Morgunblaðið - 03.02.1995, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.02.1995, Qupperneq 3
2 C FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 C 3 . URSLIT KORFUKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Valur og KA mætast í bikarúrslitaleik á morgun Sterkar vamir og góð markvarsla FOLX NÚRNBERG tók þátt í þýska innanhússmótinu i knattspyrnu á dögunum og voru tvíburarnir Arn- ar og Bjarki Gunnlaugssynir með félaginu. Bjarki var í sjöunda sæti yfir markahæstu menn með ellefu mörk fyrir úrslitakeppni þýska meistaramótsins, en þangað náði lið hans ekki. ■ TVÍBURARNIR léku síðan æf- ingaleik með liði sínu á laugardag- inn, utanhúss gegn neðri deildarl- iði, og lauk honum með jafntefii, 1:1. Arnar gerði mark Niirnberg. ■ FRÍÐA Rún Þórðardóttir hlaupakona úr Ármanni varð í )riðja sæti af 14 þátttakendum í 3.000 metra hlaupi innanhúss í Johnson City í Tennessee um síð- ustu helgi; hljóp á 9.57,1 mín. Kvaðst hún hafa fundið sig nokkuð vel í hlaupinu þrátt fyrir að vera nokkuð frá sínu besta. Fríða Rún er komin í meistaranám og getur því ekki lengur keppt á háskólamót- um, en fer á opin mót á eigin vegum. ■ THOMAS Strunz, þýski lands- liðsmaðurinn hjá VfB Stuttgart, fer á ný til Bayern Munchen fyrir næsta keppnistímabil. Strunz, sem er 26 ára og á að baki 59 lands- leiki, lék með Bayem 1989-1992 og varð þýskur meistari 1990. Hann fór síðan frá félaginu til VfB Stuttgart vegna deilna við Erich Ribbeck, fyrrum þjálfara Bayern. ■ BAYERN hefur einnig tryggt sér austurríska landsliðsmanninn Andreas Herzog frá Werder Bremen fyrir næsta keppnistímabil. ■ TVEIR af ungu leikmönnunum hjá Tottenham skrifuðu í gær und- ir nýjan samning við Lundúnaliðið; markvörðurinn Ian Walker til fjög- urra ára og miðvallarleikmaðurinn Nick Barmby til fimm ára. ■ AMY Van Dyken frá Banda- ríkjunum setti í vikunni heimsmet í 50 metra flugsundi í stuttri braut (25 m laug) á heimsbikarmótinu í Espoo í Finnlandi. Hún synti á 26,73 sek og bætti met sem Ang- ela Kennedy frá Ástralíu setti í júlí 1993 um 0,20 sekúndur. ■ ROBERTO Baggio, landsliðs- maður Itala í knattspymu sem leik- ur með Juventus, var í gær skorinn upp vegna meiðsla í hné hnémeiðsl- in hafa hijáð hann síðustu tvo mánuði. Forráðamenn Juventus gera sér vonir um að hann geti bytjað að leika með félaginu í lok mánaðarins. ■ LUIS Figo, landsliðsmaður Portúgala, hefur gert þriggja ára samning við ítalska liðið Parma. Figo, sem er miðvallarleikmaður hjá Sporting Lissabon, hafði áður verið orðaður við Juventus. Hvor fagnar á morgun? ÞJÁLFARAR úrslitallðanna í karlaflokki; Þorbjörn Jensson, til vinstri, sem hefur stýrt Valsliðinu með frábærum árangri síðustu ár, og Alfreð Gíslason hefur gert góða hlutl með lið KA-manna. ValurB. Jónatansson skrifar I li'slitaleikur Vals og KA í bikar- keppni karla í Laugardalshöll á morgun verður án efa harður og spennandi. Liðin eru bæði þekkt fyrir sterkar varnir og góða mar- kvörslu. Þetta verð- ur því leikur hinna sterku varna. KA- menn eru í úrslitum annað árið í röð og ætla sér