Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 9 FRETTIR Formaður FIA um deilu félagsins og flugfélagsins Atlanta Ekki minni harka í deil- unni en var fyrr í vetur FULLTRÚAR samgönguráðu- neytisins hafa undanfarið haft milligöngu í viðræðum fulltrúa Félags íslenskra atvinnuflug- manna, Fijálsa flugmannafélags- ins og flugfélagsins Atlanta til að finna lausn á ágreiningsmálum flugmanna í FÍA og Atlanta, en kjarasamningar sem náðust í kjöl- far kjaradeilu FÍA og Atlanta fyrr í vetur runnu út um áramót. Deilan milli FÍA og Atlanta snýst fyrst og fremst hvort flug- menn í FÍA eigi að njóta forgangs til starfa hjá Atlanta samkvæmt starfsaldurslista. Kristján Egils- son, nýkjörinn formaður FÍA seg- ist líta svo á að slíkur forgangs- réttarlisti sé í gildi, en Jón Gríms- son, varaformaður FFF, og Arn- grímur Jóhannsson, eigandi Atl- anta, segja engan slíkan forgangs- lista í gildi nú. Harkan kemur á óvart Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að sér sýndist því miður að ekki væri minni harka í deilu FÍA og Atlanta nú en var í kjaradeilunni fyrr í vetur. „Það kemur mér svolítið á óvart hvað þeir sem áður báru fyrir sig kúgun og annað slíkt eru harðir gagnvart félögum sínum sem hafa starfað með þeim í gegnum tíð- ina,“ sagði Kristján. Hann sagði að eina ósk FÍA væri sú að félagar í FÍA fái vinnu í samræmi við röðun á forgangs- réttarlista, en svo virtist hins veg- ar að eigendur Atlanta og FFF teldu það heilaga skyldu sína að halda þeim úti, þrátt fyrir að þeir ættu að vera komnir í vinnu sam- kvæmt listanum. Enginn starfs- aldurslisti í gildi Jón Grímsson sagði að enginn starfsaldurslisti væri í gildi hjá flugmönnum Atlanta, hvorki hjá þeim sem væru í FFF né þeim sem væru í FÍA. „Hitt er annað mál að í samningaviðræðunum núna er verið að setja upp slíkan lista,“ sagði Jón. Arngrímur Jóhannsson sagði að samkvæmt samningunum sem giltu til áramóta hefðu þeir flug- menn í FÍA verið þjálfaðir sem átti að þjálfa og þeir fengið greiðslur sem þær hefðu. átt að fá. „Síðan vildu þeir meina að við ættum að setja þá inn í einhverja röð, en samningurinn var til ára- móta, og þá er þetta spurning hvort samningurinn gildir eftir áramót eða ekki,“ sagði hann. Heimilt að grípa til aðgerða í atkvæðagreiðslu sem fram fór meðal félagsmanna í FÍA í síðustu viku var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að grípa til aðgerða gagnvart Atlanta ef þörf þykir á. Kristján sagði að á þessu stigi hefði ekki verið fjallað nánar um það hvort gripið yrði til aðgerða, og sagðist hann vona að það tæk- ist að leysa málið án þess. Hann sagði FIA hafa í mörg horn að líta, og vildu félagsmenn þess standa í flestu öðru en illdeilum við eiganda Atlanta eða fyrrver- andi félaga sína. „Þetta er heimild sem er fyrir hendi ef menn geta ekki fundið flöt á þessu máli, en ég vona svo sannarlega að til þes_s komi ekki að hún verði notuð. Ég held hins vegar ekki að það sé nein ástæða til að draga þessar umræður á langinn því þetta er ekki það stórt mál og ekki það flókið að það á að vera hægt á skömmum tíma að einangra vandamálið,“ sagði hann. FJÖLSKYLDUBÍLLINN Corolla Touring Special fæst á 190 þús- und kr. lægra verði en áður. Verðlækkun á Toyota NÝ ÚTFÆRSLA af Toyota Co- rolla Touring, Touring Special 4WD, verður til sýnis og reynslu- aksturs hjá Toyota-umboðinu um helgina. Af þessu tilefni býður umboðið 50 bíla á 190 þúsund kr. lægra verði en áður, eða 1.699.000 kr. Corolla Touring