Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ r Full alvara hjá vestSrskum sjálfstæðismönnum: Maður má ekki orðið útrýma fiskstofninum í friði fyrir þeim . . . Skorað á Alþingi að setja prentfrelsislöggjöf Morgunblaðið/Sverrir THOR Vilhjálmsson, Lúðvík Geirsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Guðjón Heiðar Hauksson og Brynja Benediktsdóttir kynntu stofnun sjóðsins. HÓPUR íslendinga sem stendur að stofnun Málfrelsissjóðs hefur sent frá sér ávarp þar sem skorað er á Al- þingi að setja prentfrelsislöggjöf og ný meiðyrðalög. Undir ávarpið skrifa 50 kunnir íslendingar á sviði lista og menningar. Jafnframt hvetur hópurinn al- menning til þátttöku í söfnunarátaki fyrir Málfrelsissjóð og er almenningi frjálst að gerast stofnfélagar að sjóðnum. Honum er ætlað að styrkja einstaklinga sem dæmdir hafa verið til að greiða fébætur á grundvelli núgildandi meiðyrðalaga. Hópurinn hyggst í þessu skyni selja blýanta án strokleðurs, sem er ætlað að vera tákn fyrir baráttumál hópsins. Þeir sem standa að stofnun Mál- frelsissjóðs eru Thor Vilhjálmsson rit- höfundur, Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafélags íslands, Ingibjörg Haraldsdóttir formaður Rithöfunda- sambandsins, Þorsteinn Gylfason pró- fessor, Einar Kárason rithöfundur og Brynja Benediktsdóttir leikkona. ÞORSTEINI Pálssyni, sjávarút- vegs-, dóms- og kirkjumálaráð- herra, hefur verið falið að fjalla um og úrskurða um kæru vegna fjár- málalegra viðskipta bæjarstjómar Hafnarfjarðar við fyrirtækið Hag- vikri-Klett hf. á árunum 1992 til 1994. Viðskipti þessi voru kærð til fé- lagsmálaráðuneytisins af núverandi meirihluta bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Rannveig Guðmundsdóttir, félagsmálaráðherra, vék sæti í mál- inu að eigin ósk með tilvísun til 3. gr. 1. mgr. 6. tl. stjórnsýslulaga. Það var .að tillögu forsætisráð- herra, Davíðs Oddssonar, að Þor- steinn Pálsson tekur við málinu, en ákvörðun þess efnis var kynnt í gær. Lúðvík sagði á blaðamannafundi sem hópurinn hélt í gær að sú mikla umræða sem hefði verið að undan- Embættismenn skoða málið „Ég er nú ekki farinn að kynna mér þessi gögn, sem fyrir liggja í málinu,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég geri þó ráð fyrir því, að ég muni fela tveimur enbættismönnum á laga- sviði í dómsmálaráðunevtinu að fjalla um málið. Ég á frekar von á því, að þeir muni þar að auki leita aðstoðar utanaðkomandi aðila í þeim tilgangi að tryggja sem bezt trúverðugleika þessarar umfjöllun- ar og koma í veg fyrir nokkrar grunsemdir um það, að pólitísk áhrif móti afstöðu embættismanna. Þegar tillögur þessara aðila liggja fyrir, mun ég taka þær til af- greiðslu,“ sagði Þorsteinn. fömu um málfrelsi og prentfrelsi hefði fyrst og fremst snúist um tillög- ur um viðbætur við 73. grein stjóm- arskrárinnar um prentfrelsi. Komið hefðu fram hávær mótmæli við þess- ari viðbót sem að mati flestra sem hefðu tjáð sig um þessi mái væri ákveðið tilræði við það prentfrelsi og tjáningarfrelsi sem landsmenn búi við í dag. „Úrelt meiðyrðalöggjöf „Ákveðinn hópur einstaklinga hefur að undanförnu rætt um þessi mál og finnst að um margt sé áfátt í þessum efnum á íslandi. Við teljum fulla þörf fyrir því að sett verði sér- stök prentfrelsislög hérlendis sem yrðu nokkurs konar útvíkkun og skilgreining á þeim þáttum sem. er að finna í stjórnarskránni eins og hún er núna, en ekki eins og hún kæmi til með að verða með þeim breytingum sem þingheimur hefur boðað,“ sagði Lúðvík. Hópurinn telur að meiðyrðalög- gjöfin sem hér er í gildi sé úrelt og full ástæða sé til þess að breyta henni, ekki síst með tilvísan til mála sem undan eru gengin og Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur gert at- hugasemdir við og til mannréttinda- samninga sem íslensk stjómvöld hafa gerst aðilar að í gegnum aðild sína að Sameinuðu þjóðunum. Viðskipti Hafnarfjarðarbæjar og Hagvirki-Kletts Þorsteinn Pálsson úrskurðar í málinu Tannlæknadeild HÍ 50 ára Hvergi í heiminum betri tannlæknar Ólafur Höskuldsson Tannlæknadeild Há- skóia íslands fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli. Á morgun, sunnudag, á milli 13.30 og 17.00, verða húsakynni deildarinnar við Vatnsmýri opnuð almenningi. Fólk getur fengið tannlækna- skoðun og fræðslu um tannhirðu ef það kýs, sér að kostnaðarlausu. Fólk fær líka tækifæri til að kynnast sjónarhorni tann- læknisins og bora í gervi- tennur. Frumvarp um upphaf tannlæknakennslu við læknadeild HÍ var flutt af Vilmundi Jónssyni land- lækni og þingmanni árið 194L Þá