bikarinn sem þeim tókst ekki að handsama í úrslita- leiknum í fyrra. Þá þyrstir í bikar- inn og sagði Alfreð Gíslason, þjálf- ari KA, að hann myndi vilja skipta á þessum bikar og hinum þremur sem hann vann með KR, Essen og Bidasoa. Valsmenn verða að teljast sigurstranglegri ef miðað er við stöðu liðanna í deildinni. Þeir voru síðast bikarmeistarar fyrir tveimur árum og hafa unnið bikarinn fjórum sinnum alls. Hefð- in er því til staðar hjá Hlíðarenda- strákunum, en það skal enginn afskrifa KA-menn því þeir geta bitið hressilega frá sér. Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, sagði á blaðamannafundi í gær að leikurinn yrði áreiðanlega mjög spennandi. „Leikir liðanna í deild- inni hafa verið æsispennandi fram á síðustu mínútu og ég held að þessi leikur verði engin undan- tekning þar á. KA-liðið hefur ver- ið að spila vel á móti sterkari liðun- um í deildinni en aftur illa á móti veikari liðunum. Við megum ekki koma of sigurvissir til leiks því hann verður erfiður og fast spilað- ur,“ sagði Þorbjörn. „Til þess að sigra KA verða ákveðnir hlutir að ganga upp. Við spiluðum mjög illa á móti 5-1-vöm þeirra í deildarleiknum á dögunum og við höfum verið að skoða leiðir til að bæta úr því. Ég held að þessi leikur komi til með að vinn- ast á góðri vöm og hraðaupp- hlaupum," sagði Þorbjörn. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sagði að leikurinn legðist vel í sig. „Okkur er farið að sárlanga í bikar- inn og vonandi að hungrið í titil hjá okkur geri útslagið. Við emm vel stemmdir og allir heilir og til- búnir í slaginn. Ég á von á hörku- leik. Það verður ekki mikið skorað því liðin spila bæði góða vöm. Það lið sem leikur skynsamar í sókninni og fær ekki of mikið af hraðaupp- hlaupum á sig fagnar sigri. Valsmenn eru með mjög jafnt og gott lið. Við þurfum fyrst og fremst að reyna að stoppa úti- spilarana hjá þeim og svo Geir á línunni. Það eru ærin verkefni. Við þurfum líka að finna eitthvað ráð við þeirra vörn sem er gríðar- lega sterk. Við verðum að eiga toppleik til að vinna Val. Ég held að þessi leikur klárist ekki fyrr en alveg í lokin — spenna fram á síðustu mínútu.“ KA-menn koma til Reykjavíkur í dag og fara þaðan beint til Hvera- gerðis þar sem þeir ætla að dvelja á Hótel Örk fram að leik. „Við komum alveg svartir í leikinn eftir leirbaðið í Hveragerði,“ sagði Al- freð. KNATTSPYRNA Rúnar gestur í getraunaþætti TV2 GrétarÞór Eyþórsson skrífar frá Sviþjóð Rúnar Kristinsson, landsliðs- maður í knattspymu, sem nú leikur með Örgryte frá Gauta- borg var sérstak- ur gestur í get- raunaþættinum Tipp Extra í sænska sjónvarp- inu TV-2 sl. laug- ardag. Hann horfði á beina át- sendingu frá bikarieik Liveipool og Bumley í sjónvarpssal. Að- spurður sagðist hann vera mikill aðdáandi Liverpool og sagði frá veru sinni hjá félaginu. í leikhléi var sérstök kynning á íslenskri knattspymu og sýnt úr nokkrum leikjum Skagamanna síðasta sumar. Rúnar komst vel frá þættinum þó svo að hann hafi átt í erfiðleik- um með að tjá sig á sænsku eft- ir aðeins þriggja vikna veru í