Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 D 3 DAGLEGT LIF Morgunblaðið/Sverrir EMIL í Kattholtí var oft látinn dúsa út í smíðaskemmu í refsingar- skyni, enda hinn mesti prakkari, sem sjaldnast hugsaði um afleið- ingar gerða sinna. Leikrit um snáðann var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum og hér er aðalleikarinn að tálga spýtukalla. Meirl fræðsla Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans býður foreldrum fræðslunámskeið um orsakir og afleiðingar ofvirkni. Senn verða jafnframt haldin sérstök þjálfun- arnámskeið, þar sem kenndar verða ýmsar gagnlegar uppeldisaðferðir og hvernig rétt sé að bregðast við mismunandi aðstæðum. Sólveig er bjartsýn á að hægt verði að standa vel að málum ofvirkra bama með samvinnu og fræðslu. Hún telur að slíkt sé auðveldrara í litlu samfé- lagi, þar sem allir þekkja alla og einstaklingurinn týnist ekki í mann- hafinu. „Fyrst og fremst þarf að veita foreldrum fræðslu og börnunum skýr svör. Ofvirk börn eru mun erfíðari í umgengni og uppeldi en önnur börn og ganga í gegnum miklar tilfínningasveiflur. Þau þurfa því mikið aðhald, reglu, festu og skipulag. Vegna hegðunar þeirra hefur athyglin alla jafna beinst að því neikvæða í fari þeirra og þau hafa verið mikið skömmuð. Svokallað umbun- arkerfi, þ.e. bamið öðlast ýmis réttindi gegn því að hegða sér vel, gagnast vel til að stjórna, byggja upp sjálfstraustið og beina barninu á réttar brautir. Foreldrar þurfa að vera samstíga í aðgerðum og styðja hvort annað. Þeir mega ekki hvika og verða að vara sig á að utanaðkomandi að- finnslur um einstrengningshátt í uppeldinu komi þeim ekki úr jafn- vægi. Þolinmæði er mikilvæg og best er að taka einn þátt fyrir í einu, t.d. má fyrst leggja áherslu á borðsiði eða heimanám." Ofvirkni algengari hjá drengjum en stúlkum - Em fjölskyldur ofvirkra barna yfírleitt í stakk búnar að veita þeim nauðsynlegan stuðning og aðhald? „Erfðaþáttur ofvirkni skýrir að mörgu leyti hvers vegna ofvirk böm koma oft frá sundruðum heimilum og em alin upp hjá einstæðum mæðmm. Þótt ekki sé venja að tala um fullorðið fólk sem ofvirkt, þá er slíkt engu að síður staðreynd í mörgum tiivikum. Hegðunarmynst- rið breytist með aldrinum, hreyfíó- róleikinn er e.t.v. minni, en eirðar- leysið getur leitt til aðlögunarerfíð- leika á mörgum sviðum og í kjölfar- ið hjónaskilnaðar. Þegar einungis annað foreldrið hefur uppeldið á sinni könnu er erfiðara að sinna því eins og best verður á kosið og ýmsir hindranir verða á veginum. - Hvað er til ráða, ef hvorki fræðsla né samvinna gagnast til að hafa hemil á baminu? „Lyfjameðferð hjálpar í mörgum tilvikum. Þótt mótsagnakennt sé, þá er barninu gefíð örvandi lyf til að það eigi betra með að einbeita sér og slaka á. Þessi lyf em ekki hættuleg, enda gefín í litlum skömmtum og rannsóknir sýna að þau valda hvorki fráhvarfseinkenn- um né fíkn. Reyndar er lyfjameð- ferð ekkert neyðarúr- ræði, hún er einn þátt- ur í meðferð en gagn- ast alls ekki öllum. Margar samræmdar aðgerðir þurfa að hald- ast í hendur til að hjálpa hveijum ein- staklingi." Ofvirk böm eru í miklum áhættu- hópi og geta orðið samfélaginu dýr- keypt. Ofvirkni er þrisvar sinnum algengari hjá drengjum heldur en stúlkum. Sé þróunin á versta veg og ekkert er að gert hrannast vandamálin upp. Baminu gengur illa að eignast félaga, það einangr- ast og upplifir höfnun, sem ýtir undir vanlíðan. Smám saman brennir það altar brýr að baki sér verður þunglynt og hætta á að það leiðist út í fíkniefnaneyslu og af- brot. Sem betur fer tekst oft að beina eiginleikum ofvirkra barna í réttan farveg. Þegar þau vaxa úr grasi geta þau orðið athafnasamir einstaklingar, virkir í starfí og fé- lagslífí. Þetta er oft fólkið sem er allt í öllu og virðist aldrei unna sér hvíldar. Sólveig og Páll eru sammála um að séu böm greind nógu snemma, helst um fjögurra ára aldur, og fái tilheyrandi meðferð, aukist líkur á að þau verði nýtir þjóðfélagsþegn- ar. Sé ekkert að gert og stjómvöld haldi áfram að horfa í hveija krónu sem fer í uppeldis- og sálfræðiþjón- ustu bama, sé hætta á að sum of- virk böm Jendi á glapstigum, sem samfélagið gjaldi dýru verði er fram líði stundir. ■ Valgerður Þ. Jónsdðttir EF a.m.k. átta af eftirfarandi fjórtán einkennum koma fram hjá barni yngra en 7 ára í mun ríkara mæli en hjá jafnöldrum þess, einkenni vara í um 6 mán- uði, er líklegt að barnið greinist ofvirkt. ► 1. Er mikið með hendur og fætur á hreyfingu eða iðar í