Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. SILVAN og Astrid Hungerbiihler, einstæð móðir í Sviss. I hjónabandið þegar barn M MÆÐUR _ 58,3% nýfæddra J2 barna á íslandi árið 1993 ^ voru ógiftar, samkvæmt tölum frá Evrópuráðinu. Að- eins 6,3% barna sem fæddust í Sviss á sama tíma voru fædd utan hjónabands. Tölurnar sýna ekki hversu hátt hlutfall mæðranna voru einstæðar eða í sambúð. Svissneska prósentutalan kom Astrid Hungerbiihler, einstæðri móður, á óvart. „Ég vissi ekki að það væru svona margar ógiftar mæður í Sviss. Hér ganga lang- flestir í hjónaband um leið og von er á barni.“ Hún kynntist nýlega annarri einstæðri móður fyrir til- viljun úti á róluvelli. Annars þekk- ir hún enga einstæða móður, þær eru svo sjaldgæfar í Sviss. Hún hætti námi vegna barnsburðarins Astrid varð óviljandi ófrísk þeg- ar fímm ára samband var á síð- asta snúningi. „Ég var komin tæpa þrjá mánuði á leið þegar ég áttaði mig á því að ég ætti von á barni. Mér fannst ég vera komin of langt á leið til að láta eyða fóstrinu og ákvað að halda því.“ Hún var þá 28 ára, nýbúin að ljúka stúdents- prófí og langaði að læra búfræði í tækniháskólanum í Zurich. „Ég varð að hætta við það. Ég get ekki sótt tíma í 35 klukkustundir á viku, lært heima og hugsað um barnið." Hún er með gott verslun- arskólapróf og fékk sér vinnu í banka til að þéna sem mest á meðgöngutímanum. Hún fór til starfa á bóndabæ þar sem hún gat haft barnið hjá sér við inni- og útiverk þremur vikum eftir að Silvan, stór og myndarlegur strák- ur, fæddist. „Það gekk ágætlega þangað til húsmóðirin eignaðist annað barn. Þá urðu börnin á heimilinu einum of mörg og ég flutti til ríkrar fjöl- skyldu þar sem ég sá um heimil- ið. Okkur kom illa saman og ég reyndi aftur fyrir mér á bóndabæ. í þetta sinn hjá fráskildum bónda með tvö börn. Ég hætti hjá honum þegar hann varð of nærgöngull og það kom í ljós að hann hafði verið að leita sér að eiginkonu en ekki ráðskonu þegar hann réð mig í vinnu.“ Astrid býr núna með tveimur kunningjakonum sínum og hefur innritað sig í heimsspeki í háskólanum. „Tíma- sóknin þar er ekki of mikil og ég get lesið heima.“ Hún vonast til að fá námsstyrk eða -lán. Háskól- inn metur hvert tilfelli fyrir sig, eins og hið opinbera. Hún fær er í vonum engar félagstryggingar nema hún sæki um þær og geti sýnt fram á fjárþörf. Ég vil annast hann sjálf eins mikið og ég get Silvan er rúmlega tveggja ára og er nú á bamaheimili stúdenta. „Það var ekkert mál að fá pláss. Hann er fjóra morgna í viku. Ég vil ekki hafa hann þar lengur meðan hann er svona ungur. Mér finnst ég eiga að annast hann sjálf og helga honum eins mikinn tíma og ég get. Ég læt hann vera leng- ur á bamaheimilinu þegar hann verður orðinn þriggja ára,“ sagði Astrid, sem er langt frá því að vera íhaldssöm. Langflestum Svisslendingum fínnst sjálfsagt að foreldrar sjái um bömin sín á eig- in kostnað án aðstoðar ríkisins. Undantekning að mæður sendi börn á barnaheimili Það heyrir til undantekninga í Sviss að mæður vinni úti og sendi börn daglega á barnaheimili eða til dagmömmu. „Konur hafa sam- viskubit af því að senda börnin frá sér ef þær þurfa þess ekki endi- lega,“ sagði starfsmaður Zúrich- borgar. „Bamaheimilin vora í upp- hafi stofnuð fyrir fátæklinga sem gátu ekki hugsað um bömin sín af því að báðir foreldrarnir urðu að vinna úti. Það loðir enn fátæklingastimpill við þau og þess vegna þykir ekki sjálfsagt að senda böm á barna- heimili.