Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 D 5 Morgunblaðið/Kristinn SERGEI S. Gúschin segir að stundum taki það sig aðeins tíu mínútur að fletta í gegnum Morgunblaðið, en aðra daga geti það tekið allt að klukkutíma. athygli. íslenskukunnáttan fái því að njóta sín á mörgum öðrum sviðum. „Ég sinni ýmsum þýðingum, ýmist yfir á rússnesku, íslensku eða ensku, og sé um búskaparmál sendiráðsins, t.d. samskipti við iðnaðarmenn og verslanir ef gera þarf stórinnkaup fyrir sendiráðið. Þá hef ég verið kall- aður til ef komið hefur verið með slas- aða rússneska sjómenn til aðhlynn- ingar á spítala og hluti af starfínu felst í undirbúningi sendinefnda til og frá Rússlandi m.a. ferðar aðila úr íslensku viðskiptalífi til Múrmansk ekki alls fyrir löngu þar sem var stofn- að til vinabæjarsamstarfs Múrmansk og Akureyrar. Mér fínnst skynsam- legt að efla samskipti milli héraða í stað þess að reka þau í gegnum ein- hveija miðstjóm. Og þó svo að hin ýmsu héruð í fýrrum Sovétríkjunum hafi takmarkaða sjálfs- stjóm ríkir sjálfstæði í viðskiptum og við get- um nýtt okkur íslenska þekkingu á marga vegu, t.d. í orkumálum og físk- vinnslu. Þú verður þó að gera þér grein /yrir því að ég er enginn stór- lax. Ég tek aðeins þátt í að auka tengslin," segir Sergei, brosir, fær sér að reykja og býður mér eina. Vinnudagur Sergeis er frá 9-17 með klukkutíma matarhléi og í frí- stundum segist hann hafa gaman af því að ganga úti. Seltjarnamesið sé langbest til þess fallið. Þegar ég spyr um samskipti við íslendinga segir Sergei að sér falli best að kynn- ast gömlu fólki þó hann sé sjálfur ungur að ámm. „Mér fínnst því mið- ur íslenskir ungiingar oft vilja gleyma uppruna sínum. Þeir sækja allt of mikið í bandaríska siði. Ef ég hitti jafnaldra mína á götum úti og gef mig á tal við þá, svara þeir mér alltaf á ensku en ekki íslensku. Gamla fólkið, sem yfírleitt er mjög sterkt og býr yfir mikilli lífsreynslu, talar aftur á móti skýra, fallega og sígilda íslensku og ég nýt þess að tala við það. Kynslóðabilið virðist vera orðið mjög breitt eða kannski er ég bara orðinn gamall maður.“ Aðspurður um hitt kynið segir hann: „íslenskar konur eru vissulega fallegar. Það er stað- reynd. Hvað mig varð- ar, þá er það mín skoð- un að það sé mikilvægt að maður og kona skilji hvort annað fullkom- lega þegar kemur að ástinni. Ég veit ekki hvort íslenskan mín er nógu góð til þess.“ Hann segir að framtíðin sín sé svo sem óráðin. „Kannski verð ég hérna í ein tvö ár til viðbótar og finn mér svo annan vettvang til að auka tengslin enn frekar við íslend- inga. Það er hægt að gera á svo margan hátt. Ég held að ég gæti verið gagnlegur í því á komandi árum.“ ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Ég er enginn stórlax, tek aöeins þátt í að aukq samskiptin við íslendinga. Vmningshafar í Japan tregir að vitja vinninga sinna HJÓNASKILNAÐIR og hjátrú virð- ast m.a. eiga þátt í að vinningshaf- ar í japanska lottóinu, sem veltir mörgum milljónum jena, eru oft tregir að sækja vinninga sína. Júmbólottóið í árslok er hápunkt- urinn og það teygir anga sína lands- horna á milli. Hæsti vinningur er 130 milljónir jena, eða um 91 millj- ón íkr. Vinningsnúmer eru birt 31. desember ár hvert og vinningshafar geta vitjað vinninga sinna fram til 5. janúar ári síðar. Samkvæmt upplýsingum Dai- Ichi Kangyo bankans, sem hefur framkvæmd jumbó-lottósins á sinni könnu, höfðu 7 af 315 stærstu vinn- ingshöfum frá í desember 1993 ekki gefíð sig fram fímm dögum áður en fresturinn rann út. Bankinn seldi um 800 milljónir miða_ á síðasta ári á 300 jen (um 210 íkr.) stykkið. „Við birtum aug- lýsingu 6. desember sl. um að átta vinningshafar frá árinu áður hefðu ekki sótt vinninga sína og síðan hefur aðeins einn þeirra gefið sig fram,“ sagði starfsmaður bankans. Margvíslegar ástæður Svipuð staða kom upp í fyrra þegar 16 stærstu vinningshafarnir fyrirgerðu rétti sínum með því að koma ekki á tilskildum tima og tveir gáfu sig fram á 11. stundu. Starfs- maður bankans fékk hinar kynleg- ustu skýringar á þessari tregðu. 45 ára skrifstofumaður, vinn- ingshafí 120 milljónir jena, um 84 milljóna íslenskra króna, óttaðist að fjárhæðin myndi bylta lífi sínu og 66 ára atvinnulaus karl, sem var að skilja við konu sína, sagðist fyrst vilja útkljá þau mál til að konan gæti ekki gert kröfu til vinningsins. Fertug kona missti næstum af þeim stóra því að hún fylgdi fyrir- mælum spákonu og faldi 100 happ- drættismiða hingað og þangað á heimili sínu. Síðan gat hún ekki munað hvar hún hafði látið 20 þeirra. Hún fann þó alla miðana, þ.