Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 3 FRÉTTIR Janúar ill- viðrasamur og kaldur NÝLIÐINN janúarmánuður var bæði illviðrasamur og kaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu íslands var meðalhitinn í Reykjavík -2,9 gráður, sem er 1,5 gráðu undir meðallagi, en á Akur- eyri var meðalhitinn -2,9 gráður og er það 0,7 gráðum undir meðal- lagi. Urkomusamast var á norðan- verðu landinu og mældust 88 mm á Akureyri, sem er rúmlega hálf önnur meðalúrkoma. í Reykjavík mældist úrkoman 54 mm, sem er rúmlega 2/3 hlutar þess sem venja er. Sólskinsstundir voru 34 í Reykjavík, sem er 7 stundum fleiri en venja er, en á Akureyri voru sólskinsstundir 3 stundum færri en venja er, eða 4 samtals. A Hveravöllum var meðalhitinn -7,8 gráður, og mældist úrkoma þar 38 mm og sólskinsstundir voru 7. í Akurnesi var meðalhitinn -0,7 gráður og mældist úrkoman þar 122 mm. -----» ♦ ♦ Sala á svína- kjöti jókst um 12,7% í fyrra FRAMLEIÐSLA á svínakjöti jókst um 12,3% á síðasta ári miðað við árið 1993 og salan jókst um 12,7% á árinu. Framleiðsla á kindakjöti dróst hins vegar saman um 7% og salan dróst saman um 10,6% í fyrra. Framleiðsla og sala á nauta- kjöti jókst um 4% á árinu, og sala hrossakjöts dróst saman um 15,9%. Þá varð 9,6% samdráttur í framleiðslu alifuglakjöts og salan dróst saman um 12,1%, og eggja- framleiðsla dróst saman um 3,1% og salan um 2,5%. Innvegin mjólk var samtals 99,9 milljónir lítra á síðasta ári, sem er 2,1% aukning frá árinu áður, og sala mjólkurvara samsvaraði 98 milljónum lítra, en það er 1,8% aukning milli ára. -----» » ♦----- Útflutnings- bætur teknar upp að nýju ÞINGMENNIRNIR Egill Jónsson, Gísli S. Einarsson og Eggert Haukdal hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilt verði að flytja út takmark- að magn af kindakjöt með fjár- hagslegum stuðningi ríkisins. Arið 1992 voru útflutningsbætur af- lagðar, en það ár var greiddur rúmur milljarður króna í útflutn- ingsbætur. Flutningsmenn vilja að bændum verði heimilað að flytja út 500 tonn af kindakjöti sem framleitt er innan heildargreiðslumark, en á það eru greiddar beingreiðslur úr ríkissjóði. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að forsendur búvöru- samningsins frá árinu 1991 séu brostnar. Sala á kindakjöti á inn- anlandsmarkaði hafí dregist mun meira saman en gert hafi verið ráð fyrir í samningnum. Nú stefni í að kindakjötsbirgðir verði fjórfalt meiri í lok gildistíma búvörusamn- ingsins en gert hafi verið ráð fyrir í honum. - kjarni málsins! Morgunblaðið/Emil Þór Sigurðsson Tungnárjökull skríður fram TUNGNÁRJÖKULL, í vestanverð- um Vatnajökli, hefur skriðið jafnt og þétt fram frá því í október. Magnús Tumi Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur á Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands, telur að hann hafi færst 800 til 900 metra fram í heildina og hraði háns sé nú á bilinu 8 til 10 metrar á dag. Hann getur þess til samanburðar að Síðujökull hafi skriðið mun hraðar fram í fyrra eða allt upp í 100 metra á dag. Magnús sagði að hluti jökulsins við Langasjó væri ekki byijaður að skriða fram. Hins vegar virtist byrjað framhlaup í Skaftáijökli. Tungnárjökull hijóp síðast vetur- inn 1945 til 1946. Pfilis 4.-. #RöSf: |aSilÍÍ Náðu í miða fyrir kl. 6 BINGO-LOTTO er fyrir þá sem mmm munio eftir orðaleiknum með ( Bingó Biössa vilja vinna 11% € DOMINO S PIZZA Græntnumer:996060 ■ HAPpnurm dae þar sem vlnnlngarnlr fést Mumft Þú kaupir eina plzzu og færö aöra fria ef þú ert meö BINGÓLOTTÓ-MIDA. Aö aukl fá krakkar sem eru meö Blngó BJössa póstkort skvísu ef foreldrar kaupa sér gos. Gildir ekkl um heimsendar pizzur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.