Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ UM 42 þúsund börn eru í grunnskóla og skólamál barna og unglinga varða um 100 þúsund manns á hveijum degi. Bamavika með fjölbreyttri dagskrá SAMTÖKIN Heimili og skóli hafa skipulagt barnaviku, sem hefst nk. mánudag. „Málefni skóla snerta um 100 þúsund Islendinga og við viljum benda á það sem vel er gert í skóla- málum og auka umræðu um málefni skóla, barna og unglinga," segir Unnur Halldórsdóttir, formaður samtakanna. Barnavika er nú haldin hér í fyrsta sinn, en Unnur segist vona að hægt verði að halda þemaviku af þessu tagi árlega í framtíðinni, eins og gert er víða erlendis. „Dagskráin er fjölbreytt og ætluð öllum foreldrum. A mánudag kl. 20.30 rabbar Gyða Stefánsdóttir, sérkennari, við for- eldra á skrifstofu okkar, Sigtúni 7 í Reykjavík. Gyða hefur hjálpað mörgum bömum sem eiga við Iestr- arerfiðleika að stríða og gefur þeim foreldmm ráð, sem eftir því óska. þriðjudagskvöld kl. 20.30 verður námskeið í Gerðubergi fyrir bekkj- arfulltrúa eða þá sem vilja efla bekkjarstarf í bekk barnsins síns. Þeir sem vel þekkja til bekkjarstarfs miðla reynslu sinni og ræða um mikilvægi bekkjarstarfs. A miðviku- dagskvöld fjalla sálfræðingarnir Margrét Halldórsdóttir og Þórkatla Aðalsteinsdóttir um skort á aga í uppeldi. Erindi sitt flytja þær í Gerðubergi og hefst það kl. 20. Aðalfundur samtakanna verður haldinn á 2. hæð Lækjarbrekku á fímmtudag og hefst hann kl 20.30. Meðal annars verður rætt um for- eldrastarf og baráttumál foreldra. Samtökin hafa nú verið starfrækt í tvö ár og tímabært að gera svo- litla naflaskoðun og kanna hvernig okkur miðar. Foreldrar á röltl Á föstudag fjöllum við um for- eldrarölt. Foreldrar í sumum hverf- um hafa sameinast um að virða útivistartíma barna og unglinga. Það er m.a. gert í Árbæ, í Kópa- vogi, á Akureyri og Neskaupsstað. Um kl. 23 fara foreldrar á rölt um hverfíð, koma t.d. við í sjoppum og vekja athygli á reglum um útivistar- tíma. Foreldrarölt hefur veruleg áhrif, enda eru foreldrar ekki í lögguleik, heldur að sýna aðhald. Foreldrastarf er besta forvarnar- starfið og við eigum ekki að láta aðra vinna það fyrir okkur.“ Bamaviku lýkur um næstu helgi með sýningu í Kolaportinu. Ýmis félagasamtök sem vinna að málefn- um barna og unglinga verða með kynningarbása og auk þess verða ýmsar uppákomur öðm hvoru um helgina. ■ BT Aldrei fleiri en 10 manns í tíma „PILATES er æfingakerfi sem styrkir vöðvafestur, teygir bhI vöðva líkamans og styrkir þá, | auk þess að nudda innyflin. ■ Æfíngar em gerðar í sérhönn- uðum tækjum eða á gólfí og reyna á samspil hugar og líkama," segir Liisa S.T. Johanson, nýútskrif- aður kennari frá Pilates Studio í New York. Liisa er fýrsti Pilates-kennar- inn hér á landi og kennir nú í líkams- ræktarstöðinni World Class, enkenn- aranámið tekur um tvö ár. „í bók- legu námi er mikil áhersla lögð á líffærafræði, en verklegi hlutinn felst að mestu leyti í kennslu. Ballett- dansarar og keppnisfólk í íþróttum víða um heim stunda þessar æfíng- ar, en þær henta þó öllum. Þær bein- ast helst að kviðvöðvum, neðri hluta baks og mjaðma og margar æfíngar em sérlega góðar fyrir ófrískar kon- ur og þær sem nýbúnar em að eiga bam. Pilates-æfingakerfíð er líka til- valið fyrir kyrrsetufólk." Liisa kenndi vinum og kunningjum samhliða kennaranáminu og nú kennir hún Pilates-æfingar í líkams- ræktarstöðinni World Class. Spurð nánar út í æfíngakerfið og uppmna þess segir hún að Joseph Pilates hafí byijað að þróa það fyrir 75 áram. „Hann lærði sjálfur öll helstu líkamsæfíngakerfín, jóga, zen, tai chi og fleiri og setti síðan saman eigið kerfí. Rússneski ballettdansarinn Romana Kryzanowska kom til hans þegar hún var 14 ára. Þá var hún meidd á ökla, en með ástundun Pilat- es-æfinga er hægt að halda áfram að stunda íþróttir eða dans þrátt fyrir mejðsli. Nú er Romana Kryz- anowska aðalkennari Pilates- æfíngastöðvarinnar í New York og í upphafí námsins míns fylgdist ég með henni í kennslu í 200 klukku- stundir.