Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla um bú- vörusamninginn Ráðherra sakaður um vanefndir STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu landbúnaðarráðherra harðlega á Alþingi í gær fyrir að hafa ekki staðið við ákvæði búvöru- samningsins, sem gerður var árið 1991. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði að öll meginmark- mið samningsins hefðu náðst, en nauðsynlegt væri að taka sérstak- lega á vanda sauðfjárbænda, sem hefðu farið illa út úr samningnum vegna minni neyslu á kindakjöti. Landbúnaðarráðherra lagði fram skýrslu á Alþingi um framkvæmd búvörusamningsins, en skýrslan var unnin að beiðni Alþýðubandalags- ins. Stjórnarandstæðingar sögðu að stjórnvöld hefðu ekki staðið við ákvæði samningsins hvað varðar fjárframlög til skógræktar, land- græðslu, jarðasjóðs og atvinnumála í sveitum landsins. Landbúnaðarráðherra viður- kenndi að minni fjármunir hefðu farið til þessara mála en vonir hefðu staðið til. Hann benti þó á að yfirlýs- ingar um framlög til þessara mála væru einungis viljayfirlýsingar, sem kæmu fram í bókunum við samn- inginn. Framsóknarmenn tóku að hluta til undir þetta og sögðu að ráðherrar Alþýðubandalagsins, sem undirrituðu samninginn, hefðu átt að ganga betur frá samningnum með því að undirrita einnig bókan- irnar. Ólafur Ragnar Grímsson mót- mælti ásökunum framsóknarmanna og sagði að samkvæmt áliti ríkislög- manns hefði sín undirritun undir samninginn tryggt að núverandi ríkisstjórn hefði ekki getað komið sér undan því að standa við samn- inginn. Hann sagði að ríkisstjómin hefði reynt að rifta samningnum eftir að hún tók við völdum með því að leita eftir áliti ríkislög- manns. Landbúnaðarráðherra sagði að það hefði alla tíð verið sín stefna að standa við samninginn. Bjöm Tore Godal utanríkisráðherra Noregs um fiskveiðideiluna við ísland Opnir fyrir um- ræðu um lausn til skamms tíma Bjöm Tore Godal, utanríkis- ráðherra Noregs, stóð við hér- lendis í tæpan sólarhring í tengslum við utanríkisráð- herrafund Norðurlanda. í stuttu samtali við Pétur Gunnarsson ræddi hann um fiskveiðideilur íslendinga og Norðmanna. Godal utanríkis- -------------------- ráðherra Noregs. BJÖRN Tore Godal utanríkisráð- herra Noregs segist telja óljóst hvort mögulegt sé að náðst geti áfangi að samkomulagi um fisk- veiðideiluna í Barentshafi í þeim þríhliða viðræðum embættis- manna frá íslandi, Noregi og Rússlandi sem fyrirhugaðar eru. Þeim möguleikum sé haldið opn- um. Fiskveiðideilur íslendinga og Norðmanna voru ekki á dagskrá fundar utanríkisráðherra Norður- landanna en Godal veitti Morgun- blaðinu stutt viðtal um þau mál. „Ég tel að strandríki á borð við ísland, Noreg og Rússland sjái sér sameiginlegan hag í því að koma á fót framtíðarstjórnkerfi fyrir nýtingu auðlinda hafsins og vinni að því í anda úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna," sagði Björn Tore Godal aðspurður um hvaða árangur hann vonaðist til að sjá af embættismannavið- ræðunum. „Að hvaða marki okkur tekst að finna skammtímalausnir í anda úthafsveiðiráðstefnunnar á eftir að koma í ljós. En við erum opnir fyrir