Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 1
ALLRA LANDSMANNA JtottgmMitofo 1995 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR BLAÐ C EVROPUMOTIÐ A SKAUTUM llya Kulik meistari í listhlaupi ILYA Kulik, sautján ára Moskvubúi, varð ígær Evrópumeistari í iisthlaupi karla á skautum í Dortmund í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Kulik tekur þátt í Evrópumeistaramótinu. Hann hefði forystu eftir grunnæf ingarnar í fyrrakvöld, og þegar kapparnir framkvæmdu frjálsu æfingarnar í gærkvöldi kom hann skemmtilega á óvart; framkvæmdi níu þreföld skrúfustökk, og sigraði glæsilega. Kulik, sem varð heimsmeistari unglinga í list- hlaupi fyrir aðeins tveimur mánuðum, varð í gær annar til að vinna til Evrópumeistaratitils í einstakl- ingskeppninni í fyrstu tilraun síðan í síðari heimsstyrj- öldinni. Dmitri Dmitrenko fagnaði sigri í fyrstu til- raun 1993, en hann varð sjöundi í gær. Tvö af níu þreföldum skrúfustökkum Kuliks þóttu ekki hafa tekist fullkomnlega, en Kulik sýndi þó og sannaði að það var engin tilviljun að hann var í fyrsta sæti eftir fyrri hluta keppninnar — bestur í hópi margra frábærra þátttakenda. Kulik skautaði geysilega vel í gærkvöldi, en landi hans, Ólympíumeistarinn Alexej Urmanov, stóð sig þó best allra. Honum gekk ekki vel í grunnæfingun- um, var í sjötta sæti eftir þær, en skautaði frábærlega í gær við tónlist úr Svanavatn- inu; framkvæmdi átta þreföld skrúfustökk og var sá eini sem fékk 6,0 — hæstu mögu- legu einkunn — fyrir listræna tilburði. Ur- manov skaust upp í annað sætið með frammistöðunni og nældi þar með í silfur- verðlaun. Viacheslav Zagorodniuk frá Úkraínu hlaut bronsið, en Frakkinn Philippe Candeloro, sem varð annar á heimsmeistaramótinu í fyrra og þriðji á Ólympíuleikunum í Lille- hammer, og talinn var sigurstranglegur í Dortmund, varð fjórði. Honum gekk ekki vel í gær, gerði tvenn slæm mistök í stökkum. besti RÚSSINN Ilya Kulik í frjálsu æfingunum á svellinu í Dort- mund í gær; hann er aðeins sautján ára og varð Evrópu- meistari í gær í fyrstu tilraun. Hann hafði forystu eftir grunnæfingarnar í fyrrakvöld og sýndi í gærkvöldi að frammistaðan í fyrri hluta keppninar var engin tilviljun. KNATTSPYRNA Hlynur líklega til Örebro Guðni Bergsson verður að svara forr- áðamönnum sænska félagsins Örebro í síðasta lagi næsta mánudag, skv. heimildum Morgunblaðsins, hvort hann ætli sér að leika með liðinu eða ekki næsta keppnistímabil. Ef svar Guðna verður neikvætt verður gengið til samn- inga við Hlyn Birgisson, sem fór utan í vikunni og leikur æfingaleik með Örebro í kvöld. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá Tottenham í Englandi, að Guðni væri þar til reynslu í tvær vikur og ekkert yrði ákveðið í hans málum fyrr en eftir þann tíma. Það þýðir að Guðni getur varla svarað sænska félaginu á mánudag- inn því harin á eftir að vera þar í viku í viðbót. Það má því reikna með að Hlynur verði leikmaður Örebro næsta sumar og leiki þar við hlið Arnórs Guðjohnsens og Hlyns Stefánssonar. Sænska deildar- keppnin hefst 12. apríl og því telja for- ráðamenn sænska félagsins sig ekki geta beðið lengur eftir svari frá Guðna. Olafur Stef ánsson Olafur HICO Val aftur ÓLAFUR Stefánsson, vinstr i liandar skytta úr Val, verður í leikmanna- hópi félagsins í bikarúr- slitaleiknum gegn KA á morgun. Ólafur hefur ekkert spilað það sem af er vetri vegna meiðsla en er nú óðum að ná sér. „Ég get alla vega sagt að liann mun hita upp fyrir leikinn. Það verður svo að koma í h"ós hvað gerist í framhaldi að því," sagði Þorbjðrn Jensson, þjálfari Vals. Vaigarð Thoroddsen, hornamaður Vals- manna, sem einnig hefur verið á sjúkraiista er orðinn góður og verður tilbúinn í slaginn á morgun. Háskólamenn í Manchester bandamenn Cantonas ERIC Cantona, franski knattspyrnumaðurinn hjá Manchester United sem reðst á áhorfanda í leik gegn Crystal Palace í síðustu viku, og var í kjölfarið settur í leikhann út keppnistímabilið af félagi sinu, eignaðist i gær ovænta banda- menn. Fræðimenn við Metropolitan háskólann í Manchester hvottu þá t i 1 þess að tekið yrði á máli leikinannsins af sanngirni, þegar aga- nefnd enska knattspyrnusambandsins kveður upp urskurð sinn í næstu viku. Ðerek Wynne, forstöðumaður stofnunar skólans um alþýðumenningu, hvattí tilþess að aganefndin hefði huga að í niðurstöðu faennar fælust skilaboð til leíkmanna, ahorfenda og knattspyrnufélaga. „Á að gera Cantona og Manchester United að blórabogglum vegna atviks sem þekktur kynþáttahatari og glæpa- maður, dæmdur fyrir tílraun til vopnaðs ráns, kom af stað? Knnttspy nmsa mbandið verður að huga vel að þvi að ákvörðun þess óvirði ekki keppni vetrarins með því að það lýsí y fir stuðningi við svivirðingar á sviði kynþátta- og útlendingahaturs," sagði Wynne. Guðmundur búinn að tilkynna ákvörðun sína GUÐMUNDUR Benediktsson, knattspyrnu- inaðurúrÞórá Akureyri, tilkynnti í gær að hann faefði ákveðið að ganga tíl liðs við KR fyrir næsta keppnistímabii. Mðrg félög höfðu áhuga á að fá Guðmund í herbúðir sínar, en hann gaf þeim sí ðustu af- svar í gær og þar með varð opinberlega yóst að KR yrði fyrir valinu, eins og Morgunbiaðið greindi reyndar frá á laugardag að yrði raunin. Enn hafa ekki boríst þau gögn sem beðið er eftir fra belgíska félaginu Ekeren, en Guð- mundur var atvinnumaður hjá því félagi, áður en hann kom aftur heim sl. vor, og er bundinn þvi til vprs 1996, haldi hann utan á ný. Forráða- menn Ekeren gáfu honu m leyfi fyrir síðastíið- ið keppnistímabil að leika með Þór, og tóku vel í það á dogunum að hann gæti skipt úr Þór í KR fyrir næsta tímabil. Þar var um munnlegt vilyrði að ræða, en skriflegs er enn beðið. Sam- komulag Guðmundar við KR er þvi gert með þeún fyrirvara að svar forráðamanna Ekeren verði i samræmi við það sem þeir nöfðu áður gef ið í skyn. KORFUBOLTI: STOCKTON BÆTTISTOÐSENDINGAMETIÐ / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.