Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D STOFNAÐ 1913 29. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frímerki í tilefni af Valentínusardegi Ekki eng- ill ástar, heldur dauðans London. The Daily Telegraph. ENGILL, sem horfir Iöngunar- fullum augum á orðið AST, er myndefnið á nýju frímerki, sem bandaríska póstþjónustan hefur gefið út í tilefni af Valentínusar- deginum 14. febrúar. Hann er dagur hinna ástföngnu en svo leiðinlega vill til, að myndin er ekki af ástarenglinum, heldur engli dauðans. Englar eru í tísku í Banda- ríkjunum og um þá hafa verið skrifaðar bækur og leikrit. Þeir eru líka látnir skreyta alls kon- ar heillaóskakort og það var upp úr einu sliku, sem Terry McCaffrey, opinber frímerkja- teiknari, tók engilsmyndina. Nú eru frímerkin, 1,4 milljarðar talsins, á leið í 40.000 pósthús Reuter Til fundar við Mír BANDARÍSKU geimferj- unni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída í gær með sex manna áhöfn. I fyrsta sinn er ferjusljórinn kona, Eileen Collins að nafni, og einn geimfaranna er rússneskur. Heitir hann Vladímír Títov og hefur unnið sér það til frægðar að vera heilt ár á braut um jörðu. A f erðin að taka átta daga og megintil- gangur hennar er að tengja saman á braut Discovery og rússnesku geimstöðina Mír. ENGILLINN á mynd Rafaels. í Bandaríkjunum og er búist við mikilli sölu í þeim. Lokadómurinn Það, sem McCaffrey vissi ekki, er, að engilsmyndin var sótt í málverk eftir ítalska end- urreisnarmálarann Rafael, Sixt- usar Madonnuna. Þar liggur engillinn fram á kistu Júlíusar páfa II og hann er tákn dauð- ans, sá, sem fylgir sálinni fram • fyrir lokadóminn. Of seint er að innkalla frí- merkin og yfirmenn póstþjón- ustunnar reyna því að bera sig vel. Talsmaður þeirra segir, að engillinn fari þó með sálirnar til himnaríkis „og er það ekki bara hið besta mál". PLO segir afstöðu ísraela híndra fríð Jerúsalem, Damaskus. Reuter. SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði í gær að ísraelar hefðu komist vel frá fundinum með þremur arabaleiðtogum í Kaíró þar sem þeir hefðu ekki gefið eftir í helstu deilumálunum. Fulltrúar Frelsissamtaka Palest- ínumanna (PLO) sögðu hins vegar afstöðu ísraela á fundinum hindra árangur í friðarviðræðum. Herská- ar hreyfingar Palestínumanná for- dæmdu leiðtogafundinn og sögðu hann ekki verða til þessað draga úr blóðugum árásum á ísraela. Hryðjuverk fordæmd Leiðtogar ísraels, Egyptalands, Jórdaníu og PLO komu saman í fyrsta sinn í Kaíró á fimmtudag og í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra fordæmdu þeir „hryðjuverk og ofbeldi", auk þess sem þeir áréttuðu þann ásetning sinn að koma á varanlegum friði í Mið- austurlöndum. „Ég verð að segja að ég tel að Herskáir Palestínu- menn boða frekari ofbeldisverk hvað varðar deilurnar um kjarna- vopn, landnám og brottflutning hermanna þá högnuðumst við á tvo vegu: við hvikuðum hvergi frá stefnu okkar og forðuðumst beina árekstra," sagði Shimon Peres. Breitt yfir vandamálin Stjórn Yitzhaks Rabins, for- sætisráðherra ísraels, stendur nú mjog höllum fæti heima fyrir vegna árása herskárra Palestínu- manna sem hafa kostað tugi ísra- ela lífið. Saeb Erekat, leiðtogi stjórnar Palestínumanna á sjálf- stjórnarsvæðunum, sagði að yfir- lýsing Peresar sýndi að markmið Israela á fundinum hefði verið að breiða yfír vandamálin til að greiða fyrir frekari friðarviðræðum, en ekki að leysa þau. „Mér sýnist að þeir vilji sigra í kosningunum í Israel en ekki hafa