því að slíkt komi til umræðu og ég hlakka til þessara þríhliða viðræða sem við erum allir sammála um í grundvallar- atriðum. Dagsetning þessa fundar hefur enn ekki verið ákveðin en ég er viss um að það nájst víðtæk samstaða í Rússlandi, íslandi og Noregi um að að halda hann við fyrsta mögulega tækifæri." - Er líklegt að embættismenn geti fundið iausn á deilum íslend- inga og Norðmanna um Smugu- veiðar og Svalbarðasvæðið. Þurfa ekki stjórnmálaleiðtogar að taka af skarið í viðræðum sín á milli? „Við tókum pólitískt frum- kvæði þegar við ákváðum í Tromsö, utanríkisráðherramir þrír, að hefja þessar þríhliða við- ræður sem ég vona að hefjist eins fljótt og unnt er. - Er réttmætt að segja að Evrópuumræðan íNoregi ogþjóð- aratkvæðagreiðslan um ESB- aðild hafi tafið fyrir lausn málsins og er hugsanlegt að yfirvofandi kosningar hér á landi geri það að verkum að óraunhæft sé að vænta árangurs á næstunni? „Það eru alltaf einhveijir póli- tískir atburðir á næsta leiti, bæði á íslandi og i Noregi. Ágreinings- efnið sjálft og greining okkar á vandamálinu breytist ekki við það. Okkar afstaða er sú sama nú og var fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna svo þetta mál tengist ekki afstöðunni til Evrópusam- bandsins. En um það hvort eða hvernig þetta mál tengist stjórn- málaviðhorfinu á íslandi get ég ekki dæmt. Ég vona að svo sé ekki. Deilumar snúast um að bijóta til mergjar mikilvægar og innihaldsríkar spumingar og úr þeim ætti að leysa á grundvelli þjóðarhagsmuna eins og ríkis- stjómir landanna tveggja skil- greina þá og þess vegna gera væntanlegar kosningar á Islandi mig hvorki svartsýnni né bjart- sýnni.“ - Voru það pólitísk mistök að semja ekki um málið í Stokkhólmi sumarið 1993 þegar veiðar íslend- inga í Barentshafi voru ekkert í líkingu við það sem þær hafa síð- an orðið? „Ég held að allir geti verið sam- mála um að það hefði verið betra að ná niðurstöðu þá en það reynd- ist ekki mögulegt. Ég var ekki utanríkisráðherra þá og ekki við- staddur en ég held að það sé ekki ástæða til að gagnrýna neinn þess vegna. Þá bauð staðan ekki upp á lausn en vonandi verður unnt að breyta því. - Samningur Norðmanna við Kanada um úthafsveiðar þar sem Kanadamenn viðurkenna norska efnahagslögsögu og hafsbotns- réttindi við Svalbarða hefur vakið hörð viðbrögð hér. „Eins og þú getur ímyndað þér erum við mjög ánægðir með þann samning og auðvitað er mikilvæg- asti þáttur hans sá að ríkin tvö hafa komið sér saman um gagn- kvæma nýtingu auðlinda utan eig- in yfirráðasvæðis. Þetta er ný- lunda. Svalbarðasvæðið er annað mál. Sá þáttur er að sjálfsögðu mjög mikilvægur fyrir Noreg en fyrra atriðið, sem er ekki eins þekkt, er mjög mikilvægur hluti samkomulagsins þar sem það þýð- ir í raun að tvö strandríki koma sér saman um gagnkvæma stjórn á úthafinu til að vernda auðlinda- hagsmuni sína. Þótt sjómönnum í Kanada og Noregi kunni að þykja þetta óréttlátt höfum við ákveðið að stíga þetta skref. - Hver eru hugsanleg áhrif þessa á úthafsveiðiráðstefnuna og á deilur Noregs og tslands. „Við sjáum ekki fyrir okkur viðræður um lagalega stöðu Sval- barða. Við