á. m. vinningsmiðann, mánuði áður en fresturinn rann út. Starfsmaður bankans sagði að oft verði háir vinningar tilefni til heiftúðugra deilna milli hjóna. Hann tók dæmi af hjónum á fimmtugs- aldri, sem rifust í heilt ár vegna 120 milljónir jena, sem eiginmaður- inn vann og konan krafðist hlut- deildar í. ■ DAGLEGT LÍF Tveggja vikna hönnunarhátíð Alls kyns gagnlegir hlutir flokkast undir iðnhönnun IÐNHÖNNUÐIR halda sýningu í gamla Morgunblaðshúsinu við Að- alstræti á tveggja vikna hönnunar- hátíð sem Hönnunarstöðin hefur skipulagt. Sýningin hefst 23. febr- úar næstkomandi og segir Guð- mundur Einarsson, formaður Fé- lags íslenskra iðnhönnuða að með þessu móti vilji þeir vekja athygli á hlutverki iðnhönnunar í hringrás iðnaðar og atvinnulífs. Á sýning- unni verða bæði vinnuteikningar og hlutir sem íslenskra iðnhönnuða. Iðnhönnun er tiltölulega ný starfsgrein hér á landi og segir Guðmundur að milli 10 og 20 manns stundi nú nám í iðnhönnun erlend- is. Sjálfur lærði hann fýrst á Ítalíu og fór síðan í framhaldsnám í Bandaríkjunum. „Hversdagslegir hlutir, allt í kringum okkur, eru dæmi um iðnhönnun, eldhústæki, raftæki eða hjálpar- og stoðtæki, svo nefnd séu örfá dæmi.“ Fjölbreytt verkefni Þeir sem lagt hafa leið sína í Þjóðarbókhlöðuna hafa væntanlega séð bókahillukerfið sem þar er, en það er dæmi um iðnhönnun sem Guðmundur er höfundur að. Hann hefur ennfremur hannað hnéspelk- ur, rafknúinn hjólastól og hnetu- brjót,, svo tekin séu dæmi um við- fangsefni hans á síðustu árum. „Verkefnin eru fjölbreytt og það áhugaverðasta við þetta starf er síbreytileiki þess. Samfélagið er í sífelldri þróun og stöðugar breyt- ingar eiga sér stað á lifnaðarháttum okkar og lífsskilyrðum. Þess vegna er alltaf þörf á að nýjar vörur líti dagsins ljós, auk þess sem breyta þarf vörum sem þegar eru fram- leiddar. Það er hlutverk okkar, iðnhönn- uða, að greina þessar þarfír og svara þeim með nýrri hönnun. Iðnhönnuð- ur þarf að gæta þess að hlutur sem hann hannar eða breytir sé aðgengi- legur og auðveldur í notkun. Einnig þarf að vera hagkvæmt að framleiða hann, að ógleymdu útlitinu, sem þarf að gleðja augað og vera í sam- ræmi við ríkjandi tískustrauma hveiju sinni. Ef allt þetta tekst, hef- ur iðnhönnuði tekist vel upp.“ ■ BT Ljósmynd/Oddur Stefán DÆMI um ólíka iðnhönnun Guðmundar Einarssonar. Efst er hnotubijótur, þekkt áhald sem gefið var nýtt líf með nýrri hönnun. Til vinstri er hnéspelka með nýstárlegum festingum. „Aðlaðandi fyrir þann sem notar hana og einnig fyrir þann sem sér hana,“ seg- ir höfundurinn. Neðst er bóka- hillukerfi, sem sett var upp í Þj óðarbókhlöðunni. Sjúkraþjálfarar komu frá Svíþjóð í kynnisferð til íslands Morgunblaðið/Sverrir HOPUR sænskra sjúkraþjálfara á MT-stofunni ásamt Andrési Kristjánssyni, sjúkraþjálfara, sem er lengst til hægri á myndinni. TUTTUGU sænskir sjúkraþjálfarar hafa upp á síðkastið komið til ís- lands í tveimur hópum til þess að kynna sér nýjungar í sjúkraþjálfun. Að sögn Andrésar Kristjánssonar, sjúkraþjálfara, leist Svíunum mjög vel á ástæður og ek-ki er útilokað að fleiri fylgi í kjölfarið. Þeir kynntu sér sjúkraþjálfunar- deild Háskóla íslands, en deildin var stofnuð árið 1978. Sjúkraþjálf- unarnám hér er heldur lengra en á hinum Norðurlöndunum eða fjögur ár hér í stað þriggja annars staðar. Þá skoðuðu sænsku sjúkraþjálf- ararnir MT-stofuna, Síðumúla 37, og kynntu sér þar m.a. nýjungar í meðferð baksjúklinga. Bak-, háls- og axlavandamál ýmiss konar eru algengustu meinin, sem hijá þá, sem þurfa á sjúkraþjálfurum að halda, ýmist vegna slysa eða álags- einkenna frá vinnu. Nýjungar eru einkum fólgnar í nákvæmari skoðun á hreyfingu hvers hryggjarliðar fyr- ir sig. „Það kom sænsku starfs- bræðrunum okkar á óvart hversu vlða við höfum aflað okkur meiri þekkingar eftir að náminu lauk, en hér vinna sex sjúkraþjálfarar, sem hafa meðal annars starfað í Nor- egi, Kanada eða Svíþjóð." MT-stofan hefur verið starfandi undanfarin tvö ár, en MT er skammstöfun á Manual Therapy, sem er alþjóðlegt samheiti fyrir þá, sem skoða stoðkerfi mannslíka- mans. Stofan er rekin sjálfstætt en er með samning við Trygginga- stofnun ríkisins og vinna sjúkra- þjálfarar eingöngu eftir tilvísunum frá læknum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.