sigur í barátt- unni fyrir friði. Ástæða fundarins í Kaíró var að friðarviðræðurnar höfðu siglt í strand og það hafði gerst vegna þessa sama hugarf- ars." Arafat bouur hörku Embættismaður PLO, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefði ekki tekist að knýja fram raunverulegar tilslakanir af hálfu fsraela á fundinum. Arafat sagði hins vegar að þetta hefði verið „árangursríkur og mikilvægur fundur". Yasser Araf at lof aði á fundinum að grípa til harðra aðgerða gegn herskáum andstæðingum friðar- samningsins úr röðum Palestínu- manna. Hreyfingar herskárra Pal- estínumanna sögðu hins vegar að hvorki Arafat né Rabin gætu stöðvað árásirnar á ísraela. Hóta Walesa með landsdóm Varsjá. Reuter. JOZEF Oleksy forseti neðri deildar pólska þingsins sagði í gær, að hugsanlega yrði Lech Walesa for- seti Póllands dreginn fyrir lands- dóm vegna áforma hans um að leysa þingið upp. Walesa hóf í fyrradag formlegar ráðstafanir til þess að leysa þingið upp. Gaf hann til kynna að hann myndi einvörðungu falla frá þeim áformum ef þingið setti ríkisstjórn Waldemars Pawlaks af. Hún er mynduð af gamla kommúnista- flokknum, Lýðræðisbandalagi vinstrimanna (SLD), og Bænda- flokki Póllands (PSL). Oleksy sagði, að áform Walesa um að leysa þingið upp á grund- velli þess að fjárlagafrumvarp árs- ins hefði ekki hlotið samþykki gætu leitt til þess að forsetinn yrði dreginn fyrir landsdóm. Pawlak hefur verið í Bandaríkj- unum en sneri heim í gær. Sagði hann við komuna, að ekki kæmi til greina, að hann segði af sér. Walesa mun ekki leysa þingið upp fyrr en í fyrsta lagi á mánu- dag, að sögn Lechs Falandysz, aðstoðarskrifstofustjóra í forseta- skrifstofunni. Hann sakar stjórn Pawlaks um að tefja eða fresta nauðsynlegum efnahagsumbótum og ennfremur deilir hann á forsæt- isráðherrann fyrir að víkja ekki ráðherrum úr stjórninni sem sakaðir hafa verið um aðild að spillingu. Metallgesellschaft Olíuviðskipti kærð ÞÝSKA stórfyrirtækið Metallges- ellschaft lagði í gær fram formlega kæru á hendur Heinz Schimmel- busch, fyrrverandi formanni fram- kvæmdastjórnar fyrirtækisins, og Meinhard Forster, fyrrverandi fjár- málastjóra þess. Skýrði Reuters- fréttastofan frá þessu í gær en þess- ir tveir menn eru sakaðir um að hafa valdið fyrirtækinu gífurlegum útgjöldum. Þess má geta, að Schim- melbusch hefur komið að athugun- um varðandi fyrirhugaða sinkverk- smiðju hér á landi. Metallgesellschaft krefst þess, að Schimmelbusch greiði 1,1 milljarð ísl. kr. í skaðabætur en hann og Forster voru reknir í desember 1993 eftir að fyrirtækið hafði tapað millj- örðum dollara á vafasömum olíu- samningum f Bandaríkjunum og á samningum við bandaríska orkufyr- irtækið Castle Energy Corp. í tilkynningu frá Metallgesellsc- haft segir, að mennirnir tveir hafi brugðist skyldu sinni og gerst sekir um einstakt ábyrgðarleysi með olíu- samningunum fyrrnef ndu en um tíma leit út fyrir, að tapið vegna þeirra myndi ríða fyrirtækinu að fullu. Tilfínningahiti Reuter FULLTRUAR stjórnvalda í Perú og Ekvador náðu sam- komulagi í gær um vopnahlé í átökum ríkjanna um umdeild svæði á landamærunum en með fyrirvara um samþykki ríkis- stjórnanna. Að minnsta kosti 32 menn hafa fallið í vopnavið- skiptunum, sem hafa valdið nokkrum æsingum meðal al- mennings, einkum í Ekvador. Komu nemendur í Quito, höfuð- borg landsins, saman í gær til að láta í ijós vanþóknun sína á Perúmönnum og forseta þeira, Alberto Fujimori.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.