sæti (þegar um ungling er að ræða nægir að hann upplifi sig eirðar- lausan). ► 2. Á erfitt með að siija kyrr í sæti þegar aðstæður krefjast þess. ► 3. Lætur auðveldlega truflast af utanaðkomandi áreiti. ► 4. Á erfitt með að bíða eftir að röðin komi að honum/henni í leikjum eða hópstarfi. ► 5. Getur oft ekki stillt sig um að byrja að svara spurningum áður en lokið hefur verið að spyija þeirra. ► 6. Á erfitt með að fylgja fyrir- mælum annarra (án þess að um mótþróa/ögrun eða skilnings- leysi sé að ræða). Nær t.d. ekki að ljúka verkefnum sem hann/hún byrjar á. ► 7. Á erfitt með að halda at- hygli við verkefni eða leiki. ► 8. Snýr sér oft að nýju verk- efni án þess að hafa lokið þvi sem hann/hún var að fást við áður. ► 9. Á erfitt með að leika sér hljóðlega. ► 10. Talar oft nyög mikið. ► 11. Grípur oft fram í eða trufl- ar, ryðst t.d. inn í leiki annarra barna. ► 12. Virðist oft ekki hlusta á það sem sagt er við hann/hana. ► 13. Týnir oft hlutum sem hann/hún þarf á að halda til starfs eða leiks bæði heima og í skóla (t.d. leikföngum, skriffær- um, bókum eða verkefnablöðum). ► 14. Sýnir oft hættulega hegð- un án þess að íhuga afleiðingar hennar (án þess að leita viljandi eftir spennu). Hleypur t.d. út á götu án þess að líta í kringum sig. Ofvirk börn eru í miklum úhættu- hópi og geta orðið samf éloginu dýrkeypt. SUMAR heitir þessi mynd ítalska 17. aldar málarans Arc- imboldo. Hún gefur hugmynd um nokkur afbrigðiávaxta sem þá voru til, en eru nú útdauð. er að allir ávextir af sama tré séu sem líkastir að stærð. Einnig skipt- ir máli að vaxtatími þeirra sé sem stystur og geymsluþol sé ________ mikið. Með því móti er reynt að koma til móts við kröfur neytenda, sem vilja kaupa sams konar ávöxt í júní og janúar, þótt það sé á skjön við Staðlar ákvarða útlit og bragö, en ekki náttúran. þessa þróun. Með hæðnistóni vitnar hún til nýlegrar samþykktar um staðlaða ávexti í Evrópu. „Nú má ' banani ekki vera minna en 14 cm langur og 27 mm að ummáli. Hann má heldur ekki vera óeðlilega boginn. Náttúr- an sér til þess að ávextir eru ólíkir að stærð og hringrás náttúrunnar og á kostnað bragðs, ilms og fjöl- breytni." Blythman kennir einnig sam- ræmdum evrópskum stöðlum um lögun. Þess vegna er óraunhæft að ætlast til að þeir líti allir út eins og plastávextir sem hafðir eru upp á punt. Staðlar af þessu tagi eru neytendum ekki til hagsbóta, þvert á móti eru þeir eyðileggjandi." Blythman lýsir áhyggjuirt af sí- vaxandi notkun ónáttúrulegra efna og eiturefna við ávaxtarækt og varar við hagsmunaárekstrum „Oft framleiðir sama fyrirtækið ávexti og kemísk efni. Þá er eigin fram- leiðsla eiturefna notuð við ávaxta- ræktina. Fæstir átta sig á hvemig farið er að fjöldaframleiða ávexti á kostnað fjölbreytileika náttúrunnar. Aukinn innflutnignur á suðrænum ávöxtum, t.d. mangó, papaya, kivi og ananas veldur því að fólk telur að frekar sé gróska í ávaxtarækt í heiminum en að hún sé í hættu. Varnaðarbjjöllur klingja Varnaðarbjöllum hefur þó verið hringt og Evrópusambandið ákvað nýlega að veija 25 milljónum punda, (nærri 3 miljörðum IKR) til varnar ávaxta- grænmetis- og korntegundum í útrýmingarhættu. Viðs vegar í Evrópu vinnur fólk að því sem kallað hefur verið „fræ- björgun" og er ræktendum launað ríkulega ef þeir halda við ræktun á afbrigðum í útrýmingarhættu." Blythman bendir á að vinna af þessu tagi taki langan tíma og miklu máli skipti að almenningur sé á verði. „Ef neytendur vilja bragðmeiri ávexti en þá sem í boði eru eða gera kröfur um önnur afbrigði en þau sem eru fjöldaframleidd sam- kvæmt stöðlum, munu verslunar- eigendur væntanlega bregðast við þeim kröfum með því að hafa á boðstólum það sem beðið er um.“ Blythman ítrekar ábyrgð allra á að skila fjölbreyttu úrvali ávaxta til komandi kynslóða í stað örfárra fjöldaframleiddra og bragðlítilla af- brigða, sem jafnvel eru að meira eða minna leyti blönduð kemískum efnum. ■ Brynja Tomer A nýju ári er rétt að hrista af sér slenið og byggja sig upp með hreyfingu, hollum mat og góðum bætiefnum. Þúsundir íslendinga viðhalda heilbrigði sínu með Gericomplex. Regluleg neysla þess bætir starfsþrekið og eykur viðnám gegn sleni og slappleika. Gericomplex inniheldur valin vítamín, steinefni og lesitín og það er eina fjölvítamínið sem inniheldur Ginsana G115. Éh Ællsuhúsið Gericomplex Kringlunni simi 689266 Skólavöröustig simi 22966 GERICOMPLEX - MEST SELDA BÆTIEFNI Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.