Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 D 7 . FERÐALÖG þessa hluti. Svo ókum við út úr borg- inni aftur. Meðan við þræddum krókóttan fjallveg frá Tamaraceite til Teror spurðum við Auði um íbúa Kanarí- eyja, hvort þeir væru líkir Spánveij- um meginlandsins. Hún sagði þá mjög blandaða en til þess væri tekið að þeir væru blíðlyndari en meg- inlands Spánveijinn. Barnagælur með sömu textum væru til á báðum stöðum, en þau lög sem þær væru sungnar undir á Kanaríeyjum þættu mun ljúfari en lögin sem sungin eru á meginlandinu. íslenzk áhelt til Teror Tröllatré af áströlskum uppruna varða víða veginn, en þegar til Teror sér vekja útskomar viðarsvalir húsa athyglina. Það kemur í ljós að bær- inn er oft þeirra vegna kallaður svalabærinn. Við vorum snemma í því á mark- aðnum. Auður bauð upp á kaffi og djúpsteiktar kleinustangir, sem eru vinsælt meðlæti á þessum stað. Þegar við höfðum gengið um markaðinn, fórum við á kirkjutorgið og í kirkju verndardýrlings eyjarinn- ar Meyjarinnar í furutrénu, en 1481 birtist María mey í furutré einu, rétt við þar sem nú stendur kirkjan. Mikil helgi er á Maríulíkneski í kirkjunni. Meðan við stóðum við var þar sungin messa, en ganga má að líkneskinu af Maríu með Jesúbarnið, I hvarfi frá messugestum. Þarna kom ungt par með kornabarn og bað því blessunar Maríu með bænalestri, snertingum og signingum. Og þegar þau fóru, tók fatlaður maður stöðu þeirra. Innileiki stundarinnar lét engan ósnortinn. í hliðarherbergjum má sjá hluta þeirra dýrgripa, sem verndardýr- lingnum hafa verið gefnir, skart og klæði. Mikið er það, þótt margt hafi horfið, þegar þjófar fóru niður um 200 ára gamalt kirkjuþakið 1975 og rændu líkneskið demöntum, safír- um og gullgripum. Okkur er sagt, að íslenzkum áheitum á meyjuna í furutrénu hafi verið komið til skila. Frá Teror lá leið okkar áleiðis til Valleseco fram hjá Balcón de Zam- ora en þaðan er útsýn niður Terord- alinn ákaflega fögur. Hennar mátt- um við sem betur fer njóta, en eftir að hafa þrætt okkur langleiðina upp veginn um Valleseco og gróðursæld Lanzarote til Cruz de Tejede, þaðan sem víðsýnast er á eyjunni, urðum við frá að hverfa vegna þokusúldar. Við ókum þá niður til San Mateo, gegnum næststærsta bæ eyjarinnar, Telde, með turnum kirkju Jóhannes- ar skírara og svo aftur til austur- strandar. Okkur var ekki ætlað að horfa af Tejede tindi háum þennan dag. Það var svo sem allt í lagi, þvi þok- an byrgði aðeins efstu sýn, en neðar skörtuðu kastaníutrén sínum fyrsta blóma hvítum. ■ Freysteinn Jóhannsson Pekinjróperan á Taiwan ÞAÐ er í frásögur færandi að hópur frá hinni frægu Peking óperu í Kína hélt nýlega nokkrar sýningar á Taiwan í boði líknarfélags í Taipei. Kínverskar óperusýningar eiga sér æva- foma hefð og eru afar ólíkar óperu í þeirri mynd sem flestir Vesturlandabúar þekkja. Efni kínverskrar óperu er yfirleitt sótt í gamlar sagnir og ævintýri, leikendur eru málaðir eftir ákveðnum reglum og hver litur hefur sérstaka þýðingu og söngurinn og hljómlistar- flutningur er í raun ekki aðalatriðið. Þó óperuflutningurinn sé kenndur við Peking hafa Kínveijar í Hong Kong, Taiwan og Singapore flutt hann með sér en óperusýningar þar eru yfirleitt kallaðar kínversk ópera. Það sýnir þá miklu breytingu á samskiptum meginlands Kína og Taiwan að hópur frá Peking skyldi efna til flutnings á Taiw- an. Voru nokkrar sýningar í Taipei við mikinn fögnuð. ■ British Airways hætir aðgengi fatlaðra BRITISH Airways ætlar að veija ellefu milljónum punda til að bæta aðbúnað og þjónustu við fatlaða á flugvöllum og í flugvélum félagsins á næstunni. Frá þessu segir í High Life, flugblaði BA. í boði verða sérhönnuð farar- tæki og lyftur, stillanleg farþega- sæti og biðstofa sem er innréttuð með þarfír fatlaðra í huga. Starfs- fólk verður þjálfað til að greiða götu þeirra sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Margrét