“ Alls kyns leikhópar sem mæður skipuleggja sjálfar era al- gengir. Zúrich-borg hefur um 400.000 íbúa. Hún rekur eða styrkir bamaheimili fyrir um 1.000 börn. Nú er enginn biðlisti á þau. Það kostar frá 8 frönkum (424 IKR) upp í 100 franka (5.300 IKR) að hafa barn á barnaheimili í Zúrich á dag. Verðið fer eftir tekjum foreldranna. Faðirinn borgar 53 þús. á mánuði Astrid borgar lægsta gjaldið fyrir Silvan. Faðir hans hefur hann um hvérja helgi og borgar 1.000 franka (53.000 IKR) með honum á mánuði. Borgin borgar mæðrum sem fá ekkert meðlag frá barns- feðram sínum allt upp í 650 franka (34.450 IKR) á barn á mánuði. Borgin rakkar feðurna síðan beint. Starfsstúlka borgarinnar tók fram að mæðurnar þyrftu ekki að endurgreiða meðlagið þótt borg- inni tækist ekki að innheimta féð frá feðranum. ■ Anna Bjarnadóttir DAGLEGT LÍF Emil í Kattholti var trúlega ofvirkt barn Sólveig Páll Ásgrímsdóttir Magnússon — ÓÞEKKTARORMAR, hrekkju- svín, vitleysingar. Þessar nei- ðfi kvæðu nafngiftir fá ofvirk böm Om oft að heyra, jafnvel mörgum sinnum á dag. Sameiginlegt einkenni þeirra er athyglis- brestur, hreyfíóróleiki og hvat- vísi. Augnablik umhugsunar- innar er ekki til, þeim halda engin bönd og þau framkvæma án þess að hugsa um afleiðingamar. Árið 1990 mynduðu nokkrir starfsmenn Barna- og unglingageð- deildar Landsspítalans starfshóp, sem hefur unnið að því að taka upp og þróa nýjar aðferðir við greiningu og meðferð ofvirkra barna. í fyrra hófu Sólveig Ásgrímsdóttir, sál- fræðingur á bama- og unglingageð- deild Landsspítalans og Páll Magn- ússon, sálfræðingur á Kleppsspít- ala, rannsókn á ofvirkum börnum. Bæði hafa langa starfsreynslu í málefnum barna og unglinga. Rannsóknin nær til barna, sem greinst hafa ofvirk á barna- og unglingageðdeildinni. Áhersla er lögð á að kanna bakgrann barn- anna, almennt heilsufar og þroska. Að 8-10 árum liðnum ætla Sólveig og Páll að fylgja rannsókninni eftir og hafa uppi á börnunum/ungling- unum og athuga hvernig þeim hef- ur reitt af í lífsins ólgusjó. Líffræðilegar orsakir Sólveig segir að 40%-50% bama á barna- og unglingadeild Landssp- ítalans séu ofvirk og samkvæmt bandarískri greiningaraðferð, sem hér sé notuð, sé líklegt að 3-5% allra barna fengju slíka greiningu. „Ofvirk böm eru ekki geðtrufluð eða greindarskert. Þau skortir hvorki vit né þekkingu, en búa oft ekki yfír hæfni til að nota vitið og þekkinguna. Ofvirkni er líffræðilegs eðlis, meðfædd og arfgeng, líklega oftast vegna truflunar á heilastarf- semi. Þessi vitneskja hjálpar foreldr- um gríðarlega mikið. Þeir losna við þrúgandi sektarkennd og samvisku- bit, auk þess sem þeir fá staðfest að stjórnlaus hegðun bamsins sé ekki uppeldismistök eða vegna ytri skilyrða og ýmsar aðgerðir geti ver- ið til bóta, jafnvel bata. Atferli og hegðun ofvirka bama mætir ekki miklum skilningi í sam- félaginu. Mikið mæðir á aðstandend- um, þeir þurfa sífellt að passa að bamið fari sér ekki að voða, skemmi ekki, rpeiði ekki eða sé öðrum til ómældrar skapraunar með hegðun sinni. Oft verður fjölskyldan ein- angrað, því enginn treystir sér til passa, fáir koma í heimsókn og öll orka fer í umvandanir, aðfínnslur og að halda barninu að heimanámi eða öðrum skyldustörf- um.“ Sólveig segir að ut- anaðkomandi áreiti trufli ofvirk börn meira en önnur, prédikanir fari fyrir ofan garð og neðan, þau læri illa af reynslunni og séu tíðir gestir á slysadeildinni. „Þau fara of geyst og ugga ekki að sér. Oft eru þetta hinir skemmtilegustu krakk- ar; atorkusöm og dug- leg, snögg upp á lagið og segja margt fyndið, sem aðrir myndu e.t.v. aldrei þora að segja ... bara hugsa. Trúlega hefur Emil í Kattholti verið ofvirkur krakki og flestum finnst hann afar skemmtilegur. Ég býst ekki við að hann hafi hugsað um afleiðingarnar þegar hann hengdi systur sína upp á flagg- stöng, eða gerði ýmis önnur prakk- arastrik. Vitaskuld veit enginn hvað í annars huga býr, en ofvirk- ur drengur, sem var í meðferð hjá mér lýsti því svona: „Ég er í samfé- lagsfræði og kennarinn er að segja frá einhverjum manni á fílsbaki. Skyndilega segir sessunautur minn: „Hvar er Siggi?