“ Lífsstíll en ekki bara æfingar Þótt Liisa sé nú viðurkenndur Pilates-kennari er námi hennar ekki endanlega lokið. „Segja má að Pil- ates-æfingar séu lífsstíll og sem kennari kem ég til með að fara reglulega í höfuðstöðvarnar til að bæta við þekkingu og reynslu. Pilat- es er skráð vömmerki og í Banda- ríkjunum hafa margir kennt æfíng- ar sem á einhvem hátt líkjast Pil- ates-æfingum, en eru ekki viður- kenndar. Þær em til dæmis kallað- ar Pilates Way eða eitthvað í þeim dúr, en rétthafar Pilates-vömmerk- isins em mjög kröfuharðir. Þeir vilja mennta kennara sína á ákveðinn hátt og fylgjast síðan með þeim sem þeir útskrifa." Liisa, sem er fædd í Finnlandi, DAGLEGT LÍF Les Morgunblaðið á launum og skemmtir sér best yfir myndasögunum hbh HANN kom fyrst til íslands fl| fyrir rúmu ári, þá altalandi á J íslensku. Sergei S. Gúschin er S23ja ára og ber titilinn íjölm- iðlafulltrúi hjá rússneska sendi- ráðinu. Eins og svo margir fs- '"l™ lendingar byijar hann daginn á að lesa Morgunblaðið. En mun- urinn á honum og flestum öðr- um er sá að hann er á launum við lesturinn því hann þarf að gefa löndum sínum og yfír- Sp mönnum í sendiráðinu skýrslu Jg" um hvað íslenskir fjölmiðlar eru ^JJl að fjalla um. Hann segir mér m að Morgunblaðið sé yfirleitt j gott blað þó það sé misþykkt tmá frá degi til dags, bæði að upp- lagi og gæðum en persónulega skemmti hann sér alltaf best yfir myndasögunum, eins og börnin í sendiráðinu. Þegar rússneskum dögum var hleypt af stokkunum í Hafnarfirði í s.l. mánuði var Sergei túlkur milli hafnfírskra og rússneskra enda gengu samskiptin farsællega fyrir sig. Daglegu lífi lék forvitni á að kynnast túlknum unga og hógværa örlítið nánar svo við mæltum okkur mót í móttökuherbergi sendiráðsins fyrir skömmu þar sem boðið var upp á svart kaffí. Ræktaður líkt og tré Sergei fæddist í landnáms- og iðnaðarborginni Perm í Úralfjöllum, en á íslensku heitir borgin Bjarma- land. Hann segist því í gríni oft kenna sig við Bjarmaland, þangað sem nor- rænu víkingamir fóm í víking. Hann hafí nefnilega oft séð þetta orð í ís- lendingasögunum á námsámm í Moskvu. Hann bjó í Magadanborg við Kyrrahafsströnd til fímm ára aldurs að fjölskyldan fluttist til útjaðars Moskvu. Sergei, sem er einkabam foreldra sinna, segist hafa verið hepp- inn á námsámm sínum. Stundum sé svo að hafí kennari tiltrú á einhveijum nemanda, leggi hann mikla vinnu í að rækta hann. „Og það var einmitt svo með mig. Eg var ræktaður eins og tré öll mín uppvaxtarár.