Hauksdóttir, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að í flugvélum félagsins hafi frá upp- hafi verið sérstök sæti ætluð fötluðum. Hvað varðar salerni þá setji plássleysi strik í reikninginn, BritishAirways en þó séu öll salerni um borð í Boeing 757-vélum hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Til að auð- velda aðgengi um borð hafi nýlega verið keyptir hjólastólar til notkun- ar í Boeing 757-vélunum sem fljúga á lengri leiðum. Hún segir að félagið kappkosti að bjóða fötl- uðum alla þá aðstoð sem þeir þurfi. Starfsfólk sé þjálfað og reiðubúið til að aðstoða á alla lund. Margrét bendir á að við bókun ferðar sé mikilvægt að taka fram ef farþegi þarf sérstaka aðstoð. Ólöf Ríkharðsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, er hreyfi- hömluð og ferðast oft með Flug- leiðum. Hún segir starfsfólk og þjónustu til fyrirmyndar. Aðstaða sé að flestu leyti góð í flugvélun- um, en þó sé salernisaðstaða ómöguleg fyrir þá sem ekki geta bjargað sér þar sjálfir. Eina ráð þeirra sé að drekka ekkert fyrir brottför né um borð. Ólöf er í norrænni samstarfs- nefnd um ferlimál fatlaðra og hef- ur nefndin m.a. lagt fram tillögur um úrbætur. Aðstöðuna í Leifsstöð segir hún góða, en þó sé erfitt að komast leiðar sinnar í hjólastól á teppalögðum sölum stöðvarinnar. Annan ókost nefnir Ólöf, að innrit- unarborðin séu alltof há. ■ SVISSLENDINGUM eru kynntar íslandsferðir um þessar mundir. íslandsferúakynn- ingar á fullu STÆRSTI samkomusalurinn í bænum Cham, sem er milli ^0 Zúrich og Luzern, var troð- fullur þegar ljósmyndarinn Walter Sommerhalder hélt þar nýlega nýja myndasýningu um ísland. Sommerhalder fór fyrst til íslands árið 1991 og fékk íslands- bakteríuna. Hann hefur síðan ferð- ast um landið þvert og endilangt og tekið þúsundir mynda. Nú hef- ur hann raðað þeim bestu saman í ljörlega og fróðlega kynningu um landið og fer með hana á yfír 20 staði í Sviss næstu vikur í sam- vinnu við Island Tours og Flugleið- ir. Island Tours og Saga Reisen kynna íslandsferðir nú á hverri ferðasýningunni í Sviss á fætur annarri. Maður rekst einnig á auglýsing- ar um íslandsferðir í blöðum og tímaritum. Tagbladt der Stadt Zúrich, sem er hálfgert lögbirt- ingablað með smáfréttum og aug- lýsingum og er borið í hvert hús Bæklingur um Glasgow LEIÐIN til Skotlands 1995 heitir nýr upplýsingabæklingur sem Flugleiðir og Ferðamálaráð Glasgow hafa gefið út. Allur texti er á íslensku og er þar aragrúi nytsamlegra upplýsinga um Glasgow og nágrenni. í Glasgow er menningar- og lista- líf blómlegt, ýmsar merkar bygging- ar og skemmtanalíf líflegt. Borgin er og ágætlega í sveit sett til kynnis- ferða. ■ í borginni, stendur t.d. fyrir les- endaferð til íslands í sumar í sam- vinnu við fyrirtækið Raichle, sem framleiðir göngu- og skíðaskó. Farmiðatilboð Flugleiða hefur vaklð athygll Tilboð Flugleiða um flug til Bandaríkjanna frá Lúxemborg fyrir tvo á verði fyrir einn hefur vakið athygli. Mörg blöð hafa bent á tilboðið og vikublaðið Weltwoche hefur minnst á það í tveimur blöðum í röð. Tilboðið er væntanlega lægsta verðið sem nú er að fá yfir Atlants- haf. Það kostar 999 franka (53.000 IKR.), lestarmiði til Lúx- emborg er innifalinn og gildir frá * 10. janúar til 15. apríl.Miðann verður að kaupa fýrir 15. mars og kaupandi ræður vitanlega hveijum hann býður í Bandaríkja- ferð, jafnvel með viðdvöl á íslandi. a.b. Hváðlieitlr , hjáþeim f' gjaldmiðillinn A í Ríki Gjaldmiðill Albanía lek Angóla kwanza Arúba gyllini Bhutan rúpía/nguitrum Búrúndí franki Falklandseyjar pund Gabon dalasi Haiti gourde Kambódía riel Kórea (N- og S-) won Lesotho maloti Líbýa dinar Macau pataca Máritanía ouguiya Nicaragua cordoba Pakistan rúpia Sómalía sillingur Surínam gyllini Venesúela bolivar Víetnam dong Zaire zaire Zimbabwe dollar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.