Svíþjóð. Hann notaðist við gömlu skóladönskuna og gat gert sig ágætlega skiljaniegan. Hann sagðist ánægður með venma hjá Örgiyte og hlakkaði til sumars- ins. Þeir Svíar sem undirritaður talaði við og horfðu á þáttinn sögðu að Rúnar hafi staðið sig vel og hann hafi verið góð auglýs- ing fyrir íslenska knattspymu- menn. Njarðvík aftur á sigurbraut NJARÐVÍKINGAR er komnir á sigurbraut að nýju eftir slakan bikarúrslitaleik um síðustu helgi. í gærkvöldi mættu þeir ÍR í „Ljónagryfjunni" í Njarðvík og unnu bæði öruggan og sannfærandi sigur 105:93 eftir að hafa leitt leikinn frá upphafi. Lið Njarðvíkinga var óþekkjanlegt frá leiknum gegn Grindvíking- um um síðustu helgi og í stuttu ■■■■■■ máli höfðu þeir leik- Björn inn nánast í hendi Blöndal sér allt frá upphafi til enda. „Við bárum ' of mikla virðingu fyrir þeim og misstum þá síðan of langt frá okkur í upphafi. Það er erfitt að vinna upp 10 til 15 stiga mun gegn liði eins og Njarðvík en þetta var samt of mikill munur,“ sagði Herbert Arnarson leikmaður ÍR-inga, sem meiddist á öxl í síðari hálfleik og varð að fara af leikvelli. „Þetta var allt annað en gegn Grindavík, það kom aldrei lægð í leikinn hjá okur og ég get ekki ann- að en verið ánægður með leik okkar að þessu sinni,“ sagði Valur Ingi- mundarson þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga. Jóhannes Kristbjörnsson, Rondey Robinson, Valur Ingimundarson og Teitur Orlygsson voru bestu menn Njarðvíkinga. Halldór Kristmanns- son, Herbert Arnarson, Jón Örn Guðmundsson og John Rhodes, sem tók 26 fráköst, voru bestir í liði ÍR. Skallagrímur sigraði ÍBK Við komum samstilltir til þessa leiks og það réð úrslitum, sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður ■■■■■ Skallagríms eftir að Theodór lið hans hafði unnið Þórðarson Keflvíkinga 77:69 í skrifar Borgarnesi í gær- kvöldi. „Við höfum verið að byija illa í undanförnum leikjum en núna small þetta saman strax í byijun og síðan hjálpuðu áhorfendur okkur að klára leikinn með frábærum stuðn- ingi í restina. Ég vona að þeir fylli húsið einnig á sunnudaginn er við mætum Tindastól.“ „Það er alltaf sama sagan, við eigum alltaf í erfiðleikum hérna, það breytist ekkert,“ sagði Jón Kr. Gísla- son, þjálfari Keflvíkinga. „Annars var þetta mjög dapur sóknarleikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Við erum hættir að trúa því að við getum þetta.“ Borgnesingarnir byijuðu mun bet- ur en gestirnir og höfðu undirtökin nær allan leikinn. Vörnin í fyrri hálf- Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi leik var sérstaklega sterk sem sýnir sig best í því að þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu Keflvík- ingar aðeins skorað 18 stig á móti 31 hjá heimamönnum. Keflvíkingar tóku síðan góðan sprett fram að leik- hléi og náðu að laga stöðuna í 33:27. Liðsmenn Skallagríms komu ákveðnir til leiks eftir hlé en með mjög mikilli baráttu tókst liðsmönn- um Keflvíkinga að jafna undir miðj- . an síðari hluta. Síðan var jafnt á flestum tölum þar til á síðustu mín- útunni en þá sýndu Borgnesingarnir