Special er m.a. búinn sídrifi með rafstýrðri driflæsingu, fjarstýrðum útispegl- um, vökva- og veltistýri, samlæst- um hurðum, vandaðri innréttingu og útvarps- og kasettutæki. Sýn- ingarsalir Toyota verða opnir laug- ardag frá kl. 12-17 og sunnudag frá kl. 13-17. Yfirlæknar styðja tilvísanakerfi YFIRLÆKNAR heilsugæslu- stöðva í Reykjavík og á Seltjarnar- nesi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við áform heilbrigðisráðherra um að taka upp tilvísanakerfi í heil- brigðisþjónustunni. Undir yfirlýsinguna rita Atli Árnason, Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi, Haraldur Tómasson, Heilsugæslustöð Árbæjar, Þórður G. Ólafsson, Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts, Samúel J. Samú- elsson, Heilsugæslustöð í Mjódd, Gunnar H. Guðmundsson, Heilsu- gæslustöðinni í Fossvogi, Halldór Jónsson, Heilsugæslustöðinni í Lágmúla, Stefán Finnsson, Heilsu- gæslustöð Hlíðasvæðis, Margrét Georgsdóttir, Heilsugæslustöð Miðbæjar og Guðfinnur P. Sigurf- innsson, Heilsugæslustöð Seltjarn- arness. Umboðsmaður Alþingis Seinagang- ur skatt- yfirvalda átalinn UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur átalið yfirskattanefnd og ríkis- skattstjóra fyrir seinagang við meðferð mála. í áliti hans segir að ríkisskattstjóri skuli virða þann 45 daga frest sem honum er ætl- aður til að skila yfirskattanefnd áliti á kærum og að nefndin eigi að virða þriggja mánaða frest til að afgreiða mál, jafnvel þó álit ríkisskattstjóra liggi ekki fyrir, að því að frá er greint í Verslunar- ráðstíðindum. Þar segir að Verslunarráð hafi kvartað í apríl í fyrra við fjármála- ráðherra vegna alvarlegs seina- gangs við meðferð kærumála fyr- ir yfirskattanefnd. Ráðherra hafi svarað því til að tilteknir frestir væru aðeins leiðbeinandi. Verslunarráð var ósammála ’ þessarri túlkun, énda væri þá komið upp „augljóst misræmi milli kvaða eftir því livor á í hlut, gjaldandi eða opinber aðili.“ Gjaldendur hefðu beðið tjón þar sem kæra frestaði ekki innheimtu álagðra gjalda. 3 mánaða frestur -10 mánaða bið Einn gjaldenda skaut máli sínu til Umboðsmanns Alþingis eftir, að hafa beðið í 10 mánuði eftir niðurstöðu frá yfirskattanefnd. Umboðsmaður komst síðan að ofangreindri niðurstöðu og segir í áliti sínu að afgreiðslufrestir séu bundnir í lögum og stjórnvöldum beri að gæta þess að þeir séu virt- ir. RYMINGAR SAL VEGGBORDAR, VEGGFÖÐÚR, Verð fró kr. 94.- m? (498.- rúllan) SKRAUTLISTAR OG ROSETTUR Vcrð Iró kr. 51.- m staðgreitt 50% AftLÁTTUR Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup á útsölunni. 15-50% afsláttur. Einnig gólfdúkar, veggdúkar og fleira. VERSLUN MEÐ VEGG- OG GÓLFEFNI VEGGFÓÐRARINN EINAR ÞORVARÐARSON & CO HF FAXAFEN 10 SIMI: 5 6 8 7 1 7 1 Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun Nýjar vörur í næstu viku TESS neðst Við Opið virka^daga iaugardaga 622230 kl. 10-14. v neöst viö Dunhaga, ■■■ ... sími 6222 Iiiiiiiiiiii ■■iiuuiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiii ■ ■ iil í SlbFURSKEMMAN = : ER FLUTT Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12 .* -------------------—--- — : OPNUNARTÍMAR: ÞRIÐJUD. FÖSTUD. FRÁ KL. 11 18. 5 ^ LAUGARD. FRÁ KL. 10-14. LOKAÐ Á MÁNUD. Z S SÍMI22840 Z Éuii luiiiumiuitiiiii i iiiuutuiiiiiuiiiuuiui'' marina RjNALDl MaxMara ÚTSALA Opið í dag kl. 10-17 ___Mari______ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - Simi 91 -62 28 62 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.