“ Ég hrekk við og allt í einu finnst mér endi- lega eins og Siggi sé á fílsbaki." Þessi einlæga frásögn drengsins varpar örlitlu ljósi á hvernig at- hyglin brestur og hugsunin brengl- ast við smávægilega truflun." ÁVEXTIR í útrýmingarhættu FRAMTÍÐ ávaxta í Evrópu er í hættu og er ógnað af því sem umhverfisvemdarsinnar kalla erfðafræðilegri eyðingu, sem þýðir að ávextir sem við borðum verða æ líkari hver öðrum, erfðafræði- lega. Sumar ávaxtategundir eru bein- línis í útrýmingarhættu, fullyrti Joanna Blythman nýlega í The European. Hún tekur dæmi um ilmandi ávöxt qu/nce-trésins, sem áður var jafn algengur og epli. „Nú er hann horfinn af ávaxtamörkuð- um í Bretlandi og ekki hægt að nálgast hann nema á villtu quince- tré úti í náttúrunni. Quince er stundum nefndur roðarunni, en ávextir hans voru yfirleitt notaðir í sultur og mauk meðan hann var fáanlegur. Bragðmiklar plómur Damson-plómur, sem eru mjög dökkar, segir Blythman að skari fram úr bestu plómum sem nú fást. „Þær eru mun bragðmeiri en aðrar plómur, en í Evrópu eru aðeins nokkrir bændur eftir sem enn rækta Damson-plómutré.“ Hún greinir frá þyí að áður fyrr hafi verið algengt að sjá börn í Suður-Frakklandi smjatta á jujube, ávexti sem líkist döðlu. „Hann er sætur, ilmandi og enn ríkari af C-vítamíni en appelsína. Nú er hann hvergi fáanlegur lengur, en jujube- tré standa enn í nokkrum skrúð- görðum. Granat-epli eru einnig að hverfa úr evrópskri ávaxtarækt.“ Auk þess sem heilu ávaxtateg- undirnar hverfa af sjónarsviðinu, fækkar sífellt afbrigðum hverrar tegundar. Blythman segir að til dæmis hafi um 6.000 afbrigði epla verið ræktuð í Bretlandi áður fyrr. „Nú eru aðeins um 2.000 eftir og langflest ræktuð í sérstökum skrúð- görðum. Ekki eru nema örfá af- brigði af eplum ræktuð til sölu og almennrar neyslu. Svipaða sögu er að segja af appelsínurækt í Evrópu. Hinar frábæru Ellison-appelsínur, með nettum anís-keim, viku til dæmis fyrir nýjum af- brigðum sem framleidd eru utan Evrópu.“ Ræktaö í réttu umhverfi Sú var tíðin að í ávaxtarækt var tekið mið af ólíkum jarðvegi og loftslagi á hinum ýmsu landsvæðum. „Frakkar ræktuðu áður um 4.000 mismun- andi afbrigði af eplum, en nú geta þeir aðeins valið um 10 afbrigði í matvöruverslunum. Eplarækt þeirra er deyja út, enda um 80% af eplum á frönskum mörkuðum ræktuð í Bandaríkjunum.“ Blythman saknar apríkósu- afbrigðis, Précoce de Boulbon, sem hún segir vera sætt og undurgott. „Bouches-du-Rhone var þekkt fyrir þessar apríkósur, en nú eru vart fáanlegar aðrar apríkósur þar en ilm- og bragðlítil afbrigði. Ferskja með rautt, fínt og sætt aldinkjöt, Sanguine de Manosque} hefur einn- ig verið ratt úr vegi. Á síðustu 55 áram hefur að minnsta kosti fjórð- ungur franskra melónuafbrigða horfið og listi yfír útdauð ávaxtatré er óendanlegur." Fiktað við náttúru Blythman telur ávaxtatré hafí verið kynbætt of mikið á of skömmum tíma og Evrópubúar séu að súpa seyðið af því. „Vísindamenn og tækjabúnaður þeirra hafa nú tekið við af bændum, sem áður ræktuðu og kynbættu ávaxtatré smám saman með því að smakka ávextina og fylgjast með vexti þeirra ár eftir ár. Markmið vísindamanna er að koma upp tijám sem gefa fljótt af sér stóra upp- skeru. Eitt af því sem stefnt er að Menn reynn nð bjnrgn fræj um í útrým- ingarhættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.