meiri styrk, sérstaklega þeir Henn- ing Henningsson og Tómas Holton sem sýndu að þar fara menn með mikla reynslu og stáltaugar. ÍA-sigur eftir sjö tapleiki í röð Skagamenn unnu langþráðan sigur í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi er þeir lögðu KR-inga að velli, 99:90, eftir að KR hafði yfir í hálfleik 48:53. Fyrir leikinn höfðu heimamenn ekki unnið sjö leiki í röð og því stig- in tvö kærkomin. Skagamenn byijuðu betur en KR-ingar komust fljótt inn í leikinn og náðu forystunni og héldu henni fram að hlé. Elvar Þórólfsson, þjálf- ari Skagamanna, hefur lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleik því það var allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik bæði varnar- og sóknarlega. Skagamenn gerðu fyrstu tíu stig síðari hálfleiks en KR-ingar voru ekki á því að gefa þetta frá sér og höfðu yfirhöndina þar til sex mínút- ur voru eftir. En Vesturbæingar réðu ekki við góðan endasprett heima- manna sem með ódrepandi sigurvilja og mikilli baráttu sigu fram úr og unnu verðskuldað með níu stiga mun, 99:90. B.J. Thompson lék frábærlega í liði Skagamanna og var stigahæstur allra. Haraldur Leifsson og Brynjar K. Sigurðsson léku einnig vel. Þá ber að hrósa liðsheild Skagamanna fyrir góða baráttu, sérstaklega í seinni hálfleik. í liði gestanna fór Ólafur Ormsson fyrir sínum mönn- um, gerði sex þriggja stiga körfur. Birgir Mikaelsson átti einnig ágætan leik. Athygli vakti að KR-ingar náðu ekki að taka eitt einasta varnarf- rákst í síðari hálfleik á meðan heima- menn tóku 16. Bandaríski Ieikmaðurinn, Mark Hadden, sem KR-ingar hafa fengið til liðs við sig var á meðal áhorfenda í gær vegna þess að hann var ekki orðinn löglegur með félaginu. Morgunblaðið/Einar Falur JOHN Stockton, tll vinstri, ásamt Karl Malone, félaga sinum hjá Utah Jazz. Malone hefur skorað í ófá skiptin eftir sendingu Stocktpns; meðal annars eftir metsendlnguna, og þóttl það vel við hæfl. Stockton setti met GEYSILEGUR fögnuður brauts út í Delta Centre í Salt Lake City þegar John Stockton hjá Utah Jazz átti sína 9.922. stoðsendingu í NBA-leik — sendi knöttinn til Karl Malone, sem skoraði. NBA-met Magic Johnson (9.921) féll og gott betur, því að það féll í elleftu stoðsendingu Stockton af sextán, þannig að nýja metið er nú 9.927 sendingar. Um leið og Mal- one skoraði var leikur Utah gegn Denver stöðvaður í tvær mínútur á meðan Stockton var fagnað og honum færður keppnisknötturinn að gjöf. Stockton og Johnson léku saman í „Draumaliðinu“ á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Þess má geta að Stockton, sem er 33 ára, hefur átt meira en 1.000 stoðsendingar á sex keppnistímabilum og keppnistímabil- ið 1987-88 setti hann NBA-met í stoðsendingum á einu tímabili, 1.128 sendingar, og það met hefur hann slegið tvisvar síðan. Þá er hann í öðru sæti á NBA-listanum yfir leikmenn, sem hafa fiskað knöttinn frá andstæðingum, hefur gert það 2.122 sinnum. Leikmenn Phoenix á mjög gódri siglingu Danny Manning gerði 30 stig fyrir Phoenix Suns í 118:109 sigri gegn Los Angeles