“ Að loknu 10 ára skyldunámi, 18 ára, fékk hann silfurverðlaun fyrir námsárangur og þurfti aðeins að taka tvö inntöku- próf; í heimssögu og ensku til að komast í háskóla, sem undirbýr heimamenn fyrir utanríkisþjónustu. Orðabók frá 1962 Sergei hafði lært íslensku i' fimm ár áður en hann kom til íslands. Hann hafði sótt um að fá að læra spænsku vegna þess að hann langaði til að starfa í rómönsku Ameríku, en var alit í einu úthlutað íslensku og það e.t.v vegna misskilnings. „Eg hef í raun aldrei spurst fyrir um það. Þannig er að orðin spænska og íslenska hljóma mjög líkt á rússnesku og kannski hefur umsóknin mín ver- ið lesin vitlaust. Svo þarf þó ekki að vera þvi að mikil eftirspum er eftir spænskunámi, en mjög fáir sækja um íslenskuna. Við vomm aðeins tveir í íslenskunámi á sínum tíma, ég og Dim- itri, sem nú starfar hjá rússneska viðskipta- fulltrúanum á íslandi. Kennarinn okkar var mjög góður íslensku- maður, Anton Zim- merling að nafni, sem sérhæft hefur sig í málvísindum og fomíslensku. Hann hefur tvívegis heimsótt ísland, fyrst 1992 á vegum Háskóla íslands og í ágúst sl. til að sitja fomsagna- þing á Akureyri." Sergei sagði að þrátt fyrir allt hefði hann lært spænsku á eigin spýtur. í íslenskun- áminu var lögð mikil áhersla á fornís- lensku og íslendingasögur en hvorki námsskrá né kennslubókum hefði verið til að dreifa utan einnar íslensk- rússneskar orðabókar frá 1962. En hvað vissi hann um land og þjóð þegar honum var allt í einu uppálagt að læra íslensku? „Ég vissi auðvitað að toppfundur Reagans og Gorbatsjovs hafði verið í Reykjavík. Ég hafði lesið um eld- fíallið Heklu og þekkti íslenskar Iopa- peysur og íslenska síld af eigin raun. Lopapeysumar vom mjög vinsælar í Síberíu og þekktar víðs vegar um Rússland. Sömuleiðis á ég góðar minningar um íslenska síld frá því ég var strákur, en því miður er hún nú fáséð í Moskvu." Heimþrá í byrjun „Ég skal segja það hreinskilnings- lega að fyrstu mánuðina var ég hald- inn mikilli heimþrá," segir Sergei þegar hann er spurður hvemig hon- um líki vistin. „Ég hafði satt best að segja alltaf búið í foreldrahúsum, en varð nú skyndilega að standa á eigin fótum í fjarlægu landi og það bæði ógiftur og einmana. Nýju heim- kynnin áttu að sjálfsögðu enga sök á því heldur stóð ég frammi fyrir breyttum lifnaðarhátt- um og í fyrsta skipti þurfti ég að fara að reka sjálfstætt líf, sem mér þótti afar erfitt í byijun. Síðan hefur viðhorf mitt breyst. Ég fór heim í frí í ágúst sl. og fann þá að ég fór að sakna íslands, litla heimilisins, vina minna hér og ekki síst íslenska loftlagsins. Þegar ég sneri aftur í október var ég afskaplega glaður þegar ég lenti á Keflavíkurflugvelli og norðurljósin tóku á móti mér.“ FJölbreytt starf Sergei segir að starf fjölmiðlafull- trúans felist í ýmsu öðm en fjölmiðla- Mér finnst því miöur íslenskir unglingar oft vilja gleyma upp- runa sínum. ÍRÍNA Óskarsdóttir gerir Pilates-æfinguna Svanur. Á efri myndinni til hægri er frumkvöðullinn Joseph Pilates, höfundur æfingakerfisins við æfingar. hefur alla tíð hugsað vel um líkam- ann. Hún hefur mikið dálæti á list- skautum sem hún hefur stundað frá fimm ára aldri og kennir nú hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Móðir hennar var leikfimikennari og því má segja að hún hafi feng- ið áhuga á heilsurækt með móður- mjólkinni. Pilates-kennslan fer fram í ein- katímum eða hóptímum. „Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk byijar í einkatímum, til dæmis meiðsli eða önnur vandamál. í hóp- tímum em þó aldrei fleiri en tíu í einu og ég hef sérstaka kvenna- og karlatíma." Hún líkir Pilates við fíkn. „Þegar fólk hefur lært æfing- arnar og náð tökum á þeim vill það halda áfram að gera þær. Hægt er að gera þær heima í stofu ef svo ber undir, en áhrif æfínganna em svo góð og fólki líður svo vel eftir að hafa gert þær, að því fínnst vanta eitthvað ef það hefur ekki gert æfíngarnar sínar.“ ■ Brynja Tomer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.