var aðeins rúmur tugur tannlækna starfandi hérlendis en þeir höfðu allir sótt menntun sína til útlanda að sögn Ólafs Höskuldssonar, lekt- ors við tannlæknadeild HÍ. Kennarar voru skipaðir við deildina árið 1944 en kennsla hófst 31. janúar 1945 í þremur herbergjum í norðurenda Aðal- byggingar HÍ. Skilyrði fyrir inn- töku var á þeim tíma að hafa lokið miðhlutaprófi í læknisfræði og innrituðust þrír nemendur. Útskrifuðust þeir fyrstu tveimur árum síðar. Árið 1959 flutti deild- in síðan í kjallara Landspítalans og var þar fram í ársbyijun 1983, þegar deildin fékk núverandi hús- næði, sem gengur jafnan undir nafninu Tanngarður. Grunnnám- ið er nú sex ár. Allir þeir sem sækja um fá inngöngu í deildina, en í lok fyrsta misseris þreyta nemar samkeppnispróf og halda að meðaltali sex þeirra áfram. í vetur eru alls 39 nemar í deild- inni, þar af 15 á fyrsta misseri, sem þykir óvenju fámennt. „Flestir hafa nemar á fyrsta ári verið á 3. tug talsins en veru- leg breyting hefur orðið til fækk- unar. Atvinnuhorfur í þessari grein hafa breyst gífurlega mikið á undanförnum áratugum og margir tannlæknar gætu bætt við sig vinnu. Einhverjir hafa haldið af landi brott og fengið starf er- lendis. Fyrir 20-30 árum þótti tannlæknanám hins vegar all- trygg leið til að komast þokkalega af í efnahagslegu tilliti. Ég man t.d. eftir því að í hittifyrra voru þeir nemar sem þá útskrifuðust að afla sér upplýsinga um starfs- möguleika í íjarlægum löndum á borð við Saudi-Arabíu. Sviðið er mjög þröngt og fái tannlæknar ekki starf við hæfi eru starfs- möguleikar þeirra á öðrum vett- vangi litlu betri en hjá þeim sem hætt hafa skólagöngu snemma á lífsleiðinni. Þessu er því öðruvísu farið en með t.d. lög- fræðinga." - Hefur eðli starfs- ins breyst mikið á undanförnum áratugum? „Sem formleg starfsgrein er tannlæknafagið ungt að árum hérlendis. Allt fram á ofanverðan sjöunda áratuginn snerist stór hluti af starfinu um að byrgja brunninn eftir að bamið var dott- ið ofan í. Menn höfðu einfaldlega ekki tíma til annars en að sinna bráðatilvikum með tilheyrandi verkfærum, mestmegnis bornum en ekki síður tönginni og fölskum tönnum. Fljótlega upp úr 1970 breyttist þetta, ekki síst með fjölgun tannlækna, og felst starf- ið nú meira í fræðslu og forvörn- um en áður. Fólk hóf einnig að átta sig á gildi tann- og munn- ►Ólafur Höskuldsson fæddist árið 1939 á Akureyri, lauk stúd- entsprófi frá MA árið 1958, nam í eitt ár sögu og bókmennt- ir við Alfred University í New York-fylki, hóf nám við tann- læknadeild HÍ og lauk því 1966. Hann stundaði sérfræðinám í barnatannlækningum við Uni- versity of Alabama, starfaði 1968-69 við Eastman Institutet og Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Ólafur hóf eigin rekstur hérlendis 1972. Hann var gistiprófessor við Univers- ity of Washington í Seattle 1993-94. hirðu. Þessi hugarfarsbreyting varð af útlitsástæðum en ekki heilsufarsástæðum, meðal annars fyrir áhrif frá Hollywood-brosinu sem allir þekkja úr kvikmyndum og sjónvarpi. Aukin umhugsun um fæðuval og neyslutíðni hefur líka haft áhrif til batnaðar." - Hversu marga tannlækna hefur tannlæknadeildin útskrif- að? „Alls 217 frá upphafi. í Tann- læknafélagi íslands eru um 280 félagar en um 260 tannlæknar starfa hér á á landi, eða um það bil einn á hveija þúsund íbúa sem þótti löngum æskilegt hlutfall. Þetta er þó nokkuð mismunandi eftir landsvæðum og þannig er einn tannlæknir á hverja sex hundruð íbúa á höfuðborgar- svæðinu.“ - Hvernig falla þér hugmyndir um að leggja deildina niður og flytja námið úr landi„ sökum kostnaðar? „Fyrir nokkrum árum gerði hlutlaus aðili rækilega arðsemis- útreikninga á náminu, og niður- staðan var sú að mun dýrara yrði fyrir þjóð- ina að kaupa þessa menntun erlendis. Það er algengur misskiln- ingur að tannlækna- nám hér heima sé dýrt, og í raun er það mun ódýrara en annars staðar í heiminum. Hins vegar er oft einblínt á að deildin er mannfá og vissulega er rekstrar- kostnaður hennar töluverður, en á móti koma nokkrar tekjur. Sjálfum finnst mér mikilvægt að hafa deild hér á landi og er viss um langlífi hennar, enda deildin hluti þess að vera sjálfbjarga og sjálfstæð þjóð. Ég er líka sann- færður um að hvergi I heiminum útskrifist betri tannlæknar. Eins og Sigfús Þór Elíasson prófessor og forseti deildarinnar segir; tannlæknar eru framleiddir í verkcmiðjum í öðrum löndum, en hér eru þeir unnir í höndunum.“ Dýrara að kaupa mennt- unina ytra X » i » » í \ I L » » » » » » » i i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.