Lakers í fyrrinótt. Þetta var níundi sigur Suns í síðustu 10 leikjum. Charles Barkley gerði 22 stig og tók 15 fráköst og Dan Majerle gerði 20 stig, tók níu fráköst og átti níu stoð- sendingar. Eddie Jones skoraði 26 stig fyrir Lakers, Nick Van Exel 21 og átti 10 stoðsendingar og Vlade Divac gerði 20 stig og tók 14 fráköst. David Robinson gerði 34 stig, þar á meðal mikilvæga þriggja stiga körfu er 42 sekúndur voru eftir, er San Antonio Spurs sigraði Portland Trail Blazers á útivelli, 111:107. Sean Elliott gerði 26 stig fyrir Spurs. Rod Strickland gerði 24 stig fyrir heimaliðið og Clifford Robin- son 23. Portland hefur þar með tapað sex af síðustu 10 leikjum. Rik Smits gerði 19 stig, Byron Scott 16 og Derrick McKey 15 er Indiana Pacers sigraði Cleveland Cavaliers 101:82 á heimavelli. Lið Boston Celtics tapaði á heimavelli, 93:100, gegn Charlotte Hornets. Larry Johnson gerði 27 stig fyrir gestina og Alonzo Moum- ing gerði 17. Dino Radja skoraði 25 stig fyrir Celtics og Eric Mont- ross gerði 24. Boston tapaði þarna sjöunda leiknum í röð. Mookie Blaylock hitti úr sjö 3ja stiga skotum af ellefu og gerði alls 32 stig — sem er það mesta sem hann hefur gert í einum leik í NBA — er Atlanta sigraði Golden State á heimavelli, 111:99. Tim Hardaway var stigahæstur hjá Golden State, með 26, en meiðsli hafa hijáð liðið mikið að undan- fömu enda hefur því gengið illa; hefur tapað 14 af síðustu 16 leikj- um. í þessum leik vantaði Rony Seikaly, Chris Mullin, Latrell Sprewell og Tom Gugliotta. Glen Rice gerði 19 stig og Billy Owens 17 fyrir Miami Heat sem tók á móti Detroit Pistons og sigraði 98:75. Detroit gerði aðeins 13 stig í fyrsta leikhluta og 14 í þeim fjórða, og stigin 75 eru þau fæstu sem lið hefur skorað í deildinni í vetur. Enda var vörn Miami góð, en hittni leikmanna Detroit reyndar afleit - 37,5%. Stjömuleikurinn beint á Stöð 2 Stjörnuleikruinn í NBA körfuboltanum verður sýndur beint á Stöð 2 sunnudag- inn 12. febrúar. Leikurinn fer fram í Phoenix að þessu sinni og hefst kl. 16 að staðartíma, sem pr kl. 23 að íslenskum tíma og hefst útsending á Stöð 2 nokkru fyrr. Þeir Valtýr Björn Valtýsson og Einar Bolla- son ætla að skjótast til Phoenix vegna leiks- ins og munu lýsa honum beint þaðan. „Þetta er í fyrsta sinn sem Stjörnuleikur er sýndur beint hér á landi og við erum mjög ánægðir með það. Einnig markar þetta nokkur tíma- mót í samningi okkar við NBA og ég held að þetta séu gleðitíðindi fyrir alla áhugamenn um körfuknattleiks,“ sagði Valtýr Björn. FELAGSLIF Ársþing íþrótta fyrirallaímars Landssamtökin íþróttir fyrir alla halda árs- þing sitt fimmtudaginn 30. mars næstkom- andi. Þingið fer fram í sal íþróttasambands íslands í Laugardal og hefst kl. 16. ÍA-KR 99:90 Akranes, íslandsmótið í körfuknattleik — úrvalsdeild, fimmtud. 