Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Júlíus HiA öfluga lið Finna sem varð aA iáta í minni pokann í gærkvöldi. Pauliina Aalto og Leena Pulliainen, sem urAu sigurvegarar í tvíliAalelk á miAvikudagskvöld, og Anu Peltola. Sigurinn blasti vlö, áAur en norsku táningarnir hófu hina óvæntu uppákomu. Táningamir frá Ósló léku aðalhlutverkin Leikgleði, óvænt uppákoma og „fellu- græðgi" varð til þess að norsku stúlkurn- arlögðu þærfinnsku aðvelli NORSKU táningsstúlkurnar frá Ósló, Ingunn 0ien (19 ára) og Tina Gudmundsen (20 ára) og hin reynda Mette Hansen (30 ára) frá Fredrikstad, tryggðu sér sigur í þrímenningi kvenna á ótrúleg- um lokaspretti, en þá skutu þærfinnsku sveitinni ref fyrir rass í næst síðasta leiknum af sex — náðu 595 keilum gegn 544, sem gaf þeim 24 keilna forskot. Það forskot nægði þeim til sigurs, munurinn á sveitunum var 17 keilur þegar uppi var staðið. Norska sveitin fékk 3.396 stig, finnska sveitin 3.379 stig. Það munaði mest um sex fellur Ingunnar 0ien í röð og á eftir komu tvö skot sem felldu níu keilur — Ingunn lokaði báðum römmunum í öðru skoti. Hún fékk alls 248 stig fyrir leikinn — hennar besta skot í leik í mótinu, áður hafði hún aðeins tvisvar náð yfir 200 stigum lokastundin rann upp. Þá munaði miklu um að Pauliina Aalto, sem hefur forustu í einstaklingskeppn- inni, náði sér ekki á strik í síðustu ij'órum leikjunum, eftir góða byrjun. Aalto er með 2.517 stig í einstakl- ingskeppninni, en næst kemur danska stúlkan Trine Simonsen, sem er með 2.459 stig — mismunur- inn 58 keilur. Svíar I fögnuðu sigri í þrímenn- ingskeppni karla, með 6.660 stig — 41 keilu meira en finnska sveitin (2), sem var með Teemu Raatikain- en fremstan í flokki, en finnska sveitin var of seint að ná sér á strik og ef hún hefði fengið tækifæri til að leika einn leik til viðbótar, hefði hún án efa fagnað sigri, Eftir fyrstu þijá leikina var finnska sveitin í næst neðsta sæti, 183 keilum á eftir sænsku sigursveitinni. Raa- tikainen hefur öruggt forskot í ein- staklingskeppninni — hefur 105 keilna forskot á Svíann Patrik Jo- hansson. ■ Úrslit / C2 Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar (208 og 224) í tíu leikjum. Geysileg spenna var undir lokin — þegar finnsku stúlkumar Pauliina Aalto og Leena Pulliainen, sem urðu Norður- landameistarar í tví- liðaleik, ásamt Anu Peltola, gerðu ör- væntingarfulla til- raun til að endurheimta forskot sitt aftur. Það var Mette Hansen sem batt endahnútinn á sigur norska liðsins, er hún felldi, fékk bónus- skot — sendi níu kúlur niður og síðan þá einu sem eftir var. Norsku stúlkumar fögnuðu geysilega, en vonbrigðin leyndu sér ekki hjá finnsku stúlkunum, sem höfðu leik- ið svo vel um morguninn og verið með 81 stigs forskot á norska sig- urliðið þegar keppnin var hálfnuð. Það sem einkenndi leik norska liðsins var mikil leikgleði — stúlk- umar skemmtu sér konunglega við hina óvæntu uppákomu — og „fellugræðgi" rak þær áfram til sig- urs. Þann léttleika vantaði í leik- menn finnska liðsins, sem þoldu greinilega ekki spennuna þegar Ágústa Þorsteinsdóttir. Agústa Þorsteinsdóttir er aldursforsetinn á Norðurlandamótinu í keilu. Ágústa, sem er 53 ára, var þekkt sundkona í Ármanni á árum áður — margfaldur