Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Sumaráætlun Flugleiúa til 17 landa kynnt á sunnudag FRÁ BALTIMORE MEÐAL tilboða í nýjum og myndar- legum bæklingi Flugleiða sem er að koma út þessa dagana er til að mynda flug og gisting í París í 3 nætur fyrir 29 þús. kr. á mann, miðað við tvíbýli. Sértilboð eru til áfangastaða í Bandaríkjunum og kynntur er nýr sólarstaður á Flórída, Sarasota, Bradenton. Á Ítalíu er nýr áfanga- staður Lago Maggiore, flug til Barc- elona virðist á hagstæðu verði, sum- arhúsastaðurinn Lalanda á Lálandi í Danmörku svo nokkuð sé nefnt. Alls eru kynnt 17 lönd og 23 borgir í bæklingnum sem er 160 bls. að stærð og er prentaður í 35 þúsund eintökum. Borgarferðirnar Meðal Evrópuborgarferðanna eru Amsterdam, Zúrich, Vínarborg, Ósló, Kaupmannahöfn, London, Glasgow, Frankfurt, Hamborg, Tri- er, Stokkhólmur, Gautaborg, París, Barcelona, Mílanó og Lúxemborg. Það er ótvíræður kostur að mjög ítarlegar upplýsingar eru um hvaða kosti ferðamaður getur valið á hveij- um stað. Upplýsingar um afþrey- ingu, hótel og matsöíustaði, oft listi yfír hvað ýmsar vörur kosta á stöð- unum, auk safnaupplýsinga o.þ.h. Ferðir til bandarískra borga eins og Baltimore, Washington og New York og einnig ýmsir vinsælir sólar- staðir á Flórída sem menn hafa sótt á og svo sá nýi Bradenton/Sarasóta sem nefndur var. Malaysía eða Grænland Auk þess að menn geta flogið til þekktra staða sem þeir hafa e.t.v. komið á eða vilja sækja heim aftur eins og til dæmis Færeyjar eða Grænland er sjónum einnig beint að nýjum stöðum eins og sumarhúsum í Hambachtdal og nýjum stöðum á Spáni og Italíu og ferðir til Malays- íu eru fýsilegur kostur í ýmissa aug- um. Sem fyrr eru Tælandsferðir á dagskrá. Flug og bíll Það hefur sýnt sig að landinn er óragur að keyra í útlöndum og flug og bíll hefur smám saman orðið eftir- sóknarverður kostur hjá mörgum, ekki síst fjölskyldum. Upplýsingar um allt slíkt er að finna í þessum Flugleiðabæklingi, einnig fróðleik um alls konar golfferðir víðs vegar. Þá er sagt frá Scandichótelunum, Vildarklúbbi flugfélagsins, söluskrif- stofum og svo má áfram telja., Ferðabæklingurinn verður kynnt- ur á ferðakynningunni í Kringlunni á sunnudag og þar er að fá allar upplýsingar. Þó er óhætt að segja að bæklingurinn - sem er að vísu nógu stór til að teljast ívið meira en bæklingur - er ljómandi greinar- góður og upplýsingar og annar fróð- leikur vel upp settur og skilmerki- lega. ■ j.k. 122^2 UM HELGINA ÚTIVIST HELGARFERÐ á gönguskíðum í Nesbúð 4.-5.febr. Gengið verður af Hellisheiði austur fyrir Hengil og niður að Nesjavöllum. Gist í Nesbúð í svefnpokaplássi og hægt að komast þar í heitan pott eftir göngu dagsins. Á sunnud. er gengið út með Grafningi og rúta kemur þar á móti göngumönnum. Innifalið í verði er kvöldverður og morgunverðarhlaðborð í Nesbúð. Sunnud.5 febr. er ferð kl. 10.30 að Kálfatjörn-Hólmabúð. Gengið frá Kálfatjöm með ströndinni suð- ur í Hólmabúð undir Stapa. Rifjað- ar upp verferðir fyrr á öldum og skoðaðar gamlar rústir. Reikna má með 3-4 klst. langri göngu en leiðin er um 10-12 km. Kl. 10.30 er. skíðaganga á Mosfellsheiði. KÁTT fólk gæddi sér á krásunum. Ferðaveisla hjá Kátu fólki FERÐAKLÚBBURINN „Kátir dagar — kátt fólk“, sem er félags- skapur eldri borgara og starfar á vegum