2. febrúar 1995. Gangur leiksins: 5:8, 18:29, 31:35, 40:42, 48:53, 58:53, 74:78, 83:83, 91:86, 99:90. Stig íA: B.J. Thompson 33, Haraldur Leifs- son 22, Brynjar K. Sigurðsson 18, Dagur Þórisson 16, Jón Þ. Þórðarson 8, Guðjón Jónasson 2. Fráköst: 11 í sókn og 24 í vöm. Stig KR: Ólafur Jón Ormsson 24, Birgir Mikaelsson 19, Ingvar Ormarsson 17, Falur Harðarson 16, Brynjar Harðarson 8, Ós- valdur Knutsen 4, Atli Einarsson 2. Fráköst: 10 í sókn og 7 í vörn. Villur: ÍA 15 - KR 20 Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Skarphéðinsson og stóðu þeir sig vel. Áhorfendur: 350. UMFN-ÍR 105:93 íþróttahúsið í Njarðvík. Gangur leiksins: 5:0, 5:3, 13:5, 25:15, 31:26, 45:37, 55:45, 69:58, 76:65, 87:73, 90:80, 101:88, 105:93. Stig UMFN: Jóhannes Kristbjömsson 35, Rondey Robinson 25, Teitur Örlygsson 17, Valur Ingimundarson 13, Friðrik Ragnars- son 7, Astþór Ingason 3, Páll Kristinsson 2, Kristinn Einarsson 2, Jón J. Amason 1. Fráköst: í sókn 17 - 23 í vöm. Stig ÍR: John Rhodes 24, Halldór Krist- mannssoo ».20, Jón Öm Guðmundsson 21, Herbert Arnarson 15, Eiríkur Önundarson 7, Eggert Garðarsson 4, Bjöm Steffensen 2. Fráköst: í sókn 17 - 29 í vöm. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Einar Einarsson. Komust ágætlega frá leiknum. Villur: UMFN 8/10 - ÍR 9/13. Ahorfendur: Um 300. Skallagr. - Keflavík 77:69 íþróttahúsið í Borgamesi: Gangur leiksins: 3:0, 8:4, 12:8, 25:13, 31:18, 31:24, 33:27 39:30, 45:36, 45:45, 47:47, 60:57, 64:66, 69:66 77:69. Stig Skallagríms: Tómas Holton 15, Henn- ing Henningsson 15, Grétar Guðlaugsson 13, Alexander Ermolinskij 12, Sveinbjöm Sigurðsson 12, Gunnar Þorsteinsson 4, Sig- mar Egilsson 3, Ari Gunnarsson 3. Fráköst:32. Stig Keflvíkinga: Lenear Bums 22, Davíð Grissom 12, Jón Kr. Gíslason 11, Sigurður Ingimundarson 10,Einar Einarsson 4, Al- bert Oskarsson 3, Gunnar Einarsson 3, Sverrir Þ Sverrisson 2. Fráköst:29. Villur:Skallagríur 22 - Keflavík 16. Dómarar: Helgi Bragason og Leifur Garð- arsson sem dæmdu báðir mjög vel. Ahorfendur: 402, sem héldu uppi ótrúlegri stemmingu allan leikinn. 1. deild karla Leiknir vann Selfoss í 1. deildarkeppninni og tryggði sér þar með rétt til að leika í undanúrslitum — í keppni um úrvalsdeildar- sæti. Þór Þorklákshöfn og Breiðablik eru einnig komin í undanúrslit, en KFÍ og ÍS beijast um ijórða sætið í keppninni. NBA-deildin Miami - Detroit................ 98: 75 New Jersey - Milwaukee......... 95: 77 Minnesota - Dallas............. 83:104 Atlanta - Golden State.........111: 99 Indiana - Cleveland............101: 82 Boston - Charlotte............. 93:100 Philadelphia - Washington...... 98: 89 Utah-Denver....................129: 88 Phoenix - LA Lakers............118:109 Portland - San Antonio.........107:111 Handknattleikur 1. deild kvenna: KR - Haukar......................25:28 NM í keilu Keiluhöllin í Öskjuhlíð, annar keppnisdagur: Þrímenningur, karlaflokkur — úrslit: 1. Svíþjóð 1..................3.660 Patrik Johansson 1.267, Thomas Leanders- son 1.219, Mats Karlsson 1.174, .2 Finnland 2.................3.619 Jouni Helminen 1.213, Teemu Raatikainen 1.273, Kai Virtanen 1.133. 3. Svíþjóð 2.............. 3.596 Ulf Hámnás 1.277, Raymond Jansson 1.237, Stefan Falkháll 1.082. 4. Noregur 1..................3.552 Tore Nordermoen 1.217, Tore Torgersen 1.195, Per Kristian Eide 1.140. 