íslandsmeistari og íslandsmethafi. Hún á t.d. tvo gullpen- inga frá íþróttasambandi Islands, sem afreksmenn fengu þegar þeir náðu að setja 20 met á ári. Eitt árið setti hún 28 met og annað 26. „Ágústa er dellukona — það er sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, hún verður gagntekin af því eins og sundsaga hennar segir til um og nú keiluíþrótt- in. Fyrir níu ámm fóram við með börnin okkar tvö til að leika keilu — einu ári síðar var hún komin í landsliðið,“ sagði Guðjón Ólafsson, eiginmað- ur Ágústu, sem var einnig þekktur íþróttamaður á yngri áram — lands- liðsmarkvörður í handknattleik og lék með KR. „Þetta hefur verið erfiður dagur. Þreytan kemur fyrr fram þegar illa gengur. Ég hef alls ekki náð mér á strik,“ sagði Ágústa. Svíinn Asa Larsson, tvö- faldur heimsmeistari, gladdl áhorfendur meA skemmtilegu látbragAi. Daninn Trine Simonsen gaf Asu ekkert eftlr þegar hún dansaAi á keilubraut- Inni í ÖskjuhlíAinnl. Glæsilegur leik- ur Pauliinu Aalto FINNSKA stúlkan Pauliina Aalto sýndi glæsilega takta í öðrum leik sinum af sex í keppni þriggja manna sveita í gær. Pauliina var með fellur í fyrstu fimm römmunum, en alls náði hún átta fellum. Hún átti tvö skot sem felldu níu keilur — og að sjálfsögðu afgreiddi hún tíundu keiluna léttilega í næsta skoti. Þá sendu hún niður átta kúlur i einum rammanum, hinar tvær í öðru skoti sínu. Fyrir þetta fékk hún 248 stig, sem var hæsta skor — bæði í karla og kvennaflokki, eftir fyrstu þijá leik- ina. Aalto var þá búinn að ná hæsta meðalskori — 223,5 átta leikjum, en í næsta leik hennar féll nýting hennar niður, þar sem hún náði sér ekki á strik og fékk 171 stíg. Sama var upp á teningnum í þremur síðustu leikj- unum i gærkvöidi, en þá lék hún á 186,180,192 stígum í leik. Raatikainen missti taktinn TEEMU Raatikainen frá Finnlandi lentí í vandræðum í öðrum og þriðja leik í þrímenningskeppninni karla. í öðrum leiknum náði hann ekki að loka fyrr en í fimmta ramma og fékk 193 stig fyrir leikinn, en hann fékk ekki nema 170 stig í þriðja leiknum, eftír að hafa lent I glennuvandræðum. Eftir hádegi náði kappinn sér aftur á strik, lék þá á 207,267 og 213. Þeg- ar hann náði 267, hæsta skori sem hefur náðst, byrjaði hann á því að setja níu keilur niður í fyrsta ramma og síð- an þá einu sem eftir var, þá komu sex fellur í röð, síðan skot sem felldi sjö keilur og hann sendi þær þijár sem eftir voru örugglega sömu leið. í öðru skotinu. Raatikainen lauk leiknum með þremur fellum. „Ég var lélegur í morg- im, en náði mér síðan á strik,“ sagði hann. Fimmtíu krónu peningur skemmdi kúlur STÖÐVA varð leik Finnlands 1 og Noregs 2 i tvíliðaleik kvenna um tíma, eða þegar kom í ljós að þijár kúlur komu upp skemmdar. Þegar starfs- menn fóru að leita sögudólgsins, kom í (jóst að hann var 50 kr. peningur, sem var í rennunni sem kúlumar féllu nið- ur í. Þegar kúlurnar féllu ofan á pen- inginn kom skarð í þær. Mjög öflugt mót NORÐURLAND AMÓTH) er eitt af sterkustu keilumótum Evrópu — þar sem Norðurlandabúar eru með flesta bestu keilara álfunnar. Aðeins nokkrir Þjóðveijar og Hollendingar sem geta veitt þeim keppni. Sunddrottningin aldursforseti KEILA / NORÐURLANDAMOTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.