ferðaskrifstofunnar Sam- vinnuferða-Landsýnar hélt ferða- veislu þann 28.janúar í Akoges- salnum í Reykjavík. Var fjölbreytt dagskrá og síðan dans. Einnig var ferðakynning í máli og myndum og kynntar ýmsar ferðir sem fram- undan eru með góðum afslætti fyrir káta fólkið. Dregið var úr ferðavinningum og fleira gerðu menn sér til gamans. Ferðabæklingur Samvinnu- ferða-Landsýnar kemur út 12. febrúar og hefur ferðaklúbburinn þar sinn sess. Ásthildur Péturs- dóttir sem er fararstjóri í ferðum Kátra daga — káts fólks hefur viðtalstíma milli 9 og 13. ■ AFOSTUDEGI Gott sölukerfi er nauösynlegt í ÍSLENSKRI ferðaþjónustu og í reynd í ferðaþjónustu almennt hefur þróast nokkuð ákveðið söluferli. Þar sem ég hef orðið var við að almennt gerir fólk sér ekki grein fyr- ir því hvernig sölu í ferðaþjónustu er háttað á erlendum mörkuðum þykir mér rétt að fara nokkrum orðum um sölukerfið. Einnig mun ég ræða nokkuð þær breytingar sem ég sé fyrirsjáanlegar og eru að mínu mati nauðsynlegar á næstunni. Löng leið frá veltanda tll neytanda Þegar neytandi t.d. í Þýskalandi kaupir skipulagða ferð til íslands hjá sinni ferða- skrifstofu hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman þá svonefndu alferð. í ferðinni er a.m.k. flugferð og gisting. Oft akstur, matur og leiðsögn. Loks geta bæst við ótal aðrir þættir, einhvers konar afþreying t.d. hestaferð, jöklaferð eða einfaldlega dagsferð til Gullfoss og Geysis. íslenskir ferðaheildsal- ar, safna mismunandi einingum saman í „innkaupakörfuna" og raða þeim saman í gimilega söluvöru. Þessar einingar kaupa þeir frá milli 7-800 ferðaþjónustuaðilum á Islandi. Síðan kynna þeir sína samsettu vöru fyrir erl.ferðaheildsölum og þeir ákveða hvaða alferðir þeir hafa á boðstólum á sínum markaðssvæðum. Þar geta verið 1-20 ís- landsferðir auk Qölda ferða til annarra staða. Þessar ferðir bjóða þeir ferðasmásölum (ferðaskrifstofum) til sölu. Það er því loks starfsfólk ferðasmásalans, sem er að kynna einstaka þætti íslensku alferðarinnar fyrir væntanlegum kaupendum. Þekking þess fólks er eðlilega ákaflega mismunandi á ís- landi og innihaldi ferðanna þrátt fyrir að þessari fræðslu sé sinnt í síauknum mæli. Hver aðili þarf auðvitað að fá fyrir sinn kostnað í söluferlinu. Hestaferð, svo dæmi sé tekið, sem er hluti af alferð til Íslands er verðlögð af viðkomandi hestaleigu. Sölu- kostnaðurinn hjá innlenda ferðaheildsalan- um, erlenda heildsalanum og loks smásalan- um bætist eðlilega við upphafsverðið. Ekki skal neinn dómur lagður á það hér hvort þetta söluferli gæti verið ódýrara eða einfald- ara. Það er dýrt að selja ferðir hingað. Sölu- kostnaður alferða til íslands getur numið yfir 40% af útsöluverði. Hér hefur verið lýst hefðbundnu söluferii alferðar, (skipulagðrar ferðar með meira en einum þjónustuþætti) til íslands. En auðvitað eru til alls konar önnur söluferli. Neytendur kaupa gistingu og flug beint frá viðkomandi fyrirtækjum. Með meiri fjölmiðlun hefur slíkt aukist. Þetta þekkjum við íslendingar, sem nú hringjum beint til gististaða í Bandaríkj- unum eða Evrópu og bókum gistingu. Þá kaupum við einnig skoðunarferðir og afþrey- ingu á dvalarstöðum okkar. En verulegur hluti ferðalaga okkar er samt keypt sem alferðir, með tveim eða fleiri þjónustuþáttum inniföldum. Fækkun þrepa (sölukerflnu Á