5. Finniand 1..................3.538 Lasse Lintilá 1.198, Olli Hossi 1.183, Mika Lahti 1.157. 6. Danmörk 1..................3.525 Bo Jarlström 1.176, Morten Christoffersen 1.166, Lars Nielsen 1.184. 7. Danmörk 2..................3.425 Anders N. Jensen 1.175, Carsten Overbeck 1.174, Martin Bogehave 1.076. 8. Noregnr2...................3.365 Sverre Lund 1.184, Glenn Hagmansen 1.181, Svein Morten Solberg 1.050. 9. ísland 1................. 3.354 Valgeir Guðbjartsson 1.159, Ásgeir Þór Þórðarson 1.079, Halldór Ragnar Halldórs- son 1.116. 10. fsland 2..................3.152 Ingi Geir Sveinsson 1.024, Jón Helgi Braga- son 10.89, Björn Guðgeir Sigurðsson 1.059. EINLIÐALEIKUR KARLA - staðan efstu manna eftir tvo keppnisdaga: Teemn Raatikainen, Finnlandi...2.668 Patrik Johansson, Svíþjóð.....2.563 Thomas Leandersson, Sviþjóð...2.513 Þrímenningur, kvennaflokkur — úrslit: 1. Noregur 1....................... Ingunn 0ien 1.228, Tina Gudmundsen 1.075, Mette Hansen 1.093. 2. Finnland 1.................3.379 Pauliina Aalto 1.199, Anu Peltola 1.070, Leena Pulliainen 1.110. 3. Svíþjóð 1..................3.305 Eva Nordström 1.115, Carina Eriksson 1.123, Christina Dahlgren 1.067. 4. Svíþjóð 2..................3.299 Jeanette Johansson 1.082, Jessica Olsson 1.090, Ása Larsson 1.127. 5. Noregur2................. 3.297 Irene Hansen 1.161, Britt Östlund 1.122, Trund Arnesen 1.014. 6. Danmörk2...................3.286 Bettina Lund 1.043, Trine Simonsen 1.150, Helle Jakobsen 1.093. 7. Finnland 2.................3.286 Jaana Puhakka 1.154, Reija Lundén 1.111, Tuija Saari Hossi 1.021. 8. Danmörkl...................3.163 Jette Bergendorff 1.120, Iben Tchu 985, Malene Möller Nielsen 1.058. 9. ísland 1...................3.123 Guðný Helga Hauksdóttir 1.024, Elín Ósk- arsdóttir 1.145, Ágústa Þorsteinsdóttir 954. 10. fsland 2..................2.864 Sólveig Guðmundsdóttir 998, Heiðrún Bára Þorbjörnsdóttir 950, Ragna Matthíasdóttir 916. EINLIÐALEIKUR KVENNA - staða efstu manna, eftir tvo keppnisdaga: Pauliina Aalto, Finnandi......2.517 Trine Simonsen, Danmörku......2.459 Ingunn Oien, Noregi...........2.342 __ I dag NM í keilu Keppni í 5-manna liði. Fyrsta lota, þrír leikir, karla og kvenna, kl. 9.30- 12.30. Önnur lota, þrír leikir, kl. 13.30 til 16.30. Úrslit þriggja efstu sveitanna kl. 17 til 18.30. Verðlauna- afhending kl. 18.45. Badminton Meistaramót íslands i badminton hefst í Laugardalshöll í dag kl. 17.00 með keppni í meistaraflokki og A- flokki. Mótinu verður síðan fram- haldið á morgun, laugárdag frá kl. 09.00 til 12.00 og lýkur síðan með úrslitaleikjum sem hefjast kl. 14.00 á sunnudag. í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Stykkish.: Snæfell - UMFG.kl. 20 Strandg: Haukar - Tindast.kl. 20 1. deild kvenna: Kennaraskóli: ÍS-ÍR.....kl. 20 Handknattleikur 2. deild karla: Framhús: Fram-ÍBV.......kl. 20 Bestu lið landsins mætast í kvennaflokki Ekkert verður gefið eftir í Laug- ardalshöllinni á morgun þeg- ar tvö sterkustu handknattleikslið kvenna á