teljum slíkt ekki aðkall- andi. Fyrir Noreg hefur það mest gildi í þessu sambandi að svæðið fái viðurkenningu, hvort sem sú viðurkenning er lögformleg eða ekki. Það er hins vegar ánægju- legt þegar ríki gera slíkt formlega eins og Kanada. Við höfum engin séstök frekari áform, aðeins okkar grundvallarafstöðu og okkur þyk- ir vænt um allan þann stuðning sem við hljótum í því efni. Það hvernig auðlindanýtingunni er raunverulega stýrt er höfuðmálið og hvað viðvíkur fiskveiðum við Svalbarða nýtur það nánast ein- róma viðurkenningar á alþjóða- vettvangi, með fáeinum undan- tekningum. - Nú eru ísland og Noregur tvö eftir EFTA-megin á Evrópska efnahagssvæðinu. Eru viðskipta- hagsmunir landanna þess vegna ekki samtvinnaðri en nokkru sinni áður og má ekki segja að fisk- veiðideilur þeirra séu sérstaklega óheppilegar þess vegna? „Að sumu leyti er þetta rétt en ég tel að samband Islands og Noregs hafi alltaf verið náið. Þótt einstaka skugga hafi borið á þá er þetta nána samband og hefur verið einn af raunverulegum grundvallarþáttum innan- og ut- anríkisstefnu jafnt íslands og Noregs. Nú erum við sameigin- lega á Evrópska efnahagssvæðinu en án aðildar að EES og það seg- ir síg sjálft að að því leyti stöndum við nær hvorir öðrum en nokkru sinni áður.“ 011 Kfl 01 07A L*RUS Þ' VALDIMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI L I I v)U“L I 01 U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Mosfellsbær - hagkvæm eignaskipti Nýtt og glæsilegt parhús með 3ja herb. óvenju rúmgóðri íbúð. Ennfrem- ur föndurherb. í risi. Góður bílskúr. Langtímalán. Tilboð óskast. Með 40 ára húsnláni kr. 3,1-3,5 millj. Nokkrar góðar 3ja herb. íbúðir m.a. við: Eiríksgötu. Jarðhæð. Nýjar innr. og tæki. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Dvergabakka. 3. hæð. Suðurendi. Parket. Frábær grkjör. Tilboð óskast. Furugrund. Lyftuhús. 7. hæð. Útsýni. Bílgeymsla. Tilboð óskast. Súluhóla. Suðuríbúð. Öll eins og ný. Ágæt sameign. Vinsæll staður. Fráb. grkjör. Teikn. á skrifst. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Á vinsælum stað í vesturborginni Lítið einbýlishús ný endurbyggt með 3ja herb. íb. Laust 1. júni nk. Gamla góða húsnlánið kr. 1,9 millj. Tilboð óskast. Stór og góð 3ja herb. íb. við Hjarðarhaga. Húsið nýklætt að utan. Nýtt verksmiðjugler. Tvennar svalir. Tilboð óskast. Skammt frá Vesturbæjarskóla Efri hæð í þríbhúsi um 150 fm. Rúmg. innb. bílsk. Ræktuð hornl. Skipti mögul. á góðri 3ja-4ra herb. íb. Ýmsir staðir koma til greina. Tilb. óskast. Með frábæru útsýni við Digranesveg Ný endurbyggt einbýlishús með 5 herb. íb. á hæð og í kj. Ræktuð lóð 988 fm með háum trjám. Tilboö óskast. Að gefnu tilefni orðsending til viöskiptamanna okkar vegna: Affalla af húsbréfum. í gærmorgun voru afföllin 11,29% auk lántöku- gjalds 1% og stimpilkostnaðar 2,5% af hámarksláni fyrir notaða íbúð kr. 5.330 þús. gera afföllin, lántökugjaldið og stimpilkostnaðurinn sam- tals kr. 730.870,-. Eignaskipta - makaskipta. Þurfi viðtakandi að endurselja eign sem hann fær í makaskiptum þarf að gera ráð fyrir sölukostnaði og kostn- aði við auglýsingar auk endursöluverðsins. Þessar orðsendingar eru vegna daglegra fyrirspurna til okkar um þessi atriði. Opiðídag kl. 10-14. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipi. AIMENNA FASTEIGNASAL AH UUGWEGM8S?MAR2m^Í370 Fj árhagsáætlun Reykjavíkurborgar afgreidd Skatt- og rekstrartekj- ur hækka um 128 millj. FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavík- urborgar hefur verið samþykkt í borgarstjórn. í ræðu borgarstjóra kom fram að samanlagðar skatt- og rekstrartekjur hækka um 128 milljónir króna en á móti hækka rekstrargjöld í heild um 78,7 millj- ónir króna. Hækkun skatttekna má rekja til um 100 milljóna króna hækkun tekna í staðgreiðslu og um 28 milljóna króna hækkun tekna af fasteignasköttum í samræmi við álagningatölu. Helstu breytingar á rekstrargjöldum eru nýir og breyttir gjaldliðir sem hafa í för með sér 50,2 millj. hækkun og hækkun styrkja um 16,4 millj. Hækkað framlag til íþróttavalla félaga í máli borgarstjóra kom meðal annars fram að framlag til íþrótta- valla félaga verður hækkað um 15 millj. og að gert væri ráð fyrir 8,8 millj. til reksturs sérstakrar atvinnu- og ferðamálaskrifstofu. Þá væri reiknað með óskertu fram- lagi til Þróunarfélags Reykjavíkur á árinu en ákveðið hafí verið að endurmeta aðild borgarinnar að félaginu fyrir næsta aðalfund fé- lagsins. Framlag til ferðamála verður hækkað um 6 millj. og framlag til viðhalds Slökkvistöðv- arinnar um 5 millj. Þá hækka framlög til nýbygg- inga gatna og holræsa um 10 millj. en á móti lækki framlög til viðhalds gatna og holræsa um 13 millj. Mismunurinn 3 millj. rennur til endurbóta og breytinga á leik- skólahúsnæði. Styrkveitingar verða hjá fagnefndum Borgarstjóri sagði að breytingar yrðu á skiptingu styrkfjárhæða á milli málaflokka og verða þeir framvegis á vegum hlutaðeigandi nefnda. Samanlögð fjárhæð til styrkveitinga hækkar og er gert ráð fyrir 200 millj. á árinu. Styrkur til menningarmála hækkar úr rúmum 25,6 millj. í 30 millj. og styrkir til skólamála úr 28,3 millj. í 30 millj. Styrkir til æskulýðs-, tómstunda og íþrótta- mála lækka úr 44,6 millj. í 40 millj. og er gert ráð fyrir nýjum styrkjum til dagvistarmála eða 6 millj. Styrkir til félagsmála verða 40,7 millj. en þeir voru 80,7 millj. árið 1994. Styrkir á vegum borgarráðs eru áætlaðir 54 millj. Þá er kostnaður vegna nýrra stöðuheimilda 12,1 millj. og er embætti umboðsmanns Reykvík- inga meðal annarra í þeirri upp- hæð. Hjúkrunarheimili í Suður-Mjódd I lok ræðu sinnar sagði borgar- stjóri að við fyrri umræðu hafi ekki verið tekin endanleg ákvörð- un um framlag borgarinnar til byggingar hjúkrunarheimilisins í Suður- Mjódd. „Á milli umræða hef ég átt við- ræður við þá aðila sem þessu máli tengjast,“ sagði borgarstjóri. „Eftir þær viðræður sýnist mér sem áhugi og skilningur á málinu sé það mikill hjá ýmsum félaga- samtökum í borginni að ef allir leggist á eitt verði hægt að hefja byggibgaframkvæmdir við heimil- ið þegar á þessu ári.“ í ljósi þessa hafi verið ákveðið að halda inni óbreyttu framlagi til hjúkrunar- heimilis í Suður-Mjódd eða 20 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.