Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 1
augnslysum á börnum fækkar - nema hjá þeim yngstu „VIÐ viljum trúa því að forvarnir hafi átt sinn þátt í því að alvarleg- um augnáverkum hefur fækkað, en það er íhugunarefni af hverju þeim fækkar ekki að sama skapi hjá yngsta aldurshópnum," sagði Har- aldur Sigurðsson, sérfræðingur á augndeild Landakotsspítala, í samtali við Daglegt líf. Hann og Harpa Hauksdótt- ir, aðstoðarlæknir gerðu könnun á augnslysum á börnum Þar kom fram að alvar- legum augnslysum hefur fækkað í heild, en fjölgað meðál þeirra yngstu. Til- gangurinn var að kanna hvort tíðni þessara slysa hefði breyst, en farið var yfir sjúkraskrár 133 barna yngri en 16 ára er voru lögð inn á Landakotsspítala vegna augnáverka á 10 ára tímabili frá janúar 1984 til desember 1993. í hópnum voru 109 strák- ar og 24 stelpur og var skipt í fjóra aldurshópa og borin voru saman tvö fimm ára tímabil. Tíðni augnslysa hafði minnkað í hópunum nema hjá börnum 4ra ára og yngri. Algengasta sjúkdóms- greiningin var augnmar í 51% til- vika, gat á auga í 28% tilvika, að- skotahlutur í auga hjá 6%, augn- lokaáverkar hjá 2% og bruni á auga hjá 2%. Túttubyssur Flest slysin áttu sér stað er börn- in voru að leik, en athygli vakti að ÍHUGUNAREFNI er af hverju alvar- legum augnáverkum fækkar ekki að sama skapi hjá yngsta aldurshópnum. í 21% tilvika þeirra, sem fengu augnmar, eða hjá 14, var um að ræða skot úr túttubyssu í auga. Þurftu 84 börn að leggjast á sjúkra- hús 1984-1989 vegna augnáverka, en 1989-1993 aðeins 49 börn. ¦ Vax á legsteinum VAXBLETTIR og sót eftir svokölluð friðar- kerti hafa sett svip á legsteina eins og liðna vetur. „Þegar snjór og rigning fellur í blautt vax, virðist verða sprenging og vax- ið slettist upp á steinana," segir Sigurður Helgason hjá Steinsmiðju S. Helgasonar. Hjá Kirkjúgörðum Reykjavíkur fékkst uppgefið að aðstandendur bæru ábyrgð á legsteinum og segir Sigurður að niargir leiti til sín til að láta hreinsa steinana. „Fólk hugsar mjög vel um leiði aðstand- enda sinna og um jól og áramót koma tug- þúsundir manna í kirkjugarða borgarinn- ar," segir Þorsteinn Ragnarsson, forsljóri Kirkjugarða Reykjavíkur. „Það er fallegt að setja kerti við leiði, en þau eru oft látin of nálægt steininum," segir Sigurður Helgason. „Hvítur marmari verður einna verst úti, enda er marmari mjúkur og sýgur vel í sig alla bletti. Tíminn hreinsar steinana að einhverju leyti, en þegar við fáum þá til hreinsunar, þvoum við þá, sandblásum eða slípum." ¦ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fleirí komu í ianúar í JANÚAR komu alls 12.338 manns til landsins, sem er um 866 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Athyglisvert er að af þessari fjölgun eru útlendingar 523 en þeir voru alls 5.593 nú en 5.070 í fyrra. íslendingar 6.745 nú en 6.402 í fyrra. Sé litið á þjóðerni erlendra gesta eru Bandaríkjamenn fjöl- mennastir, þá Danir, þriðju voru Bretar og síðan Þjóðverj- ar. Alls komu menn af 62 er- lendum þjóðernum í janúar, þar af aðeins 1 gestur frá 14 löndum og 2-10 gestir komu frá 24 löndum. ¦ Afbreying er mikilvægust í íerðabjínustu Selfossi. Morgunblaðið. NÆSTU 15 ár verða til 2.500- 3.500 ný störf í ferðaþjónustu, haldi íslendingar sínum hlut í þeirri tvöföldun sem gert er ráð fyrir að verði í ferðaþjónustu í heiminum til ársins 2010. Þetta kom fram í máli Magnúsar Oddssonar á fundi um framtíðarstefnu í ferðamálum á Selfossi. Magnús sagði að ferðaþjónustan væri vinnuaflsfrek og allt benti til að við héldum okkar hlut í alheims- vexti atvinnugreinarinnar. Hann benti á að ferðaþjónustan gæfi af sér 16-17 milljarða í gjaldeyris- tekjur á ári og að innlenda mark- aðnum meðtöldum næmi veltan 30 milljörðum. Nettóframlag til þjóð- arbúsins væri óþekkt stærð sem vert væri að kanna. Afþreylngln mlkilvsagust Undanfarin ár hefur verið unnið að því að dreifa komu ferðamanna meira yfir árið og hefur því miðað á leið. Af þeim 90 þúsund sem komu utan háannatímans gistu um 90% á höfuðborgarsvæðinu og' Magnús sagði að þarna væri tæki- færi fyrir landsbyggðina að leita fyrir sér. Hann sagði það grund- vallaratriði að afþreying væri fyrir Morgunblaðið/Sig. Jóns. FUNDURINN um ferðamál á Selfossi var vel sóttur. hendi á þeim stöðum sem vildu byggja sig upp í ferðamálum. Af- þreyingin væri tilefni ferðar fólks- ins á hvern stað en samgöngur ásamt veitingum og gistingu væru og grunnþættir sem huga þyrfti að við uppbyggingu. Hann sagði að áhrif fjárfestinga í þessum þætti hefði víðtæk áhrif og það væri hagkvæmt fyrir marga að taka sig saman um að byggja upp afþreyingu og ná þannig fyrr ár- angri. Magnús benti á að þeir sem vildu leggja áherslu á uppbyggingu í ferðamálum yrðu að gera íbúa sveitarfélagsins meðvitaða um þýðingu þeirra sjálfra og skipti viðmót fólksins miklu máli þegar þyrfti að greiða götu ferðamanns og gefa honum upplýsingar. Styrkja þyrfti þjónustulund fólks með fræðslu og efla vilja þess til að ferðamaðurinn yrði ánægður með dvöl á staðnum hvað svo sem hún væri löng. ¦ FRÁ ferðakynningu Flugleiða í fyrra. Ferðahátíð Flugleiða FLUGLEIÐIR efna til ferðahátíðar í Kringlunni milli kl. 13 og 17 á sunnudag til að kynna ferðakosti þá sem eru í boði í vor og sumar. Þar verður ýmislegt fleira til skemmtunar, Stjórnin kemur fram þrisvar, sýndir verða samkvæmis- dansar, götumálarar teikna/mála myndir af gestum, og þeir geta lát- ið mynda sig með hvers kyns bak- grunn. Þá má geta að lukkumiðar verða seldir og ágóði rennur óskipt- ur til heyrnarlausra barna. Meðal 700 vinninga eru 20 ferðavinningar. Auk kynninga á deildum Flug- leiða verða þar ýmsar ferðaskrif- stofur og bílaleigur og erlendis frá mæta fulltrúar frá ferðamálaráðum Austurríkis, Trier, Lúxembúrg, Skotlandi, Englandi og Spáni og nokkrum Norðurlandanna. Tvö þús- und fyrstu farþegarnir sem bóka sig í pakkaferðir fá 5 þús. kr. af- slátt. Upplýsingar um sumarbækl- ing Flugleiða er á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.