undanfömum árum hafa erl. ferðaheild- salar i vaxandi mæli sóst eftir því að eiga viðskipti beint við veitendur þjónustu. Þann- ig búa þeir til söluvöru úr einingum eins og gistingu, akstri, leiðsögn o.fl. án milligöngu innlends ferðaheildsala. Þetta gerist vitan- lega ekki nema innlendir seljendur þjónustu séu reiðubúnir til að eiga þessi beinu við- skipti við erl. aðilana og sjái sér hag í slíku. Með þessu móti fækkar um einn í söluferl- inu. Enn er ekki að sjá að þetta hafí leitt til lækkunar á verði alferða hingað. Því verð- ur að gera því skóna að með þessu fyrirkomu- lagi fari stærri hluti sölukostnaðar í hendur erl. ferðaheildsalans. Með gildistöku EES samningsins er nú opin leið fyrir erl. ferða- heildsala að hefja starfsemi hér. Þeir eru þegar farnir að nýta sér það. Þeirri þróun verður ekki breytt og við þeim breyttu að- stæðum þarf einfaldlega að bregðast. Aukln þátttaka í sölustarfi erlendls nauösynleg Ég hef hvatt innlenda ferðaheildsala til að nýta sér einnig ákvæði EES samningsins og heija starfsemi á erlendum mörkuðum í vaxandi mæli. Með slíku kæmu þeir á beinu samstarfi við erlenda smásala og fækkuðu þannig þrepum sölukerfísins hinum megin frá, ef svo má að orði komast. Það hlýtur að vera okkur nauðsynlegt að auka þátttöku íslendinga í sölustarfsemi erlendis. Erlendir söluaðilar hafa auðvitað þá hagsmuni eina að hafa arðsemi af sölustarfsemi. ísland nýtur þar engra forréttinda nema arðsemin sé meiri en af annarri sölu. Hvers vegna ætti erlendur söluaðili að selja ferðir til Is- lands ef hann fær meira fyrir að selja ferðir til annarra staða? Ekki dettur okkur í hug að söluaðilar selji ferðir hingað af hugsjón og með minni arðsemi, en þeir geta fenigð af annarri sölu. Því eru auðvitað þess dæmi að stórir söluaðilar hafa dregið verulega úr íslandssölu vegna breyttra áherslna. Með aukinni þátttöku íslenskra söluaðila erlendis myndi sú arðsemi lenda hjá innlendum fyrir- tækjum, hagsmunir þeirra væru auk eðlilegr- ar arðsemi, einnig að selja íslandsferðir allt árið um kring. Sölufólkið hefur víðtæka þekkingu á söluvörunni. Með aukinni mennt- un fjölda fólks í markaðs- og sölumálum í ferðaþjónustu, fólks sem hefur lært til þess- ara starfa erlendis hafa möguleikar okkar til að auka okkar eigin sölustarfsemi aukist mikið. Þá möguleika á að nýta á næstu árum og byggja upp traust íslenskt sölukerfi ís- lenskrar ferðaþjónustu á helstu markaðs- svæðum. Nú þegar eru 9 ferðaheildsölur erlendis í eigu íslenskra aðila. Flestar hafa þær haflð starfsemi á allra síðustu árum og fleiri eru í farvatninu. Öflug markaðs- og sölustarfsemi Flugleiða er dæmi um árang- ur af starfi íslendinga sjálfra. Það var auð- vitað ekkert sjálfgefið fyrir íslensk flugfélög að opna eigin söluskrifstofur erlendis. Hægt var að nýta sölukerfi erlendra flugfélaga. Það var ekki gert og þess nýtur íslensk ferðaþjónusta nú. Nýtum það fordæmi til frekari sóknar okkar sjálfra á erlendum mörkuðum. Einingarnar mega þó ekki vera of litlar. Samstarf íslenskra ferðaheildsala er hér nauðsynlegt. Hvort slíkt samstarf leiðir til stofnunar „Sölusamtaka ferðaþjón- ustu“ á sama hátt og gerst hefur varðandi sölu á ýmsum fiskafurðum okkar verður tíminn að leiða í ljós. ■ Magnús Oddsson, ferðamálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.