íslandi leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ, sem hefst klukkan 13.30. Það verða lið Fram úr Safamýrinni og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin hafa tvívegis mæst í 1. deildinni í vetur og hafði Stjarnan betur í bæði skiptin með 16:15 sigri. Stjörnustúlkur hafa sjö sinnum leikið til úrslita í bikarkeppni áður en aðeins hampað bikamum einu sinni, þegar liðið vann FH 1989. Þær hafa tvisvar tapað gegn Val og þrisvar hefur Fram borið af þeim sigurorð. Fram aftur á móti hefur tíu sinnum leikið til úrslita og alltaf orðið hlutskarpari svo að reynsla fyrir leik sem þennan ætti að koma þeim til góða. Fram teflir fram reynslumiklum leikmönnum, til dæmis Kolbrúnu Jóhannsdóttur markverði sem leik- ið hefur yfir 570 leiki og þaraf 9 bikarúrslitaleiki og ætti það að vega mikið í leik sem þessum. Fimm leikmenn eru 30 ára og eldri og af þeim hafa níu leikið í bikarúr- slitum áður. Pjarvera Guðríðar Guðjónsdóttur, sem leikur ekki meira með liðinu í ár vegna meiðsla, mun án efa hafa áhrif á liðið en hún hefur leikið um 460 leiki í 1. deild og alla bikarúrslita- leikina. Liðið er þó ekki á flæði- skeri statt því aðrir leikmenn hafa sýnt í vetur að þegar í harðbakk- ann slær geta þeir látið til sín taka. Fimm af leikmönnum Stjörn- unnar voru með í bikarsigrinum gegn FH 1989 og þar fer fremst Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði sem leikið hefur alla 7 bikarúr- slitaleikina og 323 leiki í 1. deild. En leikreyndust í Stjörnuliðinu er Margrét Theódórsdóttir með yfir 500 leiki. Sex leikmenn eru að spreyta sig í fyrsta sinn en fjórir leikmenn eru 30 ára og eldri. Hins vegar hefur liðið marga leikmenn til taks og þegar sígur á seinni hlutann getur það skipt öllum máli. Óvíst er um þátttöku tveggja leikmanna, Laufeyju Sigvaldadótt- ur og Erlu Rafnsdóttur en þær hafa báðar átti við meiðsli að stríða í vetur og segir Magnús Teitsson þjálfari að ákvörðun um hvort þær spili verði ekki tekin fyrr en á leik- degi. ■ OLEG Salenko, Rússinn sem varð frægur fyrir að gera fimm mörk í einum leik á HM í Banda- ríkjunum, hefur lýst yfir áhuga á að leika í Japan. Salenko leikur með Valencia á Spáni en liðinu hefur gengið illa undir stjórn brasil- íska þjálfarans Carlos Alberto Parreira. Salenko gagnrýnir þjálf- arann harðlega í blaðaviðtali á Spáni í gær. „Þó að við höfum ekki unnið leik síðan 29. október hefur Parreria ekki hugsað um að breyta leikskipulaginu. Markmiðið er alltaf það sama — að halda knett- inum og byggja upp frá vörninni. Við erum oft en ekki með tíu leik- menn á okkar eigin vallarhelmingi,“ segir Salenko. ■ MARK Hughes verður í herbúð- um Manchester United út þetta keppnistímabil, segir Alex Fergus- son framkvæmdastjóri félagsins. Vangaveltur hafa verið uppi um að hann væri að förum frá félaginu. „Það kemur ekki til greina að Mark fari núna þegar Eric Cantona hef- ur verið settur í leikbann. Við von- umst einnig eftir að hann verði áfram hjá félaginu næsta tímabil,“ sagði Ferguson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.