um er að ræða timburhús, smíðað árið 1952 en endurbyggt frá grunni árið 1984. Verðið er 14,4 milljónir kr. HÚSIÐ, sem stendur við Álf- hólsveg, er um 1.70 fermetrar að stærð auk bílskúrs, timburhús með steni-klæðningu. Við endur- bygginguna fyrir rúmum áratug var skipt um þak, innréttingar í eldhúsi og baðherbergi, öll gólfefni og húsið nánast endumýjað allt að innviðum þess. Á neðri hæð eru stofa, borðstofa og eldhús og möguleiki á herbergi en á efri hæðinni eru 4 herbergi og bað. Ganga má út á stóra timburverönd úr stofunni og garðurinn er kring- um 900 fermetrar en hann snýr til suðurs. í honum er lítið áhalda- hús. Verðið er sem fyrr segir 14,4 milljónir króna og er hugsanlegt að taka eign uppí. TIL SÖLU er í Mosfellsbæ 1.300 fermetra iðnaðarhúsnæði ásamt um 10 þúsund fermetra lóð. Húsin eru tvö og er mögulegt að kaupa annað eða bæði og lóðina sér og jafnvel er hugsanlegt að leigja hluta mann- virkjanna. Kristján Vídalín sem rak glugga- og hurðasmiðju í húsnæðinu og er eigandi þess segir matsverð eignanna vera kringum 37 milljónir króna. Húsin eru til sölu hjá fast- eignasölunni Berg. HÚSIN tvö eru samliggjandi, annað steinsteypt og borið uppi af súlum en hitt með steyptum veggj- um upp að gluggum og síðan með burðarsúlum úr timbri og límtré. Er annað húsið um 870 fermetrar að stærð en hitt um 510 fermetrar. Á húsunum eru stórar innkeyrsluhurðir og auðveld aðkoma. Kristján Vídalín segir að margir möguleikar séu á notkun þessa hús- næðis, lofthæð sé góð og um 80 fer- metra skrifstofuiými á tveimur hæð- um sé í öðru húsinu. Segir hann mögulegt að skipta upp húsnæðinu og selja eða ieigja hluta þess. Lóðin sem er jafnframt til sölu er alls 10 þúsund fermetrar og hafa verið greidd gjöld af byggingum á um 1.200 fermetrum hennar en þar kvaðst Kristján hafa í upphafí ætlað að koma fyrir timbursölu. Kvað hann húsnæðið og lóðimar henta fyrir margs konar fyrirtæki með rekstur sem krefðist rúmgóðs athafnasvæðis. Sem fyrr segir er matsverð eign- anna um 37 milljónir króna og hvílir á þeim 10 milljóna króna langtímalán. Morgunblaðið/Júlíus ALLS er hér um 1.300 fermetra húsnæði að ræða í iðnaðarhverf- inu við Lágafell í Mosfellsbæ og að auki 10 þúsund fermetra lóð. SENN líður að þvl að skila þurfi skattskýrslunni þetta árið. Fyrir flesta er þessi árlegi viðburður frekar leiðinlegur. Samantekt á tekjum, eignum og ekki síst skuld- um getur verið flókin og útheimtir oft mikla vinnu. Enda kaupa marg- ir þessa vinnu af sérfræðingum á þessu sviði. Einn stór kostur er þó við skattskýrsluna. Við gerð hennar gefst tækifæri til að yfirfara fjár- mál heimilisins, meta aðstæður og taka ákvarðanir ef þurfa þykir. Samanburður í skattskýrslunni kemur m.a. fram skulda- og eignastaða á ára- mótum og greiðslubyrði lána á ár- inu sem er nýliðið. Með samanburði við eldri skattskýrslur sést glögg- Markaðurinn eftir Grétor J Guómundsson 8katt- skýrslan Gerð skattskýrslunnar er gott tækifæri til þess að meta aðstæður með tilliti til kaupa á hús- næði, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrar- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands BankJ allra landsmanna LANDSBRÉF HF. Löggilt veröbrófafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. lega hver þróunin er í þessum þátt- um milli ára. Gerð skattskýrslunn- ar er því eitt besta tækifærið sem hverjum og einum gefst á ári hveiju til að meta aðstæður sínar, t.d. með tilliti til þess hvort heppi- legt geti verið að skipta um íbúðar- húsnæði, hvort sem um væri að ræða kaup á dýrara eða ódýrara húsnæði. Neysla vegur þungt Margir kannast við það að velta fyrir sér í hvað allar þær tekjur fóru, sem gefnar eru upp undir tekjuliðnum á skattskýrslunni. Þetta er án efa óháð því hve háar tekjum- ar em. Staðreyndin er sú, að stærsti hluti tekna almennings fer í neyslu og opinber gjöld. Þesfeir útgjaldaliðir hafa farið vaxandi sem hlutfall af tekjum. Greiðslubyrði Það eru ekki mörg ár síðan, að húsbyggjendum og íbúðakaupend- um hefði fundist það lág viðmiðun, að gera einungis ráð fyrir því, að í hæsta lagi 18% af heildartekjum þeirra væri ætlað til afborgana af lánum vegna húsnæðis. Þetta er sú viðmiðun sem er í gildi í húsbréfa- kerfínu í dag. Fyrir áratug eða svo þótti allt að 30% greiðslubyrði ekki óyfírstíganleg. Nú eru allt aðrir tímar. Greiðslugeta fólks er mismun- andi, sumir eiga auðvelt með að standa undir greiðslubyrði sem er yfír 18% af heildarlaunum á meðan aðrir eiga erfítt með það. Það getur enginn sagt fyrir um hve mikilli greiðslubyrði hver og einn getur staðið undir. Með samanburði á milii skattskýrslna fæst hins vegar einföld leið fyrir hvem og einn til að meta greiðslugetu sína, finna út hver greiðslubyrðin á árinu var og hvort eitthvert fjármagn var lagt til hliðar { sparnað. Víðtæk áhrif atvinnuleysis Að undanförnu hafa fleiri verið atvinnulausir hér á landi en í lang- an tíma. Erfiðleikar þessa fólks eru í mörgum tilvikum gífurlegir. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur ásamt bönkum, sparisjóðum og líf- eyrissjóðum reynt að skuldbreyta og fresta greiðslum þeirra íbúða- eigenda sem lent hafa í atvinnu- leysi eða verulegri tekjuskerðingu. Það gefur hins vegar augaleið, að slíkar aðgerðir verða sjaldnast raunhæfar, nema viðkomandi fái fljótlega aftur þau laun sem greiðslubyrðin krefst. Þegar tekin er ákvörðun um íbúðakaup, er atvinnuleysi aldrei inni í þeirri mynd. Áætlanir koll- varpast og erfiðleikar eru fljótir að segja til sín ef atvinnuleysi kemur upp. En böl atvinnuleysis- ins hefur víðtæk áhrif og snertir fleiri en þá sem lenda í því. Það hefur áhrif á allan húsnæðismark- aðinn. Líklegt er að stór hluti fasteignaviðskiptanna að undan- fömu stafi af því að greiðslugeta margra hefur lækkað. Því er við- búið, að ef ekki rætist úr á vinnu- markaði á næstunni, muni fast- eignaviðskipti verða áfram mikil hér á landi, eins og var allt slðast- liðið ár. Gerð skattskýrslunnar getur hjálpað til við ákvarðanatöku, í þeim tilvikum er grípa þarf til þeirra aðgerða að selja íbúðarhús- næði vegna greiðsluerfíðleika. Jafnframt gefur skattskýrslan, í samanburði við eldri skýrslur, vís- bendingu til þeirra sem hyggjast stækka við sig íbúðarhúsnæði. Þess vegna hefur hún sína kosti, þótt leiðinlegt geti verið að vinna við gerð hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.